Morgunblaðið - 04.02.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
safna s'kuldum. Hún átti nóga
au$a.
— Já, ég skil. Hún átti nóga
aura. Það var næg ástæða, var
ekki svo? Þetta hlýtur að hafa
verið þægileg tekjulind, meðan
það var. En nú er það hara ekki
lengur. Reyndu að gera þér það
ljóst. Þú ert búin að vera.
Hann stóð snöggt upp, velti
stólnum og skellti hurðinni um
leið og hann fór út. Þetta hiýtur
að hafa látið í eyrum eins og
bardagi, hjá þeim, sem í búrinu
voru. Að minnsta kosti var þann-
ig skýrt frá því næsta dag, þegar
lögreglan kom að yfirheyra Reyn
olds.
— Þér segið, að þau hafi rif-
izt?
— Já, það heyrðist mér. Hr.
Tony virtist æstur.
— Heyrðuð þér nokkuð, sem
hann sagði?
— Hann sagði, að þessu væri
lokið. Hann sagði, að frú Wain-
wright væri búin að vera. Meira
get ég ekki munað.
— Og skildi hann við hana
þarna í borðstofunni?
— Já, hann velti stólnum um
leið og hann stóð upp. Þegar ég
heyrði hurðina skella, fór ég
þangað.
— Og var frú Wainwright þá
þar enn?
— Já, hún var að kveikja sér í
sígarettu.
36. kafli.
Bessie fannst snemma næsta
morgun. Andy McDonald var á
leið í þorpið í bíllnum sínum, sá
eitthvað litsterkt rétt utan við
vesturdyrnar. Hann steig út til
þess að aðgæta þetta betur, og
þetta var þá Bessie — ennþá
íklædd eldrauða kvöldkjólnum
sínum, sem hún hafði verið í
kvöldinu áður. Hún lá á grúfu,
og perhiskefta skammbyssan lá
við hliðina á henni. Hún virtist
ekki hafa haft svigrúm til að
nota hana. Hann laut niður yfir
hana, og sá, að hnakkinn á henni
var blóðugur og brotinni.
En ’hann ar nærfærinn, eins og
Skota sæmdi. Hann hringdi
dyrábjöllunni og skipaði Reyn-
olds að ná í lögregluna. Síðar
stóð hann á verði. Hann leyfði
engum að koma nærri líkinu, og
sjálfur snerti 'hann það ekki. —
Farið þið frá, sagði hann við
þjónustufólkið, sem var farið að
flykkjast út. Farið þið frá, eða
ég lem ykkur í hausinn.
Svona var aðkoman hj'á mér,
þegar ég kom akandi morguninn
eftir. Eftir andvökunótt. Þarna
76
var Andy á verði, Bessie liggj-
andi á jörðinni, hliðardyrnar opn
ar og Reynolds að stugga fólkinu
frá. Andy vildi ekki einu sinni
lofa bílnum mínum að komast
framhjá, eða mér að stíga út. —
Vertu kyrr þarna, sagði hann. —
BLANCHARD-uppþvottavélar
Loksins er uppþvottavélin orðin að einföldu og öruggu heimil-
istæki, sem allir geta eignazt.
Kanadísk framleiðsla — knúðar vatnsþrýstingi — innbyggðar
— einföld uppsetning — þvo upp á 3 mínútum — reksturs- og
viðhaldskostnaður úr sögunni.
UMSAGNIR ÍSLENZKRA EIGENDA:
A) Við vitum ekki lengur hvað uppþvottur er.
B) Ég var hrifin fyrst, en er ennþá hrifnari núna.
C) Örugglega snjallasta nýjung á sviði heimilistækja í langan
tíma.
Tveggja ára ábyrgð. Verð m. sölusk. kr. 9.355.— Greiðsluskil-
málar.
Söluumboð: Nýborg, Hverfisgötu 76. Eldhúsið s.f., Laugavegi
133. Haraldur Eiríksson, Raftækjaverzl. Vestmannaeyjum.
Einkaumboð: Alur h.f., Reykjavík, sími 13051.
— Hvar er bankabókin þín?
Hver veit nema einhver spor séu
hérna.
— En hvað er að? sagði ég,
ringluð. — Er hún ....?
— Já, hún er dauð, sagði hann.
— Ég kunni nú aldrei við hana.
En 'hún hefur verið myrt, og lög-
in eiga að ganga fyrir öllu öðru.
Mér varð óglatt. Ég var eins
og Andy með það að 'hafa aldrei
kunnað við hana, en hún hafði
elskað lífið. Á því höfðu einmitt
höfuðgallar hennar byggzt —
þessi græðgi að fá sem allra mest
út úr lífinu. Nú var hún ekki ann
að en aldrauð hrúga, fyrir neð-
an þnepin við vesturdyrnar. Lá
þarna bara.
Ekki svo að skilja, að ég hafi
verið að hugsa allt þetta. Þarna
var enginn tími til neinna þenk-
inga. Ég heyrði í 'bdl fyrir aftan
mig og sá mennina úr talstöðvar-
bílnum fara fram hjá mér. Ég sá
Reynolds rétta fram teppi til að
hylja hana með, en Andy veifaði
honum frá. Einnig sá ég Jim
koma og lúta yfir hana'. En þetta
var allt óeðlilegt. Ég áttaði mig
ekki til fulls fyrr en Tony ýtti
gapandi fólkinu í dyrunum tii
hliðar og kom út.
Það var nístingskalt. Mennirn-
inir, að Tony meðtöldum, stóðu
þarna og horfðu á hana. Jim
hvæsti úr sér einhverri skipun,
og Reynolds rétti bonum teppið.
Húsdyrunum var lokað og að-
eins fimm menn — Andy einn
þeirra — urðu eftir úti. Ég gat
ekki séð framan í Tony. Jim
gekk um og horfði til jarðar.
Thomas kom með yfirfrakka
handa Tony og færði hann í hann.
Um leið sneri hann sér við til
hálfs og sá mig. Hann sagði eitt-
hvað við Jim og þeir gengu til
mín, þar sem ég sat í bílnum.
Tony leit út líkt og mér leið —
honum var óglatt. Það var Jim,
sem rauf þögnina. — Farðu
heim, Pat. Þú ert bara fyrir
hérna, en getur ekkert gert.
— Getið þið ekki farið með
hana inn. Það er svo kalt hérna
úti.
— Við erum að bíða eftir hon-
um Bill Sterling.
Ég skalf af kulda. Tony seild-
ist inn í bílinn og setti hitann á.
Hann hafði enn ekki sagt orð. —
Það bætir ekki úr skák þó að þú
fáir lumgnabólgu, sagðihann lágt.
Farðu inn og fáðu þér heitt kaffi.
Og það spillir ekki að setja ofur-
lítið konjak út í það.
Þeir vildu ekki, að ég væri
þarna. Ég var eins og villt í þess-
um heimi tómra karlmanna, sem
einir gátu fengizt við annað eins
og þetta, karlmenn, sem vildu
ekki, að ég sæti þarna í bílnum
og væri að glápa á þá, karlmenn,
sem biðu þarna rólegir og biðu
eins í viðfoót og létu Bessie liggja
á frosinni jörðinni.
Ég sneri bílnum við. Þarna
voru fleiri menn á veginum,
hestasveinar, bílstjórar og nokkr
ir garðyrkjumennirnir. Andy
hafði haldið þeim í fjarlægð, en
þarna stóðu þeir — einir tuttugu
talsins, eða fleiri. Mtorð voru
sýnilega karlmannsverk. Hvað
hafði Amy sagt? Allt kemur þris-
var. En mennirnir vor.u ekki þrír
og þrír. Mennirnir ......
— Gus! kallaði Tony hvasst. —
Aktu henni ungfrú Pat niður í
þorpið. Og segðu henni ungfrú
Mattie Sprague að koma ihenni í
rúmið.
Ég var nú við fulla miðvitund,
en ég hríðskalf. Ég færði mig til
og Gus settist í ökusætið og setti
bílinn í gang. Við mættum Bill
rétt við hliðið, en hann tók ekki
einu sinni eftir okkur. — Ef yður
er óglatt, ungfrú, þá beygið böf-
uðið niður milli hnjánna. Ég
gerði það og Gus studdi mig með
annarri hendinni. — Það var rétt
og! sagði han-n. Ég skal koma yð-
ur heim í hvelU. Ungfrú Mattie á
kannski eitthvað sterkt handa
yður.
— Það fougsa ég ekki og ég vil
það foeldur ekki.
— Þá skal ég ná í það hjá Nel-
son, sagði Gus, fullur umhyggj.u.
Og þér skuluð taka það, hvoxt
sem yður langar í það eða ekki.
Þetta er allsherj armeðal karl-
mannanna, hugsaði ég og þerraði
augun. Bessie liggur dauð á jörð
inni og Tony og Gus vilja hella
í mig áfengi. Ég rak upp hlátur
og samstundis varð klappið hjá
Gus að barsmiið. Ég varð svo
hissa, að ég hætti að hlæja og
glápti á hann.
— Fyrirgefið, en ég varð að
gera það, sagði hann. — Það dug
ar ekki, að þér farið að sleppa
yður. Ég vona, að þér gleymið
þessu. Ég var talsvert æstur
sjálfur.
RANNVEIG OG KRUMMI
HLJÓIViPLATAN SEM SELDIST
upp á svipstundu í desember, er
nú komin í hljómplötuverzlanir
Hljómplötuútg. S/F.