Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1968 aMHai Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, um tollalækkanSrnar:_ IVIeginsjónarmið lækkun tolla á nauðsynjavörum - Hlutfallsleg lækkun hráefnisto Ila iðnaðarins EINS og frá er skýrt á öðrum stað í Mbl- í dag var frv. rík- isstjórnarinnar um tollalækk anir lagt fram á Alþingi í gær og var það tekið á dagskrá í Efri deild, þar sem Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir því. t ræðu sinni lagði fjár- málaráðherra áherzlu á að meginsjónarmið við undir- búning frv. hefði verið lækk- un tolla á mestu nauðsynja- vörum almennings en ekki hefði verið ætlunin að leysa vandamál iðnaðarins á þann hátt að auka tollvernd hans. En þeirri grundvallarreglu hefði verið fylgt gagnvart iðnaðinum að lækka tolla á í GÆR var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga frá Karli Guðjónssyni 6. þingmanni Sunn- lendinga þar sem skorað er á ríkisstjórnina að fella úr gildi reglugerð um sérstakan tíma- reikning, þannig að framvegis gildi sams konar tímareikningur fyrir allt árið. f greinargerð fyrir tillögu sinni segir alþm.: „Síðastliðin 20 ár hefur verið í gildi hér á landi tvenns konar tímareikningur, annar fyrir vetr armisserið og hinn fyrir sumar- tímabilið. Vetrartíminn hefur verið hinn svonefndi islenzki meðaltími, þ.e. klukkan á íslandi hefur verið miðuð við sóltíma á 15. lengdar- baug fyrir vestan Greenwich. Sumartíminn hefur hins vegar verið einni klukkustund fljót- ari, og hefur hann gilt um tíma- bilið frá fyrsta sunnudegi í apríl mánuði til fyrsta sunnudags í vetri. Ákvæðin um þennan tímareikn ing er að finna í reglugerð dóms málaráðuneytisins, nr. 43 frá 28. febr. 1947, en sú reglugerð er út gefin samkvæmt heimild í lögum nr. 8 frá 1917. Af ákvörðuninni um tvenns konar tímareikning á ári hverju leiðir, að klukkan hefur verið færð á nefndum tímamörkum, ýmist áfram eða aftur á bak. Þær breytingar hafa mikil ó- þaegindi í för með sér, og virðast hráefni til viðkomandi iðn- greina hlutfallslega jafn mik- ið og tollana á fullunnu vör- unni. Þá væri lagt til að lækka verulega tolla á ýmsum helztu hráefnum til járnvöru iðnaðarins, sem ætti við mikla erfiðleika að stríða og væri sú iðngrein eina undan- tekningin sem gerð væri frá þeirri meginreglu, sem að öðru leyti var fylgt. Fjármálaráðherra rakrti í upp- hafi aðdraganda tollalækkan- anna en því var lýst yfir af hálfu ríkisstjómarinnar við afgreiðslu fjárlaga að það fé, sem kynni að verða aflögu hjá ríkissjóði yrði notað til þess að létta áhrif gengisibreytingarinnar gagnvart almenningi. Var þá gert ráð fyr- þau óþægindi fara vaxandi, eft ir því sem tímar líða og tækni fleygir fram, enda hafa ýmsar þær þjóðir, sem um eitthvert skeið höfðu í gildi tvenns konar tímareikning, lagt hann niður. Hér verða ekki rakin þau marg víslegu óþægindi, sem af tvenns konar tímareikningi stafa, að- eins bent á tvennt: Veðurþjónustan, sem að veru- legu leyti er bundin af alþjóða- samvinnu, verður að færa flest- ar eða allar athuganir sínar til tvisvar á ári, svö og spár sínar og veðurfréttasendingar, og ligg ur í augum uppi, að slíkt kostar ósmáa fyrirhöfn. Flestar rafveitur selja ein- hvem hluta af raforku með þeim hætti, að rjúfa verður straum til margra notenda á mestu álags tímum. Er þetta jafnan gert með sjálfvirkum klukkurofum. Alla slíka rofa verður að stilla að nýju við hverja breytingu, sem á klukkunni er gerð, og raunar verður öll slík stilling að fara fram á svo til samri stund og klukkunni er breytt, þótt það sé auðvitað óframkvæmanlegt. Þótt fleiri dæmi verði hér ekki nefnd, má augljóst vera, að veru legur ávinningur verður að vera af breytingu klukkunnar, ef hún á að vera réttlætanleg. Það er mat flm., að ávinning- urinn sé ekki nægur til að rétt- lætanlegt sé að halda hinum tvö falda tímareikningi áfram.“ ir að til ráðstöfunar í því skyni yrðu 200-250 mllljónir króna. Undirbúningur að tollalækkun- uon var hafin á þeim grundvelli og frv. samið, sem gerði ráð fyrir 270 miiljón króna tollalækkun. Breytt viðihorf í sjávarútveg- inum leiddu hins vegar til þess að ríkissjóður verður að taka á sig 320 milljón króna skuldbind- ingar vegna sjávarútvegsins. Samt sem áður þótti nauðsynilegt að koma fram víðtækuim tolla- - TOLLALÆ KKUN Fraffihald af bls. 32 felld tollalækkun er á tann- snyrtiefnum úr 126% í 50%, skór úr 80% í 65. Almennt lækka toll- ar á matvörum um 30-50 pró- sentustig og hreinlætisvörum úr 110% í 80%. Um lækkun tolla á ýmsum hrá- efnum segir m.a. í greinargerð frv: Hér er um að ræða almenna tollalækkun, á efni til hverskyns fatnaðar úr 65% í 40% og sam- svarandi lækkun á garni til dúkagerðar, og leðri til skógerð- ar o.fl. Jafnframt er gert ráð fyrir lækkun tolla af vélum til fatagerðar, dúkagerðar og leður- iðju úr 25% í 10% nerna sauma- vélar í 20%. í umræðum í toll- skrárnefnd um tollalækkanir á fatnaði kom fram, að æskilegt hefði verið að lækka þá tolla meir en í 65% t.d. í 50%. Var talið, að með þeim hætti mundi draga úr innkaupum, sem ferða- menn og flugáhafnir gera erlend is á þessum vörum og flytja inn í landið án þess að tii toll- afgreiðslu komi Markaður inn- anlands fyrir fatnað mundi þanni'g aukast tiíl hagsbó'ta fyrir verzlun og fatagerð. IÞetta var að sjálfsögðu háð þekri forisendu, að tollur á inn- fluttum efnum í föt lækkaði nægi lega til að vega upp á móti lækk- uðu verðlagi á innfluttuim fatn- aði. Nú er í landinu talsverð dúka- framleiðsla, sem keppir við inn- flutt efni. Tollalækkun á fatn- aðarefni kallar þannig eftir lækk un tolla á innfluttu efni í dúka og annan vefnað, þ.e. hvers kon- ar garni. í landinu er til veruleg fram- leiðsla á garni, sem hefur notið tollverndar. Innlend ull er aðal- hráefni til þessarar framleiðslu. Var talið, að tollalækkun á garni umfram það, sem frumvarp ið gerir ráð fyrir, mundi að ó- breyttum aðstæðum stofnaþess- um iðnaði í hættu. Með þessum hætti varð niður- staða nefndarinnar, að innbyrð- is aðstaða hinna ýmsu stiga þessa iðnaðar, garnframleiðslu, dúka- gerðar og fatagerðar, leyfði að svo stöddu ekki frekari tolla- lækkanir á fatnaði, en frumvarp- ið gerir ráð fyrir, þótt frekari lækkun sé æskileg af ýmsuffi á- stæðum, m.a. verðlagsástæðum. Við ákvarðanir um tollflokkun vara á þessum mismunandi vinn- slustigum er gert upp á ffiilli andstæðra hagsmuna ýmissa greina þessa iðnaðar. Má fara nærri um, að niðurstaðan verður aldrei svo öllum líki. Þessi lækkun hráefnatolla mið ast við, að samkeppnisaðstaða iðn aðarframleiðslu í landinu gagn- vart innfluttum iðnaðarvörum sé breytingum og liggur nú fyrir frv. sem gerir ráð fyrir 160 mill- jón króna tollalækkun. Fjármála ráðherra sagði, að því meginsjón armiði hefði verið fylgt að lækka tolla á nausynjavörum, sem teld- ust veigamiklar einkum í vísi- tölunni og væri þar ekki um neina blekíkingu að ræða, þar sem miðað væri við nýju vísi- töluna, en samkiomulag væri um að hún væri nokkuð öruggur mælikvarði á neyzluvenjur ai- ekki lakari en hún var fyrir gengisbreytingu. Sýnilegt er, að ýmsar greinar iðnaðar eru mun betur settar eftir gengisbreyt- inguna en áður. Má þar til nefna umbúðaiðnað, sumar greinar byggingariðnaðar, veiðarfæraiðn að, sútun, húsgagnaiðnað o.fl. Heildarlækkun tolltekna vegna þessara breytinga er áætluð um 49 m.kr., en bein vísitöluáhrif til lækkunar eru áætluð 0.14 stig vegna kaupa vísitölufjölskyld- unnar á efni til saumaskapar. Ó- bein áhrif á verðlag á fatnaði framleiddum innanlands hefur ekki verið reynt að meta.“ Hæstu tollar eru lækkaðir úr 125% í 100% og er þar aðallega um snyrtiivörur að ræða. Þá er um að ræða tollalækkanir vegna aðildar íslands að GATT og eru þær aðallega á ávöxtum, græn- meti, brauðvörum, rit- og reiikni vélum og skófatnaði. Loks er svo um almennar tollalækkanir að ræða á hráefni til roáilmsmíði og lækka tollar af plötujárni og prófílum úr 15% í 5% og af boltum og róm út 50% í 36%. Er lækkun þassi gerð vegna núver- andi erfiðleika máilmiðniaðarins og vegna erfiðrar samkeppnisað- stöðu vöru úr málmum, sem framleiddar eru innan lands gagnvart innflutningi. í frv. eru ýmis önnur ákvæði, þ.á.m. þesisi: Lagt er til að breyta heimild í gildandi tollskrá til að fella nið- ur gjöld af ritum á íslenzku prentuðum erlendis. Heimild þessi hefur nokkuð verið notuð hin síðari ár, einkum þegar um hefur verið að ræða verk á ís- lenzku gefin út í samvinnu við erlenda aðila. Að vonum hefur innflutningur þessi sætt gagn- rýni innlendra bókagerðarmanna, og er því lagt til að breyta heim- ildinni í heimild til að lækka tol'la, þannig að gjöld verði greidd sem svarar tolli af efni til bókarinnar, þegar um rit menn- ingairlegs eðliis er að ræða. Lagt er til að fella niður heiim- ild til að gefa eftir toll af vélum, sem eingöngu eru notaðar til framleiðs'lu á umbúðum um vör- ur, sem fluttar eru úir landi. Bæði er, að nú þegar er til í land inu miíkill vélakostur til umbúða framleiðislu og eins hitt, að ákvæði þetta er erfitt og við- kvæmt í framkvæmd. Lagt er til að fella niður heim- ild til eftirgjafar af vélum til framleiðslu á niðunsoðnum sjáiv- arafurðum til útflutnings. í þesisu sambandi má benda á, að hrað- frystiiðnaðurinn býr við 10 og 15% toU af algengustu véhim sínum. Lagt er til að endur- greiða hluta tolla af hráefni til fataframleiðslu, sem tollafgreitt er á tímabilinu frá 1. janúar 1968 til gildistöku þessara laga. mennings. Pjármálaráðherra gerði síðan nokkra grein fyrÍT einstökum liðum frv. og jafn- frarnt skýrði hann frá fyrirætl- unum ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun að auki vegna sjávar- útvegins. Magnús Jónsson sagði að lokum, að æskilegt hefði verið að verja meira fjármagni til tolla lækkana og að ekki hefði komið til þeirra nýju útgjalda, sem ríkissjóður stæði nú andspænis en um það þýddi ekki að fást. Um aðstöðu iðnaðarins, sagði ráð'herrann, að jafnframt því sem tollar á hráefnum hans hefðu verið lækkaðir hlutfallslega jafn mikið og af fullunnum vörum bæri að leggja áherzlu á að geng- isbreytingin sjálf hefði bætt mjög aðstöðu iðnaðarins með stór aukinni vernd. Ég tel allar llkur á því, sagði fj ármálar áðlherra að lokum, að miðað við horfur í tollamálum og nauðsyn okkar að ná einhverj um samningum við viðskipta- bandalögin verði að halda áfram breytingum á tollalöggjöfinni. Að lokinni ræðu ráðherrans tóku tiil máls Ólafur JóhanneSson (F) og Karl Guðjónsson (K) og kváðust hvorugur taka afstöðu til efnisatriða frv. á þessu stigi málins en gagnrýndu hins vegar að svo skömmu eftir gengisbreyt- ingu yrðd að taka upp uppbætur fyrir sjávarútveginn og væri það einsdæmi í íslenzku efnalhags- lífi. Kennsla í blnðtunennsku - rædd í gær í GÆR var til fyrstu umræðu í Neðri deild Alþingis frv. þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Þórarins Þórarinsisonar, Benedikts Grön- dals, Magnúsar Kjartanssionar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar um kennslu í þlaðamiennsku við Háskóla íslands. Flutti Sigurður Bjarnason framsöguræðu fyrir málinu og verður hennar getið í blaðinu á morgun. Þingmál í gær EFRI DEILD Frv. um heimild til að veita Hans Samúelssyni stýrimanns- skírteini var afgreitt til Neðri deildar í gær. NEÐRI DEILD Jón Skaftason alþm. var kjör- inn gæzlustjóri Söfnunarsjóðs fslands frá 1. janúar 1968 til árs- loka 1971. Eggert G. Þorsteins- son, félagsmálaráðherra mælti fyrir frv. að byggingarlögum fyrir skipulagsskylda kaupstaði, sem var til fyrstu umxæðu í gær. Ráðherrann mælti einnig fyrir frv. um brunavarnir og bruna- mál, sem var tiil fyrstu umiræð.u. Ný mól Lúðvík Jósepsson (K) hefur lagt fram í Neðri deild frv. um olíuverzlun ríkisins. Ragnar Arnalds (K) hefur lagt fram frv um Fiskiðju ríkisins. Enn rætt um hægri umferð - á Alþingi í GÆR var til 2. umræðu í Neðri deild Alþingis frv. um frestun hægri umferðar. Matthías Bjarnason (S) framisögumaður meiri'hluta Allsherjarnefndar miælti fyrir því áiliti meirihlutans að fella frv. og Steingrimur Páls- Son (K) mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans. Einnig tók til máls Gísli Guðmundsson (F) en að ræðu hans lokinni var umræð- unni frestað. Nánar verður skýrt frá umræðum í Mbl. síðar. Héraðshjúkrunarkona óskast til Höfðakaupstaðar. Upplýsingar gefur héraðslæknirinn BlönduósL Tillaga á Alþingi um: Niðurfellingu fímamismunar - Frá Karli Guðjónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.