Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1068 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. DÖNSKU KOSNINGARNAR t'ðlilegt er að athygli bein- ist að þingkosningunum, sem fram fara í Danmörku 23. þ- m. — Þegar kosningar fóru síðast fram í Danmörku í nóvember árið 1966 urðu úrslit þeirra þau, að sósíal- ísku flokkarnir á þingi fengu þar hreinan meirihluta. — Jafnaðarmenn töpuðu að vísu allmiklu fylgi en hlutu 69 þingsæti. Sigurvegari þeirra kosn- inga var hinn sósíalíski þjóð- arflokkur Axels Larsen, sem tvöfaldaði þingfylgi sitt og fékk 20 þingsæti. Þær kosn- ingar urðu dönsku borgara- flokkunum mikil vonbrigði. Vinstri flokkurinn fékk 35 þingsæti, íhaldsflokkurinn 34, Radikali flokkurinn 13, Frjálslyndi miðflokkurinn 4 og tveir þingmenn voru kjörnir frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi. í skjóli hins' sósíalíska meirihluta myndaði svo Jens Otto Krag minnihlutastjórn Jafnaðar- manna. Hefur hún setið síð- an, en neyddist til þess að rjúfa þing sl. desember, vegna þess að 6 af 20 þing- mönnum sósíalíska þjóðar- flokksins greiddu atkvæði á móti frumvarpi frá ríkis- stjórninni, um ráðstafanir í sambandi við gengisbreyt- inguna. Hér verður að sjálfsögðu engu spáð um úrslit kosning- anna, sem fram fara þann 23. þ. m. Hinn sósíalíski flokkur Axels Larsens hefur nú klofn að og sérstakur flokkur vinstri sósíalista verið mynd- aður. Eru það nú ellefu flokk ar, sem bjóða fram í þessum kosningum í Danmörku. — Mikil óvissa ríkir um það, hvernig fylgi muni skiptast milli flokks Axels Larsens og hins nýja klofningsflokks. Sjálfur mun Axel Larsen telja að honum muni takast að halda fylgi sínu að mestu saman. Aðrir, sem einnig þekkja vel til, telja líklegt að flpkkur hans muni klofna til helminga, og að vinstri sósíalistar muni fá allmikið fylgi. — Skoðanakannanir benda til þess, að Radikali flokkurinn muni vinna veru- lega á. Ennfremur er íhalds- mönnum spáð verulegri fylg- isaukningu. Hins vegar hef- ur frekar verið gert ráð fyrir að Vinstri flokkurinn muni standa í stað, eða jafnvel tapa- Um stjórnarmyndun veltur mikið á afstöðu Radikala eins og oft áður. Vinstri flokkurinn og íhaldsflokkur- inn eru ákveðnir í því að mvnda samsteypustjórn, ef þeir fá aðstöðu til. En engar líkur benda til þess að þeir fái þingmeirihluta. Þá veltur allt á því, hvort Radikalir vilja veita þeim stuðning. Hingað til hafa Radikalir ver ið mjög mótfallnir stjórnar- samstarfi við íhaldsmenn. Þó er talið að þeirri hugmynd hafi vaxið fylgi meðal flokks ins, að hann ætti að taka þátt í stjórnarsamstarfi með vinstri- og íhaldsmönnum. Sérstaklega er talið að Hilm- ar Baunsgárd, sem er einn af mikilhæfustu leiðtogum flokksins, muni beita sér fyr- ir slíku samstarfi. Hinir eldri leiðtogar flokksins munu hins vegar vera því mótfallnir. Þegar á allt þetta er liðið, virðist flest vera á huldu um framtíðar stjórnarmyndun í Danmörku. Sú hugmynd á vaxandi fylgi að fagna að allir, eða flestir hinna stærri stjórnmálaflokka myndi með sér þjóðstjórn. En vel getur svo farið að jafnaðarmenn, sósíalistar Ax- els Larsens og vinstri sosíal- istar haldi meirihluta á þjóð- þingi Dana. Það er því hugs- anlegt að minnihlutastjóm Jafnaðarmanna sitji áfram. Hins vegar eru ýmsir þeirrar skoðunar, að það væri dönsk- um stjórnmálum gagnlegt að stjórnarskipti yrðu nú og borgaraflokkarnir tækju við eftir langa stjórnarforustu Jafnaðarmanna. Er það skoð- un þeirra manna, að það mundi skapa eðlilegan tví- kost í danska stjórnmálabar- áttu. MISHEPPNAÐUR ÚTVARPSÞÁTTUR k sl. hausti tók einn af fyrr- verandi ritstjórum Þjóð- viljans að sér þátt í ríkisút- varpinu. Þáttur þessi átti að vera léttur rabbþáttur og var fengið rúm í dagskrá síðari hluta laugardags. Rætt var um að þáttur þessi yrði í út- varpinu fram til áramóta. Því miður urðu bæði for- ráðamenn ríkisútvarpsins og hlustendur almennt fyrir vonbrigðum af þætti þessum. í stað þess að verða frjáls- legur rabbþáttur varð úr honum pólitískt karp, þar sem svo að segja alltaf var sætt færis að læða inn ó- merkilegum áróðri- Gat hér Ékn’A&i V9J Menningarbyltmgardag-ur í Kín. Fer menningarbyltingin í Kína þverrandi? CHIANG Ching, fjórða eigin kona Mao Tse-tungs, er horf- in af vettvangi hins opinbera lífs í Kína. Þetta þykir benda til ásamt fleirum a3 móður „hinnar miklu menningar- byltingar öreiganna" fari þverrandi. Mao Tse-fcung er 74 ára að aldri. Ef losna tekur um tök hans á stjórnartaumunum og samtímis tekur smám sam an að draga úr menningar- byltingunni, er hugsanlegt, að hófsamari öfl kunni að fá meiri völd., þannig að það verði aðgengilegra en áður fyrir önnur lönd að eiga sam skipti við stjórnina í Peking. f janúar í fyrra náðu stjórn málaóeirðimar hámarki í því, sem kallað var „janúarbylt- ingin“, en þá fengu Rauðu varðliðarnir, sem flestÍT eru á táningaaldri en einnig aðr- ir stuðningsmenn menningar byltingarinnar fyrirmæli um að „hrifsa völdin úr höndum þess hóps manna í flokknum, sem voru í valdastöðum og höfðu villzt út á veg kapítal- ismans." Blöð kommúnista í Kína hafa nú ítrekað áskorun til stuðningsmanna Maos „að heyja baráttuna með fortöi- um en ekiki valdi“. Opinber- ar ti'lkynningar í blöðum gefa til kynna, að verið sé að reyna að koma einhverri reglu á skólakerfi landsins, sem fór úr skorðum í ágúst 1966 vegna menningarbylting arinnar, en hún varð til þesis, að unglingum var hald- ið burt frá dkólum sínum og þeir æstir upp gagn kennur- unum. Líklegt er, að menn- ingarbyltingin muni verða áfram fyrir hendi í einhverri mynd enn um sinn, en hálft annað ár hefur reynzt lang- ur tími jafnvel fyrir hina ofs- tækisfylistu til þess að halda við eldmóði sínum. Sú staðreynd, að eiginkona Maos kemur ekki lengur fram á opinberum vettvangi, kann að skipta miklu máli. Blað í Kanton hefur skýrt frá því, að „hin ötula barátta í menningarbyltingunni hefði spililt heilsu félaga Chiang Chings“. Sovézkir fréttamenn hafa hins vegar vísað þessu á bug sem mjög ólíklegu. „Erlendir fréttamenn", sagði í fréttasendingu á kínverksu frá Moskvu til Kína, „eru þeirrar skioðunar, að veikindi Chiang Chings eigi sér utan- aðkomandi orsakir . . . Það sem athygli vekur, er, að það var Chou En-lai, sem skýrði frá því, að Chiang Ching var ekki heil heilsu". Chou forsætisráðherra er af sumum talinn vera í hópi hinna hófsamari stuðnings- manna Mao Tse-tungs. Stjórn hans á málefnum ríkiisins, að því er hann á sjálfur að hafa sagt, hefur átt við mikla erf- iðleika að etja vegna óeirða menningarbyltingarinnar. Enda þótt klíku Maos hafi tekizt að halda yfirhöndinni, hefur henni mistekizt að koma óvinum sínum fyrir kattarnef. Blöðin í Kína ó- frægja stöðugt „Krúsjoff Kína“, en geta enn ekfki gagn rýnt Liu Shao-chi forseta með réttu nafni. Vera kann, að stuðningshópur Maois hafi ekki nauðsynlegt afl til þess að kalla saman flokksiþing, sem myndi iögieg svipta Liu forsetaembættinu, Hvað áróður í landinu snertir, leikur vafi á, hverj- ar lyktirnar verða. Biöðin játa, að margir „endurskoð- unarsinnar" séu enn í valda^ stöðum og „sumir hafi jafn- vel náð að komast í áhrifa- mi'klar stöður á nýjan leik.“ Það ætti að verða undrunar- efni, ef áhrif Maos myndu minnka, sökum þess að kom- izt yrði að einhvers konar málamiðlun milli hinna stríð andi afla. Þetta kann að benda til, að sumir, sem eru í háttsettuim embættum, jafnvel á meðal nánari stuðningsmanna Maos sjálfs, hefi fengið nóg af Chiang Ching og metnaðar- girni hennar. Tilkynningin um „veilkindi" hennar skýrir ékki frá því, hvers vegna fjöldinn er ekki hvattur til þess nú að kynna sér ræð- ut hennar né styðja hana. Chiang Ching komst á há- tind valda og áhrifa sinna í septemiber, þegar hún stóð fyrir hreinsunum á ráðherr- um og embættismönnum úti á landsbyggðinni og svipti jafnvel háttsetta menn innan hersins stöðum sínum sem „ráðgjafi varðandi menning- Fra-mh. á bls. 17 að líta enn eina sönnun þess, hversu kommúnistum er gjarnt á að misnota aðstöðu sína, hvar sem þeir fá því viðkomið. Hefur fyrrgreind- um útvarpsþætti nú verið hætt. Almenningur í landinu vill ekki að pólitískum áróðri sé lætt inn í hina almennu dag- skrá ríkisútvarpsins. Stjórn- málaumræður hljóta að sjálf sögðu að eiga þar sitt rúm. Þar eiga allir stjórnmála- flokkar að standa jafnt að vígi. Og engum sanngjörnum manni dylst, að ríkisútvarpið hefur á síðustu árum aukið verulega pólitískan frétta- flutning, t. d. með frásögn- um af því sem gerist á Al- þingi. Samtöl við stjórnmála- menn í útvarpinu hafa einn- ig orðið miklum mun tíðari og frjálslegri heldur en áður var. En hinni almennu dag- skrá útvarpsins á að halda fyrir utan pólitískt karp. Sem stofnun á ríkisútvarpið að vera hlutlaust. Við það vilja kommúnistar hins vegar ekki sætta sig. Þess vegna reyna þeir oftlega að lauma póli- tískum áróðri sínum inn í einstaka þætti. Það er þeirra mikla yfirsjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.