Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968
19
- DROPINN.............
Framhald af bls. 10.
stöðum, en leyndin var réttlætt
á þeim forsendum, að tilraunin
væri of stutt, það þyrfti að
halda henni áfram. Svo kom
haustið, en ekki var tilrauninni
fram haldið, — það vantaði
starfsfólk eins og oft vill verða
í tilraunamálum okkar, enda
ekki að undra, þar sem slíkum
mönnum (utan réttar) er ætl-
að kaup eftir skala, sem refsar
fyrir menntun.
Svo leið tíminn fram yfir
nýjár, og tókst þá að koma til-
rauninni aftur af stað. Nú biðu
menn eftir skemmtilegum niður
stöðum merkilegrar tilraunar,
sem svaraði til um, hvort ís-
lenzkar sveitir ættu möguleika
á að framleiða hráefni að tals-
verðum hluta í fóðurblöndur og
spara marga milljónatugi af gjald
eyri fyrir innflutt fóður. Svo
kom loksins svarið með vorinu.
Það var „TRIST“. Einhverjar
kýr höfðu veikzt í tilrauninni,
og hún því eyðilagzt. Engar nið-
urstöður lágu fyrir.
Nú vil ég upplýsa, að það
má bæta úr þessu núna, ef frum
gögnin hafa ekki týnzt. Það má
birta niðurstöður frá allmörgum
vikum fyrri vetrar, og það má
oft jafna út í einstaklinga í til-
raun, þar sem sjúkleiki kemur
upp, en hvort það er hægt hér,
get ég ekki um sagt.
Ég bar á sama Búnaðarþingi
fram tillögu um rannsóknir á
hæfni íslenzkrar feiti til fóðurs,
en við flytjum úr landi mörg
hundruð tonn af tólg og lýsi,
sem notað er til íblöndunar í
fóðurblöndur erlendis, allt að
10%, en hvert 10 kg af slíkri
fóðurfeiti samsvarar um 30 kg
af kornfóðri. Búnaðarmálastjór-
inn gerði nánast grín að þessari
tillögu, og annarri þar sem ég
bað um rannsóknir á áhrifum
urea (þvagefnis), sem blandað
væri í fóðurblöndur til prótín-
gjafar fyrir jórturdýr, en þetta
er nú þegar gert í miklu mæli
erlendis með ágætum árángri,
og er þetta langsamlega ódýrasti
prótíngjafinn.
Hinum ábyrgu og svipmiklu
bændahöfðingjum Búnaðarþings
fannst flestum, að vissara væri
að taka þessum málum með var-
úð, og lögðu ekki til, að slíkar
rannsóknir yrðu gerðar Það
hleypur enginn „frægðaganni"
í gegn um virðulegt Búnaðar-
þing 1960—70 með skaðræðis-
eld erlendra vísinda.
Frá mínu sjónarmiði séð, á
íslenskur landbúnaður varla
stærra verkefni nú á þessum
árum en að stofnsetja hæfilega
margar grasmjölsverksmiðjur 1
landinu og gera grasmjöl og feiti
að stórum þætti í fóðurblöndum
handa nautgripum og sauðfé.
fslenzkt grasmjöl er kjarnafóður.
Því hefur fram að þessu verið
haldið fram, að grasmjöl væri
gróffóður og ætti ekki að selj-
ast sem kjarnfóður. Þessi skoð-
un hefur fengið hljómgrunn hjá
mörgum bændum, sem af þeim
sökum hafa sett sig gegn not-
kun grasmjöls í fóðurblöndur.
í þessum efnum vil ég vitna í
upphafsorð í kennslubók í fóður
fræði við landbúnaðarskólann í
Kaupmannahöfn eftir P. Havsko
Sörensen, 2. hefti, en þessi bók
er kennd hér á Hvanneyri í
framhaldsdeild. Þar segir um
þetta: ”De vegetabliske foder-
midker inddeles i kraftfoder-
midler, som er defineret som
fodermidler med mindst 65 FE
i lOOkg foder, og i grovfoder-
midler" Þýtt: Jurtafóðrið er ann
ars vegar flokkað í kraftfóður-
tegundir, sem eru skilgreindar
sem fóður með eigi minna en
65 fóðureiningum í 100 kg fóð-
urs, og hins vegar í gróffóður-
tegundir.“ f íslenzku grasamjöl-
inu eru um 68—70 FE í hverjum
lOOkg. Menn geta því samkvæmt
þessu selt og keypt grasmjöl
hér á landi, ef heiðarlega er
framleitt, sem kjarnfóður, og
ætti að vera óþarft að hafa
fleiri orð þar um.
Ég tel líklegt, að við gætum
notað með góðum árangri fóður-
blöndur handa mjólkurkúm og
sauðfé, sem hefðu um 60% gras-
mjöl. Fóðurblanda, sem væri
60% grasmjöl
20% maísmjöl
8% tólg eða önnur dýrafeiti
1 % þorskalýsi og
5% fóðursölt, hefði um 98 FE
í lOOkg. og í hverri FE
væru um 120 g. af meltanlegu
prótíni. Slik fóðurblanda mundi
nægja mjólkurkúm, sem mjólk
uðu 25—27 kg. nyt á dag og
minna, en mætti blanda meiri
maís við nytjar undir 15 kg.
Fræðilega sé ég ekkert, sem
ætti að gera þessa blöndu var-
hugaverða, ef kýrnar fá eigi
minna hey á dag með kjarn-
fóðrinu en ca. 5 kg. Það væri
fullkomin ástæða til að gera
vísindalegar fóðurtilraunir með
svona fóðurblöndu, sem gerð
væri úr alíslenzku hráefni að
þremur fjórðu hlutum. (75%).
Það kann að vera, að þetta ís-
lenzka kjarnf. þurfi einhverja
tollvernd, eins og flest önnur
innlend iðnaðarvara, t. d. .30%
verðtoll, sem settur yrði á er
lendar fóðurblöndur og óbland-
að kornfóður, en sú verðhækk-
un á kjarnfóðri mundi ekki valda
mikilli hækkun á útsöluverði
mjólkur og kjöts. Vinningur-
inn við hinn mikla gjaldeyris-
sparnað mundi vega þar á móti
fynr hagsmuni neytenda
Að síðustu vil ég benda á þá
staðreynd um gildi grasmjöls
burði við þá íslenzka búsafurð,
sem mest er lagt í sölurnar fyrir
kindakjötið, að:
a. markaður er rúmur fyrir gras
mjöl af þeim gæðum, sem
hér er framleitt, og ef gras-
mjölsframleiðendur nytu sömu
kjara í útflutningsuppbótum og
a kindakjötsframleiðendur, þá
yrðu þeir á fáum árum allir
akandi í kátiljákum, sleikj-
andi sólskin Spánar hvern vet
ur með skylduliði-sínu:
b. sauðkindin er drjúgur vald-
andi þess, að landið er fjúka
undan okkur, svo að hvert
kíló kjöts, heimaétið eða út-
flutt, tekur ekki aðeins skatt
af gjaldendum, heldur tekur
það einnig óbætanlegan skatt
af fósturjörðinni ár hvert, sem
aðeins fræðimenn og skoðend
ur öræfanna sjá og vita um,
en grasmjölsframleiðslan bygg
ist á ræktun jarðar. Sem sé:
kindakjötsframleiðslan veldur
jarðarspjöllum en grasmjöls-
framleiðslan byggist á jarða-
bótum. Hér er mikill munur
á, sem öllum hlýtur að vera
ljóst, en það mun þó sýna sig,
að enn um sinn munu lands-
spjöllin eiga formælendur
marga, og enn um sinn munu
koma fram kröfur um fram-
lög úr opinberum sjóðum til
að gera sölutilraunir og mark-
aðsleit fyrir einhvers konar
”London lamb“ og til að ”að-
skilja tog og þel“, svo að rétt-
læta megi framvegis hinn
mikla þunga sem lagður er á
fjölgun sauðfjár og aukningu
sauðfjárafurða, hvað sem það
kostar.
Umræðurnar eru samt nauð-
synlegar. Dropinn holar stein-
mn.
Gunnar Bjarnason.
Forstöðumaður eða kona
óskast til að annast rekstur mötuneytis, í Hafnar-
húsinu. Umsóknir sendist Hafnarskrifstofunni fyr-
ir laugardaginn 3. íebrúar 1968.
Hafnarstjórinn í Reykjavík.
BUÐBURÐARFOLK
/
í eftirtalin hverfi
Laugavegur neðri — Hverfisgata II —
Hagamelur — Aðalstræti — Laugarás-
vegur.
Talið við afgreiðsluna i síma 10100
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
heim með hana, þegar
hún mætti úlfinum.
Láttu mig hafa gæs-
ina“, sagði úifurinn.
„Það geri ég ekki,"
sagði tófan. ,,Ég s'kal nú
samt ná í gæsina.“
„Ef þú gerir það, segi ég
Toomma frá því og hann
mun dæma þig til dauða“.
„Hver er Tommi?“
spurði úlfurinn.
„Hvað? Veiztu það
ekki? Hann var sendur
alla leið frá Sfberíu til
þess að vera yfirmaður
okkar. Ég var áður pipar
berlin/g, en nú er ég eigin
kona Tomma",
„Nei, ég hef aldrei
hejrrt hans getið. Gæti ég
fengið að sjá hann?“
„Ó, Tommi er svo fljót-
ur að reiðast, og ef hon-
um geðjast ekki að ein-
hverjum, borðar hann
þann sama ,upp til agna.
En kannski að þú gætir
fært ihonum lamb að gjöf
og sett það einhvers stað-
ar, þar sem Tommi kæmi
a-uiga á það. Þú skalt svo
fela þig svo að hann sjái
þig ekki, annars lendirðu
í erfiðleikum.“
Úlfurinn fór til þess að
sækja lambið og tófan
hljóp heim á leið. Á leið-
inni mætti hún birni.
„Stanzaðu tófa, og láttu
mig hafa gæsina.“
„Þér er eins gott að
flýja meðan þú getur, vin
ur minn, amnars segi ég
Tomma frá þessu, og
hann mun dæma þig til
dauga.“
„Hver er Tommi?“
,,Tommi var sendur frá
skógum Síberíu til að
vera yfirmaður okkar. —
Einu sinni var ég pipar-
kerling, en núna er ég
kona hans.“
„Gæti ég feragið að sjá
hann?“
,„Tommi reiðist mjög
fljótt, og ef honum geðj-
ast ekki að einhverjum,
borðar hann þann sama
upp til agna. Að sjélf-
sögðu gætirðu fært hon-
um uxa að gjöf og sett
hann einlhvers staðar þar
sem hann sæist auðveld-
lega. Þú skalt svo fela
þig svo að Tommi sjái þig
ekki, annars lendir þú I
erfiðleikum“.
Björninn fór til þess að
ná í uxa og tófan hljóp
haim.
Úlfurinn kom með
lamb, fláði það og fór að
bíða eftir tótfunni og
Tomma. Fljótlega kom
þar að björn, sem dró
uxa á eftir sér.
„Sæll, herra“. sagði
hann.
„Blessaður, vinur. Hef-
ur þú séð tófu og eigin-
mann hennar?"
„Nei, 'herra, ég er sjálf-
ur að bíða eftir þeim“.
„Hvers vegna ferðu
ekki og sækir þau?“
spurði björninn.
,Nei, það get ég ekki.
Þú ættir heldur að fara“.
„Ég er alltotf klunna-
legur — ég get alls ekki
farið“, sagði björninn.
Skyndilega kom héri
hlaupandi. Bæði björn-
inn og úlfurinn hrópuðu
til hans:
„Komdu hérna, meist-
ari 'héri. Þú ert fljótur
að hlaupa — hlauptu nú
til tófunnar og segðu
henni að björninn og úlf-
urinn séu reiðubúnir og
búist við henni og eigin-
manni hennar til þess að
sækja gjafirnar“.
Hérinn thljóp eins hratt
og hann gat til tófunnar,
en á meðan voru björn-
inn og úlfurinn að hugsa
um hvar þeir ættu að
fela sig.
Björninn sagði:
„Ég get klifrað upp í
tré og falið mig þar“.
Úlfurinn sagði:
„Hvar á ég að fela
mig? Ekki get ég klifr-
að í trjám. Hjálpaðu
mér að fela mig“.
Björninn faldi úlfinn í
runnum og þakti yfir með
þurru lauifi, síðan klifr-
aði hann upp í topp á
trénu, og þar sat hann
nú og svipaðist um eftir
tófunni og Tomma.
Á meðan kom hérinn til
grenis tófunnar.
„Björninn og últfurinn
sendu mig til þess að
segja þér að þeir séu
reiðubúnir og búast við
þér og eiginmanni þín-
um“, sagði hann.
‘,Já, við erum að
koma“, sögðu þau og
héldu af stað. Björninn
sá þau koma og sagði við
últfinn:
„Þessi Tommi er pínu-
Htill, ég skil ekki að hann
geti verið yfinmaður okk
ar“.
Kötturinn byrjaði nú
að eta af uxanum og hám-
aði kjötið græðgislega í
sig.
Björninn ságði við úlf-
inn:
„Hann er lítill, en gráð
ugur. Uxinn virðist ekki
einu sinni ætla að nægja
honum“.
Úlfinn langaði líka til
þess að sjá Tomma, en
þurru lautfin byrgðu allt
útsýni. Hann byrjaði að
hreytfa þau varlega til.
Kötturinn heyrði skrjáf
ið, hélt að þetta væri
mús og ædidi inn í runn-
ann. Rak hann þá fram-
löppina beint inn í annað
aug.úlfsins.
Últfurinn varð otfsa-
hræddur og hljóp sem
fætur toguðu. Kötturinn
varð einnig hræddur og
klifraði upp í tré, en það
var einmitt sama tréð og
björninn hatfði faUð sig í.
,Jæja“, hugsaði björn-
inn. „Tommi hefur séð
mig það er þá úti um
mig“.
Ekki gat hann klifrað
niður svo að hann stökk
niður úr trénu og hljóp
sem fætur toguðu.
Og tófan hrópaði:
„Hlauptu, hlauptu, ann-
ars ertu dauðans matur“.
Síðan þetta gerðist hafa
öll dýr lifað í ótta við
köttinn. En kötturinn og
tófan höfðu nú nægan
matartforða fyrir vetur-
inn og lifðu hamingjusöm
alla sína ævi.
8MÆLKI
Prestur er að tala við
fermingarbörn sín um
alstaðarnálægð Guðs. Svo
fer hann að reyna, hvort
þau hafi skilið sig og
segir við einn af drengj-
unum:
„Hvar er Guð, Pétur
litli? Er hann t.d. uppi &
loftinu heima hjá ykk-
ur?“
„Já“, svaraði Pétur hik
laust.
,En er hann þá niðri I
,Nei svaraði Pétur á-
kjallaranum hjá ykkur?*1
kveðinn.
„Nú hvernig stendur á
því?“
,.Ja, það er alveg ó-
mögulegt“.
„Hvað ertu að segja.
drengur? Af hverju get-
ur hann ekki verið þar>
eins og alls staðar annars
staðar?“ spyr prestur hast
ur.
„Af því að það er eng-
inn kjallari undir húsinu
okkar“. svaraði Pétur ró-
legur.
Krakkarnir eru í skemmti
ferð. Meðal þeirra eru
tvíburar. Geturðu fundið
þá?