Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1968
21
— íslenzk fræði
Framhald af bls. 11
frumv. náði ekki afgreiðslu. Það
má segja að það gangi þá sem
rauður þráður 1 gegnum umræð-
urnar, að með frUmv. sé stefnt
að stofnun háskóla aðeins í orði
en ekki á borði: með frumv. um
háskóla sé í raun og veru aðeins
verið að endurvekja í annarri
mynd frumv. um stofnun laga-
skóla sem verið hafði fyrir hverju
þingi (fyrst sem bænaskrá) allt
frá 1855, en var loks afgreitt sem
lög frá Alþingi 1879 (og aftur
1887), en hlaut ekki staðfestingu.
Það var fyrst er bætt var inn
vísi að heimspekideild, í frum.
1909, að fram kom eiginleg há-
skólahugmynd, sem þá var bor-
in fram til sigurs.
VII
Því hefur verið haldið mjög á
lofti hérlendis, að í „Islenzkiun
fræðum" væru íslendingar í sjálfu
sér færari um að leysa vísinda
leg verkefni en útlendingar. Að
einhverju leyti má þetta ef til
vill til sanns vegar færa — þó
að álitamál geti verið hversu
sterkum rökum reynslan, sem
jafnan er ólygnust, hafi stutt
þessa skoðun.
En hvernig svo sem því er hátt-
að, er í þessari skoðun fólgin
hætta á hrapallegum misskiln-
ingi. Sá misskilningur kemur t.d.
glöggt í Ijós þegar það er haft
í huga, að íslendingur sem fer
til vísindalegs náms í einhverri
grein til undirbúnings rannsókn-
arstörfum í „íslenzkum fræðum,"
þarf að fara í gegnum alveg jafn
langt háskólanám og útlendingur
inn. Sé þetta athugað nánar, sést
að þetta er ofureðlilegt: íslend-
ingurinn þarf að öðlast alveg
sömu vísindalega þekkingu og
alveg jafnmikinn vísindalegan
þroska og útlendingurinn til þess
að verða fær um að leysa vís-
indaleg verkefni. Þetta tvennt —
vísindaleg þekking og það vald
á vísindalegum starfsaðferðum og
rannsóknartækni sem felst I vís-
indalegum þroska — er sú undir-
staða sem ekki verður án verið.
Hitt er svo annað mál, að ef
þetta tvennt er til, getur náin
þekking okkar, frá blautu barns-
beini, á íslenzkri tungu og ís-
lenzkum málefnum gefið okkur
visst forskot fram yfir útlend-
inga — en skort á hinu getur
þessi sérstaða okkar aldrei vegið
upp. Af þessu er ljóst að undir-
stöðuna megum við aldrei van-
rækja: án hennar verðum við
ætíð eftirbátar annarrajafnt i „ís
lenzkum fræðum" sem á öðrum
fræðasviðum.
Það hefur nú um 60 ára skeið
— eða allt frá því er undirbún-
ingur var hafinn að stofnun há-
skólans — verið um það rætt, eink
um á hátíðum og tyllidögum, að
Háskóli fslands „ætti að vera“ og
„ætti að verða“ — og „ætti að
geta orðið“ — „miðstöð íslenzkra
fræða': þau orð hafa jafnvel
heyrzt öðru hverju — frá þeim
sem hafa á hverjum tíma verið
í lausustum tengslum við raun-
veruleikann — að háskólinn ,sé“
þess konar miðstöð.
En sá lærdómur sem við getum
dregið af reynslunni — og sem
kemur vel heim við reynslu ann-
arra háskóla í sams konar efn-
um — er einmitt sá að háskólinn
verður aldrel slík miðstöð með-
an einhliða áherzla er í uppbygg
ingu hans lögð á „íslenzk fræði"
í hinum hefðbundna skilningi.
Vissulega er lofsverður sá ótvi
ræði áhugi sem fram hefur kom-
ið hjá ráðamönnum undanfarin
ár á eflingu íslenzkra fræða. En
það verður að hafa hugfast að
hætta er á að allt verði þar meira
eða minna unnið fyrir gýg, ef
ekki er kostað kapps um að rífa
þessi fræði úr þelrri einangrun
sem þau hafa komizt í.
VIII
Sá grundvöllur í starfsemi há-
skólans sem skipulagning Hand-
ritastofnunar var á sínum tíma
reist á — þ.e.a.s. „íslenzk fræði"
sem fræðilegt, en ekki eingöngu
háskólapólitískt hugtak — var þá
þegar úreltur, eða hafði öllu held
ur aldrei átt sér tilverurétt. Og
síðan hafa þær breytingar gerzt
sem leitt hafa til þess, að þessi
grundvöllur er nú ekki lengur
til. Getur hver lesandi gert sér
í hugarlund hver muni í fram-
tíðinni verða þróunarferill stofn-
unar sem þannig er háttað um
þegar á bernskuskeiði
Til samanburðar er fróðlegt að
lita til háskóla í nágrannalönd-
um okkar, t.d. í Kaupmannahöfn,
Osló og Uppsölum. Þar er skipan
þessara mála háttað á allt annan
veg. Þar er vissulega ekki
steypt saman rannsóknarstarf-
semi í einum átta ólíkum fræði-
greinum. Þvert á móti eru þar
sérstakar og sjálfstæðar rann-
sóknarstofnanir t.d.í norrænum
málvísindum, almennum málvís-
indum eða samanburðarmálfræði,
hljóðfæri, mállýzkufræði, örnefna
fræðum eða nafnfræði almennt,
þjóðfræði, bókmenntafræði ein
stökum þáttum sagnfræðinnar
eða almennri sagnfræði, o.s.frv.
Og jafnvel við minni háskóla
eins og í Björgvin og Árósum —
sem, til skamms tíma a.m.k. hafa
ekki verið öllu stærri en Háskóli
íslands er nú — eru sérstakar
rannsóknarstofnanir t.d. í al-
mennum málvísindum (eða sam-
anburð armálfræði), hl j óðf ræði,
norrænum málum og bókmennt-
um, almennri sagnfræði, kirkju-
sögu, o.fl.: og í Björgvin, þar
sem er ein „norræn stofnun," er
þessari stofnun skipt í þrjár
deildir (málvísindi, textafræði, og
bókmenntafræði), sem hver hef-
ur sinn forstöðumann, en lúta aft
ur engri sérstakri sameiginlegri
yfirstjórn (þ.e. eru í reynd þrjárK
sjálfstæðar stofnanir).
Sú stofnun erlend sem um
margt svipar einna mest til Hand
ritastofnunar mun vera The
School of Schottish Studies —
sem starfar sem sérstök deild
innan vébanda Edinborgarháskóla
Þessi stofmm helgar sig örnefna-
fræðum og þjóðfræðum, enda var
henni komið á fót aðallega eftir
írskri fyrirmynd á þessum svið-
um (Irish Folk-lore Commission).
Innan stofnunarinnar mynda ör-
nefnafræði sérstaka deild (section)
Scottish Place-Name Survey. En
þjóðfræði skiptast á margar deild
ir (þjóðsögur og sagnir, þjóð-
lög, alþýðukveðskapur, verkleg
menning, þjóðhættir, o.fl.). Starfs
lið er nú 16 manns, auk skrif-
stofufólks og tæknilegra aðstoð-
armannaívið segulbandsupptök-
ur og ljósmyndun). Kemur þetta
vel heim við þann lágmarks-
fjölda starfsmanna (25-30 manns)
sem talað var um í fyrra hluta
þessarar greinar að Handrita-
stofnun hefði þurft að hafa á að
skipa i byrjun, ef raunhæf fram-
kvæmd hefði átt að vera í ein-
hverju samræmi við það sem til
var stofnað.
Til frekari samanburðar má
geta þess að t.d. rannsóknir á
skozk-gelískri tungu, The Ling-
uistic Survey of Scotland, er sér-
stök og sjálfstæð stofnun innan
vébanda Edinborgarháskóla.
x
Öll rök hníga sem sé að því,
að allsendis sé óhugsandi að
Handritastofnun geti nokkru
sinni hafið aivarlega starfsemi á
öllu því víða verksviði sem henni
var fengið í upphafi. Öll fram-
kvæmdin — bæði inn starfsmanna
hald, verkefni sem tekin hafa
verið fyrir, og það húsnæði sem
nú er lokið undirbúningi að —
staðfestir þetta, og sýnir að stofn
unin getur aldrei orðið, og verð-
ur aldrei, annað en rannsóknar-
stofnun I textafræði (svipað og
t.d. Árnastofnun í Kaupmanna-
höfn): með öðrum orðum, svið
stofnun í textafræði (svipað og
stofnunarinnar getur aldrei orðið
annað en það sem flest í því sem
í lögunum er kallað „kjarni"
hennar: hvað annað sem reynt
verður að tengja við þennan
kjarna — svo sem örnefnafræði
— er hætta á að verði í reynd
kák eitt.
Við þessu er ekkert að segja,
og við engan er að sakast. Fram-
kvæmdin er aðeins eðlileg og ó-
hjákvæmileg afleiðing af eðli
málsins.
En meðan sjálft skipulagið,
lögbundið, stendur óbreytt, blas-
ir sú hætta við að það verði
til að tefja, eða beinlínis að koma
í veg fyrir, nauðsynlega eflingu
rannsókna, á komandi árum, I
öðrum þeim fræðigreinum sem
undir Handritastofnun voru lagð
ar. Ljóst má vera að sú hætta
getur fyrr en varir orðið að veru
leika, vegna þess að frá sjónar-
hóli þeirra sem utan þessara
fræða standa — eins og t.d. hátt-
virtra alþingismanna og annarra
ráðamanna — hlýtur jafnan að
líta svo út, meðan lögin um Hand
ritastofnun standa óbreytt, sem
þegar hafi verið gerðar raun-
hæfar ráðstafanir til eflingar
rannsókna í öllum þeim greinum
sem undir stofnunina voru lagð-
ar.
x
Að öllu þessu athuguðu er hið
eina skynsamlega sem hið háa
Alþingi getur gert — þegar á
þessu þingi, er mál Handrita
stofnunar verða þar til meðferð-
ar, eða a.m.k. fljótlega — það,
að fella hreinlega úr gildi iögin
um Handritastofnun fslands frá
1962.
Síðan ætti að vinda bráðan bug
að því að setja stofnuninni þá
reglugerð sem hún hefur enn
ekki fengið eftir fimm ára starf
— sem hreinni háskólastofnun
skv. 36. gr. háskólalaganna, sbr
og 80. og 87. gr. háskólareglu-
gerðar, við hlið þeirra háskóla-
stofnana sem þegar eru til.
Framhaldið ætti svo að vera
það, að háskólinn og hið opin-
bera hæfust handa um skipuleg-
an undirbúning að því að koma
smám saman á fót rannsóknar-
stofnunum við háskólann í
þeim greinum sem undir Hand-
ritastofnun eru nú, eftir því sem
talið verður viðráðanlegt og að-
stæðu í hverri fræðigrein leyfa.
Á þann hátt er fyrst hugsan-
legt að Háskóli íslands geti ein-
hvern tíma orðið sú miðstöð í
a.m.k. einhverjum greinum „ís-
lenzkra fræða“ sem marga góða
menn hefur löngum dreymt um.
Sólveig Hjaltadóttir
— Minningarorð —
ÞANN 28. janúar lézt í Lands-
spítalanum frú Sólveig Hjalta-
dóttir, Ásvallagiötu. 48 Fædd 9.
ágúst 1927. Foreldrar hennar
voru Sigríður Sveinbjörnsdótt-
ir og Hjalti Einaisson, mélara-
meistari. Sól'veig óist upp í
Reykjavík. Eftir að hún fór úr
afgreiðslustörf Oig ýmis önnur
foreldrahúsum vann hún við
störf.
Á þeim unglingsárum iðkaði
hún af mikilli list, dans og leik-
fimi í frístundum sínum, sem
hún hafði ánægju af.
Sólveig var greind kona, frem
Kennoror mótmæln ákvæðum
um laun og vinnutíma
STÉTTARFÉLAG barnakennara
í Reykjavík og félag gagnfræða-
skólakennara í Reykjavík efndu
tii almenns fundar kennara í
bama- og gagnfræðaskólum um
kjaramál, og var hann haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu. Fundinn
sóttu á þriðja hundrað kennar-
ar.
Eftirfarandi tillaga, sem flutt
var af öllum stjómarmeðlimum
kennarafélaganna í Reykjavík
og kennarasambandanna, var
samþykkt í fundarlok með öllum
atkvæðum.
„Sameiginlegur fundur kenn-
ara í barna- og gagnfræðaskól-
um í Reykjavík haldinn 29. jan.
1968 samþykkir eindregin mót-
mæli gegn fyrirmælum í bréfi
fjármálaráðuneytisins dags. 27.
des. sl. varðandi greiðslur og
vinnutíma kennara.
Fundurinn vill í því sambandi
einkum leggja áherzlu á eftirfar-
andi:
1. Lenging dagvinnutíma kenn-
ara brýtur í bága við ákvæði
í dómi Kjaradóms, jafnframt
því sem um beina launalækk-
un er að ræða.
2. Einhliða ákvörðun ráðherra
um lækkun álagsprósentu ut-
an dagvinutíma er óréttmæt
LEIÐRETTIIMG
kjaraskerðing og auk þess al-
varlegt brot á samningsrétti
opinberra starfsmanna.
3. Að fjármálaráðherra aftur-
kalli nú þegar bréf sitt frá 29.
des. sl. og endurskoði þau
ákvæði þess, er varða kenn-
ara í samráði við fulltrúa
kennarasamtakanna.
Fundurinn lýsir undrun sinni
yfir kröfum ríkisvaldsins fyrir
síðasta Kjaradómj um marghátt
aða kjaraskerðingu kennara og
telur slíka afstöðu bera vott um
mikla skammsýni, þar sem al-
mennt er viðurkennt, að eitt
brýnasta verkefnið í skóla- og
uppeldismálum þjóðarinnar sé
að bæta kjör og starfsaðstöðu
kennara. Enn furðulegra er þó
hitt, að fjármálaráðuneytið skuli
enn — þrátt fyrir synjun Kjara-
dóms á kröfum þessum — hafa
uppi tilburði til að knýja fram
kjaraskerðinguna ólöglega.
Fundurinn felur stjórnum S.
B.R. og F.G.R. að hefja nú þeg-
ar í samráði við stjórnir L.S.F.
K. og S.I.B. undirbúning við-
eigandi gagnráðstafana verði
ekki fallið frá áformunum um
kjaraskerðinguna.
Jafnframt felur fundurinn
stjórnunum að koma þegar í
stað á fót samningsréttarsjóðum
með frjálsum framlögum félags-
manna.“
(Fréttatilkynning frá S.B.R. og
F.G.R.).
ur hlédræg, en skemmtileg og
traust í vinahópi. Hún var hrein
og bein, kom alltaf til dyranna
eins pg hún var, sagði alltaf
meiningu sína, sem jafnvel kom
sér ekki kannski alltaf sem bezt
í því augnabliki. Sólveig undi
mjög bókalestri góðra bóka og
Ijóðum og fögrurn listum. Hún
var sjálfmenntuð og mundi alilt
vel sem hún las. Sólveig var
raungóð og gjatfmiM. Sérstak-
lega fékk hún að njóta sín, þeg-
ar fjölskyldan fór á góðviðris-
sumardegi út fyrir bæinn, því
'hún var náttúrudýrkandi og
hafði yndi af náttúrufegurð,
enda listræn eins og hún á ætt
tll. Sólveig bjó með manni sín-
um Skúla Heigasyni prentara
og áttu þau eina dóttur, Elísa-
betu 8 ára efnilegt barn. Þau
voru nýflutt á Ásvallagötu, þeg-
ar hún fór á Landsspítalann. Þá
hvarflaði síðuir en svo að mér að
þetta væri hennar hinzta stund
frá heimili sínu.
Á þessum brottfarartíma er
kallið berzt svo snöggt á vini og
jafnöldru, horfir maður yfir far
inn veg. Þá eru margar minn-
ingar sem eftir litfa. Hver og
ein geymir þær hjá sjálium sér.
Mér finnst tilfhlýðilegt að minn-
ast hennar með fáum orðum. Ég
votta ættingjum hennar uitan-
rands og hér heima mínar inni-
elgustu samúð. Svo óska ég þér
frænka mín góðrar ferðar yfir
móðuna miklu.
Hólmfríður Bjamadóttir.
í MINNINGARGREIN um Sig-
rúnu Bergvinsdóttur í blaðinu í
gær, féll niður lína í ljóði. Rétt
er það þannig:
Nú ertu sofnuð mín Sigrún,
svefninum væra.
Vinkonan mæta og milda,
jlá, — margt ber að þakka.
Stundunum glaðværu og góðu
þeim igleymum við aldrei.
Beri þig lifsvonin ljúfa
til ljósbjartra stranda.
Framhald af bls. 16
bandi er, að kommúniistar
munu reyna að færa sér í
nyt alla frekari töf, sem verð
ur á rannsókn málsims, í kosn
ingabaráttunni fyrir þing-
kosningarnar, en hún hefst í
marz.
í svipinn nota kommúnist-
ar De Lorenzo-hneykslið sér
til framdráttair á alla lund.
Kommún’star reyna að halda
málinu vakandi í því augna-
miði að grafa undan öryggis-
þjónustu ríkisins, en þar er
um að ræða eitt af fáum svið
um opinbera lífs á ítaláu, þar
sem þeim hefur ekki tekizt
að komast til áhrifa.
(OFNS).
AUGLYSINGAR
SÍIVII 22*4*80
DALE CARNEGIE
NAMSKEIÐIÐ
Nýtt námskeið er að hefjast — þriðjudagskvöld.
Námiskeiðið mun hjálpa þér að:
ir Öðlast hugrekki og sjálfstraust.
ir Tala af öryggi á fundum.
★ Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að
umgangast fólk 85% af velgeggni þ'nni, eru kom-
in undir því, hvernig þér tekst að umgangast
aðra.
% Afla þér vinsælda og áhrifa.
★ Verða betri sölumaður, hugmynda þinna, þjón-
ustu eað vöru.
ir Bæta minni þitt á nöfn og andlit og staðréyndir.
if Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnar á
fólki
if Uppgötva ný áhugamál, ný miarkmið að stefna að.
Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða.
Námskeiðið hófst í Bandaríkjunum árið 1912 og
hafa yfir 1.000,000 karlaog kvenna tekið þátt í því
um allan heim.
Innr'tun og uppiýsingar í dag og næstu daga
í síma 30216.
KONRÁÐ ADOLPHSSON, viðskiptafræðingur.