Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1968
5
ALÞINGISMENN einbeittu sér
að því verkefni sl. viku að
hreinsa til í ruslakörfum þings-
ins og koma áfram ýmsum mál-
um, sem lengi hafa beðið af-
greiðslu en litlu skipta. Er hér
aðallega um að ræða þingsálykt
unantillögur þingmanna stjórn-
arandstöðunnar, sem flestar
hafa verið fluttar á fyrri þing-
um. Þingmenn stjórnarflokkanna
hafa hins vegar ekki verið ýkja
athafnasamir um flutning nýrra
mála eða gamalla. Af þessum
sökum er það þung raun að
þurfa að hlusta á umræður í
þinginu þessa dagana.
í vikunni var lögð fram sam-
hljóða þingsályktunartillaga i
báðum deildum þingsins frá
þingmönnum beggja stjórnar-
andstöðuflokkanna um Víetnam-
stríðið. Tilraun mun hafa verið
gerð til þess að fá þingmenn úr
stjórnarflokkunum til þess að
taka þátt í tillöguflutningi þess-
um en tókst ekki. Sumir menn
virðast halda að fsland geti haft
víðtæk áhrif á alþjóðavettvangi,
aðeins ef þeim er beitt og þessi
þingsályktunartillaga er flutt í
þeim anda. Ríkisstjórninni er
„falið“ að fylgja efni tillögunn-
ar fram á alþjóðavettvangi. —■
Frændur okkar á Norðurlöndum
sérstaklega Danir og Svíar hafa
haft uppi ýmsa tilburði til þess (
að leysa nokkur helztu vandamál j
sem við er að etja á alþjóða-,
vettvangi, svo sem styrjöldina í
Víetnam, ofbeldi herforingjanna
í Grikklandi og kynþáttamisrétt-
ið í Suður-Afríku. Mér er ekki
kunnugt um árangur af þessari
viðleitni frænda okkar, en ég
held að hann sé ekki mikill.
Ég held að það sé hollt fyrir
okkur íslendinga, að horfast í
augu við þá staðreynd að við |
[ erum ekki áhrifaaðili á alþjóða-
vettvangi og að við eigum fullt
I í fangi með að vernda okkar
j eigin hagsmuni, þegar þeir rek-
I ast á hagsmunj stærri og öflugri
| þjóða. Það er ástæðulaus barna-
skapur að ætla, að við getum
einhver áhrif haft á atburða-
rásina í Víetnam. Þess vegna er
l tillöguflutningur á Alþingi ís-
I lendinga þar um gagnslaus.
' Menn hafa sínar skoðanir á
j stríðinu í Víetnam, þótt að vísu
! sé takmörkuð aðstaða til þess
! að fella dóma um það mál, en
við skulum umfram allt ekki
j falla í þá freistni að gera okk-
! ur að athlægi á alþjóðavettvangi
með því að taka að okkur hlut-
verk sáttasemjara í Víetnam —
við höfum öðrum hnöppum að
hneppa.
Frv. um frestun hægri um-
ferðar og þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið hefur verið á kreiki
í þingsölum frá því fyrir jól.
Nú í vikunni var málið af-
greitt frá nefnd og leggur meiri
hluti hennar til að frv. verði
fellt. Ég hef að vísu aldrei heyrt
eða séð sannfærandi rök fyrir
því að taka þurfi upp hægri
umferð hér á landi en helztu
sérfræðingar okkar í umferðar-
málum virðast sammála um að
svo sé. Nú er samdóma álit sér-
fræðinga á einhverju sviði að
vísu ekki alltaf einhlítt, en
það sem mestu máli skiptir,
er þó að undirbúningur málsins
er kominn það langt (eða á
a. m. k. að vera kominn það
langt) að ekkert vit er í því
nú að hætta við þessa fyrir-
ætlan eða fresta henni. Þess
vegna gegnir það nokkurri furðu
að jafn hæfileikamiklir þing-
menn og að þessari tillögu
standa skuli láta hafa sig til
þess að flytja málið inn í þing-
sali og eina eðlilega afgreiðslan
er að fella það nú þegar, svo að
öllum efasemdum sé rutt burtu.
Dagblöðin í Reykjavík eru
áhrifamikil á Alþingi þessa dag-
ana en þar sitja nú fimm rit-
stjórar, sem allir' eru stjórnmála
ritstjórar blaða sinna. Áhuga-
menn um þingmennsku velta því
stundum fyrir sér hvaða leiðir
séufærastar til þeirrar veg-
semdar og óneitanlega bendir
hinn mikli fjöldi ritstjóra á
þingi til þess að slíkt starf sé
næsta öruggur stökkpallur til
þingmennsku. Annars hef ég
veitt því athyglj að þeir ritstjór-
ar sem eiga sæti á Alþingi eru
í umræðum oft fundvísári á veil-
ur í málflutninigi andstæðing-
anna en aðrir og koma oftar fram
með ný sjónarmið í þeim mál-
um, sem til umræðu eru. Ef til
vill er skýringin sú, að þeir
hafa í starfi sínu hlotið nokkra
þjálfun í að finna veika bletti í
skrifum andstæðingablaðanna og
jafnframt hafa þeir orðið að vera
fundvísir á nýjar hliðar mála í
skrifum sínum. Alla vega má bú-
ast við að ritstjórastarfið verði
eftirsótt, þegar menn sjá til hví-
líkra mannvirðinga Þeir komast
sem því gégna, ekki sízt þar sem
þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði,
heldur gömul staðreynd.
Þessir fimm ritstjórar hafa nú
sameinazt um flutning máls á
Alþingi, sem mér .skilzt að hafi
lengi verið starfsmönnum þeirra
hjartfólgið, þ. e. a. s. um kennslu
í blaðamennsku við Háskóla ís-
lands. Vafalaust er hér um þjóð-
þrifamála að ræða þótt margir
muni velta því fyrir sér, hvort
hægt sé beinlínis að kenna þessa
starfsgrein. En kannski vakir
það fyrir flutningsmönnum að
auka virðingu starfsins með því
að krefjast til þess háskólanáms.
Hinu munu ýmsir fagna að þess-
ir fimm menn skyldu taka hönd
um saman um flutning máls á
þingi eftir áralangar nafnlausar
erjur á síðum blaðanna.
Vandamál hraðfrystihúsanna
leys.tust í byrjun vikunnar að því
leyti til að frystihúsin samþ. með
semingi tilboð ríkisstjórnarinnar
um fjárframlög þeim til styrkt-
ar. Þau gerðu það þó með lítilli
reisn. Mestu skiptir þó að þau
eru nú sem óðast að hefja rekstur
Eftir er svo sá höfuðverkur ríkis
stjórnarinnar að finna leiðir til
tekjuöflunar vegna framlagsins
til frystihúsanna, en búast má
við að tillögur stjórnarinnar sjái
dagsins ljós fljótlega eftir helg-
ina. Engu skal spáð um það
hverjar þær verða, en þó má bú-
ast við að þjóðin verði að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
ekki er lengur hægt að tala um
tímabundna erfiðleika vegna
verðfalls aflabrests og söluerf-
iðleika. Það ástand er þegar orð-
ið langvarandi og litlar líkur á
breytingu til batnaðar á næst-
unni. Þess vegna er tími til kom
inn að menn hagi athöfnum sín-
um og aðgérðum í samræmi við
það. Við verðum að draga saman
seglin og það rösklega.
Þessa dagana sitja tveir síldar-
skipstj. á þingi, þeir Karl Sigur-
bergsson og orsteinn Gísláson.
Það er sérstakt ánægjuefni að
hinar nýju þjóðhetjur íslendinga
skuli komnar í náin tengsl við
Alþingi og vonandi verður það
til þess að treysta lífræn tengsl
þingsins við atvinnulífið í land-
inu og þá, sem þar standa í eldin
um. Annars er það athyglisvert
að sjávarútvegurinn hefur alls
ekki komið ár sinni jafnvel fyrir
borð í þingsölum og landbúnað-
urinn. Bændur hafa þar löngum
átt marga og sterka fulltrúa nokk
uð umfram það, sem eðlilegt væri
enda kemur það glögglega í ljós
í rausnarlegum aðgerðum þings-
ins gagnvart bændum.
Styrmir Gunnarsson.
Evrdpuakstur
Er með nýjan bíl og þarf 1—2
ferðafélaga í 2ja mánaða ferð
um Evrópu. Aldur 19—25 ára.
Bílpróf æskilegt. — Áætlaður
ferðakostnaður 16 þús. (án
matar).
Tilboð merkt: „Júní—júlí
5035“.
ÚTSALA - LEÐURVÖRUR
Kventöskur - innkaupatöskur - skjalatöskur - skólatöskur
- slæður og loðfóðraðir skinnhanzkar
Hljóðfaerahús Reykjavíkur hf.
Laugaveg 96 Leðurvörudeild
<§> KARNA BÆR
TíZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1. Sími 12330
VETRAR-6ALAIM
ALLRA SÍÐASTI DAGUR
Á IHORGUN
Helmings afsláttur — Einstakt tækifæri
HERRADEILD:
DOMUDEILD:
★ KULDAFRAKKAR FRÁ 1200.— J ★ BUXNADRAGTIR FRÁ 1000—
★ HERRABUXUR — 500.— J ★ KÁPUR — 1200—
★ SKYRTUR — 150,— J ★ KJÓLAR, þunnir — 500—
★ HERRAJAKKAR — 1200,— J ★ KJÓLAR, ullar — 900—
★ PEYSUR, úrval — 200— J ★ BLÚSSUR — 350—
★ SOKKAR — 30.— J ★ SOKKAR, mikið úrval — 40—
SÉRSTAKT TILBOÐ!
Gallabuxur, margar gerðir.
Sérstakt tækifæri að fá sér galla-
buxur fyrir sumarið og vinnu-
buxur, ódýrt, verð frá 100.—
EINSTAKT TÆKIFÆRI!
Gallabuxur, margar gerðir.
Þetta er tækifærið að fá ódýrar
sumarbuxur, vinnubuxur, eða
tækifærisbuxur. Verð frá 250,—
Nýjar vörur teknar fram i dag
ALLT TOPP TÍZKLVARA