Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 10

Morgunblaðið - 11.02.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 19«« Úr könnun á lestrarvenjum barna: Þjóðsögur og íslendingasögur skemmtilegar Jdn Sigurðsson óvinsælt lestrarefni Viðtal við prófessor Símon Jóh. Agústsson Lestrarefni barna, bæði það sem þeim er gert að lesa í skól- anum og þau velja af eigin hvöt- um, er talsvert til umræðu um þessar mundir. Enda ákaflega mikiivægur þáttur í uppeldi og menntun nýrrar kynslóðar. í slíkum umræðum hafa menn við lítið raunhæft að styðjast utan eigin innsæi, reynzlu og tilgátur. Á þessu sviði er þó nú unnið á vísindalegan hátt mjög merki- legt starf, sem væntanlega á eftir að koma að góðu liði. Prófessor Símon Jóh. Ágústs- son, sálfræðingur, er að vinna úr gögnum, sem hann safnaði vet urinn 1965. Þá gerði hann víð- tæka könnun á lestrarvenjum barna á aldrinum 10—15 ára eða 6 aldursflokkum. Könnunin var tvíþætt: Annars vegar könn- un á því, hvað börn og ungl- ingar lesa í tómstundum sínum, og var sá þáttur miklu viða- meiri, og hins vegar könnun á horfi þeirra við efni lestrarbóka og skólaljóða, sem þau lesa í skólum. Við leituðum eftir við- tali við prófessor Símon um þessar kannanir, sem þegar hafa veitt ýmsar merkar vísbendingar, þó úrvinnslu gagna sé ekki lok- ið, m.a. vegna skorts á vinnu- afii og fé til reikningslegrar úr- vinnslu. En hvers vegna að leggja svo mikið kapp á að spyrja krakkana sjálfa um efni lestrarbókanna í skólunum? Því svarar Símon: — Lestrarbækur barna og unglinga gegna svo mikilvægu hlutverki, að það ætti að vera ómaksins vert að kanna mat nemendanna sjálfra á þeim. Við- horf þeirra veitir vitneskju um hvaða kaflar og Ijóð eru við hæfi þeirra og hver ekki. Ætlan mín var, að í ljós kæmi af könnuninni hvaða kaflar og kvæði í lesbókum væru vinsæl- ust og óvinsælust, bezt eða sízt við hæfi barna og unglinga á þeim aldri, sem þau eru ætluð. Niðurstoður slíkrar athugunar geta, ef vel til tekst, orðið mönn- um þeim eða nefndum, sem setja lestrarbækur saman og velja efni þeirra, til leiðbeiningar og gert þeim kleift að sneiða hjá ýmsum annmörkum og ágöllum, sem núverandi lestrarbækur hafg og bætt vinnubrögð þeirra. Að efni og formi verða kaflarnir að vera í samræmi við áhugamál barnsins, reynslu þess, skilning og þroska á hverju aldursstigi. Það er ekki einungis gagnslaust, heldur getur jafnvel verið skað- samlegt að halda að börnum þeim köflum og kvæðum, sem þau eru ekki fær um að njóta, hafa ekki gaman af, eru fyrii einhverra hluta sakir ofvaxin tilfinninga og vitsmunaþroska þeirra. Með þessu er unnt að mynda með barninu varanlega ó, beit á einhverju skáldi eða rit- höfundi, jafnvel á einhverju skáldskaparformi eða tegund, eins og Ijóðum. Hversu góð, djúp og stórbrotin sem slík ljóð eða kaflar kunna að vera frá bók- menntalegu sjónarmiði, er lestur þeirra ótímabær, ef börnin hafa ekki þroska til að njóta þeirra. Ef þau eru þeim langt um of- viða, eru þau þeim dauður bók- stafur, annarlegt tungumál, sem fangar hvorki hug þeirra né hjarta. Slíkur lestúr kemur engu barni til þroska. Lesefnið getur líka verið of létt, miðað við lægra þrozkastig en barnið stend ur þegar á og þau áhugamál, sem það er þegar vaxið upp úr. Slíkt efni er enginn þroskagjafi. Það skortir eggjun og hvatningu. Ef bamið býr lengi við það, stuðlar það að stöðnun í sálar- lifi þess. í hvorugu tilvikinu er lestrarefnið við hæfi barnsins. Lestrarefni við hæfi er skemmti- legt. Það er einnig Ijósmóðir vaknandi áhugamála. Það hvetur og eggjar hug barnanna. Skemmtanagildi er þó ekki einhlítur mælikvarði á lestrar- efni barna almennt og þá ekki heldur á lesbækur. Það er nauð- synlegt, en ekki nægilegt skil- yrði, sem lestrarefnið verður að verða við. Lestrarefnið verður einnig að hafa þroskagildi fyrir barnið, þ.e. glæða þroska þess og auðga reynslu þess. 10—15 ára börn spurð Þá er rétt að fá að vita hvernig þessi könnun á lestrarvenjum barna og unglinga fór fram. Báðir þættir könnunarinnar fóru fram í einu. Samin var spurn- ingaskrá, sem lögð var fyrir um 20% óvalið úrtak allra bekkjar- deilda úr 4.5. og 6. bekkjum barnaskóla í Reykjavík og 1.2. og 3. bekkjum gagnfræðadeilda þar. Náði könnunin því til 32 bekkjardeilda barna á aldrinum 10—12 ára og 32 bekkjardeilda unglinga á gagnfræðastigi. Voru lagðir fyrir börnin tveir spurn- ingalistar, annar um sjálfvalið efni í tómstundum, lesefni, kvik myndir, útvarpsefni og fleira en hinn varðandi viðhorf þeirra til skólaljóða og efnis í lestrarbók- um þeirra í skólunum. Fóru tveir kennslutímar í þetta með stuttu hléi á milli. Var þess gætt, að börnin tækju ekki hvert eftir öðru og vissu ekki um viðfangs- efnið fyrirfram. Á listanum um tómstundalesturinn og annað efnisval utan skóla voru 16 spurningar, sumar í nokkrum lið- um. En á hinu eyðublaðinu að- eins fjórar spurningar, þar sem börnunum var gert að velja þrjá kafla úr lestrarbókum sínum, sem þeim þættu beztir og skemmti- legastir, og aðra þrjá sem væru að þeirra dómi leiðinlegastir, og samsvarandi úr skólaljóðunum, þ.e. valin skyldu 3 beztu og 3 leiðinlegustu ljóðin. Höfðu nem- endur handbærar lestrarbækur sinar, sem þeir notuðu yfir vet- urinn. — Auðvitað er ekki unnt að segja alveg ákveðið, hvað er vinsælast og hvað óvinsælast af lesefni barnanna, þegar þau velja úr gefnu efni, segir Símon, og hann gerir í þvi sambandi nokk- ra grein fyrir efni bókanna. — Á berandi er t.d. að ákaflega fáar sögur í þeim eru úr lífi telpna, hve fræðslukaflar eru óvinsælir, sennilega mest af því, hve gaml- ir og úreltir þeir eru og vekja ekki lengur forvitni né áhuga barnanna. Þá virðist siðalærdóm- ur vandboðaður börnum, svo dæmi séu tekin. Oft sést greini- lega munur á smekk drengja og stúlkna. Efnisflokkarnir eru mjög misstórir, suma flokka vantar alveg, sem taka talsvert rúm í sumum samsvarandi erlendum lestrarbókum, svo sem ýmsar for- vitnilegar frásagnir um lífshætti annarra þjóða o.fl.. Á gagnfræða stiginu breyta lestrarbækurnar að nokkru um hlutverk og verða eins konar sýnishorn íslenzkra bókmennta, sniðið við hæfi ungl- inga. Út í þetta verður ekki hægt að fara nánar hér. En þarna er hægt að velja úr heilmiklu og mismunandi efni og innan þess ramma hægt að sjá þetta, sagði Símon, er við inntum hann eftir því, hvað krökkunum hafi þótt skemmtilegast og leiðinlegast í skólabókunum. Góð ljóð geta verkað fráhrind- andi. — Svörin ættu að geta gefið þeim, sem setja saman lestrar- bækur í framtíðinni góða vís- bendingu um, hvað nær til krakk anna. Sumir kaflar og ljóð í bók- unum eru sjaldan nefnd. Þau virðast orka ákaflega lítið á börnin. Annað efni nýtur al- mennra vinsælda hjá þeim. f þriðja lagi er efni, sem orkar sterkt á þau, verkar jöfnum hönd um fráhrindandi og aðlaðandi. Oft virðist ákaflega mjótt á mun- um, hvað hrindir frá eða dregur Símon Jóh. Ágústsson. að. Loks er flokkur kvæða og óbundins máls, sem greinilega er óvinsælt efni. Oft er það með í lestrarbókunum, af því að þeim, sem setja lestrarbækur saman, finnst að börnin þurfi að þekk- ja ákveðna höfunda eða ákveð- in verk. Hefð ræður ef til vill líka valinu. Þannig slæðast oft inn kvæði, sem fara fyrir ofan garð og neðan hjá börnunum. Þetta geta verið ljómandi falleg kvæði, en ná ekki til þeirra af því að þau eru of þung. — Getið þér gefið okkur hug- mynd um þetta með dæmum úr könnuninni. — Ja, t.d. virðist Vikatelpan eftir Stephan G. vera eitt af þessum kvæðum. Réttarvatn eft- ir Jónas Hallgrímsson er aftur á móti mjög vinsælt. Þar kann lagið við ljóðið að hjálpa til. Önnur ljóð Jónasar njóta ekki nærri eins mikilla vinsælda svo sem Hulduljóð. Vorkvæði eftir Þorstein Erlingsson er vinsælt, og Burstabærinn eftir Davíð Stef ánsson jöfnum höndum vinsælt jog óvinsælt. Almennt virðast börn og unglingar kunna að meta ljóð Davíðs, en Vegurinn er þó óvinsælt Ijóð. Söguljóð njóta mikilla vinsælda, eins og t.d. Grettisljóð, sem segir frá viðureign Grettis og Gláms, Skúlaskeið eftir Grím Thom- sen o.fl.. Börnin skilja sögu- ljóðin fyrr en lyrikina. ís- landsljóð Einars Benedikts- sonar er sjaldan nefnt. Börnin virðast ekki ráða við það eða ekki hafa smekk fyrir það. Ljóð- in geta sem sagt verið góð, en það verður að gæta þess jafn- framt, að þau séu við hæfi barn- anna. — f fyrri heftum af lestrar bókum er ákaflega mikið af þjóð- sögum og nefna börnin þær oft sem eitt bezta og skemmtilegasta lesefnið. En dæmisögur og siða- predikanir eru vandmeðfarin. Börnin virðast finna í þeim per- sónulegar aðfinnslur. Og fræðslu kaflarnir í lestrarbókunum eru nær alltaf nefndir sem leiðinda- efni, ef þeir eru nefndir á annað borð, sem bendir til þess, að þeir séu úreltir og ekki við hæfi barn anna. Fyndni kunna þau aftur á móti vel að meta og eru persónurnar í sögum Jóns Thor- oddsens mjög vinsælar, svo sem Bárður á Búrfelli. En Heljar- slóðarorusta fer fyrir ofan garð og neðan. Börnin virðast ekki kunna að meta fyndni Gröndals. Fornritin vinsælt efni — En hvað um frásagnir úr fornritum og íslendingasögum? Kunna nútímabörn að meta þær? — Já, en þar er galli á lestrarbókunum, sem þau eiga að lesa. Kaflar úr íslendingasögum eru saman í einu hefti á barna- skólastiginu og virðist vera gert ráð fyrir, að börnin hafi það ekki fyrr en síðasta árið. Lítur út fyrir, að þetta efni verði helzt út undan, og margir nái alls ekki að lesa það. Væri miklu betra, ef þessu efni væri dreift um lestrarbækurnar. Sömu sögu er að segja um unglingastigið. Kaflarnir úr íslendingasögunum eru allir aftast og mæta senni- lega afgangi. Sem tómstundalest- ur lesa börn enn þá nokkuð ís- lendingasögur. Samkvæmt könn- uninni er Njála vinsælust. Einn- ig eru nefndar Grettissaga og Egilssaga. En stafsetningin er þarna mikill þröskuldur. Tví- mælalaust ætti að gefa sögurnar út með nútíma stafsetningu, svo þær verði aðgengilegri. Börnin nefndu fornritin 100 sinnum sem skemmtilegt efni til tómstunda- lesturs. Bendir það til þess að þau mundu lesa þau mikið, ef þau væru færð til nútímastafsetn ingar og áhugi þeirra glæddur á þeim. — Ef við höldum okkur enn um sinn við lestrarbækurnar, er þá einhver sérstakur efnisflokk- ur sem virðist vanta alveg? — Til dæmis vantar frásögur af merkum mönnum, sem gætu vegið upp á móti dýrkuninni á Tarsan og öðrum slíkum hetjum. Að vísu er í lestrarbókunum ein grein um Jón Sigurðsson, en hún er sýnilega ekki við hæfi barna, þótt hún sé vel rituð. Þau nefna hana sjaldan, eða aðeins 15 sinn- um og þá alltaf sem leiðinlegt efni. En óvinsældir efnis fara ekki eingöngu eftir efnisflokkum heldur líka eftir því, hvernig það er skrifað og sett fram. T.d. eru til óvinsælar þjóðsögur, þó þær þyki yfirleitt skemmtilegt lestrar efni. En lestrarbækurnar, eink- um þær sem notaðar eru á barna- stiginu, eru orðnar gamlar. Og vafalaust verður öðru vísi val- ið í þær, þegar þær verða gefn- ar út aftur. Við það þarf að hafa vönduð vinnubrögð. — Hvernig álítið þér að fara eigi að því? — Að mínu viti þarf að prófa efni í lestrarbækur og kennslu- bækur í að minnsta kosti eitt ór og af ýmsum kennurum áður en þær eru endanlega gefnar út. Menn reka sig á ýmislegt, er þeir fara að kenna efnið og þá má lagfæra það. En við samningu lestrarbókar þurfa sakir sérþekk ingar sinnar að vinna bókmennta fræðingar, sálfræðingar og kenn arar. Þetta er þeim mun nauð- synlegra þar sem langt líður hér á milli nýrra bóka. Við þurfum að nota sömu bókina svo lengi. Lesa mikið í tómstundum — Ef við snúum okkur nú að tómstundalestri barna og lestrar- venjum þeirra. Á spurningalist- anum um það efni voru mun fleiri og fjölbreyttari spurningar. Er það ekki rétt? Prófessor Símon sýnir mér list- ann, sem skipt er niður í 16 spurningar. Fyrst er spurt um lestrarefni í tómstundum, beztu bækurnar sem barnið hefur les- ið, hve mörg ljóð það hafi lesið síðastliðinn hálfan mánuð og hvaða kvæði því þyki bezt, hvað sé bezta leikritið, sem barnið hef- ur séð eða heyrt, spurt um heiti blaða sem það les, og hvaða efni helzt í dagblöðunum, um magn sjálfvalins lestrarefnis og fleira þessháttar. Þá er spurt um út- varpsefni, bíóferðir, leikhúsferð- ir, sjónvarp og hvers konar efni af þessu tagi sem barninu þyki mest gaman að. Er spurningunum skipt niður í kafla til að gera því auðveldara fyrir. Hvað lesa börnin þá í tóm- stundunum? Þar kennir margra grasa, segir Símon, enda fylla spjaldskrárnar hans með nöfn- um á bókum og höfundum, sem nefnd hafa verið í svörum barn- anna, marga kassa. í því liggur þegar geysileg vinna. — íslenzk börn lesa greinilega ákaflega mik ið ennþá, segir prófessorinn. Mað ur sér þó, að tómstundalestur fer minnkandi um það leyti sem námið þyngist og unglingarnir þurfa að leggja sig meira fram. Nám barna frá 10—12 ára er ákaflega létt og lesa greind börn geysilega mikið. Þó er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir lestrarmagninu, einkum af því, hve misstórar bækurnar eru og svo veit maður ekki hve mikið þau hafa raunverulega lesið í hverri bók eða hvort þau hafa aðeins haft hana undir höndum og gluggað í hana. — Hvers konar lestrarefni ber mest á hjá krökkunum? — í svörum barnanna er nefnt allt milli himins og jarðar, nýtt og gamalt. Margar bækur eru aðeins nefndar einu sinni, aðrar oftar. En yfirgnæfandi lestrar- efni 10—13 ára barna eru þessa alkunnu barna— og unglingasög ur, þar sem mest ber á bóka- flokkum, sem flestar eru þýddar úr erlendum málum. Ég hygg, að þetta sé svipað og annars staðar á Norðurlöndum. Það gildir jafnt um stúlkur og drengi. Þeir eru þó meira fyrii; hetjusögur, en þær velja bækur um telpur á þeirra aldri, lækna og hjúkrunar konur og þess háttar. T.d. eru bækur Blytons ákaflega mikið lesnar, Beverly Gray bækur eru nefndar 95 sinnum, Bob Moran bækur 95 sinnum. Höfundur að nafni McLean er greinilega mjög vinsæll og er nefndur 105 sinn- um, svo einhver dæmi séu tekin af handahófi úr spjaldskránni, segir prófessorinn. Af íslenzkum höfundum virðist mest lesið eftir Jennu og Hreiðar, Ármann Kr. Einarsson og Jón Sveinsson. Nonnabækurnar eru enn mjög vinsælt lestrarefni, nefndar 93 sinnum á þessum lista. Þó verður að hafa í huga, að bókaval fer nokkuð eftir því, hvað er fáan- legt og hvað börnin hafa undir höndum, t.d. er ekkert hentugt úrval til úr 1001 nótt. Einhæfur tómstundalestur. — Viss hætta virðist liggja I því hve tómstundalestur barna getur orðið einhæfur sbr. flokka- bækurnar. Þegar krakkarnir eld ast, breytist smekkurinn. Þau vaxa upp úr þessum barnabók- um. Þessa fer að gæta upp úr 13 ára aldrinum. Mikið af bókum, sem þau lesa, er þó oft lélegt rusl. En innan um eru góðar bækur. Og Símon blaðar í spjald skrá sinni. — Jón Trausti er hér t.d. nefndur 64 sinnum og Svart- ar Fjaðrir eftir Davíð Stefánsson 6 sinnum. En ljóðalestur er til- tölulega mjög lítill. Helzt ef fram kemur eitthvað mikið umtalað eð skrýtið, eins og t.d. plathöfund- urinn Jón Kári. Þá virðast krakk arnir fara að lesa ljóð þeirra. Allmargir hafa lesið bækur eftir Halldór Kiljan Laxness, og Fjall- kirkjuna eftir Gunnar Gunnars- son hafa 19 börn lesið. Ef börn og unglingar ná í ævisögur, sem eru skemmtilega skrifaðar, virð- ! ast þau sólgin í þær, svo sem um Edison, Ford, Nansen o.fl. Og Frah. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.