Morgunblaðið - 20.01.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
3
Séð yfir svæðið þar sem Gunnaj: Tryggvasxm sást síðast lifandi og þar sem hann síðar fannst
skotinn í bíl sínum. Fremri örin á myndinni vísar á staðinn þir sem bílasími Hreyfils er á
horni Hrísateigs og Sundlaugarvegar, en aftari örin vísar á staðinn þar sem Gunnar faimst.
- MORÐINGI
Framhald af bls. 1
benda öll til þess að hann
hafi verið myrtur á tíma-
bilinu kl. 4—6 um nótt-
ina-
Morgunblaðið fregnaði í
gær að sézt hefði til ferða
hans eftir þennan tíma,
en Ingólfur Þorsteinsson,
aðstoðaryf irlögr egluþ j ónn
rannsóknarlögreglunnar,
sem stjórnar rannsókn
málsins, sagði í viðtali við
blaðið í gærkvöldi, að ör-
-------------------------
ugg vissa væri engin fyrir
því.
Ennfremur virðist sumt
benda til þess, að morð-
inginn hafi tekið bílinn í
Laugarneshverfi, skammt
frá þeim stað, þar sem
morðið var framið. Þegar
hann tekur bílinn er hann
með hlaðna skammbyssu í
vasanum, þ.e.a.s. hér er
ekki um tilviljun að ræða.
Hann ætlar að ræna
annan hátt, að hylma yfir j
glæpinn með dauða manns j
ins. Auðvitað gat hann lát-
ið aka sér hvert sem er
í borgina, en sú staðreynd,
að hann kýs að fara út aft
ur í Laugarneshverfi gæti
bent til þess, að hann
byggi ekki langt frá morð-
staðnum, eða a.m.k. að
hann hefði talið sér örugg-
ast skjól þar af einhverj-
um ástæðum.
Auk þess var veður ekki
hið ákjósanlegasta til að
þurfa að ganga langar leið
ir, og ef hanrl hefur tekið
annan leigubíl, hlyti sá
bílstjóri að vera búinn að
gefa sig fram.
Auðvitað er fráleitt að
einblína á Laugarneshverf
ið, en óneitanlega er það
fremur undir smásjánni en
önnur hverfi bæjarins, þó
að vitaskuld geti verið, að
morðinginn sé svo útsmog-
inn, að hann hafi tekið
áhættuna og framið verkn
aðinn í öðru hverfi en
hann býr í til þess að villa
um fyrir lögreglunni,
nema þá að einhver annar
tilgangur sé með morðinu
en rán — og morðinginn
hafi t.d. haft eiginn bíl við
höndina.
En út í frekari bollalegg
ingar þess efnis skal ekki
farið, en þó ekki úr vegi
um leið og Morgunblaðið
hvetur borgarbúa til um-
hugsunar um málið og
samstarfs við lögregluna,
að leggja það niður fyrir
sér, meðan unnið er að
lausn þess- En heitari ósk
geta Reykvíkingar ekki átt
en að hinn seki finnist.
Öryggi þeirra gæti verið
í hættu. Slíkur maður
gæti slegið aftur.
ásitand og horfur í málefnum rík-
isins er hann hélt í gær. Þa>r var-
aði hann þjóðina við miklum
verðhækkunum og auknum
gjaldeyriserfiðleikum ef skattar
yrðu ekki hækkaðir. Hann hvatti
þess efnis, að hætt verði við guli
til þess, að þingið samþykkti ög
tryggingu dollarans í innanlands
viðskiptum, en hélt áfiramhald-
andi gulltryggingu í utanríkis-
viðskiptum og sagði, að núver-
andi gullverði, sem er 35 dollar-
ar fyrir úr^una, yrði haldið
óbreyttu. Hann hét áframhald-
andi- tilraunum til að kóma á
friði i Vietnam, en fátt nýtt kom
fram í ræðu hans um Vietnam-
málið.
Ræða Johnsons hefur fengið
misjafnar undintektir. Leiðtog-
ar demókrata hafa yfiirleitt hirós-
að ræðunni, en repúblikanar
gagnrýnt hana og sagði George
Romney, ríkisstjóri í Mic'higan,
að í ræðunni kæmi fram sama
þreytulega afstaðan í utanríkis-
málum og á undanförnum þrem-
ur árum og í innanlandsmálum
kæmi forsetinn með tillögur frá
kreppuárunum um lausn núitíma
vandamála. Lundúnablaðið The
Times, sagði, að eftir ræðunni
að dæma mundu Bandaríkja-
menn lítil eða engin afskipti
hafa af utanríkisrálum á þessu
ári. Daiiy Telegraph telur athygl
Lsver.t að Johnson minnist ekki
á de Gaulle eða sparnaðarráð-
stafanir brezku stjór.narinnar.
STAKSTtlMAR
Hringavitleysa
Þjóðviljans
ÞESSI furðulega staðhæfing er
sett á prent í Þjóðviljanum í
gær:
„Um langt skeið hefur Þjoð-
viljinn gagnrýnt með óteljandi
tilbrigðum þá ráðsmennsku
stjórnarvalda að ýta undir það,
að nýsmíði og viðgerðir skipa
flyttust í vaxandi mæli til út-
landa á sama tíma og fullkomn-
ar innlendar skipasmíðastöðvar
skorti verkefni og íslenzkir iðn-
aðarmenn byggju við atvinnu-
skort. Hafa málgögn ríkisstjóm-
arinnar til skamms tíma varið
þessa ráðabreytni með þeirri við
reisnarröksemd að á þessu sviði
yrði að vera „frjáls samkeppni",
ef innlendar skipasmíðastöðvar
gætu ekki keppt við erlendar
yrðu þær að lúta í lægra haldi“.
Hvers konar hringavitleysa er
nú þetta og hvar hefur sá maður
haldið sig, sem þannig skrifar.
Vill ekki Þjóðviljinn gera svo
vel að færa rök fyrir þvi, að
stjómarvöld landsins hafi „ýtt
undir það að nýsmíði og við-
gerðir skipa flyttust í vaxandi
mæli til útlanda", það verður
fróðlegt að sjá þá röksemda-
færslu. Þá heldur kommúnista-
blaðið því fram að „málgögn
ríkisstjórnarinnar“ hafi „varið
þessa ráðabreytni“. Hvar og hve
nær hefur Mbi. barizt fyrir því,
að „nýsmíði og viðgerðir skipa
flyttust í vaxandi mæli til út-
landa“. Þjóðviljinn svari þeirri
fyrirspurn úr því að hann leyfir
sér að fara með slíkan þvætting.
Samkeppnisaðstaða
innlendra skipasmíða
Kommúnistablaðið segir enn:
„Sýnt hefur verið fram á það
. . . hér í blaðinu, að íslenzkar
skipasmíðastöðvar hafa alls ekki
haft jafnréttisaðstöðu við er-
lendar, m.a. hafa þær ekki haft
skilyrði til að bjóða hliðstæð
lánskjör og tíðkast í Noregi og
víðar“.
Vill ekki Þjóðviljinn „sýna
fram á“ þetta einu sinni enn.
Lánveitingar Fiskveiðasjóðs til
fiskiskipa, sem smíðuð eru er-
lendis hafa numið 67% af kostn-
aðarverði en aðilar hafa orðið
að leggja fram 33%. Hafi skipið
verið smíðað innanlands hefur
lánveiting Fiskveiðasjóðs verið
75% en eigið framlag þess sem
lætur smíða 25%. Að auki hef-
ur verið tekið mjög strangt á
þessum reglum gagnvart þeim,
sem láta smíða erlendis, en iin-
lega gagnvart hinum, sem hafa
látið smíða innanlands. Nú hef-
ur ríkisstjórnin ákveðið að
tryggja 85% lánveitingu af
kostnaðarverði skipa, sem smíð-
uð eru innanlands.
Hverjir snúast í hring?
Kommúnistablaðið heldur enn
áfram þessum þvættingskrifum
og segir:
„Nú hafa þau tíðindi gerzt,
að stjórnarvöldin hafa snúizt í
hring og eru tekin að fram-
kvæma stefnu gagnrýnenda
sinna“.
Það vantar ekki oflætið hjá
þeim kommúnistadindli, sem
þetta skrifar. Ríkisstjórnin und-
ir forustu iðnaðarmálaráðherra,
Jóhanns Hafsteins, hefur lagt á
það alveg sérstaka áherzlu að
greiða fyrir uppbyggingu inn-
lendra skipasmíðastöðva. Meðan
þær voru ekki fyrir hendi var
greitt fyrir smíði fiskiskipa er-
lendis. Var það röng stefna?
Þegar þær voru reiðubúnar til
þess að taka að sér stálskipa-
smíði, lagði ríkisstjórnin sér-
staka áherzlu á það skv. því
sem að framan segir að beina
skipasmíðinni inn í landið.
Þetta vita þeir bezt, sem að
skipasmíðunum starfa. Það er
sönnu nær, að þeir sem „snúast
í hring“ eru jafnan stjórnarand-
stæðingar, sá Moskvudindill,
sem þennan þvætting skrifar i
kommúnistablaðið og hans líkar.
Samningaviðræðum frestað
Deilur Israels og Araba:
Kairó, 19. jan. AP—NTB
FYRSTU tillögum sáttasemjara
SÞ. í deilum Araba og ísraela,
hetfur verið visað á boig af báð-
um deiluaðilum. Þessi frétt er í
blaðinu A1 Ahram í Kairó í dag.
Þar segir, að Jarring hafi horf
ið aftur til aðalbækistöðva sinna
í Nikósíu á Kýpur eftir þriðja
fund sinn með aðilum. Hann hafi
ákveðið að kynna sér málin bet-
ur áður en hann birti nýjar tiJ-
lögur. Þar sem í ljós hafi kom-
ið, að alger grundvallarmunur
sé á sjónarmiðum landanna,
muni Jarring nú reyna að finna
nýja leið til að fjalla um málið.
einkum eftir að Egyptar hafa ein
dregið haldið við þá kröfu, að
ísraelar skuli draga herlið sitt
Þingmál
FRV. um gjaldviðauka var af-
greitt sem lög frá Alþingi sL
fi'mtmtudag. Frv. þessu var
breytt í meðferð neðri deildar
þannig að það yrði heimildar-
frv. vegna fram komdnnar
beiðni L.Í.Ú. um lækkun á
istim.p'lgjöldum fiskiiskipa. Á
fundi Landssambanös ísl. útvegs
manna fyrir skömmu skýrði
Sverrir Júlíusson Alþingi frá
því, að ríkisstjórnin hefði þe.gar
ákveðið að inn.hemta stimpil-
gjöld vegna kaupa og sölu fiski-
skipa með viðauka þeim sem
að öðru leyti er gert ráð fyrir á
hin ýmsu gjöld. í umræðum í
efri deild s.l fimm.tudag staðfesti
Magnús Jónsson fjánmólaráð-
herra þetta.
tiil baka frá þeim svæðum, sem
þeir tóku í júní sl.
Aachen, 19. jan. — AP
FRAMLEIÐENDUR hins róandi
lyfs Thalidomi.de í V-'Þýzkalandi
verða innan skamms dregnir fyr-
ir rétt sakaðir um manndráp af
gáleysi. Sannað er, að þungaðar
konur, sem neytitu Thalidomide
fæddu vansköpuð börn eða and-
vana, en þúsundir barna urðu
fórnarlömb þessa Iyfs þar til sala
þess var bönnuð fyrir nokkrum
4rum.
Bækui til Norður-
lundurúðsverð-
luununnu
KAUPMANNAHÖFN 19. janúar:
— Til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðis, sem úthlutað
var sl. miðviikudag voru lagðar
fram eftirtaldar bækur:
Frá Danmörk: Der er æg i mit
skæg eftir Jýrgen Gustava
Brandt og Byen lígger skjult af
lyset eftir Willy Auguist Linne-
mann. Frá Finnlandi: Tvö sikáld
verk eftir Rabbe Enckell, sem
heita Dikt og Och sanning. Frá
íslandi: Bak við byrgða glugga
eftir Grétu Sigfúsdóttur og ljóða-
safnið Lauf og stjörnur eftir
Snorra Hjartarson. Frá Noregi:
Frihetens öjeblikk eftÍT Jens
Björnebö og Livstegn eftir Odd
Hölás. Frá Svíþjóð: Ingeniör
Andrées Luftfart eftir Per Olof
Sundman og Nattresa eftir Sven
Daiblanc.
Tvísýnt um
líf Kusperuks
Alo Alto, Kaliforníu, 19. jan.
MAÐURINN, sem skipt var
um hjarta í í Kaliforníu,
Mike Kasperak, var í kvöld
skorinn upp í þriðja sinn.
Læknar segja að líf hans /
hangi á bláþræði. Kasperak J
hefur þjáðzt af alvarlegum 1
innvortis blæðingum eftir að 4
hann fékk nýtt hjarta fyrir /
nokkru, og hefur læknum 1
reynzt erfitt að stöðva þær. 1
Seint í kvöld endurtóku t
læknar sjúkrahússins, að líf í
Kasperaks sé í mikiili hættu. J
hinn myrta og þykir ör-
uggara, eftir að hann veit
að bílstjórinn hefur séð
hann í speglinum eða á
Johnson fækkar í
sendiráðum erlendis
Washingiton, 17. janúar NTB-AP
JOHNSON, forseti, skipaði í dag
útanríkisráðuneytinu að fækka
starfsfólki sendiráða Bandaríkj-
anna erlendis um tíu af hundraði
og draga úr utanlandsferðum op-
inberra starfsmanna. Þessar ráð-
stafanir eru liður í áætiun for-
setans um að draga úr greiðslu-
halla. f þessu skyni hefur for-
setinn einnig skipað opinberum
stofnunum að draga úr þátttöku
í ráðstefnum erlendis.
Johnson tók fram, að fækka
yrði um talsvert mei.ra en 10%
starfsfólki í sendiráðum Banda-
ríkjanna í tíu stórum lön-dum og
er talið að han n.eigi við sendi-
ráðin í Bonn, Róm, París, Lond-
on, Tókíó, Nýju Delhi og Man-
ila. Að því er Nicholas Katzen-
bach, aðstoðarutanríkisiráðherra,
skýrði blaðamönnum frá í dag,
vsrður starfsfólki sendiráðsins í
Saigon og ýmissa opinberra stofn
ana í Suður-Vietnam ekki fækk-
að nú þegar, en hann sagði, að
möguleikar á aukinni hagræð-
,ngu yrðu rannsakaðir.
Talið er, að sparnaðurinn af
þessum ráðs'íöfunum nemi millj-
ónum dollara. Um 25.000 banda-
rískiir borgarar í þjónustu Banda
rikjastjórnar erlendis verða látn-
ir hætta störfum og að minnsta
kosti 30.000 útlendingar.
Ræðu misjafnlega tekið
Þessar síðustu sparnaðarráð-
stafanir Johnsons eru mjög í
anda yfirlitsræðu hans um