Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1%S
19
lands, gædidur fjölbreyttum yfir-
burSamannkostuim, var hniginn
að velli fyrir aldur fram.
í dag verður hann lagður til
hinztu 'hvíldar í faðm fóstur-
jarðarinnar, sem hann unni alHaf
heitt. f dag er hann kvaddur
hinztu kveðju með tregandi
htjarta og þakkir færðar guði,
sem gaf hann.
Ég hefi engan mann þekkt,
sem hefir verið búinn jafnmiklu
andlegu atgervi, siðrænu og vit-
rænu í senn. Gáfur hans voru
afburðafjölbreyttur, næmi mikið,
skilningur 'hvass og smekkvísi og
listfengi, svo að frá bar. f skóla
var hann jafnvígur á húimaníisk-
ar greinar og stærðfræðigreinar,
en hann valdi hinar fyrrnefndu
m.a. af því, að þær áttu betur við
eðli hans og áhugamál. Áhuga-
svið hans spannaði einkum yfir
bókmenntir, málfræði, sögu og
listir, en ekki sízt var það mað-
urinn sjálfur, hugur hans, eðli,
breytni og þroski, sem honum
var hjartfólgnasta viðfangsefnið.
Honum stóð löngum stuggur af
véLum og tækni, vildi ekki aka
■ bíl og talaði ekki í hljóðnema,
ef hann komst 'hjá þVí.
íslenzkt mál lék honum á
tungu, hreint, tært og skýrt, og
þegar hann talaði, lagði gervöli
þjóðin við hlustir. Hann hafði
talltaf einhvern boðskaip að
flytja, sem öUum var uppbyggi-
legt að ihuga, ungum og gömlurn,
þó að hann beindi máli sínu oft-
ast til nemenda sinna. Ræður
hans voru mikil listaverk, yfir-
skyggð hreinleika hu'garfarsins,
manngöfgi og mannbótavilja.
Þar vógu salt tilfinningahiti við-
kvæms geðs og stál skarprar
hugsunar, djúp ihygli i mann-
leg vandamál og einurð tii að
segja til vamms og leiðbeina á
hollar brautir. Tjáningin var um
búðalaus, formið einfalt og hvert
orð féll að þeirri merkingu, sem
því var ætlað að tjá. Skýrle'V
hugsunarinnar og skýrleiki orða-
lags og orðavals héldust í hend-
ur. Ekkert vantaði, og engu var
ofaukið. Ekkert efni var svo flók
ið og torskilið, að það yrði ekki
undarlega einfalt og augljóst,
þegar Þórarinn var búinn að
kioma orðum að því.
í skólaræðum sínum vó hann
óspart að ýmsum meinsemdum
þjóðfélagsins og einstaklingsins,
grófst fyrir ræturnar og leitað-
ist við að uppræta illgresið, svo
að skrúðgresi og nytjagróður
kæmist fyrir vikið til þess
þroska, sem framast yrði auðið
að ná.
Þroski einstaklingsins, ábyrgð-
arkenndog réttsýni voru þeir
eiginleikar, sem hann framar
öUu öðru kostaði kappis um, að
nemendur hans fengju öðlazt.
Þar var hann sjálfur hin mikla
lifandi fyrirmynd þeirra. Skyld-
um sínum gleymdi hann aldrei og
tók afar nærri sér, ef störfin
gengu ekki eins vel og hann
viidi eð erfiðleikar urðu óvenju-
miklir. En hann lét þá aLdrei
buga sig, flýði aldrei frá þeirn,
he.ldur tók þá fangbrögðum. Ekki
er fjarri mér að ætla, að kapp
hans og skyldurækni í störfum
og áhyggjur, sem af þeim leiddu
og stríddu á huga hans, hafi að
nokkru orðið tii að stytta líf
hans.
f kennarastól var Þórarinn
Björnsson ógleymanlegur, og tel
ég á engan haliað, þegar ég segi,
að hanin sé bezti kennarinn, sem
ég hefi kynnzt. Hann sameinaði
á sjaldgæfan hátt þjóðdega og
alþjóðlega menntun. Hann batt
sig ekki um of við bækur, held-
ur Lagði jafnan rnikið til frá sjáif
um sér. Hann hafði ekki einung-
is lag á að halda athygli nem-
enda vakandi, heldur einnig að
gera námið að heillandi skemmt-
un, ljúka upp bergimu. Hann
glæddi í senn fróðleiksþrá og
skildingsgleði. ÖLlum þótti svo
vænt um hann ,að enginn dirfð-
ist að gera honum það á móti
skapi að kunna ekki fræðin, hver
eftir sinni getu, enda hefði það
verið illa gert og ómaklega og
beiniínis brot á náttúrulögmáli.
Þó að þekking Þórarins væri
mikil og víðfeðm og lærdómur
hans stæði víða traustum fótum,
var hamn gjörsamlega laus við
allan þekkingar- og lærdóms-
hroka. Dram'bsemin var honum
f jarlæg, af því að hann var and-
lega frjáls maður. Hann gat
blandað geði við hvern sem var,
þó að sá væri smátækari honum
sjálfum í andlegum efnum. Þar
kotm til Ljúflyndi hans og elsku-
legt viðmót, sem ávann homum
vináttu allra, sem homum kynnt-
ust. En hann kunni einnig að
greina skarplega milli þekkingar
og vizku. f einni skólaslitaræðu
sinni komst hann svo að orði í
ávarpi sínu til nýstúdenta: „Fyil-
izt aldrei þekkingarþótta. Þekk-
ingin má aldrei spilla þeirri auð-
mýkt hjartans, sem er uppspretta
hinnar æðstu vizku.“ Þessa auð-
mýkt hjartans átti hann í ríkurn
mæli. f annarri ræðu sagði hann:
„Góðleikurinn og kærleikurinn
eru vitsmunir hjartans. En gáfað
ir menn, sem svo eru kallaðir,
geta því miður stundum verið
hjartahermskir".
Gáfuð illmenni eru heims-
byggðinni hættuleg, hættulegri
en heimsk illmenni. Menn eins
og Þórarinn Björnsso eru alltof
sjaldgæfir, — góðvMjaðir gáfu-
men, sem jafnframt eru einarð-
ir atgervismenn. Af þeim og
störfum þeirra stafar samtíðinni
mikil blesisun. Þess vegna er
þungur harmur að okkur ölLum
kveðinn við fráfail Þórarins
skólameistara, þjóðin öll hefir
beðið öbætt tjón.
Ég er svo Lánsamur að hafa
átt vináttu Þórarins Björnssonar
rösk þrjátíu ár og hafa fengið
að kynnast honum ved. Að vísu
hefir hann aLLtai verið veitand-
inn, en ég þiggjaindin. í lil ár
bjó hann á heimili foreldra
minna, og allt frá þeim fyrstu
kynnum hefir hann verið mér
eins og eldri bróðir. Fyrir öll
samskipti okkar flyt ég honum
nú hjartans þökk, þegar hann ýt
ir frá landi út á eiiífðardjúpin.
Öli þjóðin á honum skuld að
gjalda, sem þó verður aldrei
goldin. Ég sendi ekkju hans, frú
Margrétu Eiríksdóttur, og börn-
um þeirra einlægar samúðar-
kveðjur í sorg þeirra. Ég bið all-
ar hollar vættir að styrkja þá,
sem næstir honum stóðu og nú
eiga um sárast að binda.
Við skólaslit vorið 1952 lauk
Þórarinn Björnsson ræðu sinni
með þessum orðum:
„Gangið ótrauðir að hvaða
verki, sem lífið kann að færa
ykkur, og reynið jafnframt að
hefja það í æðra veldi sannrar
menningar. Verið minnugir þess-
ara orða Einars Benediktssonar:
„Hvað vannstu drottins veröld
til þarfa?
Þess verðurðu spurður um
sólalag.“
Menntaskólinn á Akureyri ósk
ar þess, að þið verðið ekki var
búin að svara þessari spurningu,
þegar þar að kemur“.
Nú er komið að Þórarni sjálf-
um að svara. Honum þarf vissu-
lega ekki að verða svarafátt.
Ef 'hógværðin meinar honum
um svars, verða áreiðanlega
margir til að svara fyrir hann.
Af nógu er að taka.
Örlög sín fær enginn flúið og
hjá dauðastundinni enginn kom-
izt. Okkur tekur jafnan sárt að
missa okkar beztu menn. En gott
er að eiga góða menn að missa.
Minningin um Þórarin Björnsson
skólameistara er björt og hlý.
Hún getur ekki dáið. Blessun
okkar og þökk fylgir honum út
yfir djúpin bLá.
Sverrir Pálsson.
In memoriam
Orð gerast vanmáttug
gildisfelld fánýt.
Freista skal þó
tjáningar
andspænis þessum ókleifa vegg:
Enn ljóma myndir í hug
dregnar mildum rómi þínum.
beina okflcur veg
um brattan stíg.
Býr í djúpinu
minning um bjarta sól
snjóinn hvítan
á heiðum.
Hjarta þitt umlukti okkur:
stórt 'hlýtt hús
með mörgum opnum gluggum
fögnuður ástúð
í söngvum vindanna.
Dveljast hér jafnan
þessir heiðbláu dagar
þessi hverfula stund
sungin þúsund röddum
einni sál . . .
Enn ómar strengur í hug
strokinn mildum rómi þínum.
stráir geislum á veg
gegnum myrkrið.
Þökk vor og klökkvi
brúa tímann
senda liðnar stundir
á vit framtíðar.
Ólafur Haukur Ámason.
HREMMDUR Á FÖGRU
FLUGI.
EITT stærsta og hlýjasta hjarta
þjóðarinnar er sprungið. Einn
mesti heili landsins er brostinn.
Einn sannmenntaðasti and-
inn blæs ekki framar að glóðum
göfugra hugsana. ímynd látlteys-
is er horfið. Hárfínar tilfinn-
ingar hafa troðizt niður í ná-
kalt svaðið með miiskunnarlausu
höggi dauðans. Hinn gráðugi rán
fuigl hremmidi bráð sína, að
hætti þess sterkara, sem velur
sér oftast þau fórnarlömbin fyrst,
sem við þörfnumst hvað mest í
óbilgjarnri og vitskertri veröld.
Þau eru oft sætasti og ljúffeng-
asti bitinn í kjafti okkar illfygl-
anna í fuglageri þjóðfélagsins.
Dauðastungur og launmorðin
felast óafvitandi í okkur sjálf-
urn, samferðafólkinu, og beinast
dýpsí að þeim, sem við spörk-
um í og tröðkum á til eigin
frama, og lenda ósjaldnast að
þeim beztu og göfugustu. Þess
vegna eru þeir líka jafnframt
í svo sorglegum minnihluta og
mangur skynjar ekki fyrr en um
seinan. Og sárastur söknuður í
brjóstum þeirra, sem skilja og
„geta fundið til“. Samíhljóma
gæði hans og einstæðar gáfur,
‘huglægur sjarmi og andlegt víð-
sýni eru vandfundin alitaf og
a'lls staðar, svo var um alla hans
hófsemi á lystisemdir lífsins.
Hans eina óhóf var takmarkalaus
og mér liggur við að segja ban-
væn samvizkusemi í stjóm þeirr
ar stofnunar, er hann helgaði líf
sitt og krafta. Fögur fórnarlund,
sem hættir til að vera misnotuð
af öðrum. Ég sakna hans miest
allra manna af því að ég el'skaði
hann frá því, að ég man fyrst
eftir mér, jafnvel meir en bróð-
ut. Ekki af því, að hann var
hálfgildis fósturbróðir minn.
Ekki af því, að hann var svili
minn, en slík fjölskyldubönd
og sifjatengsl geta odt verið ís-
köld og fjarlæg, heldur af hinu,
að hann var sá sannasti, bezti,
hlýgáfaðasti, samúðarfyll'sti og
skilningsríkasti maður, sem ég
hefi kynnzt. Milljónaþjóðir gætu
verið stoltar af slíkum syni. Það
orkar tvímælis um smekk og
sjálfrýni að bera slíkar einka-
játningar á torg alþjóðar. En ég
get ekki annað við andlát míns
bezta vinar, Þórarins Björnsson-
ar, skólameistara.
Örlygur Sigurðsson.
ÞÓRARINN Björnsson skóla-
meistari var fágætur mannkosta-
maður, hár í mennt, frábær kenn
ari og mikMsvirtur skólameistari,
góður félagi og vinur nemenda
sinna. Andlát hans, langt um ald-
ur fram, verður fjölda manna um
land allt harmafregn, svo marg-
ir áttu honum þakkir að gjalda,
gamlir nemendur og vandamenn
þeirra.
Rætur Þórarins stóðu djúpt í
fögnu héraði í Norður-Þingeyj-
arsýslu. Hann var fæddur og al-
inn upp á Víkingavatni í Keldu-
hverfi, miklu menningarheimili.
Þar hafa forfeður hans búið í
margar aldir, og þar býr Sveinn
bróðir hans nú. Hann sagði
ávaLlt „heim“, þegar hann ræddi
um Víkingavatn.
í skóla reyndist Þórarinn af-
burðagóður námsmaður, og segja
þeir, sem gerst þekkja til, að
hann hafi verið jafnvígur á all-
ar greinar.
Að loknu námi við Sorbonne-
háskóla í París haustið 1932
hvarf Þórarinn heim til íslands
og hóf kennslu við Menntaskól-
ann á Akureyri í ársbyrjun 1933,
og urðu aðalkennslugreinar hans
franska og latína. Háskóilanám
hans miðaði að því, að hann tæki
við þessu starfi, því að það mun
hafa verið fastmælum bundið
með honum og Sigurði Guðmunds
syni skólameistara, að hann
kæmi tM starfs í símum gamla
skóla að háskólanómi loknu. Sig-
urður lagði ávallt rnjög mikla
alúð við að velja skólanum góða
og hæfa kennara, og hafði hann
lengst af völdu liði á að skipa.
Það var mjög að vilja Sigurðar,
að Þórarinn varð eftirmaður
hans í embætti í ársbyrjun 1948.
Námsdvölin í Paris um fimm
ára skeið hafði veruleg áhrilf á
Þórarin alla ævi. Hann bar með
sér svipmót hins fjölmienntaða
heimsborgara, hvar sem hann
fór, var léttur og hlýr í viðmóti
öllu og svo fjörmikill og kvik-
ur, að framkoma hans öll virtist
suðrænnar ættar.
Þórarinn var kennari svo að af
bar. Kom þar ti'l djúptæk þekk-
ing á kenmslugreinum, skörp og
rökvís hugsun, óvenjulegur skýr
leiki í framsetningu, eldlegur
á'hugi og fjör. Það er aðeins á
færi mjög fárra útvaldra að
kenna með sama glæsibrag og
Þórarinn gerði. Segja m'á, að
kennslan væri honuim „lífsnautn-
in frjóa". „í kennslunni gleymdi
ég áhyggjium af öllu öðru, en
það er oft erfitt utan kennslu-
stunda", segir hann í afmælis-
viðta-li sextugur.
Hann gekk öðrum fremur
heils hugar að hverju starfi, en
hann gerði líka miklar kröfur til
nemenda sinna um alúð við nám.
Bonum sárnaði, ef hann fann, að
nemendur köstuðu höndum til
verka. Hann var svo ör í lund
og viðkvæmur, að ýmislegt fékk
á hann. En flestir virtu hann svo
mikils og þótti beinlínis svo vænt
um hann, að fáir gerðu honum á
móti skapi.
Sjálfur var hann maður um-
burðarlyndur, og munu fáir aðrir
hafa verið skilningsríkari en
hann, þegar fjallað var um aga-
brot skólaþegna á kennarastofu.
Honum var mjög fjarri skapi
að varpa mönnum fyrir borð og
vildi reyna drengskap hvers til
þrautar. Orðstír hans sjálfs óx
af verkum hans. Sæmid skólans
var hans eigin sæmd.
Þórarinn bar mikla tryggð til
nemenda sinna og fylgdist vel
með hag þeirra og velgengni, eft-
ir að þeir luku námi í Mennta-
skólanum á Akureyri. Þeir voru
aufúsugestir á heimili þeirra
skólameistarahjóna, frú Margrét-
ar og hans, enda voru þau bæði
gestri'snir böfðingjar heim að
sækja. HLýr menningarblær Lék
þar um sali
Þórarinn var mjög fínger mað-
ur og hrifnæmur. Hann hafði
næmt listaskyn og hreifst af aLlri
fegurð, hvort heldur sem hún
birtist í svip landsins, ljóði, tón-
um eða mannLífinu sjálfu. Hann
var mikill meistari hins ritaða
og talaða orðs.
Áður er að því vikið, að Þór-
arinn hafi haft tM að bera óvenju
miiklar gáfur, og vissulega mat
hann þá gjöf guðanna mikils, en
með iangri reynsflu í skólameist-
araistörfum gerði hann sér þó
mjög vel Ijóst, að gáfur eru ekki
einhlítar, og kvaðst hann hik-
laust meta siðgæði meira en gáf-
ur.
Mjög mikii eftirsjá er að Þór-
arni Björnssyni skólameistara á
góðum aldri. Honum virtist þó
öðrum fremur vera sköpuð hin
eilífa æska. Hann sagði sj'álfur
sextugur, að sér væri „þakklætið
til lífsins efst í huga“ á þeim
tímamótum. Við fráfail hans
hlýtur okkur nemendum hans að
vera þakklæti efst í huga fyrir
að hafa átt hann að drengilegum
vini og samiferðarmanni um lang
an veg.
Frú Margréti og bðrnum sendi
ég ríkar samúðarkveðflur.
Runólfur Þórarinsson.
MÉR kom það ekki á óvart, þeg-
ar hringt var til min sunnudag-
inn 28. jan. sl. og mér tilkynnt
andilát æskuvinar m'íns og
frænda Þórarins Björnsisonar frá
Víkingavatni, skólameistara á
Akureyri.
Hann hafði um langt árabil
gegnt eri’lsömu og ábyrgðarmiklu
starfi og sinnt því af slíkri alúð
og kostgæfni, að einsdæmi mun
vera.
Líkamlega var hann veik'byggð
ur, með næma og viðkvæma
lund og lét menntaskólanum í
té alla starfsorku sína, án þess
nokkurntíma að spyrja um eig-
in þörf til hvíldar eða fristunda.
Því fór sem fór.
Þórarinn Björnsson var kom-
inn af gáfuðu og mikilhæfu fólki
langt í ættir fram.
Faðir hans, víkingurinn Björn,
var sonur Þórarins Björnssonar,
Þórarinsisonar, Pálssonar, Arn-
grímssonar, sem allir bjuggu,
hver fram af öðrum, góðu búi á
Víkingavatni. Og nú býr á sömu
jörð Sveinn, bróðir Þórarins
skólameistara og kona hans Guð-
rún Jaköbsdóttir £rá Halti undan
EyjafjöLlum.
Móðir Þórarins, Guðrún Hall-
grímsdóttir, var komin af góðu
bændafólki í Keldúhverfi. Hún
var allmikið yngri en maðúr
hennar og tók við húsmóður-
störfum ung að árum. Eigi að
síður var hún mikiihæf húsmóð-
ir og ráðdeildarsöm og þó svo
raiusnarleg matmóðir, að alldrei
gekk neinn svangur frá borði
hennar, og öll föng, sem bóndi
hennar dró að búi virtust auk-
ast og margfaldast í höndum
hennar, svo að aldrei varð þar
skortur matvæla, þrátt fyrir
gestagang mikinn og rómaða
gestrisni húsráðtenda.
Jafnframt var hún sívakandi
um veiferð aUra á heimilinu,
bæði manna og húsdýra og mátti
ekkert aumt sjá án þess að reyna
úr að bæta.
Björn faðir Þórarins var fjöl-
hæfur gáfumaður, víðlesinn, eink
um í fornbókmenntum og sögu,
manna mælskastur og skemmti-
legastur og hafði yndi af að
fræða aðra og segja sögur.
Man ég marga kvöldstund í
gömlu baðstofunni á Víkinga-
vatni, þar sem húsbóndinn sat
og táði ull eða spann hrosshár
á snældu en við krakkarnir
þyrptumst í kringum hann og
biðum eftir sögu. Sú bið varð
sjaldnaist löng og frá vör*im hans
streymdu langir kaflar úr Njálu
eða Grettlu, snurðulausir á sLéttu
og felldu máli, svo sem iesið
væri af bók.
En því miður bilaði heilsa hans
á tifltölulega góðum aildri og lá
hann rúmfastur síðustu 20 ár
ævinnar. Blessuð sé minning
þessara mætu hjóna.
Þarna fæddist Þórarinn og ólst
upp, í fögru umhverfi við hið
undurfríða Víkingavatn með
mörgum hólmum, vöxnum fjöl-
breyttum gróðri, víkum og vog-
um og grösugum engjum, sem
næstum umlykja vatnið. En stór
vaxin stör og fergin vaxa útí
vatnið í allt að 1 meters dýpi. —
Og í vatninu synda sMungar með
sporðaköstum, en í hólmium og
nesjum gera endur sér hreiður
í þúsunda tali..
Þá er gaman að rísa úr rekkju
á 'hei'tum og kyrrum vormorgni,
ganga niður að spegMsléttu vatn-
inu, hlusta á kvak og söng fugl-
anna og sjá hvað niáttúran er
rík af fegurð og hamingju.
í þessu umhverfi fæddist Þór-
arinn Björnsson 19. des. 1905. —
Og nú er hann allur.
Við Þórarinn voruim æsku-
félagar, leikbræður, skólabræður
og starfsfélagar.
Örstutt var á milli heimila okk
ar og lágu túnin saman. Sam-
vinna og vinátta var jafnan mik-
il milli foreldra okkar og bar
aldrei skugga þar á.
Við Þórarinn urðum því fljótt
samrýmdir og nánast uppeldis-
bræður og hélzt vinátta okkar á
meðan guð gaf báðum líf.
Við andlátsfrétt Þórarins var
sem nútíð og fiortíð rynnu sam-
an og við mér blöstu myndir lið-
inna daga og viðburða. Ég man
Fraimhald á bls. 23