Morgunblaðið - 11.02.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.1968, Qupperneq 1
32 SIIMiR 0€ LESeÓK ' Hans Sif á strandstaðnum við Rifstanga. Geri norðanátt með brimi er víst að skipið brotnar. — Sjá frétt á baksíðn, (Ljósm: Ól. K. M.) VIETNAM: Árás kommúnista á Khe Sanh her- stööina getur orðið hvenær sem er — Sprengjuflugvélar af rússneskri gerö hafa sézt í Norður-Vietnam Saigon, 10. febrúar NTB—AP BANDARÍSKT herlið hefur náð aftur á sitt vald suðurbakka Perfume-árinnar, sem rennur í gegnum borgina Hue, en nú hafa geisað blóðugir bardagar í tiu daga í þessari gömlu keis- araborg, þar sem barizt hefur verið hús úr húsi. í hinum hörðu bardögum í Hue hafa hermenn Norður-Víet nams verið hraktir til baka skref fyrir skref og hafa skilið eftir sig 934 failna. Bandaríkja- menn höfðu þar til í gær misst 31 mann fallinn og 281 af liði þeirra hafði særzt . Talsmaður stjórnarinnar í Suð ur-Vietnam skýrði frá því, að Bandaríkjamenn hefðu náð á sitt vald öllum byggingum á suðurbakka árinnar en hinum megin árinnar hefðu hermenn frá Norður-Vietnam enn borgar vígið á valdi sinu. Á svæðinu fyrir sunnan Hue er önnur herdeild Norður-Víet- nams að nálgast hina miklu her stöð Bandaríkjamanna við Da Nang. Bandarískur herflokkur varð fyrir árás aðeins 7 km frá herstöðinmi. Rússneskar sprengjuflugvélar við Hanoi Bandarískir flugmenn hafa séð að minnsta kosti tvær ef ekki þrjár sprengjuflugvélar af rússneskri gerð á flugvelli í grennd við Hanoi. Skýrði banda rískur talsmaður frá þessu í dag. Er hér um að ræða teg- undina IL-28S, en þessar vélar geta flogið 1600 km vegarlengd og borið sprengjumagn allt að 2,7 smál'estum. Hanoi er í 450 km fjarlægð frá hlutlausa belt- inu. Bandarísku flugmennirnir sáu sprengjuflugvélarnar í árás arferð á flugvöllinn við Plhuc Yen 28 km fyrir norðvestan Hanoi á fimmtudag. Banda- ríska leyniiþjónustan hefur vit- Framh. á bls. 31 Landsbókasafn Grænlands — gereyðilagðist í eldsvoða Góðvon, Grænlandi, 9. febr. — NTB MILLJÓNATJÓN varð í Góðvon á Grænlandi á föstudag, er eldur kom upp í byggingu landsbókasafns- ins grænlenzka. Reyk frá eldinum lagði yfir allan bæ- inn og slökkviliðsmenn kom- ust ekki inn í bygginguna til að athafna sig fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. A safninu voru rösklega 40 þúsund bindi og óttazt er að öll hafi gereyðilagzt. Meðal merkra bóka voru öll frumhand rit trúboðans Samuels Klein- sdhmitdt um grænlenzka mál- fræði og grænlenzkt ritmál en hann er af mörgum talinn höf- undur þess. Sömuleiðis dagbæk ur hans og ferðalýsingar. MBL. sneri sér tii Einars Ól. Sveinssonar, prófessors og for- stöðumanns Handritastofnunar- innar og spurðist fyrir um það, hvort honum væri kunnugt um að nokkur handrit íslenzk eða önnur verk, sem snertu Island hefðu verið ó safninu. Próf. Einar sagði, að hann teldi það ólíklegt, en hins veg-' ar þyrði hann ekki að fullyrða neitt um það. Hann minnti á að Íslendingar hefðu alltaf öðru hverju verið þarna á ferð, með- al annarra Sigurður Breiðfjörð á öldinni. sem leið og en hann hefði ekki klára vitneskju um að neitt handrita hans hafi ver- ið á safninu. Próf. Einar taldi sennilegt, að flest meiri háttar handrit hefðu smám saman ver- ið flu-tt til Hafnar ag væru þar í vörzlu. Finnbogi Guðmundsson, lands Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.