Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 5

Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 5
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 5 ,Hálfur hér og hálfur þar' Rœtt við Geir Jón Helgason, byggingameistara í Kanada GEIR Jón Helg-ason er fædd- ur á Skaganum, alinn upp í Reykjavík, báta- og togara- sjómaður í mörg ár, lögreglu- þjónn í Reykjavík, innflytj- andi tii Kanada, bygginga- meistari þar og hóteleigandi. Við hittum Geir Jón á förn- um vegi, en hann er í heim- sókn hér núna til þess að hitta vini og vandamenn. Geir Jón fór með fjölskyldu sína, konu og mörg börn, til Kan- ada 1952 vegna útþrár og ólgu í blóðinu, svo sem títt var um víkinga fyrr á öldum. Munar manninn um eitt ár í sextiu og fer vel með. Fjöl- skyldan býr í Vancouver í Kanada, börnin eru 8 og barnabörnin 18. Hann hefur byg&t yfir 100 hús í Kanada, unnið ýmsa erfiðisvinnu, og rekur nú hótel, kallað mótel ytra, svo að ekki hefur blóð hans ólgað til einskis. — Þú ert 59 ára og hefur verið 16 ár úti, hvað vannstu nú aðallega fram til 43 ára aldurs? — Ég var sjómaður frá 14 ára aldri og var þá m.a. á Leifi heppna skömmiu áður en hann fórst á Halamiðum 1924. Ég var svo í mörg sum- ur á síldveiðum og svo fór ég í Stýrimannaiskólann 1931. Eftir það var ég stýrimaður á gömlu Péturseynni, en við höfðum keypt hana nokkrir og gerðum út frá Hafnarfirði. Ég var um tíma skipstjóri, en fór aftur á togara og var þá stýrimaður, t.d. á Leikni þegar hann fórst á Halamið- um. — Hvernig vildi það til? — Það er nú eiginlega óráð ið ennþá, en það kom óstöðv- andi leki að skipinu í miklu ofsaveðri. Togarinn Gylfi kom og tók skipið í tog og alla mennina um borð vegna veðurofsans, en skipið sökk skömimu seinna á leiðinni til lands. —Þetta hefur verið giftu- samleg björgun, var nokkuð sérkennilegt sem bar til tíð- inda í sambandi við þetta slys? — Já, það var nú eiginlega svo. Þannig var, að um borð í skipinu var ein stór rotta, sem var gefið fæði dags dag- lega til þess að hún skemmdi ekki netin, en það kom ekki til mála að drepa hana, þvi að hún hafði verið svo lengi um borð og var ekkert mann- fælin. Hún hafðist aUtaf við undir hvalbaknum. Tveimiur dögum áður en s'kipið sökk var ég í brúnni og við vorum að toga og ég var að dunda í brúnni. Þá sá ég rottuna vera komna í fiskikassann og vera að fá sér biita, en þar hafði hún ekki sézt áður og þótti þetta einkennilegt. Ég spurði hásetana hvort að hún hefði ekki haft nóg að borða og hafði svo verið, en þarna hafði ihún brotið boðorðið. Þetta var merkisdýr. Nú, þeg ar togarinn var að sökteva tveimur dögum seinna, fórum við strax upp á bátadekk til þess að gera björgunarbátana klára fyrir sjósetningu. Togar inn hallaðist mjög mikið á bakborða og ijósin voru slokknuð. Við tókum fyrst til við stjórnborðsbátinn og þeg- ar við sviptum netinu ofan af bátnum, þá var rottan þar undir og skreið hún strax nið ut um rifu sem var á hlerun- um, sem lágu yfir björgunar- bátnum og ofan í bátinn. Eft- bátnum, og ofan í bátinn. Eft- við að losa bátinn, en dekk- festingarnar á honum voru mjög ryðgaðar. Þannig á óskiljanlegan hátt komst rott- an af og með okkur yfir í Gylfa. Geir Jón Helgason, byggingameistari í Kanada. — Varstu lengi á togurun- um eftir að Leiknir sökk? — Já, ég var í nökkur ár, en ég hætti þá á sjónum, þeg- ar kona mín missti tvo bræð- ur sína með togaranum Ólafi, sem fórst með allri áhöfn og þá gerðist ég lögreglumaður í Reykjavík. En það var erfitt, ég var í tvö ár að jafna mig á því að vera í landi, mig lang aði svo á sjóinn aftur. Ég var svo í lögreglunni þangað til 1952. — Hvernig var að starfa í lögreglunni á þeim árum? — Það var ágætt að starfa í lögreglunni, en ég fór ilLa út úr því, þegar ég lenti í slags- málunum frægu við Lista- mannaskálann, þegar við þrír lögregluþjónar vorum slegnir niður af óðum bersek, sem hafði náð í kylfu af einum lögreglulþjóninum. Ég var fluttur á spítala og var þar í nokkrar vikur, en ég hef aldrei beðið þess bætur. — Hvað kom þér til að flytja til Kanada? — Ja, það er nú ekki gott að segja til um það, ég veit eiginlega ekki af hverju ég fór. Það er kannski einna helzt, að þessi flækingsnátt- úra íslendinga hafi ráðið þar mestu, eins og víkingarnir sem voru gaignteknir af að afla sér frama og sjá sig um í heiminum. Einnig var mikið talað um það á þessum ár- um hversu gott væri að búa í Bandaríkjunum og Kanada, það væri svo gott og auðvelt að lifa þar, svo sem eins og að tína gullepli af gnótt trjáa. En maður komst nú að raun um, að þetta var ekki alveg svona auðvelt og það var miklu erfiðra að hafa fyrir lífinu þar heldur en hérna heima ,að minnsta kosti til að byrja með, og ég myndi ekki ráðleggja neinum að yfir gefa það, sem hann á hér til þess að flytja utan. — Var þetta ekki erfitt ferðalag fyrir ykkur hjónin, mörg börn og tengdafólk? — Jú, það var það. Við fór um með Tröllafossi til New York og konan mín var með barni svo að ferðin var sér- lega erfið fyrir hana, en Hannes Kjartansson var okk- ur mjög hjálpsamur þegar við komum til New York, og greiddi götu okkar á allan hátt, svo að við komumst eins fljótt og auðið var til Kanada, — Kunnið þið ekki vel við ykkur nú orðið? —■ Jú, alveg prýðilega, fyrst var þetta mjög erfitt og ég vann alltaf ýmsa erfiðis- vinnu. Nokkru seinna fór ég á kvöldskóla ásamit vinnunni og stundaði smíðanám og teikningu. Þá vann ég nokk- uð við húsasmíðar og hóf síð- an smátt og smátt að byggja upp á eigin spýtur. Ég er bú- inn að byggja yfir 100 hús í Kanada. Jafnhliða því að byggja hús rek ég hótel, sem ég byggði 1962, 40 mílur fyr- ir norðan Vancouver í 7 þús- und manna bæ, sem heitir Squamish, en það er indíána- nafn, og þýðir vindur. í þeim bæ er einn stærsti skemmiti- garður í Kanada og heitir hann Garibaldigiarðurinn. Þar eru Kanadamenn nú að reyna að fá vetrarolympíuleikana haldna 1972, en skíðasvœeði eru þarna mjög góð, og einn- ig er þarna laxa- og silungs- veiði í sjónum og ánum. Við hjónin eigum 8 börn og 18 barnabörn og allir eru heil- brigðir og hressir. Tvö af börnum okkar hafa flutt aft- ur hingað til íslands, og það er nú svo að heimahagarnir toga mikið í mann, enda má segja að maður sé hálfur þar og hálfur hér. Satt að segja vildi ég nú gjarnan flytja hingað heim aftur, en það er erfitt að vera að rífa sig upp aftur og aftur og mörg börn miín eru gift erlendis. Maður fór jú út í þetta af hálfgerðri forvi'tni, en það er oft erfitt að leiðrétta það eftirá, sem maður hefur gejrt rangt og hversu mikið sem ég ferðast, þá rís ísland alltaf upp úr bæði hvað snertir náttúru- fegurð og gæði, fólk og land. Hafnarf jörður Hafnarfjörður Enskunámskeið hefst 15. febrúar. Kennt verður í tveim flokkum. Fyr- ir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komnir. Lögð verður áherzla á talkennslu. Nánari upplýsingar í síma 50342. Ann Dadney Árnason. Húsbyggjendur V Einangrunarglerið frá okkur nýtur vaxandi álits. Kynnið ykkur verð og gæði. Bjóðum einnig einfalt gler og glerísetningarefni. CLERSKÁLINN SF. HÓLMGARÐUR 34. Reykjavik Sími 30695. EIIMAIMGRIJN Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 26 - Sími 30978. Straii(l;imenn Árshátíð félagsins verður haldin að Hlégarði, laugar- daginn 17. feb. hefst kl. 7.30 stundvíslega með borð- haldi. Góð skeinmtiatriði. Miðar seldir í Radíóihúsinu, Hverfisg. 40, sími 13920 fimmtudag kl. 4—6. föstudag 4—7. Ferð frá gömlu Bifreiðastöð íslands kl. 7. STJÓRNIN. Bútasala og rýmingarsala A morgun byrjar bútasala og rýmingarsala á alls konar vefnaðarvöru að Hjarðarhaga 24. Einstakt tækifæri til hagstæðra innkaupa. Lokað 12.30 —2.00 HRINGVER-lagerinn, Hjarðarhaga 24. UTSALA JASMÍN - VITASTÍG 13 ALLAR VÖRUR MEÐ AFSLÆTTI. MARGT SÉRKENNILEGRA MUNA. Samkvæmiskjólaefni, töskur, borðbúnaður, ilskór, styttur, lampar, gólfvasar, útskorin og fílabeinsinn- lögð borð, handofin rúmteppi, borðdúkar, púðaver, haindklæði, reykelisker, sverð og hnífaæ, skinn- trommur og margt fleira. JASMIN, Vitastíg 13. Sdmi 11625. Laugavegi 22. KJÚKLINGAR TORNEDOS KÓTILETTUR ROASTBEEF HAMBORGARAR FR. KARTÖFLUR MOIIIIHI ROUGE Sími 13628. SMURT BRAUÐ HEITAR SAMLOKUR og lcaldar í úrvali. Sendum heim ef óskað er. FLJÓT AFG REIÐSLA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.