Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 1
32 8ÍÐUR 30. tfoí. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heiörúnar annarrar er saknað — með 6 ís- lenzkum sjó- mönnum — sjá bls. 32 flpi \ ; •: •,/wy. Grátandi eiginkonur og ekkjur brtzku sjómannanna frá Hull m tmæla. Brezkir þingmenn rœða ráðstafanir um öryggismál sjómanna: Brezka þingið hiýddi agndofa á síöustu siysafregnir frá íslandi Síðustu orð frá sökkvandi togara: „Give my love and the crew's love to their wives and families" FISKISKIPAFLOTINN í Hull syrgir þrjá togara, sem horfnir eru á tæpum mánuði, og grátandi sjó- j mannakonur beina reiði sinni að undirbúningi að mótmælagöngu til London, segir í einka- skeyti til Mbl. frá AP í gærkvöldi. Þá höfðu fregnir borizt til Bretlands um að Hull- togarinn Ross Cleveland hefði farizt við ísland og með honum 19 menn í því, sem Bretar kölluðu! versta íshaf sstorm í! manna minnum. Höfðu þá 59 sjóinenn farizt síð- an 13. janúar frá fiski- bænum IIull í Englandi og einn frá nágranna- bænum Grimsby á togar- anum Notts County GY 643, er strandaði á Snæ- fjallafjöru. Hinum 18 skipverjunum tókst Óðni að bjarga í gær. Loftskeytamaður á brezkum togara við ís- land heyrði síðasta kall skipstjórans á Ross Cleve land, segir í AP skeytinu. — Við erum að fara yfir um! Og svo nokkrum mínútum seinna: — Við erum að fara! Skilið ást- arkveðju minni og skips- manna til eiginkvenna okkar og f jölskyldna (eða orðrétt: We are going over. I am going. Give my love and the crew’s love to the wives and famili- es). Þingmenn neðri deildar brezka þingsins hiýddu í gær agndofa á fréttina um þetta síðasta hörmu- lega sjóslys. Josieiþh Mallaieu, aðstoðar viðski.ptamálaráðherra sagði: — Enn berast mér sorgar- fregnir! Það væri rangt aS halda í vonina um að skip og skips- höfn séu heil. Ég fyrirskipa skyndirannsókn og fylgi ihenni eftir með opinberri rannsókn á þessu sjóslysi. Tólf af 19 manna álhöfn Ross Cleveland eru kvæntir menn og flestir láta þeir eftir sig börn. Hull var ekki Látið eftir neitt nema syrgja. Fánar voru þegar í hálfa stöng. Heimtar að hitta Wilson. Fyrir Lily Bilocca, 200 punda hraustleika k-onu, sem kölluð er móðir allra togarasjómanna, var j þetta samt hvatning til dáða. ! (Sjá ennfremur grein á bls. 10). I Með tárin streymandi niður kinn ! arnar, þaut hún niður á höfn, ; til að koma til skrifstofu togara- ! eigenda áskorun með yfir 7000 undirskriftum. — Þið vitið ekki hvað þeir eru að gera ykkur. Þeir kæra sig kollóttan, hrópaði hún. Yvonne Blenkinsop, sem missti föður sinn í sjóinn, sagði: — Við heimtum að togararnir verði búnir öllum öryggiibúnaði. Karl- arnir eru góðlyndir. Þeir vilja sjá fyrir konum sínum, en við skul- um fá þá til að rísa upp og verja sig. Stóra Lil eins og Bilocca er kölluð fer í dag til London ásamt fjöggurra kvenna sendinefnd, til að sjá svo um að stjórnin geri fiskiveiðar öruggari atrvinnu- grein. Hún kveðst ekki sætta sig víð annað en að hitta Wilson for sætisráðherra. En Wilson er samt ekkert of ákafur að hitta hana. Hann hefur beðið landtoúnaðar og fiskimálaTáðherrann, Fred Peart, að taka af sér þennan kross. Konurnar gera kröfur til að loftskeytamenn séu á öllum tog urum, skyldutilkynning verði innleidd á 12 tíma fresti frá skipum í land og um borð í hverju skipi verði fulltrúi verka lýðsfélagsins til að sjá um að öryggisreglum sé fylgt. Alþjóðleg ráðstefna. Nokkrir þingmenn lögðu áherzlu á að haldin verði alþjóð leg ráðstefna um bann vi'ð fisk- veiðum í íshafinu á vissum árs- tímum og sikipulagningu á alþjóð legu tilkynningasambandi og björgunum. Mallalieu svaraði fyrir hönd stjórnarinnar að hún hefði haft í athugun slíkar ráðstafanir í nærri tvö ár. — En ég skil að frekari aðgerða sé þörf. Seinna sagði hann, að hann mundi hitta togaraeigendur og fulltrúa verkalýðsfélaganna að máli fljótlega. Margir brezkir togarar börð- ust enn við sjó og vind vi'ð ís- landsstrendur í gær. Veður hafði heldur lægt, en þó var það enn siæmt. Framhald á bls. 17. 60 brezkrir togarasjómenn hafa farizt síðan 13 janúar - 19 fórust af Ross CEeveland - Óðinn bjargaði 18 af iMotts County - einn skipverja fórsl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.