Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 32
Þar af föður með tveimur sonum sínum VÉLBÁTSINS Heiðrúnar II ÍS 12 er saknað og var hennar leitað í allan gærdag og fram á kvöld. Ekk- ert hafði þá spurzt til hennar, en um borð eru 6 menn frá Bolungarvík, þar á meðal faðir ásamt tveimur sonum sínum 19 og 17 ára. Síðast var haft samband við skipið á miðnætti í fyrrinótt og áttu skipverjar þá í erfiðleikum vegna ísingar, sem m.a. settist á ratsjá skipsins og loftnet og er búizt við að það hafi slitnað af ísþunganum. Mikið mannskaðaveður gerði í ísafjarðadjúpi í fyrradag. sivo sem kunnugt er og'fórst þá m.a. brezkur togari skammt frá þeim stað, sem Heiðrún hélt sig á. Heiðrúnu varð eigi vært fyrir sjógangi við Brimbrjótinn i Bolungarvík og var því tekið til bragðs að flytja hana inn til ísafjarðar. Skipstjóri Heiðrún- ar, Jón Eggert Sigurjónsson og 1. vélstjóri, Anders Guðmunds- son voru veðurtepptir á ísafirði og því ekki um borð. Norðaust- an 12 vindstig og talsvert frost var á með stórhríð. Erfiðleikar vegna ísingar. Skipverjar áttu í erfiðleikum með ratsjá og önnur siglingar- tæki, vegna mikillar ísingar og var talstöð skipsins einnig í ó- l<agi og var ekki unnt að kalla í hana nema á einni bylgju. Vissu skipverjar ekki hvar þeir voru, en skipstjórinn Jón Eggert var um borð í vélbát á ísafirði og reyndi að leiðbeina þeim í hvívetna. Varðskipið Óðinn var í ísa- fiarðardjúpi umrædda nótt og hugaði að Heiðrúnu á milli þess, að það athugaði brezka togar- ann. Um kl. 23.15 fann varð- skipið Heiðrúnu og gaf henni þá upp staðarákvörðun. Var skipið þá statt 1.2 sjómílur frá Bjarn- arnúp, en þá hafði ofsaleg feing einnig sezt á varðskipið og trufl i það ratsjá þess. Yfirgaf varð skipið þá Heiðrúnu og hélt að Grænuhlíð í var til þess að unnt yrði að ná af ísingunni, enda virtist Heiðrún þá ekki í yfir- vofandi hættu. Fann ekki Heiðrúnu. Er varðskipið kom aftur und an Grænuhlíð og ætlaði á ný að halda til Heiðrúnar, fann það ekki skipið 1 sortanum. Birti þó dálítið til upp úr miðnætti. Eins og áður er sagt rofnaði samband ið við Heiðrúnu um miðnættið, eða skömmu eftir það. Að því er Högni Torfason, fréttaritari Mbl. á ísafirði segir íeituðu tólf bátar í gær um mest allt ísafjarðardjúp, Jökuifirði og um 70 til 80 manns frá Slysa- Heiðrún II IS 12. Myndin er tekin af skipinu, er það bar nafnið Páll Pálsson GK 360, og kom í fyrsta sinn í þáverandi heim ihöfn sína Sandgerði árið 1963. varnardeildunum i Bolungarvík, Hnífsdal, ísafirði og Súðavík ahfa leitað á landi á svæðinu allt frá Bolungarvík og inn á Eeyðisfjörð. Hafa fundizt lóðabelgir úr Heiðrúnu við Kambsnes í Álftafirði og einnig við Kirkjubólshlíð fyrir innan Arnardal. Auk þess leitaði Marv in Kjarval, bóndi á Heimabæ í Arnarda! og einnig mun Hall- dór Ágústsson á Eyri í Seyðis- firði hafa leitað í fjöru á Kam.bs íesi og um allan Seyðisfjörð. Þá mun einnig hafa verið leitað af bænum Skarði og fyrir Ögurnes. Leitinni af landi stjórnaði Guð mundur Guðmundsson, formað- ur Slysavarnardeildarinnar á ísafirði, en leitinn: af sjó stjórn Nær 160 milljón kr. tollalækkun 100 millj. sparnaöur á ríkisútgjöldum aði Hálfdán Einarsson, skipstjóri á Sólrúnu frá Bolungarvík. Kom þeim saman um það síð- degis 1 gær, eftir að skyggja tók, að litlar líkur væru á því að leitað yrði í nótt, því að þreif andi bylur var í gær í Djúp- inu og var enn vonzkuveður í erkvöldi. Hins vegar verður leit hafin á nýjan leik strax í birtingu og mun m.a. verða leit- sð af sjó innar í Djúpinu, en gert var í gær. beitinni haldið áfram í dag. Samkvæmt upplýsingum Högna Torfasonar á ísafirði skk veðrið þar nokkuð niður í gær og var skaplegt þar, nokk urt hvassviðri, en heita mátti úr komulaust. Skyggni var þó lít- .ð. f ísafjarðardjúpi var hins vegar mik l veðurhæð og sorti, sem háði leitarskipum. Framhald á bls. 31 - Tollalækkunin nær m.a. til almennra neyzluvara og hráefna innlends iðnaðar - almenn tollalækkun á hráefnum málmiðnaðar - 10°/o hœkkun áfengis og tóbaks í GÆR var lagt fram á Al- þingi frv. ríkisstjórnarinnar nm tollalækkanir og er gert ráð fyrir lækkun tolla að upphæð 159 milljónir króna. Þessi fyrirhugaða tollalækk- un hefur áhrif til Iækkunar á vísitöluna um 1,56 stig. — Helztu tollalækkanir sem frv. gerir ráð fyrir eru þess- ar: 4 Tollalækkanir á almennum neyzluvörum til þess að vega á móti verðhækkunum á erlendri vöru vegna geng- isbreytingarinnar. Tollur á matvörum lækkar um 30— 50 prósentustig en fatnaður um 25 prósentustig úr 90% í 65% toll. 4 Tollalækkanir á hráefnum íslenzks iðnaðar, sem leiðir af lækkun tolla á fullunni vörur svo og almenn tolla- lækkun á hráefnum málm- iðnaðarins. 4 Almennar lækkanir hæstu tolla í 100% úr 125%. 4 Tollalækkanir á ýmsum vörum, sem fluttar hafa ver- ið inn án tollafgreiðslu svo og sem talið er að mikið sé smyglað. 4 Tollalækkanir vegna aðildar að GATT o. fl. í framsöguræðu sinni fyrir frv. í gær upplýsti Magnús Jónsson f jármálaráðherra að ríkisstjórnin hyggðist 4 spara 100 miljónir króna á útgjöldum ríkisins, 4 hækka áfengi og tóbak um 10%, sem veitti 50 milljón- ir í auknar tekjur, til þess að mæta 320 milljón króna útgjöldum vegna sjávar- útvegsins en auk þessara að- gerða hefði fyrirhuguð tolla- lækkun verið færð úr 270 millj- ónum í 159 millj. Eftir væri þá að brúa 50 milljón króna bil og væri það nú í athugun. Hækk- un áfengis og tóbaks kom til framkvæmda í gær. Frásögn af ræðu fjármálaráð- herra er é bls. 12. Tollalækkun á almennum neyzluvörum nemur um 86 mill- jónum króna og er þar um að ræða matvörur, fatnað, ýmisar vör ur úr vefnaði, skófatnaður, hrein lætisvörur, sjónvarps — og út- varpstæki o.fl. Til frekari skýr- ingar miá geta þessa að tollar á nýjum banönum og appelsínum verða lækkaðir úr 40% í 15%, á aprikósum og blönduðum á- vöxtum úr 70% í 40% og af epl- um úr 15% í 12%. Þá lækka toll ar af tei úr 50% í 10%, stór- Framhald á bls. 12 Imibrot um helgina FIMM innbrot voru framan að- faranótt sunnudags og farið var i tvo bíla við Sólheima 23. I flestum innbrotunum var litlu sem engu stolið, en skemmdir urðu nokkrar. Brotizt var inn í mjólkurbúð og Vogaver, Gnoðavogi 46-48. Rúða var brotin í Lóubúð, Star- mýri 2 og brotizt var inn í Brautarnesti við Miklubraut. Þá var brotin rúða í sýningar- glugga Ulrichs Falkners »ð Laugavegi 28 b og einftiverju stolið af úrum, en það var ekki fullkannað í gær. Farið var í tvo bíla við Sól- heima 23 og telkið dót úr hanzka- hólfunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.