Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968
SIÐUSTU DAGAR BJARHA FRA SJÖUNDÁ
Skjöl um aftöku hans o. fl. finnast í Stiftis-
skjalasafninu ■ Kristjánssandi í IMoregi
KJARTAN SVEINSSON, fyrrv. skjalavörður var nýlega á
ferð í Noregi og kom við í Kristjánssandi. Hafði hann það-
an heim með sér allmörg skjöl varðandi Bjarna frá Sjö-
undá, sem ekki mun áður hafa borið fyrir augu Islend-
inga. Við höfum farið þess á leit við hann, að láta lesendur
blaðsins njóta nokkurs af þessu efni. Hefir hann góðfús-
lega orðið við þeirri beiðni, og gefum við honum því orðið.
Ég miða þessa frásögn við þá,
sem eitthvað hafa lesið um hin
afdrifaríku Sjöundárméil, sem
hófust vestur í Barðastrandar-
sýslu í byrjun fyrri aldar, eða
þá fjölmörgu, sem lesið hafa
bók Gunnars Gunnarssonar,
Svartfugl, um sama efni, ein-
hverja þá sannferðugustu skáld
sögu, sem ég þekki í okkar
bókmenntum. Gunnar sótti efni
viðin beint í lífið og staðreynd-
irnar, en lagði sjálfur til svo
harmsögulegan listrænan stíl,
að ég mundi meta hann mikils
sem rithöfund, þótt hann hefði
aldrei aðra bók skrifað. Ég
hefi heyrt fróða menn í réttar-
sögu halda því fram, að niður-
lagið á Svartfugli hlyti að vera
skáldaleyfi, til þess að gera frá
sögnina litríkari og Bjama að
hetju, en það sýnir sig, að
Gunnar fer þarna með rétt mál
og satt í öllum aðalatriðum.
Búið var í tvíbýli á bænum
Sjöundá, sá bær stóð vestan
undir Skorarhlíðum en austur
af Rauðasandi. Annar bóndinn
hét Bjarni, hraustmenni, sem
kvæntur var heilsulausri konu-
rýju. Hin húsfreyjan hét Stein-
unn, kona í blóma lífsins, svo
glæsileg, að enn er orð á því
haft þar vestur í sveitum. Hún
var gift manni, sem aðeins hét
Jón, og þar með var allt um
hann sagt.
í fásinni vetrarins á þessum
afskekkta bæ hlutu þau Bjami
og Steinunn að dragast hvort
að öðru eins og járn og segull.
I>eir húsbændumir hefðu að-
eins þurft að hafa konuskipti,
svo að jafnræði yrði með öll-
um, en það sem heiðursprófast-
urinn séra Jón Ormsson í Sauð-
lauksdal hafði samantengt, gat
maðurinn tæplega sundur slit-
ið á löglegan máta. Þau Bjarni
og Steinunn tóku því til sinna
ráða og losuðu sig við maka
sína, en vom bæði viðvaning-
ar í glæpum, svo að allt komst
upp. Var Steinunn dæmd í hér-
aðsrétti til að hálshöggvast, en
Bjarni til að klípast þrisvar
með glóandi töngum, hand-
höggvast og verða síðan gerður
höfðinu styttri. Landsyfirrétt-
ur sýndi það örlæti, að bæta
tveimur klípingum við. Dómur-
inn er undirritaður af hinum
þrem dómurum réttarins, þeim
ísleifi Einarssyni, B. Gröndal
og Magnúsi Stephensen. Það
voru að sjálfsögðu tveir hinir
fyrri, sem stóðu fyrir þessari
breytingu: sé litið í atkvæða-
bók, svo kallaðan vóterings-
prótókoll landsyfirréttar, vísa
þeir hvor í sínu lagi til til-
skipana frá 1697 og 1758, að
Bjarni eigi heimtingu á ekki
þremur, heldur fimm klíping-
um. Magnús skrifar að sjálf-
sögðu sína ströngu álitsgerð,
en tekur ekki afstöðu til þessa
atriðis. Þessi dómur landsyfir-
réttar var síðan staðfestur í
hæstarétti Dana 2. nóvember
1803).
Steinunn varð svo lánsöm að
fá að deyja í kóngsins tugt-
húsi hér í Reykjavík, þeim
kvalastað, sem nú er virðulegt
stjórnarráðshús, og var hún
urðuð af 11 tugthúslimunum í
Arnarhólsholti, spölkorn suð-
austur frá kór Hallgrímskirkju.
Sú saga er alkunn.
Dæmt var eftir lögum Krist-
jáns konungs V., þeim grimmúð
legustu hegningarlögum, sem
nokkru sinni hafa tekið gildi
hér á landi.
Þar sem enginn böðull fékkst
hérlendist til þess að vinna á
Bjarna, utan örvasa karl norð-
ur í Skagafirði, sem ekkert
hafði til þessa verks nema
ágirndina, var ákveðið, vetur-
inn 1805, að Bjarni skyldi send-
ur til Noregs til aftöku, en
Noregur laut þá líka veldi
Danakonungs, sem kunnugt er,
Fyrir nær sjö árum fundust
nokkur skjöl varðandi þetta
mál, í skjalasendingu, sem skil-
að hafði verið frá Danmörku
árið 1928, m.a. reikningur frá
Troholt böðli í Kristjánssandi
fyrir aftöku Bjama, sem nam
hvorki meira né minna en 50
ríkisdölum, svo og um kostnað
á rommi og sykri handa varð-
mönnunum. Stjórnarvöldunum
fannst slikt ofrausn, og átöldu
jafnframt þá óráðsíu, hvað
Bjarni hefði fengið dýran mat,
þessa fjóra daga, meðan hann
sat í fangelsinu, sama sem dauð
ur maðurinn. Sem hagsýnn
Norðmaður hefir Buchholt
fangavörður auðvitað étið þenn
an mat sjálfur, en gefið Bjama
leifarnar. Skjöl um þessi mál
birtust hér í blaðinu sunnu-
daginn 6. maí 1961.
Þetta haust, 1805, var aðeins
um tvær jaktir að ræða til
flutnings á Bjarna og sálusorg-
ara hans. Petræus kaupmaður
í Reykjavík átti aðra, en hann
neitaði Trampe amtmanni um
flutning. Eigandi hins skipsins
var Bjami Sívertsen kaupmað-
ur í Hafnarfirði, sem tók að
sér að láta skipið taka á sig
þennan smákrók inn til Krist-
jánssand (að vísu utan við vá-
tryggingu) fyrir 500 ríkisdali.
— Annað hvort hefir Petræus
ekki viljað flytja Bjarna und-
ir öxina, eða imdirmál hafa ver
ið milli þeirra kaupmanna að
setja amtmann í skrúfþvingu
með gjaldið, sem var geysihátt.
Hinn 12. september 1805 var
Bjarni fluttur úr hegningarhús-
inu og um borð í skipið, sem
lá á Hafnarfjarðarhöfn. Honum
hefur byrjað vel í áttina til
dauðans, því 30. s.m. er hann
kominn til hafnar í Kristjáns-
sandi.
Mig hafði lengi grunað, að
í Stiftsskjalasafninu þar í borg
hlytu að leynast heimildir um
síðustu daga Bjarna frá Sjö-
undá og aftöku hans. Aftaka er
fógetagjörð, sú síðasta hér-
lendis, sem fram fór í Vatns-
dalshólum 25 árum síðar, var
að minnsta kosti rækilega færð
í fógetabók Húnavatnssýslu,
sem enn er til og varðveitt í
Þjóðskjalasafni. En hvað um
fógetabók Kristjánssands? Þar
sem ég átti þarna leið um hvort
sem var, skrifaði ég skjalavörð-
unum þar, um miðjan desem-
ber, og bað þá að rannsaka
mál þetta fyrir mig, en kvaðst
mundu heimsækja þá hinn 4.
janúar.
Mér var Bjarni frá Sjöundá
ofarlega í huga er ég steig á
land í Kristjánssandi, þessum
sumarfagra bæ, sem nú var
snævi þakinn. Þessi kletta-
strönd, þessi fjörður og þetta
þorp, var eina hornið af út-
löndum, sem Bjarna nokkru
sinni hafði auðnazt að líta, og
það feigum augum, síðasta dag
septembermánaðar árið 1805.
Skógurinn hefir þá enn verið
í sumarbúningi, aðeins fyrstu
blöðin farin að gulna. Ekkert
sérstakt hefir Bjarna fundizt
til um klettana, sem þarna rísa
rétt við bæinn, annað og meira
hafði hann séð í Stálfjalli,
Skorarhlíðum og undir Bjargi,
en um skóginn, sem klifraði
þarna upp brattann, og þau
einstöku lauftré, sem enn vaxa
þarna upp af sléttunni og gnæfa
við himin, hefir verið öðru máli
að gegna. Hvert eitt þeirra
hefði nægt til að þilja og skar-
súða alla baðstofuna á Sjö-
undá. Þetta var eitthvað ann-
að en kjarrið fyrir vestan.
Stiftsskjalasafnið í Kristjáns-
sandi stendur á háum kletti og
sér þaðan vítt yfir höfnina,
eyjar og sund. — Skjalaverð-
irnir þar tóku mér með norskri
vinsemd. Á borði yfirskjala-
varðarins lógu 16 skjöl, sem
aðeins var eftir að renna gegn-
um ljósmyndavélar safnsins. Ég
spurði skjalavörðinn, hvort
fangelsi það, sem Bjarni hafði
gist, stæði enn, en hann kvað
það löngu rifið og horfið. Ég
spurði hann um hinn forna af-
tökustað Kristjánssands, og
benti hann mér yfir höfnina á
stað, sem enn ber réttnefnið
GálgabergstangL Undir gras-
rótinni þar hvíla nú bein saka-
mannsins frá Rauðasandi, fjær
kristinna manna reit. — Þá
skildi ég hvers vegna Bjarni
hefði verið fluttur í bát úr
fangelsinu til aftökunnar. Nú
er komin þarna brú yfir sundið.
Sama dag sem áður getur,
hinn 30. september, tilkynnir
Nicolaj Emanuel Tygesen,
stiftamtm., Lohn bæjarfógeta
í Kristjánssandi, að skipper
Hans Kordt sé kominn á höfn-
ina með Biarne Biarnesen saka-
mann frá íslandi, ásamt hinum
íslenzka presti séra Hirti Jóns-
syni. Beri fógeta að veita
Bjarna viðtöku 1 fangelsi bæj-
arins, setja hann undir stranga
vörzlu og bíða frekari fyrir-
mæla. Tveim dögum síðar skrif
ar hann aftur bréf og ákveður
aftökuna næstkomandi föstu-
dag 4. október kl. 8 að morgni,
í landareign jarðarinnar að
Egg við Kristjánssand. Jafn-
framt sendir hann honum 6
fylgiskjöl, þeirra á meðal stað-
fest endurrit af konungsúr-
skurði frá 16. desember 1803,
þar sem hæstaréttardómurinn
er mildaður á þann hátt, að
sakborningurinn skuli undan-
þeginn þeim pislum, sem dóm-
urinn ákvað. Endurrit þetta eða
frumrit hefir mér ekki tekizt
að ná í, en þegar dómurinn
er borinn saman við aftökuna,
getur aðeins verið um eitt að
ræða, að sakborningur skuli
náðast frá því að vera klip-
inn fimm sinnum með glóandi
töngum, fyrir aftöku. Handar-
höggið gat hann hins vegar
ekki losnað við, þar sem afbrot
hans var svo stórt.
Sama dag boðsendir bæjar-
fógeti böðlinum í Kristjáns-
sandi eftirfarandi bréf:
1805
Otober 2dn
Til fornöden Efterretning for
Dem í Henseende til Execu-
tionens Fuldbyrdelse over Del.
Biarne Biarnesen förstk. Fre-
dags Morgen Kl. 8te slet,
meldes at í Fölge den faldne
seeneste Dom af 2. Nov. 1803
skal Del. höjre Haand levende
afhugges med en Öxe og siden
Hovedet i lige Maade. — Hvor-
eftir Legemet af Natmands Folk
skal lægges paa Steile og
Hovdet tilligemed Haanden
fæstes paa en Stage oven over
legemet. — VED KGL. Reso-
lution af 16 Dec. 1803 er den
idömte qval(ficerede) Livs-
straf derhen allern. formilded,
at Del. frietages for de Piinsler
som i Fölgs ovenmtde Dom
skulle foregaae hans Henrett-
else og end videre er under
28 Junii d.A. allern, resolveret
at Del B.B.s Hoved og Haand
skulle, naar 24 Timer efter Hen
rettelsen ere forlifðbne, nedtag-
es af Stagen og begraves samt,
at hans Legeme efter samme
Tids Forlöb skal nedtages af
Steilen og ligel. begraves.
Sama bréf í íslenzkri þýðingu:
(Til böðulsins).
1805
2. október
Sem þóknanleg fyrirmæli til
yðar við fuUnægingu á aftöku
sakamannsins Bjarna Bjarna-
sonar, næstkomandi föstudag kl
8 stundvíslega, tilkynnist, að
samkvæmt hinum síðast fallna
dómi frá 2. nóvember 1803 ber
að höggva með exi hægri hönd
af sakborningnum lifandi, og
síðan höfuðið á sama hátt. Á
eftir ber mönnum rakkarans 1.)
að leggja líkamann á steglu
og festa á höfuðið, ásamt hend
inni, upp á stjaka fyrir ofan.
Með konungl. úrskurði frá
16. des. 1803 er hin ídæmda
herta (qvalifcerede) aftaka
allranáðugast milduð á þann
hátt, að sakborningur skal
undanþeginn þeim píslum, sem
samkvæmt framangreindum
dómi bar á hann að leggja. Enn
fremur er allranáðugast undir
dagsetningu 28. júní þ.á. ákvarð
að, að höfuð sakamannsins
Bjarna Bjarnasonar skuli, þeg-
ar 24 stundir eru liðnar frá
aftökunni, takast niður af
stjakanum og jarðast, ennfrem-
ur að líkami hans skuli, eftir
sama tíma, takast niður af
steglunni og jarðsetjast.
Bréf frá bæjarfógetanum i
Kristjánssandi daginn sem af-
taka Bjarna hafði farið fram:
1805
Octb. — 4 de
Til Stiftet.
At Executionan over Delin-
quenten Biarne Biamesen fra
Island í Dag Morges kl. 7%,
er blevet fuldbydet í Fölge
Höjesteretsdommen af 2 Nov.
1803 saaledes at hans höjre
Haand först levende blev af-
hugget með en Öxe og siden
Hovedet i lige Maade, det
skulle jeg herved underd. have
indberettet hvorhos jeg tillige
lader fölge tilbage de övrige i
denne Andledning D. Hvbds
Skr. af 2 d.M. oversendte Doc.
saavelsom og min Regning over
hafte Udgifter ved Reisen
fra og til Executions Stedet
Framhald á bls. 19.
x) Rakkari hafði það virðu-
lega embætti að hengja hunda
og urða lík aftekinna saka-
manna.
(Til Skarpretteren)