Morgunblaðið - 11.02.1968, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SORGARSAGAN ENDURTEKUR SIG L rúmlega einu ári hafa þrír ■**■ vélbátar með samtals 17 mönnum farizt frá sjáv- arþorpunum við ísafjarðar- djúp, nú síðast Heiðrún II. frá Bolungarvík, er fórst um síðustu helgi, með sex unga menn innanborðs. Þetta er mikið og sárt áfall fyrir þessi litlu byggðarlög. íbúar Bolungarvíkur eru tæplega þúsund manns, í Hnífsdal rúmlega 300 manns og Súðavík innan við 200 manns. Þessir mannskaðar eru þess vegna mikil blóð- taka fyrir þessi byggðarlög. Þeir hafa í senn valdið fólk- inu sárum og djúpum harmi, og atvinnulífi byggðarlaga þess miklu og tilfinnanlegu tjóni. Vestfirzkar sjávarbyggðir hafa oft mátt sjá á bak sjó- mönnum sínum í hafið að fornu og nýju. Svipuðu máli gegnir um flest önnur út- vegsbyggðarlög landsins. Skipstapar og mannskaðar hafa orðið í öllum landshlut- um. íslendingar eru mikil fiskveiðiþjóð, þess vegna hafa þetta verið örlög þeirra. Segja má að á meðan fiski- skipin voru lítil og ófullkom- in hafi frekar mátt gera ráð fyrir skipstöpum og mann- sköðum. En sannleikurinn er þó sá, að ofurveldi náttúru- aflanna hér á norðurslóðum er slíkt, að því fer víðsfjarri að nútímatækni geti skapað þeim, sem á sjóinn sækja fyllsta öryggi. Veðurofsinn við Vestfirði um síðustu helgi var svo trylltur að jafn vel stórir togarar urðu að lúta í lægra haldi. Heiðrún II. frá Bolungar- vík var rúmar 150 smálestir að stærð. Hún var nýlegt, traust og gott sjóskip. Stjórnandi hennar í þessari ferð var reyndur og dugandi sjómaður. En missir þessa skips og sjómannanna, sem með því fórust er enn þá átakanlegri vegna þess að það var komið í heimahöfn og þurfti aðeins að flytja sig til næsta fjarðar til þess að komast í öruggari höfn. Milli BolungarvíkUr og ísafjarð- arkaupstaðar er innan við klukkustundar sigling í venjulegu veðri. En svo mikill var veðurofsinn og svo svartur hríðarbylurinn, að Heiðrúnu tókst ekki að taka land á ákvörðunarstað, en varð að halda sjó, eins og fjöldi brezkra togara gerði þessa nótt á ísafjarðardjúpi. Tvö þessara stóru skipa fór- ust, annað hvarf í hafið en hitt strandaði. Sú sorgarsaga er öllum kunn. örlög Heið- rúnar II. og sjómannanna, sem með henni fórust, er ekki aðeins Vestfirðingum harmsefni heldur allri hinni íslenzku þjóð. Morgunblaðið vottar ást- vinum sjómannanna, útgerð armönnum skipsins og byggðarlagi innilega samúð á sorgarstundu. VERUM Á VERÐI Augljóst er af skrifum ■**• stjórnarandstöðublað- anna, að þau ætla sér að reyna að hafa þau áhrif á launþegasamtök, að efnt verði til verkfalla til að knýja fram kauphækkanir, enda þótt öllum séu ljósir þeir efnahagsörðugleikar, sem íslenzka þjóðin á við að búa og hve brýna nauðsyn ber til að treysta nú athafna- lífið, svo að unnt verði að tryggja fulla atvinnu og ör- ar framfarir. Mikið hefur að undan- förnu verið rætt um atvinnu- leysi það, sem bryddað hefur á. Sem betur fer hefur það þó ekki verið jafn alvarlegt og sumir vilja vera láta, en hitt er ljóst, að mun þrengra er nú um atvinnu en verið hefur undanfarin ár, og á- stæður til þess eru ljósar, þar sem hagur atvinnufyrir- tækjanna hefur stórlega versnað, vegna hins errfiða árferðis, sem við höfum átt við að búa og verðfallsins á útflutningsafurðum. Nú ríð- ur á mjög miklu að unnt reynist að treysta að nýju grundvöll atvinnulífsins, svo að allir hafi nægilega at- vinnu og framleiðsla og fram farir verði sem mestar. Þetta hefur ekki einungis almerina þýðingu fyrir þjóðarheildina heldur hefur það og megin- þýðingu fyrir þá, sem hafa orðið að búa við óstöðuga atvinnu. Hvert mannsbarn skilur, að til langframa er ekki hægt að skipta meiru en aflast, og jafn gífurlegt áfall og að tapa 2000 milljónum í út- flutningstekjum á einu ári hlýtur að koma við hag hvers einasta þjóðfélags- þegns. Hitt er mönnum líka jafn ljóst, að fyrst þarf að treysta grundvöll atvinnulífsins, svo að allir hafi örugga atvinnu, síðan er hægt að athuga hvort framleiðsla þjóðar- heildarinnar, þegar hún er Baráttan um Khe Sanh Fjallavirkið sem minnir á Dien Bien Phu ORRUSTAN um fjallavirkið KJhe Sanih, sem líkt hefur ver ið við Dien Pien Phu orrust- una 1954, er að hefjast. Norð ur-Viétnamar hafa uimkringt herstöðina með 40.000 manna liði. Aðerns 6.000 bandarísk- ir landgönguliðar og 2.000 suður-vietnamskir hermenn eru til varnar í herstöðinni svo að leikurinn virðisf ójafn, en 40.000 manna bandarískt herlið er á næstu grösum, bú ið öflugu stórskotaliði og fjölda flugvéla, og auðvelt er að senda þangað liðsauka, vopn og vistir. Hestöðin er mikilvægur hlekkur í varnarkeðju þeirri, sem Bandaríkjamenn hafa reynt að koma upp allt frá sjó til landamæra Laos sunnnan við hlutlausa belt- ið á landamærum Norður- og Suður-Vietnam. Herstöðin lokar greiðfærstu leiðinni, sem Norður-Vietnamar hafa notið til að koma birgðum til Suður-Vietnam. Ef Norður- Vietnömum tekst að ná Khe Sanh á sitt vald, koma þeir llðsafla Bandaríkjamanna í tveimur nyrztu héruðum Suð ur-Vietnam í opna skjöldu og geta neytt þá til að flýja í aðra varnarlínu, ef til vill svo sunnarlega sem við borg ina Hue. Áróðursgildi slíks sigurs fyrir Norður-Viet- nama yrði geysilegt. Bandarískir herforingjar eru þó bjartsýnir, og yfirmað ur 26. herdeildar bandaríska landgönguliðsins, David E. Lownds ofursti, sem ver Hhe Sanlh-herstöðina, sagði ný- lega: „Ég held, að þeir hafi ekki nógu fjölmennt herlið til að ná stöðinni. En hvað sem því líður erum við á- kveðnir í að halda henni. Við drepum þá um leið og þeir klifra yfir gaddavírsgirðing- arn«r“. Lownds ofursti er lágróma, bláeygður atvinnumaður með ljóst yfirvaraskegg og hefur verið yfirmaður herst.ðvar- innar í Khe Sanh í sex mán- uði. Fyrri árásir Herstöðin er á fallegu fjallasvæði í miðjum Ann- amite-fjallgarðinum — um það bil 1 km. fyrir austan griðastaði Norður-Vietnam í Laos og 40 km frá næsta virki Bandaríkjamanna, „Rockpile“, en leiðin þangað nefnist „Þjóðbraut 9“. f apríl og maí í fyrra gerðu Norður Vietnamar fyrstu árás sína á Khe Sanh, og kom hún ekki á óvart. Hinu fámenna setuliði í Khe Sanh barst fljótlega liðsauki, og eftir harða bardaga náðu land- gönguliðarnir á sitt vald nokkrum hæðardrögum, þar sem fylgjast með með öllum ferðum til herstöðvarinnar úr norðvesturátt. Annars var tiltölulega kyrrt við Khe Sanh allt árið, þrátt fyrir aðvaranir um yf- irvofandi sókn fjandmann- anna. Jafnvel eftir að Norð- ur-Vietnamar gerðu hinar hörðu stórskotaárásir á stöðv ar Bandaríkjamanna lengra í austri í fyrra — við Con Thien, Dong Ha og Cam Lo, treystu landgönguliðarnir ekki varnir sínar. Skotgrafir þeirra veittu Mtið skjól, neð anjaTðarbyrgi þeirra gnæfðu hátt upp úr jörðinni og á þökum þeirra voru aðeins tvær raðir af sandpokum, og dvalarstaðir landgöngulið- anna voru hrörlegir trékof- ar eða léreftstjöld, sem sand- pokum var hlaðið upp við. Varnir herstöðvarinnar voru ekki miðaðar við það að verj ast langvarandi stórskotalhríð úr 140 mm. eldflaugum og 152 mm. fal'lbyssum Norður- Vietnama. Mótfallnir skotgrafahernaði. Ástæðurnar til þess, að þannig var í pottinn búið voru aðallega þær, að mörg neðanjarðaébyrgi hrundu í monsúnrigningunum Qg skot grafirnar fylltust af vatni og að landgönguliðar eru mót- fallnir skotgrafaihernaði. Einnig vantaði vinnuafl. í rigningunum eyðilagðist flug völlurinn við Khe Sanh og gera varð nýjan flugvöll. Yfirmenn landgöngulið- anna í norðurhéruðum Suð- ur-Vietnam hafa alltaf verið mótfallnir kyrrstæðum virkjahernaði og lagzt gegn hugmyndunum um myndun „Maginot-varna“ á þessum slóðum. Landgönguliðamir hafa verið þjálfaðir til árása og vilja ekki hreiðra um sig í skotgröfum og varnarvirkj- um. En þessir hleypidómar hafa að nokkru orðið að víkja síðan Norður-Vietnamar hófu stórsókn sína á dögun- um og gerðu fyrstu alvar- legu árásina á Khe Sanh 21. janúar með fallbyssum og flugskeytum. Manntjón land gönguliðanna varð ekki ýkja mikið. en ein skotfæra- geymsla þeirra sprakk í loft, og kofarnir híundu, og tjöM- in og nokkur óvarin ökutæki eyðilögðust. 28. janúar komu blaða- menn til stöðvarinnar í flug vél frá Saigon og færðu þau tíðindi að tvö norður-viet- nömsk herfylki væru í þann veginn að umkringja Khe Sanh. Framh. á bls. 31 Bandarískur landgnguliði n otar smáhvíld á bardögunum til að skrifa heim. að nýju orðin í hámarki, geri kleift að auka tekjur manna. Áróður stjórnarandstöð- unnar fyrir því að knýja fram kauphækkanir, sem gera mundu atvinnufyrir- tækjunum ókleift að auka og efla rekstur sinn, svo að atvinnuöryggi væri tryggt, miðar ekki að því að trygja hag launamanna. Þvert á móti miðar hann að því að koma á vandræðum, sam- drætti og atvinnuleysi. Stjórnarandstæðingar telja að undir slíkum kringum- stæðum mundi ríkisstjórnin ekki ráða við vandann og þá væri þeirra tími kominn til að hrifsa til sín völdin, sem er þeirra eina keppikefli, þótt þeir geri engar tilraun- ir til að segja, hvernig þeir mundu stjórna, ef þeir fengju ráðið. Nauðsynlegt er þess vegna að allir þjóðhollir menn gjaldi varhug við þeim áróðri, sem rekinn er. í hon- um bryddar ekki á neinni þjóðhollustu, heldur er mark mið hans það eitt að skapa erfiðleika, sem óhjákvæmi- legu hefðu í för með sér mikið og alvarlegt atvinnu- leysi og hina mestu erfið- leika fyrir landsmenn, og einkum þó þá, sem verst eru settir efnahagslega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.