Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
£
Bretar eignast
nýtt lárviðarskáld
Cecil Day-Lewis skipaður í
embættið eftir John IUasefield
ÞEGAR brezka lárviðar-
skáldið John Masefield
lézt í maí í fyrra var það
álit margra málsmetandi
Breta, að embættið og tit-
illinn, sem því fylgir, yrði
lagt niður. En í síðustu
viku var fyrrv. prófessor,
ljóðskáld og sakamála-
sagnahöfundur, Cecil Day-
Lewis settur í þetta emb-
ætti, samkvæmt konung-
legri tilskipun. — Verður
hann átjánda lárviðar-
skáld Breta.
Hlutverk lárvfðarskálds er
að yrkja um ýmsa merkisat-
burði við brezku hirðina, til
dæmis þegar drottningin á
afmæli, eða þegar prinsinn
nær kynþroskaaldri. — Hið
virðulega dagblað London
Times, sem stundum birtir
kvæði lárviðarskáldanna,
lagði til skömmu eftir lát
John Masefields, að í emb-
ættið yrði skipað að nýju
„sökum þess áð það hefur
engu „illu komið til leiðar og
hver veit nema það geti kom-
ið einhverju góðu til leiðax“.
Fyrsta verk Day-Lewis í
embætti var að yrkja hvatn-
ingarlj óð til þeirra, sem
hyggjast leysa efnahagsvanda
mál Bretlands með ráðum og
dáð; ný og athyglisverð hreyf
ing föðurlandsvina, sem starf
ar undir slagorðinu „I’m back
ing Britain", „Ég styð Bret-
land“. Betri kvæði hafa a'ð
vísu verið ort, en á frummál-
inu er fyrsta erindið á þessa
leið:
To work then, islanders, as
men
and Women
Members one of another
looking beyond
Mean rules and rivalries
towards the
dream you couid
Make real, of giory, common
wealth
and home.
Fyrir 30 árum var Day-
Lewis samtíða í háskólanum
í Oxford skáldimum frægu
W. H. Auden, Louis Mac-
Neice og Stephen Spender,
og batzt sterkum vináttu-
böndum við þessi skáld.
Eins og fleiri hrifnæmir
listamenn á þessum árum
hneigðist hann til kommún-
isma, en varð brátt fráhverf-
ur þeirri stjómmálastefnu.
Um hlutverk sitt sem fræðslu
málastjóri flokksins í Bret-
landi á þessum árum segir
hann nú: „í>að var glöggt
dæmi um hvað gerist, þegar
blindur leiðir nærsýnan". —
Byltingarkvæði Day-Lewis
gengu illa út, þar til T. E.
Lawrence skrifaði um hann
stutta hrósgrein í brezku
blaði. Síðan hafa ljó’ðabækur
hans, sem fylla tvo tugi, selzt
vel.
Mestar tekjur hefur Day-
Lewis þó haft af sakamál-
sögunum, sem hann hóf að
rita 1935, til þess að afla fjár
til að gera við þakleka heima
hjá sér. Hetjan í þessum bók-
um hans er Nigel Strange-
ways, sem hefur gefið höf-
undinum meira í aðra hönd
en allar ljóðabækur hans
samanlagðar.
Mörg beztu ljóð Day-
Lewis búa yfir sérkennilegri
fegurð, oft tempruðum sögu-
legum þunga, einkum þau,
sem hann orti á styrjaldarár-
unum síðari. Til marks um
beztu ljóðagerð hans skal til-
fært hér annað ljóð á frum-
málinu:
The river this November
aftemoon
Rests in an equipoise of sun
and cloud;
A glooming light, a gleeming
darkness shroud
Its passage. All seems
tranquil,
all in tune.
En Day-Lewis virðist ekki
hafa allt það til að bera, sem
lárviðarskáldi gæti komið
vel. Þegar Winston Churchill
lézt orti hann óbeðinn: „Leið-
in var erfið, tindurinn fjar-
lægur“ fyrir „hinn unga
stríðhærða eldibrand kapp-
ræðnanna". Þetta kvæði til-
nefndi „Times Literary
Supplement“ versta kvæði
ársins 1965.
Sem lárviðarskáld hefur
Day-Lewis í laun um 7.700
ísl. kr. á ári, sem þættu góð
vikulaun hérlendis. En sem
fyrr segir hefur hann góðar
tekjur af leynilögreglusög-
unum, sem hann skrifar und-
ir dulnefninu Nicholas Blake.
Þrátt fyrir hinn óvænta
„heíður“, sem Day-Lewis
hefur nú orðið aðnjótandi,
kveðst hann ætla að halda
áfram að skrifa um raunir
og ævintýri Nigel Strange-
ways, „einfaldlega vegna
þess, að það er mitt daglega
brauð“, að því er skáldið
hefur tjáð fréttamönnum.
Cecil Day-Lewis er af írsk-
um ættum, en menntaður í
Englandi. Á styrjaldarárun-
Cecil Day-Lewis.
um starfaði hann fyrir brezka
upplýsingamálaráðuneytið, en
sfðar helgaði hann sig
kennslustörfum og ljóðlist
eingöngu. Á árunum 1951—
1956 var hann prófessor í fag-
urbókmenntum við Oxford-
háskólann og keppti við C. S.
Lewis um þá stöðu. Síðar,
1964—1965, var hann prófess-
or í ljóðlist við Harvard-há-
skólann, sem síðar varð fyrir
mynd hans að „Cabot-háskól-
anum“ í sakamálasögunni
„Morguninn eftir dauðann'*.
Day-Lewis býr nú í húsi
frá 18. öld í Greenwich
skammt frá London með
seinni konu sinni, Jill, og
tveimur börnum. Day-Lewis
á einnig tvö börn frá fyrra
hjónabandi, sem endaði í
skilnaði árið 1951.
Gunnar Bjarnason Hvanneyri:
„Dropinn holar steininn"
J
{ Á ég ennþá að fara að skrifa
1 grein um kjarnfóðurmálin? Ég
hef nokkur undanfarin ár ritað
leiðbeinandi greinar um fóðrun
búpenings og notkun kjarnfóð-
| urs og fóðurblandna og hver
í sem ástæðan kann að vera, virð-
ist mér oftast hafa farið svo,
að valdsmenn í búnaðarmálum
hafi gjört þveröfugt við það,
sem ég hef lagt til í hvert skipti.
Þess vegna kom spurningin í
upphafi greinar minnar í huga
minn, er ég var að íhuga þessi
málefni í ljósi kennslu minnar
I fóðurfræði hér við framhalds-
deild bændaskólans á Hvanneyri
en þar kenni ég námsefni land-
búnaðarháskólanna á Norður-
löndum, aðallega _ háskólans í
Kaupmannahöfn. Ég vil nú með
mestu hógværð benda ráðamönn
um landbúnaðarins á það, að í
nútímaþjóðfélagi er ekki hægt
til lengdar að sigla með málefni
I skjóli valds og embætta gegn
fræðilegum staðreyndum, og ég
á bágt með að trúa því, þótt
það sé ýmissa hyggja, að gott
málefni sé fyrirfram dauðadæmt
innan réttarveggja ráðamanna
búskapar hér í landi, ef það er
I borið fram af mér undirrituðum
(Löng reynsla og nokkuð mörg
dæmi, sem kunna að vera hend-
ingar, hafa rennt stoðum undir
! þessa skoðun í landinu. Nú segir
samt gamall málsháttur, að
"dropinn holi steininn", og læt
ég því einn dropa falla hér enn
í Morgunblaðinu, sem hefur birt
flestar þessar greinar mínar um
fóðurfræðileg málefni.
1. Fóðurblöndur eiga að bland-
ast hér á landi.
Þessa staðhæfingu vil ég rök-
styðja með nokkrum staðreynd-
um og skýringum:
! a. Hér á landi er ekkert það fóð-
ureftirlit ”sem tryggi að ekki
séu fluttar ósviknar og skað-
legar fóðurblöndur til lands-
ins erlendis frá Innflutningur
á fóðurblöndum til landsins
s.l. ár, síðan allt var gefið
frjálst og eftirlitslaust, er með
slíkum endemum, að ekki þekk
ist í nokkru Evrópulandi.
Strangt fóðurblöndueftirlit er
talið eitt mikilvægasta verk-
efni hins opinbera til trygg-
ingar bændum í nágrannalönd
unum, og við sem t.d. þekkj-
um stofnunina "Foderstofkon-
trolen" í Kaupmannahöfn get-
um ekki annað en undrast stó
lega, að núverandi eftirlits-
leysi hér á landi með verzlun
á fóðurblöndum skuli geta við-
gengizt.
b. Fóðurblöndun hér á landi er
talsvert atvinnuspursmál, og
blöndunarstöðvar hér eiga því
fullkomlega rétt á vernd gegn
erlendu undirboði, sem vel
gæti verið skipulagt ” dum-
ping“ til að eyðileggja mögu-
leika íslenzks atvinnurekstrar.
Slíkar blöndunarstöðvar, sem
þyrftu að vera á nokkrum
höfnum umhverfis landið, að-
allega þó í Reykjavík, Þor-
lákshöfn og á Akureyri, eiga
engu síður rétt á sér sem at-
vinnufyrirtæki en t.d. olíu-
hreinsunarstöð, sem nú er
mjög rætt um að stofnsetja.
c. íslenzkt heyfóður er þannig að
við þurfum aðallega að flytja
inn kolhýdröt, og beztu kol-
hýdrada-gjafarnir eru fóður-
tegundirnar maísmjöl mílókorn
og maníókamjöl. Þetta fóður
er mest allt keypt til Evrópu
frá Ameríku. Hér er því fyrst
og fremst spursmál um skipu
lag flutninga, hvort við getum
fengið það ódýrara eða dýrara
frá Ameríku en Evrópulönd-
um, en undarlegt má það telj-
ast, ef fóður, sem flutt er frá
Ameríku eða Afríku (olíukök
ur) til Evrópu og blandað þar
og skipað út í sekkjum og flutt
til íslands, er ódýrara en sé
það flutt hingað beint úr korn
geymslum fyrir vestan.
Sé íslenzkum kúm gefið dag
lega 10—12kg af meðaltöðu
(6 FE) þá er bezta kjamfóðr-
ið, sem hægt er að gefa þeim
til viðbótar töðunni hreint ma
ísmjöi (Hominy-Feed eða Míl-
ókorn), sem í er blandað 6—
7% af kúafóðursalti með jöfnu
af hvoru (ca 10%) af hreinu
kalsíum og hreinum fosfór.
Slíkt kjarnafóður er með um
120 FE í hverjum lOOkg. og
dugar til 15—18kg dagsnytjar,
en margar innfluttar fóður-
blöndur, sem oft eru að tals-
verðu leyti gerðar úr ýmsum
klúðtegundum, misjafnlega holl
um, hafa aðeins 90—95 FE í
lOOkg. og margar hafa mikið
prótín, jafn vel til skaða heilsu
far fyrir kúnna.
Ef bændur vildu fylgja
þessu ráði mínu og biðja blönd
unarstöðvarnar að blanda fyrir
sig "saltaðan mais“, eins og
hér er ráðlagt, vil ég ábyrgj-
ast þeim hraustari mjólkur-
kýr og arðvænni búskap. Fyr-
ir hánytja kýr, sem mjólka yf
ir ca. 18 kg á dag skal nota
kjarnfóðurblöndu með 150 g
af meltanlegum prótína (hrá-
eggjahvítu) í hverri FE, um-
fram saltaða maísinn. Slíkar
eru gömlu blöndur Fóður-
blöndunnar hf. M.R. og SÍS
(A-blanda). Þessar fóðurblönd
ur fyrir hánytja mjólkurkýr
á að blanda hér á landi sem
næst þannig: 80% maísmjöl,
17% síldarmjöl og 3% fóður-
sölt. f svona gæða-fóðurblöndu
eru um 110 FE í hverjum 100
kg. en þær erlendu eru flest-
ar með ca, 95 FE í lOOkg.
d. Síldarmjöl og fiskimjöl eru
beztu prótíngjafarnir fyrir jór-
turdýr (nautgripi og sauðfé),
og hafa erlendar vísindarann-
sóknir sannað þetta. Ástæðan
er sú, að fiskimjölstegundirnar
hafa góð áhrif á störf gerla-
gróðurs vambarinnar og eru
hæfilega auðmeltanlegar, svo
að sáralítið af prótínum tap-
ast sem lofttegundir við vamb
argerjunina. Það er því í mesta
máta molbúaleg ráðstöfun að
flytja inn til landsins í mis-
góðum erlendum fóðurblönd-
um lakari prótínefni úr klíð-
tegundum og olíukökum, en
flytja úr landi innlend og
miklu heilnæmari prótínefni
í síldarmjöli og fiskimjöli,
sem gætu tryggt kúm okkar
og ám betra heilsufar og meiri
afurði, ef rétt er blandað og
rétt fóðrað.
2. Bruðlað með gjaldeyri
Ég hef í ítrekuð skipti ritað
greinar í Mbl. um gildi gras-
mjöls og hlutverk þess í íslenzk
um búskap, og einnig hef ég rit-
að greinar og flutt tillögur í
Búnaðarþingi um hagnýtingu á
tólg og lýsi í fóðurblöndur til
að spara okkur stórlega innkaup
á erlendu kjarnfóðri og gera
sveitunum sjálfum fært um að
framleiða verulegan hluta af
þeim 50—60 þúsund tonnum (eða
hvað það er nú orðið) af kjarn-
fóðri, sem við flytjum árlega
til landsins fyrir gjaldeyri, sem
við nú eigum ekki allt of mikið
af.
Skoðunum mínum um gras-
mjöl hefur oft verið mótmælt
með alls konar vísindum, sem
send hafa verið út fyrir réttar-
vegg hinnar opinberu hjarðar.
Vildi ég loks fá úr því skorið
með íslenzkum rannsóknum, sem
hefði átt að vera óþarfi, þar sem
svo gífurlegur fjöldi erlendra
Vannsókna um gildi og gæði
grasmjöls til fóðurs hefði átt að
nægja okkur, en vísindalegt
kennsluefni frá búnaðarháskól-
um nágranna okkar er ekki
gjaldgengt innan réttar. Sendi
ég því fyrir tveimur árum til-
lögur til Búnaðarþings um rann
sóknir á fóðurgildi íslenzks gras
mjöls til íblöndunar í fóðurblönd
ur. Tillögunni var ekki tekið
með tiltrú og bjartsýni, en samt
þótti rétt að samþykkja hana.
Ekki veit ég hvernig stóð á því,
að óvenjulega fljótt var við
brugðið og hafizt handa um þessa
tilraun strax að afloknu Búnað-
arþingi, mér kom þó til hugar,
að ástæðan kynni að hafa verið
sú, að frétzt hafi, að Helgi heit-
inn Þorsteinsson, þáverandi for-
stjóri fyrir kjarnfóðurverzlun
SÍS, hafði í hyggju að bjóða
fjárhagslegan stuðning til þess-
arar rannsóknar, ef hún yrði
framkvæmd á Hvanneyri. En
sem þegar er sagt, hófst tilraun-
in í skyndi á búi Kaupfélags Ár-
nesinga í Laugardælum á Sel-
fossi. Aldrei hef ég fyrr vitað,
að slíkar tilraunir séu fram-
kvæmdar sem ríkisleyndarmál,
en svo var um þessa. Hvernig
sem spurt var um niðurstöður,
fengu menn aðeins það svar, að
frá innanréttarmönnum hefðu
komið ströng fyrirmæli um að
gefa engar upplýsingar um til-
raunina fyrr en henni væri lok-
ið. Sem dæmi um vinnubrögð
Dana í tilraunamálum vil ég
geta þess til samanburðar, að
þeir gefa út tvisvar eða þrisvar
á ári bráðabirgðaniðurstöður um
tilraunir, sem eru í gangi vegna
þess, að það hefur sýnt sig, að
ráðunautar, kennarar og góðir
bændur hafa oft mestan áhuga
á tilraununum meðan þær eru
að gerast, enda þá oftast fjallað
um vandamál og verkefni, sem
eru efst á baugi. Við Helgi Þor-
steinsson reyndum bæði að fá
Morgunblaðið og Tímann til að
ná í og birta fréttir af þessari
tilraun strax um vorið. er henni
var að ljúka, en ekkert kom út
úr því. Ég taldi þessa þagmælsku
og leynd engan rétt eiga á sér,
fór austur að Laugardælum og
kom þangað heim, þegar hinn
og leynd engan rétt eiga á sér,
ágæti tilraunamaður, Reynir
Bjarnason, var fjarverandi. Hann
á skilið hrós fyrir það, hve vei
hann vann þessa tilraun, og hann
framdi ekki trúnaðarbrot gagn-
vart yfirmönnum sínum. Hins
vegar notaði ég mér kunnings-
skap við starfsmann þarna, sem
var að fara frá Laugardælum,
og komst í tilraunabækurnar.
Náði ég í talsvert tölumagn, og
er ég kom til Reykjavíkur og
fór að vinna úr ”ránsfeng“ mín-
um, kom í ljós, að grasmjöls-
flokkurinn hafði gefið meiri
mjólk svo nokkru munaði en
samanburðarflokkurinn, sem ekk
ert grasmjöl fékk. En þessi nið-
urstaða mín var ekki örugg.
Grasmjöiið var um 25% af
kjarnfóðurblöndunni, svo að
þarna var um verulegt magn að
ræða. Nú biðu menn eftir niður
Framh. á bls. 19.