Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 11
8®$i aAITMAt .0£ aaDAOjí AOlTAa .TStOAaatíUDJIOM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
11
«r
LANDNÍÐSLA -
LANDGRÆÐSLA
í MORGUNBLAÐINU 3. des.
f.á. ar grein um skógrækt og
uppgræðslu hérlendis eftir Karl
Dúason. Þar sem grein þessi er
mjög athyglisverð hefði ég bú-
ist við að einhverjir myndu
verða til þess að ræða frekar um
þær hugmyndir, sem fram koma
í greininni, en mér til undrunar
hefir, að því ég bezt veit, verið
næsta 'hljótt um hana.
Af öðru tilefni hafa tveir
frammámenn í landbúnaði, þeir
Páll Sveinsson landgræðslu-
stjóri og Halldór Pálsson búnað-
armálastjóri, látið ljós sín skína
á þessum vettvangi, en báðir á
nokkuð annan veg, en ég hefði
vænzt. Landgræðslustjóri sýndi
sig í sjónvarpinu fyrir áramótin,
og taldi hann að auðvelt væri að
klæða auðnir hálendisins með
grasi. Flugvélar eiga að fljúga
yfir hálendið og dreifa áburði og
grasfræi
Um áramótin kemur búnaðar-
málastjóri í útvarpsviðltali og
tjáir oss, að hjarðir sauðfjár séu
æskilegar tdl þess að troða og
festa nýgræðinginn.
Aumingja íslenzka þjóðin, að
eiga svona „nærsýna“ leiðtoga.
Skúli Thorarensen og Vil-
hjálmur Þór ræktuðu tún á sönd-
um Rangárvalla. Þar var ekkert
til sparað og þessi tún gáfu mik-
inn heyfeng meðan um þau var
hirt. Nú hafa þau verið í van-
hirðu í nokkur ár og mér sýnist,
að þau séu á þeirri leið að verða
sandinum að bráð ef grasinu
verður ekki rékt hjálparhönd.
Hvað mundi gerazt á hálendinu
með sömu ræktunaraðferðum?
Á tímum mæðiveikinnar fækk
aði sauðfé til muna í Ársnes-
sýslu. Afrétturinn var lítið not-
aður og á meðan á fjárskiptun-
um stóð var hann friðaður. Sú
hvíld sem landið fékk varð til
þess að það greri, það komu
grastottar víða þar, sem áður
var svantur sandur, og grasið
reyndist gómsætt og gott svo að
fyrstu tvö árin éftir fjárskiptin
komu vænir dilkar af fjalla um
Hreppa, Skeið og Fióa. En kenn-
ing búnaðarmálastjórans stóðst
ekki raunina. Kindaklaufin festi
ekki gróðurinn, og tennur kind-
anna rifu grasitottana upp með
rótum og kindurnar yfirgáfu
auðnina. Nú er afrétturinn orð-
inn svo lélegur að margir bænd-
ur um neðanverSa Árnessýslu
telja að ekki borgi sig að reka á
fjall.
Það er ekki vansalaust hversu
vér erum daufir fyrir þeirri
gróðureyðingu sem á sér stað
árlega á hálendi landsins, en
byggðin er einnig' í hættu vegna
sandfoks. Utlendingar, sem
koma hingað til landsins, virðast
gleggri á þá ógn, sem yfir oss
vofir ef ekkert verður aðhafst. í
níunda tölubl. Samvinnunnar er
bint bréf til Steingríms Her-
mannssonar frá Dr. G. M. Van
Dyne þar sem hann lýsir áhyggj-
um sínum vegna gróðureyðingu
hérlendis. í Morgunblaðinu 4.
jan. er birt hréf til ritstjóra
blaðsins frá John A. Owen Jr.,
þar sem hann tjáir sig hafa
áhyggjur af uppblæstri á víð-
áttumiklum lendum á suðvestur
og norðausturlandinu, vegna
þess að landið hefur verið misk-
unnarlaust nýtt til beiltar.
Það er augljóst að ekki dugir
lengur að fljóta sofiandi að feigð-
arósi. Hér þarf að gera átak, þar
sem öll þjóðin verður að vera
þátttakandi. Það þarf að friða
þau svæði, sem tekin yrðu til
endurræktunar, fyrir allri beit.
Beilt má ekki leyfa þar aftur,
fyrr en landið er þakið sam-
felldum fjölbreyttum gróðri, þar
sem runnar með trjágróðri, gul-
víði, loðvíði og lyngi veita gras-
inu skjól og vernd.
Afréttur Flóa, Skeiða, Hreppa
og Biskupstungna er 250-600
metfa yfir sjávarmál. AUt þetta
land er að mestu auðn, blásið
og nakið. Jökuldalsheiðin er um
500 metra yfir sjávarmál. Þar
er landið að mestu þakið fjöl-
breyttum gróðri. Runnar af gul-
víði, loðvíði, beitilyngi og berja-
lyngi vaxa þar innan um grasið
og skýla því. Sá fénaður, sem
sumarlangt gengur á Jökuldals-
heiðinni, kemur þaðan á haustin
feitur og fallegur.
Hellisheiði er fjölfarin leið, og
af því útsýn er víðáttumikil og
fögur af Kambabrún, nemur
margur vegfarandinn þar staðar
og horfir yfir Suðurlandsundir-
lendið. Sé norðankæla sjást dökk
rykský bera við loft í austri. Ég
veit ekki hversu margir af þeim,
sem sjá þessa sýn, athuga að
þessi rykský eru jarðvegur lands
ins, sem er að fjúka allt á haf út.
Vér erum gjarnir á að álasa
forfeðrum vorum fyrir að þeir
hafi eytt skógum landsins og
öðrum gróðri. Þeim var vorkunn
þótt þeir eyddu skógunum. Þeir
gerðu það af illri nauðsyn og fá-
fræði. En hvaða afsökun höfum
vér, sem nú byggjum landið? —
Enga. —
Með skógræktinni hefir skóg-
ræktarstjóri sett sér það tak-
mark að klæða iandið skógi og
framleiða nytjavið — timbur —
fyrir landsmenn. Þetlta takmark
er lofsvert, en skógrækltin er
farin að gera ómetanlegt gagn
löngu áður en skógurinn er vax-
inn til nytja sem trjáviður. Á
einum til tveimur áratugum vex
skógurinn svo mikið, að hann
er farinn að veita skjól fyrir ann-
an gróður og bæta veðurfarið.
Karl Dúason segir: „Skógur-
inn skýlir öllum öðrum gróðri
og öllu lífi í landinu. Hann jafn-
ar raka jarðvegarins og bindur
jarðveginn með sínum siterku
rótum. Hann heftir vatnsflóð og
hann hlífir jarðveginum fyrir
veðuröflunum, með sínum
sterku stofnum. Hann frjóvgar
jarðveginn. Þar sem skógur vex,
verður jarðvegurinn eins frjór
og á gamalræktuðu túni. Viður-
inn breiðir hlýtt teppi yfir allt
annað líf í landinu. Hann svo að
segja færir ísland í röð hlýrri
og suðlægari landa“. Á öðrum
stað segir hann: „Tún og akrar
framtíðarinnar verði rjóður í
skógi og í skjóli skóga“.
Fyrsta takmark vort í skóg-
ræktinni ætti að vera að á
hverju sveitabýli komi skógrækt
argirðing með ýmsum tegund-
um trjágróðurs. Þe&si girðing
ætti að vera minnst 1 ha. lands,
en þar sem landrými er víðast
nægilegt, gætu þessar girðingar
viðasit verið 5 ha. á flestum jörð
um án þess að þær þrengdu að
beitarþoli jarðanna svo teljandi
væri.
Sóknarpresturinn í Keflavik
Björn Jónsson minntist mjög
vinsamlega og hvetjandi á skóg-
ræktina í erindi sem hann flutti
um „daginn og veginn" þ. 8. þ.m.
Hann hvatti einstaklinga og fé-
lagssamtök til þess að hefjast
handa til eflingar skógræktinni.
Það eru nú þegar nægar sann-
anir fyrir því að skógur getur
þrifist og þrifist vel á íslandi.
Ef kindakóngarnir gæta sinna
sauða, munu vormenn íslands
klæða landið skógi og græða
auðnir hálendisins á ótrúlega fá-
um áratugum.
Nú munu menn spyrja, hvar
eiga landsmenn að fá allt það
kjöt sem þörf er á ef sauðfén-
aði verður fækkað til muna, eða
þannig að t.d. hér sunnanlands
frá Mýrdalssandi að batni Hval-
fjarðar yrði sauðfjárhald ekki
leyft nema í fjár’heldum girðing-
um. Því er til að svara að við
getum eins og búnaðarmála-
stjóri sagði í sínu áramótarabbi,
haft hjarðir af holdanautum og
kjöt af holdanautum er ágætt.
Svínarækt, alifuglarækt og kan-
ínurækt má auka til muna, einn-
ig er hrossakjöt hollt og gott til
manneldis.
Undangengin ár mun um 100
milfjónum króna hafa verið var-
ið úr ríkissjóði til útflutnings-
uppbóta á kindakjöt. Með öðr-
um orðum, við borgum árlega
100 millj. til þess að viðhalda
aukinni gróðureyðingu landsins.
Því fé er áreiðanlega betur varið
til aukinnar uppgræðslu.
Þá fyrst fer að hylla undir
að hin spámannlegu orð skálds-
ins rætist:
„Sú kemur tíð að sárin foldar
gróa“ og ennfremur „menningin
vex í lundum nýrra skóga.“
Selfossi, 14. jan. 1968,
Jón Pálsson.
Brunapóst-
urinn
ókominn
MEINN hafa haft orð á því við
okkur hér á Mbl. að þeir hefðu
móttekið bréf með brunalykt
frá Bandaríkjunum og senni-
lega hefðu þau lent í pósthúsa-
brunanum í New York.
Mbl. spurði Matthías Guð-
mundsson, póstmeistara í Reykja
vík að því í gær hvort hingað
væri kominn hinn svokallaði
„brunapóstur". Kvað hann það
e'kki vera. Komið hefði tilkynn-
ing um að „brunapósturinn"
hefði farið í skip 29. desember
og væri þá síðasta póstsending
á árinu 1967. Hingað væri aft-
ur á móti komin fyrsta póst-
sending á árinu 1968. Og væri
þá Skýringin á brunalyktinni
sennilega sú, að brunalykt hefði
enn verið í pósthúsinu í New
York, er bréfin fóru þar um.
ER KAUPANDI
að notaðri bifreið. Greiðsla með skuldabréfum. Aðeins góð bif-
reið kemur til greina.
Uppl. í síma 31359 milli kl. 2 og 3 í dag og 1 og 2 á morgun.
OFFSETLJÓSMYNDUN
UNDIRBÚNINGSVINNA FYRIR OFFSETPRENTUN
PRENTÞJÓNUSTAN SF
| MJÖLNÍSHOLTI 14
SÍMI21635
UTSALA
á pilsum, buxum, drögtum, kápum o. m. fl.
Mikil verðlækkun
SokkabúSin
Laugavegi 42.
I I DAC HEFST í FÖNDRI 1 | RÝMINGARSALA 1 I vegna flutnings 1
1 EINSTÆTT I TÆKIFÆRI 1 1 30 ifslc % ittur LEIKFÖNG I
1 AÐEINS I EIN VIKA FÖN || q STRANDGÖTU 4b 1 í) U K HAFNARFIRÐI 1