Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 19 w Serranótt — Mlenntaskólanemar flytja söngleik HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík verðup frumsýnd nk. mánudag í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni er tekin fyrir Betlaraóperan eftir John Gay, enskan leikritahöfund á 18. öld en verkið var fyrst fært upp 1728 og hefur verið sýnt ótal sinnum síðan. Liðlega 30 nem endur leika í Herranótt, leik- stjóri er Erlingur Gíslason og verða sýningarnar í Þjóðleik- húsinu. Við brugðum okkur upp í Þjóðleikhús og hittum að máli leikstjóra og leikara. Það var glaðvært fólk sem tif aði um fjalir Thalíu þar sem æfing á Betlaraóperunni var í algleymi og hvílík mergð heill andi blómarósa. f hléi röbbuð um við fyrst stundarkorn við Erling Gíslason leikstjóra. — Er þessi ópera byggð á sama grundveíli og óperur Brechts? — Betlaraóperan er gagn- rýnandi þjóðfélagsleg lína, sem oft gerir vitleysuna rétt- lætanlega, aftur á móti voru verk Brechts, oft hreinar póli tískar kennslustundir. Betlara óperan er svokölluð ballade- opera, en á þessum tíma var mikið í tízku að flytja drama óperur um örlög mikilla kappa og hetjuskap og var gjarnan austurlenzkur blær yfir verk unum. Fáum árum áður en Betlaraóperan var frumsýnd var frægur afbrotamaður, að nafni Jonatan Volf, fyrirferða mikill í London og mun efnið í Betlaraóperuna að einhverju leyti vera sótt í líf þess skúrks. Jonatan Volf var gjarn á að komast undan lögum rétt vísinnar í gegn um klíkuskap og ýmiss „sambönd“ embætt- ismanna og það þótti hálfgert hneyksli í London, þegar verk ið var frumsýnt þar og innan- ríkisráðherrann skemmti sér manna bezt yfir málalokum. — Hvernig er að vinna með svona ungu fólki? — Það er alltaf skemmtilegt að vinna með spræku og fír- ugu fólki, og krakkarnir eru búin að vera ákaflega dugleg. — Nú hefur Betlaraóperan aldrei verið sýnd hér áður, hver þýddi verkið? — Sverrir Hólmarsson, menntaskólakennari, þýddi verkið, Bö%var Guðmundsson snaraði mörgum textum yfir á íslenzku og tónlistin er úr ýmsum áttum, en Atli Heimir Sveinsson stjórnar tónlist og söng. Enskur tónlistasagn- fræðingur að nafni Repusch valdii upþhaflega lögin í verk- ið fyrir John Gay og í upp- færslunni núna eru notuð 20 lög úr gömiu uppfærslunni, en alls eru söngnúmerin milli 40 og 50. Ýmiss kunn lög eru notuð við nýja texta. Þetta er í rauninni kabarett plús leikrit og til dæmis var Tú- skildingsóperan í raun og veru samin upp úr þessari óperu. ★ í matartiléi slógumst við í hóp þessa 'hressa og káta fólks og þar hrutu mörg gullkorn, en fá fúkyrði. Guðmundur Einarsson, aðalleikari og hetja í Betlaraóperunni lét fara vel um sig í hópi fagurra að kalla prófin skemmtun? — Alveg stórfínt, gaill í ein um piltinum, — annars iná nú kalla ýmislegt skemimtun. Og já, j 4, væna mín, og já, já. — Truflar leiklistin ekki námsbókalestur? — Varlega, varlega, nú skulum við semja eitt'hvað al- veg special fyrir kennarana, sagði fangels'isvörðurinn og geiflaði sig í framan. — Þetta truflar pínuilítið, sagði ein blómarósin. sem var að flétta á sér 'hárið. — Pínulítið?, þetta truflar ógurlega mikið, en við leggj- um auðvitað afskaplega miikið að okkur við lesturinn, eða er það ekki krakkar? — Jú, jú, gall við hjá öll- um og bros fylgdu. Atli Heimir Sveinsson og Erlingur Gíslason voru hinir hress- ustu, þar sem þeir voru að leggja á ráðin. — Þú getur nú aldrei orðið annað en aðstoðanmaður á sviði, góð'i minn, svaraði sá er næst sat. — Bíddu bara. — Hefur nokkuð sérstakt komið fyrir á æfingum? — Það er nú margt, svaraði Nokkrar af blómarósunum í matsainum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) menntaskólakvenna og fórst það ekki síður úr hendi utan leiksviðs en innan. Við fikr- uðum okkur nær, vörpuðum fram spurningum og svörin koimu sitt úr hverri áttinni. — Hvenær byrjuðu þið að æfa, Guðmundur? — Við byrjuðum í október og það haifa verið stöðugar æf ingar síðan, en hlé var gert, þegar vinsælu miðsvetrarpróf in stóðu yfir. — Prófin, já, sagði ein dökkhærð, — eigum við ekki —- Varið ykkur, 'hann gæti sagt þetta allt“, skaut ein blómarósin inn í. — Vandaðu þig við að hugsa, vinurinn. — Það er ómöguilegt fyrir mig að reyna að fara að hugsa þetta kemur alltaf ósjálfrátt hjá mér. —• Líkar ykkur vel að leika? — Við ætlurn öll að verða leikarar, þegar við verðum stór. sá er hugsaði alltaf ósjálfrátt. — En það er nú helzt svona í hléum, þú veizt. —• Ég sé að kvenfólkið er í miklum roeirihiluta (hér? — Já, það er nú stóri kost- urinn við þetta, enda er mað ur eins og blóan í eggi, þrátt fyrir miklar áhyggjur af námiSbóikalestri, svarar aðal- leikarinn og brosir sínu bezta sviðsbrosi. — Guð, hvar er hárið mitt? hrópar ein stúlkan upp og leitar að hárkollunni. —- Vantar þig ekki tennurn ar líka, spyr skólaibróðir henn ar og allir fara a ðhæja og standa upp, því að það þurfa fleiri að komast að í matstof- unni og þeir sem 'hafa lokið við að borða færa sig upp á loft í setustofuna og hreiðra þar um sig. Það er farið syngjandi upp gangana og það er auðséð að 'hér er á ferð lífsglatt fólk, sem kann að bregða á leik. Hópurinn er stór og það eru ekki stól- ar fyrir alla, en þeir sem ná ekki í mijúkar sessur tylla sér bara á gólfið og það er haldið á'fram að raula og skiptast á orðaskaki. — Nú æfið þið fram á nótt, verður ekki freistandi að lúra í morgunsárið? —- Við hljótum að fá frí á morgunn ef við æfum fram yfir miðnætti, svarar einn. — Kernur ekki til mála, svarar annar. — Við sleppum ekki tíma. — Er áætilað að sýna verk- ið utan Reykjavíkur? — Það er mikill áhugi fyr- ir að fara til Akureyrar, og við vonumst til að úr því verði. Leik'hléið er nú senn úti og krakkarnir fara að tygja sig fram á leiksviðið, en við kró- um af Hrafn Gunnlaugsson, formann leiknefndar, og leit- um aðeins meiri upplýsinga. — 'Hvað vinna margir að sýningunni? — Það eru um 60 nemend- ur í skólanum, sem vinna að uppfærslu óperunar ásamt einum kennara. — Þurfið 'þið ekki að fá leýfi úr tímum til æfinga? — Jú, við fáum rektors- Frh. á bls. 22 Macheat (Guðmundur Einarsson) er þarna kominn á bak við lás og slá réttvísinnar, en konurnar tvær sem mest slógust um ástir hans, eru fyrir utan. Vinstra megin er Lucy (Aðalbjörg Jakobsdóttir) og hægra megin er Polly (Sigríður Egilsdóttir) Það var hjajað margt við kráarborðið, enda konumar í algjörum meirihluta, en útsýnið er stór kostlegt hjá Guðmundi Einarssyni, aðalleikara, sem situr fyrir miðju í hlutverki flagarans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.