Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 26

Morgunblaðið - 20.01.1968, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUÖARDAGUR 20. JANÚAR 1968 Deilurnar í Bandaríkjunum hindruiu för íslenzka landsliðsins I frest til að koma á ró í banda- rískum körfuknattleik. Banda- ríska körfuknattleikssambandið, Bandaríska landsliðið vildi leika hér 12 leiki í körfubolta FRETTIN sem hér birtist í gær um deilurnar milli bandarísku íþróttasambandanna tveggja — AAU (áhuga-íþróttamanasam- bandsins) og NCAA (sambands háskólastúdenta) stendur nær ísl. íþróttahreyfingu en okkur datt í hug í gær. Vegna þessara deilna varð ekkert úr fyrirhug- aðri för isl. körfuknattleikslands liðsins til Bandaríkjanna. 4 Engir háskólaleikmenn Bogi Þorsteinsson form. KKÍ vakti athygli okkar á þessu í Molar HEIMSMEISTARAR félags- liða í knattspyrnu Racing frá Buenos Aires hafa ákveðið keppnisför til Spánar, Ítalíu og Marokkó í n.k. ágústmán- uði. Félagið mun leika í borg- unum Malaga og Barcelona á Spáni, í Róm, Napoli og i Mílanó á ítaMu og Casablanca í Marokkó. BORGARSTJÓRINN í Greno ble, Hubert Dubedout, hefur farið þess á leit við stríðs- aðila í V’ietnam, Bandarílkja- menn og Norður-Vietnam að bardögum verði hætt í land- inu meðan á vetrar-Olympíu- ieikunuim stendur, en það er frá.6. til 18. feb. n.k. Orðsending þessi hefur þegar borizt í hendur Banda- ríkjanna og Norður-Vietnam í París og vilyrði beggja um að flytja hana til stjórna sinna í Washimgton og Hanól. gær. Samtökin „People to Pe- ople“ höfðu boðið landsliðinu ís- lenzka til Bandaríkjafarar á svip aðan hátt og liðið fór fyrir nokkr um árum. Um öll utanríkisvið- skipti á íþróttasviðinu fjallar AAU-sambandið og þegar beiðni kom frá Paople to People sam- tökunum um þessa heimsókn frá íslandi, var svar AAU, sem þá var komið í hatrammar deil- ur við NCAA, að ísl. Mðið mætti koma en engir leikmenn háskóla sambandsins mættu keppa við það. Stóð nú í karpi um stund um ferð ísl. liðsins. Bauð AAU sam- bandið islenzka landsliðinu að koma í keppnisferð og leika 12 knattleiksmanna. Hefði hið síð- leiki í Bandaríkjunum. En heim sóknin yrði að vera algjörlega gagnkvæm — þannig að banda- ríska landsliðið kæmi til íslands og léki hér 12 leiki. Skyldu Bandaríkjamenn greiða ferða- og uppihaldskostnað íslendinga og íslendingar greiða s. a kostnað þá er bandaríska lióið kæmi hingað. ♦ Svara ekki bréfum Af skiljanlegum ástæðum var með engu móti hægt að ganga að þessu. Var AAU samtökunum skrifað þar um, en því bréfi KKÍ var aldrei svarað, og ekki held- ur þeim bréfum sem síðar hafa farið vestur um haf til AAU. Bogi sagði að AAU ætti í erj- um við Alþjóðasamband körfu- arnefnda gefið AAU eins árs Molar Á INNANHÚSSMÓTI í Len- 1 ingrad urðu þessir árangrar helztir. Evrópumeistarinn Tsj itsjova vann kúluvarp 17,62. ( Kúluvarp karla vann Ciokin 18,14 m, hástökki Tolstjuk I 2,06 og Golovatz stökk sömu hæð. BELGÍSKA liðið Brussel Royal vann ísraelska liðið 1 Hapoel Tel Aviv 83:66 í seinni leik liðanna í Evrópu- keppninni og fór leikurinn fram í Brússel. Belgiska liðið tapaði fyrri leiknum með 1 fimm stiga mun og er því með sigrinum í gær komið í 8 liða úrslit um Evrópubik- ar körfuknattleiksmanna. Einar Bollason og nýliðar Þórs móti ísLmeisturunum - í íþróttahöllinni í dag f DAG kl. 2 verður annað leik- kvöld körfuknatleiksliða í 1. deildarkeppninni — og dregur nú sannarlega til tíðinda nokk- urra. Leika í dag lið ÍR og KFR og síðan íslandsmeistarar KR og nýliðarnir frá Akureyri, Þór. Einnig verður leikur í 2. flokki karla. Það verður leiteur KR og Þórs sem mesta athygli miun vekja. Fynst og fremst vegna þess að nú hefur ein af aðalskyttum KR-liðsins undanfarin ár, Einar Bollason, hætt keppni með fé- laginu og æft upp og keppir með Þór frá Akureyri. Einar verður því ekki í svörtum bún- ingi félaga sinna í KR í dag, heldur reynir allt gegn þeim og skipuleggur leik í því skyni að hnésetja íslandsmeistarana. í öðru lagi verður þessi leikur skemmtilegur fyrir það að án efa verður hann jafn. KR-ingar heimsóttu Þór á Akureyri og urðu að láta í minni pokann fyrir þeim þar. í hraðkeppninni hér fyrir jólin voru þessi Mð jöfn að le’ktíma loknum og varð að framlengja og vann þá KR með einu marki — o.g þótti það heppnimark mikið. Hinn leikurinn ætti Mka að geta orðið 9kemmtilegur þó telja megi ÍR-inga sigurstrang- legri. Það ætti því ekki að skorta fjörið í íþróttahöllina í dag og vi'lji fólk kynna sér skemmtun af körfuknattleik, þá eru aMir velkomnir kl. 2. Hér er Einar í KR búningi og stytta við fætur hans sem hann átti þátt í að vinna með KR. Nú keppir hann á móti KR — og hvað skeður þá? sem er aðili að alþjóðasamband inu hefur háskólasambandið NC AA innan sinna vébanda og hef- ur að vonum kært það að AAU notar ekki leikmenn úr háskóla- sambandinu í landsleiki sína. ♦ Dýr þvermóðska Bogi sagði að þvermóðska AA U hefði orðið til þess að Banda- ríkjamenn hefðu tapað mörgum landsleikjum í körfuknattleik, m.a. heimsmeistaratitli nú síð- ast. Hinsvegaf hefðu Banda- ríkjamenn aldrei tapað á Ol- ympíuleikjum, því þá hefði Olympíunefndin valið leikmenn bæði frá AAU og NCAA. Það væri þvi dýrkeyptar deilurnar milli sambandanna, sagði Bogi. Pfeiffer kominn til starfa hjá KR HINN nýi austurríski þjálifari KR-inga, Pfeiffer, hefur nú tekið til starfa hjá félaginu. Hafði hann fyrstu inniæf- inguna með „harðjöxlunum" og meistaraflokksmönnum á fimmtudagskvöldið. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. tók þá þessar myndir og má sjá að hann hefur þegar látið þá taka all- mikið á. Til vinstri má sjá hvernig þeir verða að stæla fótvöðvana og bakið með mann á háhesti. Æfingaparið til hægri á þeirri mynd er Þórólfur Beck (með skeggið) o.g Örn Steinsen á öxlum hans. Tii hægri er Pfeiffer að segja þeim til við knattæf- ingar. Til endanna beggja vegna er srvo Pfeiffer þjálfari, sem gert hefur árssamning við KR um tilsögn og kennslu hér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.