Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968
11
Hreinn Benediktsson, prófessor:
Hvað eru íslenzk fræði?
Handritastofnun íslands 5 ára
VI
Þar sem fyrstu tillögur um að
Handritastofnun yrði komið á fót
eru komnar frá háskólanum, er
fróðlegt að kanna nokkuð hvaða
skilningur hefur verið rikjandi á
ýmsum tímum á íslenzkum fræð-
um og stöðu þeirra við háskól-
ann.
í sambandi við háskólalög
þau (eða landsskóla-) er sam-
þykkt voru á Alþingi 1883 og
aftur 1893, en synjað var stað-
festingar, urðu engar umræður
um íslenzk fræði, þar sem í lög-
SEINNI HLIJTI
um þessum var aðeins gert ráð
fyrir þremur háskóladeildum:
guðfræði-, lækna- og lágadeild.
í frumvarpinu 1909, sem varð
að fyrstu lögum háskólans, er
hins vegar sagt (í 2. gr.) að í
„heimspekisdeild“ skuli „kenna
heimspeki, íslenzka málfræði,
sögu íslands og sögu íslenzkra
bókmennta að fornu og nýju.“ í
athugasemdum við frumvarpið
er nafnið á fjórðu háskóladeild-
inni, „heimspekisdeild," rökstutt
á þann veg, að „gjört er ráð fyr-
ir, að nýjar fræðigreinar, sem síð
ar kynnu að verða lögboðnar
við háskólann (t.a.m. almenn ver
aldarsaga, nýju málin o.s.frv.),
verið settar í samband við þessa
deild,“ enda sé „heimspekisdeild“
„notað sem heiti fjórðu höfuð-
deildar flestra háskóla hjer í
álfu.“
í umræðum á Alþingi um þetta
ákvæði talar ráðherra (Hannes
Hafstein) um þá nýjung „að kend
yrði íslenzk sagnfræði og mál-
fræði.“ Og framsögum. nefndar
(Lárus H. Bjarnason) talar jöfn-
um höndum um „kenslu i íslenzk
um fræðum, tungu, sögu og bók-
menntum," „nám í íslenzkum
fræðigreinum," að„í sumum grein
um ætti hann (þ.e. háskólinn) að
geta veitt betri fræðslu (þ.e. en
aðrir háskólar, sem sé í öllum
íslenzkum fræðum," og „íslenzk
sérfræði, tunga, lög og saga
(verði) hvergi kend eins vel og
í landinu sjálfu.“ Að öðru leyti
er lítið um þetta ákvæði rætt.
Tilefni stjórnarfrumv. 1909 um
stofnun háskóla var þingsálykt-
unartill. samþ. á Alþingi 1907. f
umræðum um hana kemur svipað
fram. Helzti ræðumaður í þeim
úmræðum var Hannes Þorsteins-
son. Hann talar um nauðsyn
þess „að fá innan skamms tvo
eða þrjá kennara í sögu íslands
og bókmenntum," að raunin eigi
að verða sú „að hvergi sje betri
kennslu að fá í norrænum fræð-
um, en við íslenzka háskólann,"
og „smámsaman þyrftum vjer að
koma á hjá oss góðri kennslu I
náttúrufræði, efnafræði, eðlisfræði
og almennri sögu og bókmennt-
um.“ Svipaðra sjónarmiða gætir
í grein er hann reit í Þjóðólf í
ársbyrjun 1907, og raunar elnnig
í grein hans í Þjóðólfi sumarið
1896.
Hér er því greinilega hvergi
uppi sá skilningur á„íslenzkum
fræðum," að þessi fræði séu sjálf-
stæð og heilsteypt fræðigrein,
heldur er sá skilningur allsráð-
andi, sem síðar var getið í fyrra
hluta þessarar greinar, að íslenzk
fræði nái yfir þær fræðigreinar
sem fjalla sérstaklega um efni
tengd íslandi.
Sami skilningur kemur enn
skýrar fram í hinni gagnmerku
ræðu fyrsta rektors háskólans, dr.
Bjarnar M. Ólsens, við stofhun-
arhátíð skólans 17. júní 1911. Þar
segir rektor:
„Þar (þ.e. í heimspekideild) er
einn kenslustóll í heimspeki,
einn í íslenskri tungu og íslenskri
menningarsögu og einn í sögu
íslands. Þeir sem vita, hve nauð
synlegt það er fyrir hvern mann,
sem vill læra íslensku til nokk-
urrar hlítar, að kunna önnur ger-
mönsk mál, t.d. sjer í lagi gotn-
esku, og jafnvel hin fjarskild-
ari indoeuropeisku mál, svo sem
fornindversku, og að bera nokk-
urt skyn á samanburðarmálfræði,
þeir geta farið nærri um, hve
mikil vöntun það er, að ekki er
neinn kenslustóll í öðrum málum
en íslensku og enginn í saman-
burðarmálfræði."
um viðfangsefnum öðrum frem-
ur.
Þessa sama skilnings gætir
mjög næstu árin á eftir, t.d. 1913-
14, þegar verið er að undirbúa
ráðningu mag. Holgers Wiehe að
háskólanum. Þá lét háskólaráð
„þá skoðun uppi, að æskilegt
væri, að kensla í germönskum
málum, og þá sjerstaklega í öðr-
um Norðurlandamáium en fs-
lensku, kæmist sem fyrst á hjer
við háskólann." Og 1920—21 legg
ur háskólaráð til„að stofnað verði
við háskólann dócentsembætti í
sögu og málfræði íslenskrar
tungu að fornu og nýju með sjer-
stöku tilliti til sambands hennar
við aðrar germenskar tungur."
En síðan fer að halla undan
fæti. Að vísu var loks 1925 stofn-
að dósentsembættl það í sögu og
málfræði íslenzkrar tungu sem að
ofan getur. En 1926 lagðist hins
vegar niður dósentsembætti í
klassískum fræðum, er komið
hafði verið á fót 1914.
Síðan líða svo hartnær tveir ára
tugir án þess að hreyfing kom-
ist á þessi mái á ný. En er loks
kemur að þvi að nýtt skref sé
stigið, fer því hins vegar fjarri
að haldið sé áfram þeirri víð-
ekki talað um „heimspekideild"
(í þeim skilningi sem mótaður
var 1 greinargerð lagafrumv.
(1909), heldur um „kennsludeild
háskólans í xslenzkum fræðum" og
um stofnun þessara tveggja nýju
embætta „í íslenzkum fræðum."
í afarlöngum og fróðlegum um-
ræðum á Alþingi er eðlilega talað
í sama dúr. Þá er t.d. talað um
„íslenzk fræði“ sem „þessa grein"
— í eintölu. Er alþingismönnum
vissulega slíkt ekki láandi þegar
háskólinn gengur á undan. Á
þessum tíma var þrönghyggjan
orðið svo mikil, að í lagafrumv.
var ekki einu sinni tekið fram
að dósentsembættin væru í ís-
lenzkum bókmenntum og sögu,
heldur aðeins að þau væru í „bók
menntum og sögu“: hefur greini-
lega þótt sjálfsagt í „kennslu-
deild háskólans í íslenzkum fræð-
um“ að ekkert annað kæmist að.
Þetta gekk svo langt að athygli
vakti jafnvel á Alþingi: í um-
ræðunum er bent á að t.d. eigi
Spánverjar sér bókmenntir og
Rússar eigi sér sína sögu, en með
frumvarpinu sé víst ekki átt við
neitt slíkt, heldur sé frumvarpið
fremur merki þess að svo megi
„horfa á sinn eigin nafla" að
Það þarf vitaskuld ekki að
taka fram að er rektor talar um
að „læra íslenzku til nokkurrar
hlítar," þá á hann við þá vísinda-
legu ástundun málsins sem hlýt-
ur að einkenna bæði rannsóknir
og kennslu þess í háskóla.
Enn fremur segir rektor: „Líka
er hætt við, að kenslan í íslands-
sögu komi ekki að fullum notum,
þar sem enginn kenslustóll er í
almennri sagnfræði og enginn 1
sögu annara Norðurlandaþjóða.
Jeg tek þetta aðeins fram sem
dæmi þess, hve mikið vantar við
heimspekisdeildina, af því að
það er svo bagalegt fyrir kensl-
una í íslenzkum fræðum.“.
Hér er vissulega ekki lýst upp
byggingu íslenzkra fræða sem sér
stakrar fræðigreinar við háskól-
ann, heldur er þvert á móti gerð
grein fyrir hvert lágmarkið sé
til að fullgild háskólastarfsemi
komist á fót í tveimur fræðigrein
um, málfræði og sagnfræði, er
hvor um sig beinist að íslenzk-
Líkan af nýjan handritahúsinu.
sýnu háskólasteínu sem mótuð
var 1911 og á árunum þar á eftir
Ekki er þá tekið til við að
treysta og víkka hinn fræðilega
grundvöll sem kennsla og rann-
sóknir á íslenzkum viðfangsefn-
um hvíla á, eins og rektor lagði
áherzlu á 1911. f stað þess er
næsta skrefið einfaldlega það, að
kljúfa hvert þeirra embætta er
fyrir voru í tvennt. Árangurinn
varð m.a. sá,að í stað þess að
grundvöllurinn víkkaði þá
þrengdist hann þvert á móti í
reynd að miklum mun — og einn
ig sá, að hver kennari gat minnk
að kennsluskyldu sína um fjórð-
ung og allt upp í helming frá
því sem verið hafði á fyrstu
þremur áratugum í sögu skólans.
Árið 1944 — „á þessu stofn-
ari lýðveldisins," eins og tekið
var fram í umræðum á Alþingi
— voru þannig stofnuð tvö dó-
sentsembætti, annað I ísl. bók-
menntum, en hitt i sögu íslands.
Þá er í greinargerð háskólans
menn fari „að halda, að naflinn
Sé allur alheimurinn," 1946 var
svo smiðshöggið rekið á verkið
með lögfestingu skiptingar em-
bættisins i málfræði. Þá komst
I algleyming þriðjungaskiptaregl
an I hinum „þríeinu islenzku fræð
um“ — með allri þeirri kátbros.
legu, eða öllu heldur grátbros-
legu, hreppapólitík sem henni
hefur fylgt. Þá var stofnað til
þess, sem síðar hefur mjög orðið
vart að vissir menn minnast ekki
á „íslenzk fræði“ öðruvísi en I
hástemmdum tilbeiðslu- og dýrk
unartóni, og taka allar rökræður
um þau sem einber helgispjöll.
Það er vissulega rétt að þau við-
fangsefni sem beint varða ísland
og íslendinga eru okkur meira
virði en önnur. En gildi þeirra
fer eingöngu eftir þekkingu okk-
ar á þeim, og þekking fæst með
vísindalegum rannsóknum og á
annan hátt ekki. Gagnrýnislaus
helgidómadýrkun hefur hins veg
ar frá fyrstu tíð verið mestur
Þrándur í Götu allra vísinda-
legra framfara.
Þessi þróun hugtaksins “is-
lenzk fræði" hélt svo áfram næstu
árin, og upp úr 1960 var stöðn-
unin orðið svo algjör að jafnvel
í kennsluskrá háskólans trónuðu
„íslenzk fræði“ í sínu dýrlega há-
sæti, í fullkominni einangrun frá
öllum öðrum þáttum mannlegrar
þekkingarleitar.
Nú er hins vegar í mótun —
og hefur verið undanfarin ár—
alveg ný stefna i þessum málum,
sem er í beinum tengslum — að
breyttu því er breyta þarf — við
þá heilbrigðu háskólastefnu sem
túlkuð var í upphafi, 1911. Tek-
in hefur verið upp ný námskip-
an, sem ekki snýst um „íslenzk
fræði“ eins og hin eldri gerði—
þó að nokkrar leifar hins gamla
hafi í fyrstu atrennu verið skild-
ar eftir, til að koma til móts
við þau sjónarmið sem fortíðar-
innar menn töluðu fyrir. Og jafn
framt því sem stofnað hefur ver-
ið til nauðsynlegra lektorsem-
bætta vegna fjölgunar stúdenta
og kennslustunda, hafa að tillögu
heimspekideildar þegar verið
stofnuð þrjú prófessorsembætti —
í almennri sagnfræði, Norðurlanda
málum, og ensku — og auk þess
hefur deildin gert tillögur um
stofnun prófessorsembætta í al-
mennum málvísindum og al-
mennri bókmenntasögu, auk pró-
fessorsembættis í heimspeki, á
næstu 2-4 árum. Og þegar Al-
þingi stofnaði, að eigin frnrn-
kvæði, prófessorsembætti í ís-
lenzkri nútímasögu, árið 1966, þá
sneri heimspekideild því upp í
embætti í almennri samtímasögu
með sérstakri hliðsjón af íslenzk-
um viðfangsefnum. Þá var og
tekið upp í greinargerð með laga
frumv. 1965, að frumkvæði heim-
spekideildar, að koma skyldi á
skipulagðari vinnubrögðum en
beitt hefur verið til tryggingar
því, að menn með eiginlega vís-
indalega hæfni verði tiltækir i
þau embætti sem þörf er að
stofna og stofnuð hafa verið eða
verða. Þó að hörmulega hafi til
tekizt um framkvæmd einstaka
atriðis — án þess að heimspeki-
deild fengi þar nokkru um ráðið
éða nokkuð að gert — verður
vitaskuld unnið að því sleitu-
laust áfram að koma fram raun-
verulegri háskólastefnu í málefn
um seih heimspekideild varða.
Það má ekki gleyma því, að
I evrópskri háskólasögu á sið-
ari öldum — sem saga Háskóla
íslands er angi af — er það
starfsemi heimspekideildanna —
(að meðtöldum raunvísindagrein
um, sem í upphafi heyrðu undir
heimspekideild hvers háskóla, en
mynda nú víða sérstaka deild)
— sem er aðal hvers háskóla
og kjarni hans — það sem
gerir háskóla annað og meira en
samsafn af embættismannaskól-
um. Á þessu kom fram glöggur
skilningur á Alþingi á árunum
1881-1893, en á þeim árum var
ýrnist samþykkt eða fellt frumv.
um stofnun háskóla, eða slíkt
Framhald á bls. 21
KJÖTBÚÐ SUÐURVERS Stigahlíð 45 - sími 35645
TILKYIMIMIR
Seljum þorramat
i kössum alla daga
frá kl. 9-18
SVIÐASULTA, LUNDABAGGAR,
HRTJTSPUNGAR, BRINGUKOLLAR
BLÓÐMÖR OG LIFRAPYLSA,
HANGIKJÖT, SALAD, HÁKARL
OG HARÐFISKUR, FLATKÖKUR
OG SMJÖR, RÓFUSTAPPA.
KASSINN er AÆTLAÐUR FYRIR
2 MANNS. VERÐ PR. KASSA
KR. 360,— OPIÐ FRÁ KL. 9—18.
SMURBRAUÐ, KAFFISNITTUR,
COKTAILSNITTUR HEITUR OG
KALÐUR VEIZLUMATUR.
AFGREITT ALLA DAGA OG
EINNIG Á SUNNUDÖGUM.
Ltvegum einnig þorramat fyrir smærri og stærri hópa. (í trogum)