Morgunblaðið - 11.02.1968, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Hér sat hún í sæmd með allar
Wainwright—eignirnar, og eí ég
get rétt til, átti hún engan rétt
á því. Og Tony þá heldur ekki.
Og svo var ekki nema trúlegt,
að hún hefði heyrt það og síð-
an skotið sjálfa sig. En ég þótt-
ist alveg viss um, að dauði henn-
ar var morð en ekki sjálfsmorð
— Þú sérð, hvernig þetta fór.
Þarna var Bessie, sem elskaði
peningana meira en eigin sál
sína. Hugsum okkur, að hún
þekkti alla söguna? Hún hafði
þekkt Morgan allnáið í Frakk-
landi. Hún hafði næstum áreiðan
lega séð örið á honum. „Hvað
er þetta?“ „Fangamarkið kon-
unnar minnar, góða mín. Hún hét
Jessica Maud“. Þú sérð alveg,
hvernig þetta hefur getað geng-
ið til. Það, eru ekki margar, sem
heita Jessica Maud. Og Bessie
litla með krakkaandlitið — af-
sakaðu, Pat, en hún var með
krakkaandlit — er ekki lengi
að hefjast handa. „Hvernig leit
hún út? Hvar er hún nú?“ Það
vissi hann ekki — hann hafði
ekki séð hana í svo mörg ár.
En hafi hann sagt, hvernig hún
leit út og svo minnzt á þetta
hár hennar, hefur Bessie ekki
verið lengi að komast að sann-
leikanum.
— Hann hafði sagt henni af
Margery. Þar sem hún var sá
Bessie ekki annað en leið til
fjárkúgunar, sér til aukatekna.
En ef Maud var enn konan hans,
þá var það slæmar fréttir. Að
fara að missa af Wainwright—
auðnum! Ef Tony missti af hon-
um, hvar stóð hún þá sjálf? Þú
getur verið alveg viss um, að
Bessie hefði rutt bæði Morgan
og Maud úr vegi, áður en hún
léti það gerast.
— Jæja, þú veizt nú, hvað
gerðist. Ég náði í gömlu ástar-
bréfin hennar Maud úr kofort-
inu. Eitt eða tvö þeirra komu frá
Frakklandi. Þau voru undirrituð
Antony, en aftan á umslaginu
var fullt nafn hans, Antony Don-
aldson Morgan. í því síðasta
sagði, að hann ætlaði í herinn
og byggist ekki við að koma
aftur.
— Og það gerði hann vitan-
lega ekki. Hann slapp, lifandi,
en sleppti síðan hluta af nafn-
inu sínu og varð kyrr í Frakk-
landi.
Og þarna var Maud með bréf-
in frá honum, að harma örlög
hans. Hún var þannig gerð. En
hann kærði sig kollóttan. Hann
fær sér atvinnu í Frakklandi og
— hér kemur veilan — hann
fær skilnað frá henni. Hún veit
ekki af því og enginn veit af
því. Það tók mig fjandans eyði-
tíma að fá að vita þetta hjá
frönsku lögreglunni. En kannski
var það eitt af því, sem Morg-
an ætlaði að segja henni. Hann
hafði skrifað henni það, en hún
hafði verið mikið á ferðalagi og
fannst ekki. Og þegar þessar til-
kynningar komu endursendar,
þá lét hann það bara gott heita.
— Jæja, svona er sagan. Hann
hætti tilraunum sínum til að ná
sambandi við Maud, og fór aft-
ur til New York. En hann hafði
enn áhyggjur af Audrey og
Tony. Hann skrifaði Lydiu, en
hún endursendi bréfið óopnað.
Þá hlýtur hann að hafa verið
örþrifaráða. Loksins varð hann
að slá á sig skrópasótt til að
komast heim aftur, en Lydia var
býsna köld við hann. Hann hefði
getað sagt henni frá Maud og
fyrstu giftingunni sinni, en ég
held, að hann hafi enn verið á-
kveðinn að segja ekki frá neinu,
ef hjá því yrði komizt. En það,
sem hann gerði, var sniðugt.
Hann sendi eftir Tony, og Tony
trúði honum fyrir því, að hann
væri ekki í neinum giftingar-
þönkum, enda ætti hann konu
fyrir.
illa við Morgan að frétta, að
hann hafði verið að dingla við
konu sonar síns. Að minnsta
kosti tókst honum að ná tali af
Bessie einu sinni. Hann fór út
að næturlægi og þau óku saman7
í bílnum hennar. Hvað hún sagði
þá við hann, veit ég ekki. Hugs-
anlegt er, að hún hafi sagt hon-
um, að hvorki Maud né Tony
ættu neinn rétt á Wainwright—
auðnum, og hann lofaði henni að
standa í þeirri trú.
— Og hvers vegna? Jú, sjáðu
nú til. Hún var lélegur leikari
og það vissi hann. Líklega hef-
ur hann viljað, að hún yfirgæfi
Tony. Hann hefði getað hótað
að koma öllu í uppnám, ef hún
gerði það ekki, og þá sat hún
eftir auralaus.
— Hún var orðin sæmilega
grunsamleg, þegar hér var
komið. En það var aðeins eitt,
sem mælti móti því. Hún var
hrædd við Tony sjálfan.
— Það var nú dálítið einkenni-
legt. En það sem hún að lokum
fann út í seyrnum huga sín-
um — afsakaðu Pat — var það,
að Tony þekkti alla söguna og
grunaði, að hún þekkti hana líka.
Hún var alveg viss um, að það
hefði verið Tony, sem skaut á
hana þarna um kvöldið.
En þess utan bárust böndin al-
varlega að henni. Hún hefði ekki
hikað við að ryðja Morgan úr
82
vegi, hefði hún talið sér það ó-
hætt. En það eina, sem var í
veginum, var það, að ég trúði
því ekki, að hún hefði getað
framkvæmt það ein og hjálpar-
laust. En hver hjálpaði henni
þá? Og svo þetta, að kvöldið,
sem Maud var myrt, hafði hún
gesti til kvöldverðar og Gus bar
það, að enginn bíll hefði farið
út úr skúrnum það kvöld. Hún
hefði ekki getað skroppið niður
í þorpið og gert gat á hjól-
barðann hennar Lydiu.
— Ég hallaðist á þessu stigi
málsins helzt að Bessie og ein-
hverjum hjálparmanni.
— Svo fór ég að brjóta heil-
ann um Evans. Eftir að ráðizt
var á Haines með bílnum hans
Andy, var ég viss um, að hann
gengi laus einhversstaðar. En
við gátum ekki fundið Evans og
svo var það annar en hann, sem
mundi græða á dauða Morgans.
Róleg, Pat. Þetta var morð. Tony
framdi það ekki, en hann var nú
samt á grunsemdaskránni.
Þegar ég var kominn þetta
langt, vissi ég auðvitað sitt af
hverju, sem ég vissi ekki áður.
Ég gat getið mér sæmilga til um,
— Það hlýtur að hafa komið
Hárgreiðslumeistarafélag
Islands
heldur árshátíð sina í Lídó sunnudaginn 25. febrúar,
hefst með borðhaldi kl. 6.30.
Félagar fjölmennið.
Upplýsingar í símum 14656, 81845, 12274, 32935.
STJÓRNIN.
11. FEBRÚAR
Hrúturinn 2. marz — 20. apríl.
Athafnasemi einkennir daginn og kvöld-
ið. Stjórnmálaafskipti hagstæð. Haltu í við
þig í mat.
Nautið 21. apríl — 21. mai.
Eftirlætis góðgerðarfélag þitt þarfnast
stuðnings. Sýndu kirkju þinni ræktarsemi.
Faröu snemma í háttinn.
Tvíburarnir 22. mai — 21. júní.
Farðu í kirkju. Heimsæktu nágranna.
Farðu í boð í kvöld og kenndu félögum
þínum nýja samkvæmisleiki.
Krabbinn 22. júní — 23. júlí.
Þegar þú hefur goldið guði það sem guðs
er, skaltu heimsækja vini og hlusta vel á
mál þeirra.
Ljónið 24. júlí — 23. ágúst.
Fylgstu með starfsemii félags þíns. Vina-
boð hagstæð. Farðu snemma í bólið.
Jómfrúin 24. ágúst — 23. sept.
Kannski kemur eitthvað óvenjulegt
fyrir, en taktu því skynsamlega.
Vogin 24. sept. — 23. okt.
Fárðu í kirkju, bjóddu síðan heim vin-
um, sem þú hefur ekki séð lengi. Þetta
verður bezti sunnudagur í langan tíma.
Drekinn 24. okt. — 22. nóv.
Vertu hjálpsamur. Margir taka vinsemd
þinni og hjálp opnum örmum. Hvíldu þig
seinni hluta dagsins.
Bogmaðurinn 23. nóv. — 21. des.
í kvöld verður þú miðpunktur mikillar
aðdáunar. Láttu það ekki stíga þér til
höfuðs.
Steingeitin 22. des. — 20. jan.
Vertu samvinnuþýður og leyfðu öðrum
að leggja orð í belg. Gerðu ekki úlfalda
úr mýflugu.
Vatnsberinn 2. jan. — 19. febr.
Ánægjulegur dagur til að endurnýja
gömul kynni. Heimsæktu vini, sem þú
hefur ekki séð lengi.
Fiskarnir 20. febr. — 20. marz.
Farfiu í kirkju og njóttu stundarinnar.
Eyddu deginum síðan með vinum en farðu
snemma heim. Frh. á bls. 22
— Læknirinn sagði, að drengurinn væri of lasinn tii að fara
í skólann.
hversvegna Maud hafði sent
eftir Lydiu þetta kvöld, og beð-
ið hana að hitta sig í leikhús-
inu. Líttu á þetta sjálf: Ef gift-
ing hennar og J.C. var ekki lög-
leg, þá var gifting Lydiu og Dons
heldur ekki lögleg. Með öðrum
orðum var Audrey — föðurlaus.
— Þú sérð hvernig þetta lít-
ur út, ekki satt? Hvað átti Maud
Wainwright sjálf? Ef hún var
ekki lögleg eiginkona J.C., þá
átti hún ekki búið. Kannski ein-
hver lögfræðingur hafi bent
henni á það? Ég veit það auð-
vitað ekki. En eins og hún leit
á málið, þá hafði hún gert Aud-
rey Morgan afskaplega rangt til.
— Þú verður að muna, að hún
vissi enn ekki, að Morgan hafði
fengið skilnað frá henni. Hún
vissi ekki einusinni, að sá Don
Morgan, sem hafði verið myrtur
og hinn, sem hafði yfirgefið hana
voru einn og sami maðurinn,
fyrr en eftir að hann var myrt-
ur. Mannstu eftir deginum þegar
hún fékk hjartakastið? Hún
hafði verið fullkomlega eins og
hún átti að sér. Hún hafði borð-
að morgunverð og litið gegn um
öll bréfin sín. Hún hafði meira
að segja lesið forsíðuna á blað-
inu, þar sem sagði frá morðinu.
En svo, meðan hún var að bíða
eftir Hildu, sneri hún við blað-
inu og sá þá myndina af honum.
Þetta hafði næstum riðið
henni að fullu. Hún hlýtur að
hafa legið í rúminu vikum sam-
an og velt því fyrir sér, hvað
gera skyldi. En svo datt henni
nokkuð í hug. Hún gæti selt
skartgripina sína og gefið Aud-
rey andvirðið. Þá átti hún sjálf.
Hvort sem hún hafði verið eigin-
kona J.C. eða ekki, þá hafði
hann gefið henni þá. Og Klaustr
ið líka.
— En hvað gat hún gert ann-
að? Verið hetja og sagt allan
sannleikann og eyðilagt Aud-
rey? Ég held, að hún hafi ætlað
að segja frá öllu saman þarna
um kvöldið, og láta svo Lydiu
taka ákvörðunina. En hún fékk
ekki svigrúm til þess. Það var
annar, sem sá fyrir því.
— En hver var sá? Hver vissi,
að hún ætlaði að verða þarna?
Eða hitt, að hún hafði tekið
brúna umslagið með sér? Því að'
það gerði hún. Ég ímynda mér,
að í því hafi verið giftingarvott-
orð þeirra Dons, svo og skírnar-
vottorð Tonys, og kannski ein-
hverjar gamlar ljósmyndir af
Morgan sjálfum. En hún gerði
eitt, áður en hún fór út, sem
blekkti engan. Hún skrifaði
Tony einhverskonar skýringar-
bréf, og lét það fylgja þessum
vottorðum.
— En hún bjóst bara ekki við
að deyja þetta kvöld. Þessvegna
tók hún bréfið til Tony og stakk
því undir rúmdýnuna sína, í
bili, og það blekkti alla um
stundarsakir.
En nú skulum við snöggvast
athuga morðingjann. Þegarhann
hitti Don þarna um kvöldið í
leikhúsinu og fleygði honum í
laugina, fann hann um leið nokk-
uð, sem var mikils virði. Hann
fann lyklana hans Evans á Don.
Eftir það gat hann komizt inn
í húsið, hvenær sem hann vildi,
með því að taka keðjuna af. Og
hann vildi það sannarlega. Það
er aldrei að vita um þetta kven-
fólk. Hvað hafði Maud varðveitt
frá þessari fortíð sinni? Og ef
eitthvað var, hvar var það þá?
— Loksins dettur honum
geymslan í hug, en þú rakst hann
þaðan út þetta kvöld. En hann
vissi fullvel, að hann varð að
komast þangað inn, engu að síð-
ur, og okkar aðferð til þess að
ná honum var að gefa í skyn,
að það væri þarna geymt og að
við ætluðum að rannsaka það.
— Jæja, svona er nú sagan,
góða mín, sagði hann. — Kann-
ski hef ég verið seinn á mér,
Andlitsþurrkui
Serviettur
Eldhúsrúllur
Dömubindi
SalerniSpappír