Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 5 Farviðno Halaveðri - segja Vestfirðingar Veðurskeyti morsuð út til skipa á ensku reglulega fjórum sinnum á sólahring MÖRGUM brá nokkuð í brún, þegar veðurfregnir voru fluttar á laugardag kl. 22. Veður hafði verið allsæmilegt framan af degi, en um kvöldið spáði veðurstofan svo stormi um allt land og hríðarveðri á Norðurlandi um nóttina. Spá þessi rættist svo sann arlega og var mikill storm ur um langmestan hluta landsins, en þó lægði aft- ur á sunnan- og austan- verðu landinu upp úr há- degi á sunnudag. Á hinn bóginn var aftakaveður á Vestfjörðrum og víða á Vesturlandi og olli það skemmdum á mannvirkj- um á nokkrum stöðum. Flest fiskiskip við landið leituðu þegar vars, en tveir brezkir togarar urðu þó veðrinu að hrráð, og óttazt er um ísl. vélbát, eins og greint er frá ann- ars staðar. ♦ Veðurskeyti á ensku. Vegna sjóslysanna í grennd við landið undanfar- ið barst Morgunblaðinu fyr- irspurn frá Lundúnum, hvort veðurfregnum værri ekki útvarpað reglulega á ensku. Við snerum okkur til Hlyns Sigtryggssonar, veður- stofustjóra, og tjá'ði hann blaðinu, að veðurskeyti væru send út um loftskeytastöð- ina á morsi fjórum sinnum á sólarhring, þ.e. kl. 05.30, kl. 11.30, kl. 17.30 og kl. 20.30. Væru veðurskeytin fyrst send á íslenzku, en endurtek- in strax á eftir á ensku. Hlyn- ur sagði ennfremur, að veð- urskeyti þessi lægi alltaf frammi hjá loftskeytastöð- inni, og gætu þau skip, sem ekki hefðu aðstöðu til að taka við morssendingunum fengið veðurskeytin me'ð tal- stöðvarsambandi. ♦ Stormurinn 60—70 hnútar. Veðurstofan var strax í veðurfregnum sínum kl. 9.10 á laugardag farin að spá fy-r- ir þessu veðri, en þá var gert ráð fyrir hvassri NA-átt og snjókomu aðfaranótt sunnu- dags, en spár þessar gilda fyrir einn sólarhring. Kl. 16 voru línurnar orðnar skýr- ari, og þá spáði veðurstofan stormi norðan og vestan til á landinu. Blaðamaður Mbl. átti tal við veðurfræðinga Veður- stofunnar om ofsaveður þetta, og sagði Knútur Knud sen, að veðrið hefði verið einna verst kl. 11 og kl. 17 á sunnudag. Fór veðurhæð- in vaxandi jafnt og þétt um nóttina og kl. 11 var storm- urinn víða milli 60 og 70 hnútar á Vestfjörðum eða um 12 vindstig, og frostið var um 10 stig. Knútur sagði, að þarna hefði enn verið stormur 1 gær morgun og snjókoma, en um fjögur leytið í gærr hafði dregið mikið úr frostinu en þar vestra voru enn um 5 vindstig. Lægðin, sem veður- ofsa þessum Olli, hefur nú hreyfzt suðaustur og er nú vestur af Bretlandseyjum. Ofsaveður þetta náði víðar en um Vestfirðina eina, eins og fyrr segir, því að aðfara nótt laugardagsins var storm- ur um langmestan hluta lands ins. Einna mest varð rokið þá í Vestmannaeyjum, og eins á Húsavík og í Grímsey. — Að morgni sunnudagsins gekk veðrið þó niður á sunnan- og austanverðu landinu, en þessi bati náði þó aldrei lengra norð ur en í Borgarfjarðadali og í Húnavatnssýslu. Þar fyrir norðan geisaði stormurinn allt fram á miðja aðfaranótt mánu dags. Annað Halaveður Menn á Vestfjörðum eru á eitt sáttir um það, að þetta af- takaveður sé eitt hið versta, sem þar hafi komið í manna- minnum. Þórður Jónsson á Látrum, fréttaritari Mbl. og formaður björgunardeildar Slysavarnafélagsins þar, segir um veðurofsa þennan: „Um tvö leytið aðfaranótt sunnu- dagsins skall á norðan fár- viðri með frosti, snjókomu og ofsalegu hafróti. Var þá sjáan legt með hliðsjón af veður- spánni að í uppsiglingu var annað Halaveður. Hús nötr- uðu, allt fauk sem fokið gat, og freðinn skarinn buldi á húsum eins og nagladrífa. — Mesta hættan var sú, að rúð- ur í gluggum þeirn, er áveðurs voru, brotnuðu. Hélzt þessi veðurofsi alla nóttina og fram á hádegi. Þá lægði veðrið nokkuð og mun hafa komizt niður í 12 vindstig. Var þá reynt að skríða í skepnuhús þau, sem næst voru, en á ber- svæði var óstætt. Skall fár- viðrið á aftur litlu seinna og allt ætlaði um koll að keyra. Bílar fuku til, svo að tryggast var að halda sig í húsum, en hafa gát á gluggum. Þessi djöfulgangur hélzt fram yfir Þannig leit veðurkortið út kl. 11 á sunnudag. Lægðarmiðjan er rétt undan suðurströnd landsins, en áhrifa hennar gætti mest við norðanvert landið, þar sem krossarnir sjást, en þeir tákna hríð. miðja nótt, enþá fór að draga úr veðrinu og hefur gert það síðan. Ekki er mér kunnugt um verulega skaða nema ó- ljósar fréttir eru um að eitt- hvað hafi fokið til skaða á Rauðasandi, en þangað er símasambandslaust eins og er. Þetta veður hér er mjög áþekkt Halaveðrinu, og sann ast sagna finnst mér ekkert bera þar á milli. Sjávarhiti var hér 1 gráða við strönd- ina, en um fimm mílum utar er hann trúlega um 0 gráða. Er því vafalaust mikil ís- ingarhætta fyrir skip.“ Man ekki ofsalegra veður Halldór Gunnarsson, hafn- sögumaður á ísafirði og gam- alreyndur sjósóknari, sagði, í samtali við Mbl. í gær: „Þetta var ofsalegt veður, og ég minnist ekki annars eins veðurofsa af norðan hér í höfninni. Ég fór niður að bryggju um nóttina, og þá var ekki stætt úti og dimm- viðrið alveg gífurlegt. Það hefur því verið harla óskemm tilegt að vera á skipum á hafi úti, enda sagði einn af ensku skipbrotsmönnum, sem hingað komu í dag, þegar ég talaði við hann, að þetta væri ofsalegasta veður sem hann hefði nokkru sinni lent í.“ Gullfoss tafðist. Þá ræddum við einnig við Kristján Aðalsteinsson, skip- stjóra á Gullfossi, sem kom til landsins í gærkveldi. Hann kvað Gullfoss hafa verið hepp inn með veður allt þar til að kom að Reykjanesi. Þá fékk skipið á sig 10 vindstiga strekking og fór ganghraði skipsins allt niður í 5 mílur á klst. Var Gullfoss um þrjá tíma frá Reykjanesi að Garð skaga, sem er 20 mílna vega- lengd, og fer Gullfoss þessa leið yfirleitt á einni klukku- stund og stundarfjórðungi. Fólk á Suðurlandsundir- lendi fór ekki varhluta af veðri þessu, að því er frétta- ritari Mbl. að Bergþórshvoli sagði í gær. Var haldið á laugardag þorrablót í Njáls- búð í V-Landeyjum. Var veð ur gott framan af deginum, í þann mund er menn héldu til blótsins skall á blindhríð og hvessti. Um fjögurleytið skömmu áður en samkomunni var slitið um nóttina jókst veðurhæð mjög, þannig að ó- fært varð með öllu. Sluppu þeir þó heim til sín, sem far- ið höfðu fyrr, en margir héldu kyrru fyrir á samkomustað þar til birti. Gekk þá ferðin vel heim, enda lægði veðrið fljótlega úr því. Bifreiðakaupendur Chevrolet Chevy II Nova árg. 1965 til sölu. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. VÖKULL H.F., Hringtoraut 121, sími 10600. Önfirðingafélagið heldur árhátið sína í Lídó laugardaginn 17. febrúar 1968, sem hefst kl. 19. STJÓRNIN. íbúð til leigu Til leigu 2ja herb. íbúð í Vesturbænum, með síma, gluggatjöidum og húsgögnum. Upplýsingar í síma 17293. Tilboð ósikast. Vináttusamn- ingur ekki endurnýjaður Moskva 4. fefbr. NTB. Reuter. SOVÉSK blöð minntust þess á sunnudaginn, að tuttugu ár eru liðin, síðan Sovétríkin og Rúm- enía gerðu með sér gagnkvæman viniáttusamning. Þess var ekki getið í sfcrifum blaðanna, að lönd in íhafa ekki náð samkomulagi um endurnýjun hans. Búmenía hefur sýnt tilhneig- ingu til óeðlilegs ejállfstæðis í augum Sovétríkjanna, segir í NTB frétt og er nú eina Austur- Evrópu rfkið, sem ekki hefur gengið frá nýjum vináttusamn- ingi. Fyrri samningurinn var gerð- ur á Stalíns timanum og fólst í honum, að samningurinn má gilda, óendumýjaður, allt að fimm árum til viðbótar. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um í Moskvu, átti að ganga frá honum, þegar forseti Rúmeníu Nioolae Ceasuscu var í heim- sókn þar í desemtoer, en snurða hljóp á þráðinn á síðustu stundu Stúlka óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Yngri stúlka en 25 ára kemur ekki til greina. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „íslendingasagnaút gáfan — 5012“. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN H/F. Inðaðarliúsnæði Saumastofa óskar eftir um 200 ferm. góðu iðnaðar- plássi sem fyrst. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „Saumastofa — 5356“. Ibúð óskast Eldri hjón óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð, helzt í gamla bænum. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 14384.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.