Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 196« 16 L Nær 5300 laxar veiddir á svœðum Stangaveiðifél. Rvíkur AÐALFUNDUR Stangaveiði- félags Reykjavíkur var haldinn í Lido 10. des. sl. Formaður félagsins, Agnar Kofoed-Hansen, minntist í fund- arbyrjun þeirra félagsmanna, sr létust á si. ári. Síðan flutti hann skýrslu sitjórnarin.nar fyrir und- anfarið starfsár. Félagar eru nú 900 talsins Axel Aspelund Véiðisvæði félagsins erú: Elliða- árnar, Leirvogsá, Laxá í Kjós ásamt Bugðu og Meðalfellsvatni, Norðurá, Laxá í Hrútafirði, Stóra-Laxá í Hreppum og hluti af Ölfusá við Selfoss og Brúará og Hagaósi fyrir Böðmóðsstaða- landi. Alls veiddust 52Ö8 laxcir á þessum svæðum s.l. sumar. Kast- og kennslunefnd félagsins ann- aðist kennslu í flugu- og beitu- köstum í fþróttahöllinni í Laug- ardal s.l. vetur og sóttu þangað 200 manns. í vor var svo haldið kastmót á vegum félagsins. í júní s.l. tók félagið við rekstri klak- og eldisstöðvarinnar við EUiða- ár af Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Bætir það stórlega aðstöðu félagsins til að vinna að fiski- rækt í ám og vötnum, en þar er einn af meginþáttunum í starfi þess. Félagið rekur einnig klak- húsið við Stokkaiæk eins og und- anfarin ár. í sumar var sleppt 322.000 seið- um í ár félagsins, mest kviðpoka- seiðum. Blaðið Veiðimaðurinn kom út sinnum á árinu, vandað að efnj og frágangi. Fráfarandi formaður baðst undan endurkosningu, en í hans stað var kjörinn Axel Aspelund Guðni Þ. Guðmundsson var end- urkosinn gjaldkeri og Hannes Pálsson var kosinn fjármálarit- ari. Fyrir voru i stjórninni Jó- hann Kr. Þorsteinsson, varafor- maður og Oddur Helgason ritari. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi tillögur: Ekki neta- og kistuveiði. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldinn 10. des. 1967, samþykkir, að stjórn SVFR og aðrir félagsmenn beiti sér aidrei fyrir neta- eða kistuveiði í fjáröflunartilgangi í neinni mynd í nafni félagsins í lax- veiðivatni, sem jafnframt er nýt* til stangaveiði. Bann við netaveiði göngufiska. Aðalfundur Stangaveiðifélaga Reykjavíkur, haldinn 10. desem- ber 1967, íagnar þeim vaxandi áhuga á laxfiskarækt, klaki, kyn- bótum og eldá, sem nú er vak- inn í landinu. Um leið og fundurinn styður eindregið samþykktir þær, sem nýafstaðnir aðalfundir Lands sambands stangaveiðimanna og Áhugamannafélagsins um fiski- rækt, hafa ger.t í málum þessum, vill fundurinn beina þeirri áskor un til Alþingis og ríkisstjórnar, að gerðar verði öflugar ráðstaf- anir nú þegar til uppbyggingar og eflingar þessum málum í framtíðinni, með þjóðarhag fyrir augum, bæði að því er varðar möguleika til sköpunar verð- mætrar útflutningsframleiðslu og um leið með löggjöf til öfl- ugrar varðveizlu fiskiræktar- áformum og vörnum gegn alvar- legum áföllum, svo sem með hvers konar rányrkju í sjó, ám og vötnum. Fundurinn vill í þessu sam- bandi benda á, að við íslending- ar höfum verið á undan mör.gum öðrum þjóðum í því að banna laxveiði í net í sjó, en óhjá- kvæmilega virðist lítið samræmi í slíkum lagaákvæðum, þegar svo leyft er að veiða göngufiska í net í ám og vötnum. Ber því að stefna að því, að öll netaveiði göngufiska verðd allsstaðar stranglega bönnuð og lagðar þungar refsingar við slíkum brotum, samtímis því, að nú er löngu orðið augljóst, að auka beri mjög gæzlu og eftirlit á neta veiði á göngufiskum við strend- ur landsdns, í fjörum, flóum og víkum, enda slíkt eftirlit mjög bágborið og illa framfylgt á undanförnum árum. Gerð eldisstöðva. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, haldinn 10. desem- ber 1967, telur aðkallandi, að nú þegar verði láin fram fara ítar- leg rannsókn á því, hvaða gerð eldisstöða fyrir vatnafiska hæfi bezt íslenzkum aðsitæðum og hvernig hagkvæmast sé að byggja og reka slíkar eldisstöðv- ar í sveitum landsins, en að dómi fundarins gætu slíkar eldisstöðv- ar skapað nýja atvinnugrein i íslenzkum landbúnaði og um leið gert tekjuöflunarmöguleika íslenzkra bænda að mun fjöl- breyttari. Þess vegna fagnar fundurinn þingsályktunartillögum þeim, sem fram hafa komið á Alþingi undanfarin ár og nú á þessu þingi, er fjalla um fiskræktunar- stöðvar og eldisstöðvar og telur þær bæði mjög tímabærar og gagnlegar. Skorar fundurinn á Alþingi BARNALEIKURINN Galdrakarl inn í Oz, verður sýndur í 29. sinn í Þjóðleikhúsinu á sunnudag. í leikritinu er sagt frá ævintýrum og furðulegum legum ihlutum, þegar litla stúlk- an Dórótea, fer alla leið til regn bogans með hundinn sinn og hitt ir þar ýmsa kostulega náunga. eins og t.d. fuglaíhræðuna, Pját- urkarlinn, (huglausa Ljónið og vondu nornina og svo auðvitað og ríkisstjórn að samþykkja til- lögur þessar og jafnfram.t að hraðáð verði svo sem framast er unnt, framkvæmdum sam.kvæmt þeim. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, haldinn 10. desem- ber 1967, beinir þeirrí óskorun til Alþingis, að tryggt verði með löggjöf að aðilar þeir, sem virkja fallvötn til rafmagnsframleiðslu, eða annarra nyitsamra almenn- þarfa, og á þann hátt torvelda og jafnvel teppa fiskgengd um ár og vötn, verði skyldaðir til að leggja fram fé' til byggingar á öruggum fiskvegum við virkj- unarinnar. Jafnframt skal virkjunaraðil- unum gert að skyldu, að greiða eða innheimta árlega ákveðið gjald af seldri orku virkjananna og skal gjald þetta renna í ákveðinn sjóð, er veiti fé til fiskræktar í landinu, byggin.gar klak- og eldisstöðva og til aukn- ingar á göngufiskastofninum í íslenzkum ám og vötnum. Björn Pólsson sextugur Til minningar um Crímseyjarflug Berið honum Birni Páls beztu kveðju mína. Hann er traustur, hygginn, frjáls hæfni fús að sýna. Eg miðnætursólina hefi í hug frá henni þau munarblóm anga því minning um guðdómlegt Grímseyjarflug hún geymist um æfina langa. Ég flaug út um heim og mín fegurðarþrá hún fékk þar margt hugljúft að skoða þó aldrei neitt fegurra auga mitt sá en almáttkan kveldsólar roða. Eigðu kvenna ást og trú í anda kærleiks sönnum. Þitt líf í hættu leggur þú til líknar sjúkum mönnum. sjálfan Galdrakarlinn í Oz, sem leysir allra vanda. Þetta heiðurs- fólk er leikið af: Margréti Guð- mundsdóttur. Bessa Bjarnasyni, Árna Tryggvasyni, Jóni Júlíus- syni, Sverri Guðmundssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur. Myndin er af Árna Tryggvasyni í hlut- verki galdrakarlsins og Sverri ■Guðmundssyni í hlutverki ljóns ins. Lilja Björnsdóttir. Ljósastaurinn viö Njarðvíkurhöfn Keflavík 8. janúar. Hr. ritstjóri! ÉG vil biðja yður um að birta þessa athugasemd í blaði yðar. Hún er vairðandi myndirnar sem birtust í MbL 7. þessa mánaðar eða nánar biltekið í gær. Mynd- ir þessar eru teknar s.L fimmtu- dag og eru af íshröngli og kynja mynduun „eins og fyrksögn greinarinnar á bls. 3 hljóðar. Fyrir neðan þessar myndir er svo sagt að þær séu teknar við Keflavíkurhöfn, en það er alls ekki rétt, þvi myndirnar eru nefnilega teknar við Njarðvík- urhöfn (þó veit ég ekki um þá mynd þar sem báturinn er á sigl ingu). Tökum t. d. myndina sem er af ljósastaurnuim og fyrir neðan hana stendur orðrétt: „Þetta er ljósastaur við Kefla- víkurhöfn unwaíin isbrynjú*. Ég kannast ekki við neinn ljósastaur hér við Keflavíkur- höfn, sem hefur verið svona ís- aður undanfarið eins og myndin sýnir, að vísu eru 2 staurar hérna við höfnina sem eru svip- aðir staurum þeim sem eru á Njraðvíkurgarði, en þeir staurar eru ekki ísaðir að neinu leyti. En á hafnargarðinum í Njarð- vík er staur sem er svona ísað- ur eins og myndin sýnir, en yfir hafnargarðinn í Njarðvík hefur nú, í rokinu og fröstinu að und- anförnu, verið stöðuig ágjöf og var hvorki stætt á garðinum né liggjandi fyrir báta við hann, og til marks um það hvað gekk á við hann er það að segja að við garðinn lágu uim 6 bátar miilli jóla og nýjáns. Svo gerðd þetta mikla N. og NA. rok og sjórinn gekk viðstöðulauist yfir þó alla og ís safnaðist að sjálf- sögðu á þá. í KefLavífcurhöfn var þó allt í stakaista lagi, þó höfnin væTÍ troðlfull af bátum auk eins skips Fjallfoss. (Ég vil skjóta því hér imn í að hafnargarðurinn í Keflavík liggur með landinu, en garðurinn í Njarðvík stendur beint út í sjóinn og er með öllu óvarinn fyrir N. og NA. áttum). En flestir bátarnir sem lágu í Njarðvíkum komu sér sem skjót aist þaðan á brott eftir að hafa fengið mi'kla sjóa á sig og hafa þei'r miátt hrósa happi yfir að komast tii Keflavíkur áður en loftnet og annað slitnaði alveg niður. Einn bábur varð þó eftir í Njarðvík, en hann fékk líka yersta útreiðina, öll kxftnet slitn uðu niður, bóman féll á þilfarið svo var hún klökuð og það lá við að honum hvolfdi svo mikill ís var á bátnum. Bátur þessi er um 100 lestir og er tréskitp. Hann er nú í Keflavík ásamt öilum hinum bátunum, sem voru í Njarðvíkuim, og eru þeir alveg öruggir hér í Keflavík. Svona var það líka í fyrra, um pásk- ana, alveg sama sagan. Þesisi höfn virð'ist því ver alveg ónot- hæf í áttunum N. og NA. því sjór gengur svo gífurlega yfir hana og auk þess er þar mjög grunnt nema þó kanmski helst við enda garðsins þar sem bátarnir lágu. Margir eru þeir því hér um slóðir sem ekki eru sérlega hrifnir af þessari miklu hafnargerð þó hún sé auðvitað gerð með það fyrir augum að vera í framtíðinni fiskiiskipahöfn (alIÍT þungaflutningar eiga að fara fram um Keflavíkurhöfn,, eins og þeir hfa alltaf gert, vegna dýpisins þar) fyrir byggð irnar bar í kring. En með þessum stóra ókosti sírtum þ. e. að ekki skuli vera hægt að liggja í Njarðvík í N. og NA.-áttum höfnin ekki not- hæf nema að sumrinu til, í beztu veðnum þegar stóru skipiln eru á síid a.m.k. flest. Því getur ekki orðið framtíðarhöfn þarna og hún ekki gengt því hlubverki sem henni er ætlað, svo að nú- verandi' Keflavíkurhöfn verður þvi að hýsa allan flotann eftiir því sem áður, þó hún stækki ekk: að sama skapi og bátum jföigar. En hvar er þá framtdð- arhöfnin? kann einhver að spyrja. Því er ekki vandsvarað hún er í Keflavíkimni sjálfri sem er á milli Vatnsness og Hólmisbergs og þar mynd-u hafn- argarðar íiggja með landinu. Þar er nóg dýpi og nóg er víkin stór þanniig að fullgerð ætti hún að rúma allan, bátaflotanm hér í kr ng og meira til auk flutn- ingaskipa. En við Keflivíkinmi er ekki hreyft heldur haldið áfram í Njarðvíkum af fullum krafti þó enginn geti báturinn legið þar og því mun Keflavíkurhöfn halda áfram að vera skjól fyrir bátana hér þangað til hafnar- gerð hefst í Keflavíklnni. Einhverjum kann e.t.v. að finnast að ég haifi ekki þurft að skrilfa þetta um hafnarmál, en þetta er mikilvægt mál fyrir Suðurnesin og auk þesis er það mín skoðun, og ýmissa annarra, að gera beri höfn í Keflavrkimmi, en ekki í Njarðvíkuim. Að lokum v'll ég biðja þan sem ritaði greinina mieð mynd- unum að rugla ekki samarn stað- arnöfnum hér í framtíðinni. Þá er ek-ki neinn bátapallur á bryggjuisporðinum hér, heldur er hamn á Njarðvíikurgarðinum og getur hver sem er farið og séð bæð pallinn og hinn marg- umrædda staur og að sjálfsögðu höfnina sjálifa í Njarðvíkum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Skúli Magnússon Vesturgötu 44, Keflavík (15 ára). llSejintun hfúkrunarfól\s EVRÓPURÁÐIÐ hefur gengið frá alþjóðlegri samþykkt um menntun hjúkrumarfólks. Til- gangur hennar er, að samræma kröfur til menntunar þessarar starfsstéttar og auðvelda hjúkr- unarstörf. Fjallað er um það í samþykktinni, hvað teljist vera hjúkrunarstörf, svo og um kröf- ur til þeirra, sem hefja hjúkr- unarnám og taka hjúkrunar- próf. Um þetta segir m.a., að nómið skuli vera 2.600 stundir hið skemmsta og a.m.k. helm- ingur þess verklegur. Af 19 að- ildarríkjum Evrópuráðsins hafa 4 undirritað samþykktina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.