Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUISrBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 OFSAVEÐUR - margvíslegt tjdn - bátar og mannvirki skemmdust - símalínur slitnuðu - raf magns- truflanir - fólk veðurteppt - engin slys á landi VÍÐA urðu skemmdir á mannvirkjum af völdum ó- veðursins, sem gekk yfir Vestur- og Norðurland um helgina, en ekki er kunnugt um nein slys í landi. Fólk tepptist víða vegna veðurs- ins, símalínur slitnuðu og miklar rafmagnstruflanir urðu á vestanverðu Snæ- fellsnesi og á Vestfjörðum. Á Siglufirði féll snjóskriða á íbúðarhús og olli stór- skemmdum, báta rak á land í Stykkishólmi og trillubát- ur sökk í höfninni á Húsa- vík. Járnplötur fuku af hús- um í Hellissandi, Stykkis- hólmi, Hvallátrum í Breiða- firði, Bolungarvík og víðar urðu miklar skemmdir á mannvirkjum. Tveir bátar skemmdust í höfninni í Stykkishólmi og Bolungar- víkurbátar leituðu vars á ísafirði. Ekki er kunnugt um tjón á sunnanverðum Vestfjörð- um né í Skagafirði eða Eyja- firði. Er þetta eitthvert versta veður, sem menn muna eft- ir, og er því helzt líkt við Halaveðrið mikla, sem mjög er frægt. Skólastarf stöffvast í Miklaholts- hreppi. Borg, Miklaholtshreppi, 5. febr. SÁ vetur, sem nú ríkir, byrjaði hér óvenju snemma og var sauð- fé komið í hús um mánaðamót- in október — nóvember. Segja má. að hér hafi verið stöðug ó- tíð og umhleypingar, frosthörk- ur tíðar og svellalög hafa gert haglaust. Með komu þorra hefur þá enn hert vetrarhörkuna. Fyrsti þorra dagur heilsaði að vísu með 2 stiga hita, en upp úr hádegi þann dag gerði norðan ofsa byl með 10 stiga frosti. Sumir bændur áttu fé sitt úti þann dag, en veðurofsinn var skammær, svo fé sakaði ekki, en erfiðlega gekk sums staðar að koma því í hús. Á laugardaginn var hér stillt veður og kom þá fólk saman í félagsheimilinu B-eiðablik og spilaði félagsvist. Um miðnætti skall á norðan stórhríð og átti fólkið í erfiðleikum með að kom ast heim. Nokkuð af fólkinu komst að Vegamótum og Gröf og beið þar það sem eftir var næt- ur. Sumir komust ekki heim fyrr en síðdegis í gær og þeir síðustu ekki fyrr en í dag. Nemendur Laugagerðisskóla fóru heim í helgarfrí á föstu- dag og áttu að mæta í skólann aftur í dag. en nú hafa allar leiðir lokazt og er óvíst, hvenær kennsla getur hafizt að nýju. AUan daginn í gær og í nótt hefur geisað hér stórhríð sam- fara afspyrnuroki. Ferðir mjólk- urbílsins hafa fallið niður. en engu farartæki er fært í þessum veðurofsa. Ekki er kunnugt um neina stórskaða, eða slys af völdum þessa veðurs, sem er það versta á þessum vetri. — Páll. Nokkrir skaffar á Húsavík AF óveðrinu. sem hér gekk yfir aðfaranótt sunnudagsins, urðu nokkrir skaðar hér á Húsavík. Trillubáturinn Sigurpáll, eign Karls Pálssonar, sökk á höfninni og er álitið, að rekís, sem var í höfninni hafi sökkt honum. Tvær stórar hurðir á Kísiliðju- skemmunni fuku upp og eyði- lögðust, en aðrar verulegar skemmdir urðu ekki á skemm- unni. Símabilanir urðu nokkrar og línan milli Húsavíkur og Lind- arbrekku er slitin, svo að sam- bandslaust er nú við Kópasker K. M.) og Raufarhöfn. Línan milli Húsa víkur og Akureyrar er biluð, en þó samband á henni. Sveitalín- ur biluðu víða. — Fréttaritari. Versta veffur í sextán ár. Stykkishólmi, 5. febrúar. í Stykkishólmi fóru tveir bát- ar upp í óveðrinu og flóabátur- inn Baldur og Eyfellingur rák- ust saman í höfninni og urðu nokkrar skemmdir á báðum bátunum. Á flóðinu á sunnudagskvöld j náðust bátarnir tveir, - Sigurfari I og Nonni, á flot og voru þeir | lítið sem ekkert skemmdir. Járnplötur fuku af þökum tré- smiðjunnar Ösp í Stykkishólmi og pakkhúsi kaupfélagsins á staðnum. Vinnuskúr, sem verið var að setja niður við skipa- smíðastöðina Skipavík, fauk al- veg. Að Hvallátrum í Breiðafirði fauk einn fjórði af öðru fjár- húsinu og járnplötur fuku af þaki hins. Af smiðahúsi Aðal- steins Aðalsteinssonar fuku margar járnplötur. Bóndinn að Hvallátrum. Jón Davíðson, tjáði fréttamanni Mbl. í gær, að annað eins veður hefði ekki komið þar í ein sextíu ár. Á sunnudag rak íshroða inn í höfnina í Stykishólmi og í dag nær íshroðinn inn undir Brokey og langt út frá Stykkishólms- höfn. — Fréttaritari. Litlar skemmdir á ísafirffi. ísafirði, 5. febrúar. ÞEGAR veðrið skall á aðfara- nótt sunnudags voru margir Boi víkingar og Hnífsdælingar stadd ir á ísafirði og uvðu þeir veð- urtepptir, gistu ýmist á hótelum bæjarins, Hjálpræðishernum og Mánakaffi eða um borð í vél- bátnum Guðmundi Péturs frá Bolungavík, sem lá hér í höfn- inni. Allmargir ísf rðingar voru istaddir í Hnífsdal og lögðu nokkrir þeirra f stað um nótt- ina eftir að veðrið var skollið á og festust nokkrir bílar á Eyr- arhlíð milli Hnífsdals og ísa- fjarðar. Munu 13 manns hafa verið í þessum bílum og brauzt maður e nn í bæinn í sótsvarta byl og ofsaveðri, og gat tilkynnt hvernig komið var. Klukkan 7 á sunnudagsmorg un var hjálparsveit skáta kvödd MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Verka- mannasambandi íslands. Síffar verffur skýrt frá helztu sam- þykktum þings þess: 3. þing Verkamannasambands íslands var haldið í Reykjavík, í Lindaibæ, 3. og 4. febrúar 1968. Þingforseti var Hermann Guð mundsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði og varaforsetar Jóna Guð- jónsdóttir formaður Verka- kvenna félagsins Framsókn í Reykjavíkur og Óskar Garíbalda son formaður Verkalýðsfélags- 'ns Vöku Siglufirði. Ritarar þingsins voru Hallgrímur Pét- ursson, Hafnarfirði og Tryggvi Emilsson, Reykjavík. Auk skýrslu sambandsstjórn- ?r, reikninga sambandsins fyrir árin 1965 og 1966 og fjárhags- áætlunar fyrir árin 1968 og 1969, voru aðalmál þingsins kjara- og atvinnumálin. út og beðin að fara í skyndi út á Eyrarhlíð með fatnað og heitt kaffi. Um kl. 8 lögðu skátarnir af stað og gátu fært fólkinu föt og hressingu. Rétt eftir hádegi fóru svo skátarnir aftur með hlífðarföt til þess að fólkið gæti komizt í bæinn. Fólkið í bílun- um var ekki útbúið til að ganga í þessu veðri, en þó mun ekk- ert hafa orðið að því. Veðurofsinn var svo mikill og sort nn, að skátarnir tóku það ráð, að hafa línu á milli sín. Þegar þeir lögðu af stað til ísa- fjarðar með fólkið, höfðu allir línu á milli sín. Tókst þetta ágætlega og komst fólkið klakklaust til bæjarins með aðstoð skátanna. Eftir hádegi í gær fór annar hópur úr hjálparsvelt skáta upp á Seljalándsdal, til aðstoðar skólabörnum, sem voru í útilegu í skíðaskálanum. Voru ungling- arnir í Harðarskálanum orðnir olíu- og matarlitlir, en leið að öðru leyti vel. Skátarnir fóru síðan aftur í dalinn í birtingu Þá var einnig rætt um Iögin um atvinnuleysistryggingar og samþykkti þingið tillögu um að skora á Alþingi að gera á þeim ákveðnar breytingar. Stjórn sambandsins var að mestu endurkjörin, en hana skipa: Formaður: Eðvarð Sigurðsson, Reykjavik. Varaformaður: Biörn Jónsson, Akureyri. Ritari: Hermann Guðmundsson Hafn- arfirði. Gjaldkeri: Björgvin Sigurðsson Stokks- eyri. Meðstjórnendur: Björgvin Sighvatsson, ísafirði, Guðmunda Gunnarsdóttir, Vestmannaeyjum, Herdís Ólafsdóttir, Akranesi, Jóna Guðjóndóttir, Reykjavík Óskar Garíbaldason, Siglufirði, í morgun, til að flytja börnin i bæinn og voru þau öll komin hingað eftir hádegi í dag ,og hafði ekki orðið meint af útivist inni. í þessu veðri hafa orðið nokkr ar símabilanir, m.a. er sam- bandslaust við bæina í ísafjarð ardjúpi. Hér í bænum munu litlar skemmdir hafa orðið í þessu veðri, að öðru leyti en því, að loftnet hafa víða slitnað niður. í gærkvöldi voru lítilsháttar raf magnstruflanir, en þær komu ekki að sök. Slökkt var á götu- ljósum, til þess að meira raf- magn væri í heimahúsum. Mikinn snjó hefur sett niður í þessu veðri, en er þó hvergi jafnfallinn, því í veðurofsanum hefur skafið mikið og víða hef- ur dreg'ð í mikla skafla. Þung færð er á götum bæjarins og margir bílar sitja fastir og allir vegir úr bænum eru ófærir. Ó- fært er til Bolungavíkur og Súða víkur og sömuleiðis inn á flug- völl og á_ Eyrarhlíð milli Hnífs- dais og ísafjarðar er sagt að 8 bílar séu í kafi í snjó. Mikið fannfergi er á Óshlíð og vegunum hér í grennd og má búast við að mikið verk verði að ryðja þá. Öllum skemmtunum, sem áttu að vera í gærkvöldi hér á ísa- firði var aflýst vegna veðurs. — Högni. Húnveíningar tepptir í Ásbyrgi. Staðarbakka, 5. febrúar. ADFARANÓTT sl. sunnudggs skall hér á norðan- og norðaust- an ofviðri með snjókomu, sem hefur haldizt fram til þessa, en nú er heldur að lægja og hríð- arlaust orðið að minnsta kosti í innsveitum. Færð er slæm á flestum vegum, en þó munu jeppar hafa komizt eitthvað um enda orðið frostlaust. Á laugardagskvöldið var á annað hundrað manns á þorra- blóti í félagsheimilinu Ásbyrgi. Héldu flestir þar kyrru fyrir til morguns, en þá fór fólkið að ó- kyrrast og lagði út 1 ofviðrið. Lentu ýmsir í nokkrum hrakn- ingum á heimle.ðinn, en ekki hlauzt slys af. Eins og oft er þegar svona kemur fyrir kemst fólk að því, að það er ekki nægilega vel út- l búið til að lenda í ofveðri og var svo í þetta sinn. Gengur okkur illa að muna, að veður getur oft breytzt skyndilega hér I á landi. — Fréttaritari, Ragnar Guðleifsson, Keflavík, Sigfinnur Karlsson, Neskaup- stað. Varamenn í sambandsstjórn: Guðm. J. Guðmundsson, Rvík, Sigurrós Sveinsdóttir, Hafnarf. Halldór Björnsson, Reykjavík, Þórunn Valdemarsdóttir, Rvik, Páll Árnason, Raufarhöfn. Endurskoðendur: Hallgrímur Pétursson, Hafnar- firði og Sigurður Árnason, Hveragerði. Til vara: Björn Sigurðsson, Reykjavík. Annríki b Aþenu Aþenu 5. febrúar, AP. GRÍSKA ríkisstjórnin til'kynnti í dag. að 21 foringi í gríska flug- hernum hefðu verið látnir hætta störfum, vegn,a meintrar þátt- töku þeirra í gagnbyltingartil- raun Konstantíns Konungs í des- ember. Stjórnin birtir nær daglega til kynningar af slíku tagi um að fjöldi háttsettra manna innan hersins hafi verið settir úr em- bættum vegna hollustu við Kon- stantín. í storminum í fyrrinótt, fauk upp hluti af gluggaröff á þaki Tollvörugeymslunnar. Vaktmaffurinn varff þessa strax var og var þegar hafizt handa við viffgerff. Engar skemmdir urffu á vörum í Tollvörugeymslunni og gert er ráff fyrir aff fullnaffarviffgerff Ijúki í kvöld. (Ljósm. Mbl. Ól. 3. þing verkamanna- sambandsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.