Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1968 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Háskólabíó: SLYS. (Accident). Framleiðandi og leikstjóri: Joseph Losey. Höfundur kvikmyndahand- rits: Harold Pinter. Helztu hlutverk: Dirk Bogarde, Stanley Baker, Jacqueline Sassard. ÞAÐ er talið heldur óvenjulegt, að erlend kvikmynd berist hing- a'ð til lands innan árs frá því, að hún er framleidd. Þær eru oft „lengi í hafi“, og finnst sumum fínasta nýjabragðið farið af þeim, er þær ná landL Ofan- greind kvikmynd heyrir til fárra undantekninga með þetta. Gerð hennar var lokið á önd- verðu ári 1967, svo hún mun ekki nema tæplega ársgömul. Joseph Losey, leikstjóri og framleiðandi myndar þessarar, hefur sætt misjöfnum dómum, enda myndir hans misjafnar að gæðum, eins og verk ýmissa listamanna. — Margar myndir hans hafa „slegið í gegn“ og náð miklum vinsældum. Má þar fremsta telja „Þjóninn", sem sýnd var í Kópavogsbíói fyrir tveimur til þremur árum, en hún hlaut alls staðar mikið lof gagn- rýnenda og vinsældir áhorfenda. Af öðrum myndum hans, sem sýndar hafa verið hér, má nefna „Fyrir kóng og föðurland", sem Bæjarbíó sýndi vorið 1966, og er ádeila á tilgangsleysi og hörm- ungar styrjalda. Hún var ekki eins mikið listaverk og „Þjónn- inn“, en þörf og timabær hug- vekja. Kvikmyndin „Slys", sem hér verður rætt um, er í allt öðrum dúr. Hún fjallar um tvo háskóla kennara, sem sýnast orðnir dá- lítið þreyttir á eiginkonum sín- um, þótt enn séu þær á góðum aldri og ekki ósélegar. (Ekki er þó óliklegt, að leikstjóri reyni að viska fínasta glansinn af eigin- konum „delikventanna" bæði í þessari mynd og öðrum, sem fjalla um líkt efni). Nema há- skólakennaramir taka til til- breytingar að huga að mann- legri fegurð meðal nemenda sinna. Einkum er það austurrísk fegurðardís úr þeim hópi, sem vekur athygli prófesoranna. Hún er reyndar, þegar myndin hefst, í þann veginn að trúlofast brezkum lávarðssyni, nemanda við háskólann. Og um svipað leyti tekur hún að eiga ástar- mök við annan prófessorinn (Stanley Baker). Hann var þekktur sjónvarps- fyrirlesari, og kann það að hafa riðið baggamuninn um það, að hún féll fyrir þessum fjölhæfa menntamanni. Hinn prófessor- inn (Dirk Bogarde) er síður en svo hrifinn af velgengni sam- starfsmanns síns í ástarmálum, en fær lítið aðgert, nema helzt að fá hræ’ðilegan móral fyrir hans hönd. Mjög lifandi, vel leikið og svið sett, er heimboðið, þegar Bog- arde býður ungu kærustupör- unum og samkennara sínum heim sunnudag nokkurn. Vín er um hönd haft, og þegar áhrifa þess fer að gæta, myndast eld- fimt andrúmsloft, þótt svo eigi að heita, að allir gæti stillingar. Svipbrigði og stuttar, meitlað- ar, oft tvíræðar setningar, tala sínu máli. Yfirleitt er það svo með orðaskipti í þessari mynd, aS þar gætir bæði hófsemdar með orðafjölda og listrænnar útsjónar um orðaval. — „Kald- rifjuð" heimspeki" og satíra eru kannski helztu sameiginleg ein- kenni orðaskipta í myndinni. Svo fer að unga, austurríska „prinsessan“ ákveður að snara sér í það heilaga með hinum unga lávarðssyni. Tjáir hún Bog arde þetta og biður hann að láta Baker vita. En þá gerist sá atburður, sem ruglar flestar fyr- irætlanir, og vil ég ekki, áhorf- enda vegna, rekja efnisþráðinn lengra í þá átt. Mér finnst leikstjóra heppnast í þessari mynd að ná sterkum tökum á hinum almenna áhorf- anda og skapa sérstaeðan blæ og andrúmsloft, sem er áhrifamikið og gerir myndina mjög lifandi. Það liggur við, að maður fari að taka því sem sjálfsögðum hlut, að háskólaprófessorar séu hlaupandi á eftir unglingsstelp- um út um mel og móa, til að hafa af þeim allar þær nytjar, sem þeir óska sér. Maður finnur ekki, að þeir séu neitt afbrigði- legir menn, svartir sauðir sinn- ar stéttar. En því vil ég mega treysta, að það sé vegna list- ræns áhrifamáttar myndarinnar fremur en sameiginlegs hugar- farsbreyskleika vi‘ð höfuðpersón- ur, að myndin verkar ekki fjar- stæðari en hún gerir og stúnd og staður gleymist í bili. Eins og áður er getið, hefur Losey verið nokkuð umdeilur leikstjóri og ekki í miklu uppá- haldi hjá þeim, sem vilja slíta kvikmyndalistina sem mest úr tengslum við aðrar listgreinar, þannig að eftir standi naumast annað en nakin tækni kvik- myndagerðarinnar. Hann hefur oftast einhvem boðskap að flytja, eða ákveðin „temu“, sem hann leggur áherzlu á ö’ðrum fremur. I þessari mynd mundi ég segja, að eigingirni, lífsieiði og munaðarþrá væru sérlega á- berandi viðfangsefni, og þau eru yfirleitt sviðfærð og fram- sett af kunnáttu og tilfyndni mikils listamanns. —Kvikmynd- in reisir margar spurningar, sem manni finnst vandsvarað og deila má um trúverðugldíka á- kveðinna atriði og jafnvel gagn- rýna stöku tæknileg atriði. En hún nær, eins og áður greinir, því höfuðmarki snjallra lista- verka, að skapa sérstakan, ann- arlegan hugblæ hjá áhorfendum, sýna, ekki allsókunna hlutL í nýju Ijósi og halda huga manns föngnum frá upphafi til enda. Stöku missmíðar þóttist ég greina á íslenzka textanum, en finnst, að því frátöldu, ekkert áhorfsmál áð þakka Háskólabíói það fordæmi, sem það gefur okkur með sýningu prófessor- anna tveggja og austurrísku prinsessunnar þeirra. Byggingalóðir í Hafnaríirði Nokkrum einbýlishúsalóðum við Svöluhraun, enn- fremur einni lóð undir tvíbýlishús við Flókagötu og nokkrum iðnaðarlóðum á Flatarhrauni verður úthlutað á næstunni. Umsóknir um lóðir þessar skulu sendar skrifstofu bæjarverkfræðings fyrir 1. febrúar næstkomandi. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Hafnarfirði, 18. janúar 1968. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. 4 LESBÓK BARNANNA FILT- DÚKKUR í apann þarf tvö stykk; f brúnu filtefni 26x20 cm, dálítið af bleiku filti í loppurnar. andlitið og eyrun, svart í augum. gult í nefið og rautt í munn- inn — og svo brúnt (ekk: og gróft) ullargarn til að sauma með. Teiknaðu fyrst pappírs- munstur eftir myndunum. Þú verður að stækka myndina svo að hver tern ingur verði 2x2 cm. þvi annars verður apínn iilt of lítill. Festu síðan munstrið á annað brúna filtsrvkkið og klipptu það út. Khpp'u svo hitt stykkið eftir þessu. Næst skaltu festa eyr- un, augun, nefið og munn inn á annað brúna stykk- ið — Bezt er að líma það á með sterku lími svo að það detti ekki af. Legðu nú bæði stykk- in saman og saumaðu þau með aftursting eða bara þræðingu. Þarna áttu að geta fenz ið allra skemmtiiagasra apa. Einnig geturðu búið tii önnur dýr og breytir þá bara höfðinu á must- ursteikningunni þinni. 12. árg. Ritstjóri: Kristján G. Gunnarsson 20. janúar 1968. Kötturinn og tófan EINU SINNI var bóndL sem átti kött, Hann var hinn mesti þorparaköttur. og átti bóndinn erfitt með að ráða við hann. Dag nokkurn datt honum gott ráð i hug, hann tók köít- inn, stakk honum í poka og fór með hann langt út í skóg. Kötturinn gekk lengi, lengi og loks sá hann lítinn kofa. Hann klifraði upp á loft til þess að hvíla sig. Þegar hann varð svangur fór hann út í skóg og veiddi fugla og mýs. Hann borðaði nægju sína og fór síðan ánægð- ur heim í kofann, þar sem hann nú bjó. Dag nokkurn hitti hann tófu í skóginum. Hún varð hissa að sjá köttinn. ,,Ég hef átt heima hérna í skóginum í mörg ár, en aldrei áður hef ég séð dýr eins og þig“, sagði tófan. „Hver ert þú, herra? Hvernig komstu hingað og hvað heit- irðu?“ „Ég heiti Tommi, og ég var sendur hingað frá skógum Síberíu til þess að verða yfirmaður skóg arins" sagði Tommi. „Ég hef aldrei heyrt þín getið“, sagði tófan. „En komdu í heimsókn til mín einhvern tíma“. Næsta dag fór Tommi í heimsókn til tófunnar. Hún bauð honum inn í greni sitt og lagði síðan fyrir hann allskonar kræs ingar. Og því næst spurði hún hann: ,Tommi, ert þú giftur?" „Ég er piparsveinn“, svaraði Tommi. ,Og ég er piparkerling“, sagði tófan. „Viltu gift- ast mér?“ Kötturinn samþykkti það og þau héldu upp á trúlofun sína. Daginn eftir fór tófan á veiðar á meðan Tommi hvíldi sig heima. Tófan hljóp um og veiddi loks gæs. Hún var á leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.