Morgunblaðið - 11.02.1968, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.02.1968, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 Jón Eyjólfsson kaup maður — Kveðja Frá vinstri: Stefán Thors, Guðrún Pétursdóttir og einn úr bófaflokknum í alvarlegum þönkum. DÁINN, horfinn, harmafregn, kæri mágur minn. Mér fannst svo hljótt og tómlegt í kring- um mig þegar systir mín til- kynnti mér andlátsfregn þína. Að vísu máttum við öll búast þessa vegna langvarandi sjúk- leika þíns, en alltaf er þó lífs- vonin á meðan hjartað slær. Þig kæri mágur, kveð ég í anda og þakka þér allt á liðnum árum. Bið þér velfarnaðar á landi lif- enda, þar sem sólin gengur aldrei til viðar, þar sem Jesús Krists réttlætis sólin skín, þar færð þú að syngja Guði sælan lofsöng með hans útvöldu, og t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sveinlaug Þorsteinsdóttir Fjölnisveg 6, andaðist 3. febr. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Börn, tengdaböm og bama- böm. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Eldon, lézt 6. þ. m. Jarðarförin hef- ur farið fram. Lilja Jónsdóttir og böm. t Móðir okkar Magnúsína Eyjólfsdóttir andaðist í Landakotsspítala sl. föstudag. Valgerður Óskarsdóttir, Hulda Óskarsdóttir, Jón Einarsson. t Elsku litla dóttir okkar Jónína Magnúsdóttir andáðist að barnahéimilinu Skálatúni 9. febrúar. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Magnús Kristinsson. t Þorbjörg Stefánsdóttir Húsey, Hróarstungu andáðist föstudaginn 10. febr. í sjúkrahúsinu á Selfossi. Stefanný Níelsdóttir, Ámi Halldórsson, Sesselja Níelsdóttir, Skjöldur Eiríksson, Soffía Níelsdóttir, Grímur Jósafatsson, Jón Níelsson. Ragnheiður Brynjólfsd. þá eru allar líkamsþjáningar horfnar. Með þessum fátæklegu línum vil ég flytja þér mnilegt þakklæti fyrir allar stundir, sem ég dvaldi á heimili þínu og systur minnar. Ég minnist indælla stunda, þegar bróðir minn spilaði á orgel og þið sung uð saman í borðstofunni á Hof- stöðum. Gamli bærinn varð þá að dýrðlegri höll og andrúms- loftið fylltist af himneskum unaði. Ég minnist margra helgi dga í Stykkishólmi, er ég var í kirkju og þú söngst þar. f öll 30 árin, sem systir mín og þú voruð í Stykkishólmi, varstu for söngvari í kirkjunni og það man ég, að ekki var haldin skemmtisamkoma í Hólmanum nema fá Jón Eyjólfsson til að syngja og var þá jafnan Hjálm- ur bróðir minn fenginn til að leika undir á hljóðfærL Við hjónin minnumst einnig með gleði og þakklæti margra indælla stunda í húsi ykkar í Reykjavík; þar var okkur jafn an tekið af ástúð og fórnarlund. Allt var velkomið. sem þið gát- uð látið okkur í té og seint mun gleýmast okkur, glaða og djarf lega viðmót þitt, kæri mágur t Móðir okkar Ingibjörg Bjarnadóttir sem andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar 5. febrúar, verður ja.'ðsungin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 13. febr. kl. 1.30 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Lilja Jónsdóttir, Stefán Reykjalín. t Móðir mín, tengdamóðir og frænka Helga Steingrímsdóttir Njálsgötu 4 verður jarðsungin frá Nes- kirkju mánud. 12. febr. kl. 13.30. Friðbjörg Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Helga Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vi'ð andlát og jarðar- för móður minnar Valgerðar Gísladóttur. Sigríður Amadóttir, böm og tengdaböm. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýndan vinarhug og hluttekn- ingu vegna andláts og útfar- ar konu minnar, móður og tengdamóður Hólmfríðar Sigurðardóttur Álfheimum 13. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á sjúkrahúsinu Sólheimum, sem líknaði henni og hjúkr- aði í veikindum hennar. Leifur Grímsson, börn og tengdaböm. minn, og óskiptur kærleikur systur minnar. Ýms atvik og liðnar stundir rifjast upp í huga mínum á þessari kveðjustund. Einu sinni fyrir nokkrum árum fórum við hjónin og þið hjón- in skemmtiferð til Þingvalla, áður en heilsa þín bilaðL Við komum við á Selfossi og heim sóttum bróður minn þar. Hann sagði: „Þið þurfið endilega að sjá nýju kirkjuna hérna“. Var því tekið með fögnuði. Við skoðuðum kirkjuna og var ég mjög hrifin af stórum fallegum Biblíumyndum, málverkum sem prýða veggi kirkjunnar. Jón mágur minn var fljótt horf inn á loftið, þar sem hljóðfærið var, og svo vel vildi til að for- söngvarinn sat þar, Hafði hann fc'erið að æfa söngkórinn. Á einu augabragði ómaði kirkjan af fögrum hljóðfæraslætti og söng. Þá söngst þú, mágur minn fallega sálminn: „Þú sæla heimsins svalalind" af tilfinn- ingu og list. En þetta var í síð- asta sinn. sem við heyrðum Jón syngja. Svona erum við öll háð breytingum lífsins og sorgum. En endurminningin lifir og er ódauðleg eins og lífið sjálft. Jesús sagði: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyji“. Við trúum þessum orðum og í anda þeirra sendum við hjónin, þér elsku systir innilegar sam- úðarkveðjur og ástvinunum mörgu. Biðjum Guð algóðan að blessa hann. sem kallaður er burtu, og leiða hann í frið og fögnuð himinsíns og gefa ykk- ur öllum styrk í sorginni og huggun í voninni um sæla end- urfundi á landinu eilífa, þar sem öllum líkamlegum þjáning um er lokið, en ljós kærleikans skín. 24. janúar 198. Margrét Konráðsdóttir. - HERRANOTT Framh. af bls. 19 leyfi til þess að fara á æfirtg- ar og við njótum mikililar lip- urðar í því sambandi. —• Hvar hefur aðallega ver ið æft? — Það hefur verið æft mest í Tjarnarbæ og á saL Undirbúningur að Herranótt- inn.i hófst í raun og veru í fyrravor, strax eftir að leik- nefnd hafði verið valin. — Hver valdi verkéfnið? — Verkefnið var valið í samráði við Sverri Hólmars- son og hann bauðst til að þýða það fyrir lítinn pening, síðan tóiku Atli og Böðvar vel í þetta og þá þorðum við að leggja út í fyrirtækið, en Herranótt hefur aldrei fyrr tekið fyrir söngleik. — Hverjir leika aðalhlut- formaður leiknefndar, í einu hlutverkinu. verkin? —• Fyrst skal frægan telja Macheat flagara, leikinn af Guðmundi Einarssyni. — Ég vil hafa það kaptein og glæsimenni, skýtur Guð- mundur inn L — Stúlkurnar, setm slást um ást hans, Polly og Lucy, eru leiknar af Aðal'björgu Jakobsdóttur og Sigríði Egils- dóttur. — Þú meinar þær, sem setja vissa vessa úr skorðum, dettur upp úr GuðmundL — Svika’hrapparnir Pea- chum og Lockit eru í höndum Hilmars Hanssonar og Gríms Þórs Valdimarssonar. Konu Peachums leikur Sjöfn Magn- úsdóttir og Diana Trapse, sem leiðir Macheat í hendur svika- hrappana er leikin af Guð- rúnu Pétursdóttur. Leiktjöld gerði Ingólfur Margeirsson. Búninga teiknaði Una Oollins, en Rósa Þorsteinsdóttir saum aði búninga ásamt skólastúlk um. 5 manna hljómsveit er skipuð skólasveinum. Það eru allir komnir á svið ið og í sínar stöður, æfing er að hefjast. Erlingur: — Við förum yfir lokaatriðið, lokadansinn og takið nú mjög vel eftir. Allir á sinn stað. Atli: — Ekkert skvaldur, krakikar. Erlingur: — Þið eruð hér, gott. Hvar er róninn? Já, rétt þú verður hér — þarna er dama sem vantar herra......... dara rara dam dam da.......... dansar hann aftur á bak — allir tilbúnir, nú byrjurn við, tjaldið frá og upp með fjörið. Á. J. - STJORNUSPAIN 12. FEBRÚAR Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. f dag eru líkur til að þér græðist talsvert fé, en þú skalt vera forsjáll og leggja hluta af því i vöxtu. Sinntu starfi þínu af alúð. Nautið 21. apríl — 21. maí. Láttu ekkert og engan skyggja á þitt góða skap. Þú skalt láta ástvini þína finna, hvernig þér er innanbrjóists. Tvíburarnir 22. maí — 21. júnl. Gott tækifæri býðst í dag. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Kauptu ekki of miki'ð til heimilsins. Krabbinn 22. jnúí — 23. júlí. Kauptu þér ný og vönduð föt í dag og ýmsa skemmtilega smáhluti til heimiiisins. Útlit fyrir hugnæmt kvöld. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst . Fylgdu eftir hugmyndum þínum. Vertu bjartsýnn og hikaðu ekki við að gera áætl- anir. Færðu fjölskyldunni gjafir. Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept. Árangurinn verður undragóður, ef þú leggur þig fram. Brjóttu vandamálin til mergjar. Byrjaðu á nýju verkL Vogin 24. sept. — 23. okt. Farðu eftir hugboði þínu um lausn á áleitnum vanda. Þú færð ýmsar hugmyndir, sem kunna að virðast fáránlegar, en munu reynast snjallar síðar meir. Vertu hógvær í tali, mógaðu ekki nákominn ættingja. Drekinn 23. okt. — 22. nóv. Góður dagur til allra athafna. Vertu ekki alltaf viss um, að þú einn hafir rétt fyrir þér. Skemmtu þér í kvöld og leyfðu þínum nánustu að taka þátt í því. Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des. Bjóddu til þín mörgum gestum og veittu þeim af rausn. Gleymdu ekki gömlum vin- um, sem mundu þiggja að taka þátt í gleð- inni. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Sýndu náunga þínum hlýhug, ef þér virð- ist hann eiga í sálarstríði. Taktu lífinu með ró, sýndu að þú getur verið samvinnuþýður, þegar á reynir. Hvíldu þig vel í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 19. febrúar. Tilraunir þínar eru góðra gjalda verðar og þú munt upskera ríkulega. Leggðu fyrir. Greiddu aðkallandi lausaskuldir. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Hagstætt að gera hverskonar áætlanir 1 dag. Notaðu kvöldið til upbyggilegra hug- leiðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.