Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 43. tbl. — 55. árg. ÞKIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gísli Tómasson, flugnemi. r ftlti að sparka Johnson? Tveir bræður farast í flutj- slysi á Reykjavíkurvelli Voiu í æfingarflugi, þegar flugvélin sfeyptist til jarðar ÞAÐ hörmulega slys varð kl. 13.24 í gær, að bræðurnir Júlíus og Gísli Tómassynir biðu bana, þegar tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper Twin Comanche steyptist niður á Reykjavíkur- flugvöll. Bræðurnir voru í æf- ingaflugi, þegar slysið varð. Júl- ius var 31 árs gamaU flugstjóri hjá Eoftleiðum. Gísli var 21 árs gamall og stundaði flugnám. Rannsókn á slysinu hófst þegar í gær, en ekki er vitað ennþá hvað olli því. Þegar blaðamaður Mbl. kom á slysstaðinn var sjúkrabíll að flytja mennina tvo í sjúkrahús, en þeir munu hafa látizt sam- stundis. Slökkvilið Reykjavíkur- flugvallar dældi eldvarnarefnum á benzínpolla, sem voru í kring um flugvélina og lögregla og slökkvilfðsmenn afgirtu slys- staðinn, því töluvert af fólki dreif að. Vélin var mjög illa far- in og mun hún hafa skollið svo til lárétt á flugbrautina úr um það bil 200 feta hæð, en síðan kastast áfram u.þ.b. 50 metra. Vélin var í flugtaki frá vest- urenda austur-vestur flugbraut- arinnar og þegar hún var rétt laus við flugbrautina varð ann- ar hreyfillinn óvirkur, en ekki er vitað ennþá af hvaða or- sökum hreyfillinn stöðvaðist. Þeir Júlíus og Gísli voru í æf- ingarflugi og er talið hugsanlegt að þeir hafi stö'ðvað hreyfilinn í æfingarskyni. Slík stö'ðvun hreyf ils í flugtaki mun vera eitt af æfingaratriðum slíkra tveggja hreyfla véla, en einnig getur Bjarni Benediktsson i Osló: hreyfillinn hafa bilað og margt j annað getur komið til greina. Þegar bakborðshreyfillinn stöðvaðist var vélin á móts við afgreiðslu Flugfélags íslands og beygði hún þá skyndilega út fvrir brautina í átt fil norðurs. Eftir: því sem sjónarvottar segja virtist vélin á minnsta hraða sem þessar vélar geta flogið á og að því er virtist reyndu flug- mennirnir að minnsta kosti tvisvar a'ð gangsetja hreyfilinn áður ep vélin hrapaði, en þá var hún í u.þ.b. 200 feta hæð. Flugvélin er í eigu Flugstöðv- arinnar og af gerðinni Piper Twin Comanche, en það er 5 farþega vél. Vélin er tveggja ára gömul og hefur reynzt mjög vel að því er Elíeser Jónson, forstjóri Flugstöðvarinnar sagði okkur, enda þykja vélar af þess ari gerð mjög traustar. Sigurður Jónsson hjá Loft- ferðaeftTrlitinu sagði að ekkert væri hægt að segja um orsök slyssins fyrr en niðurstö'ður rannsóknarinnar lægju fyrir, og það væri búið að loka vélina inni í flugskýli, þar sem hún yrði rannsölruð. Við ræddum við nokkra sjónarvotta að slysinu og einn af þeim var Sveinn Sæ- mundsson hjá Flugfélagi Is- lands. Fórust honum orð á þessa leið: „Ég var staddur fyrir sunn an afgreiðslu Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli, þar sem verið var að kvikmynda þotu félagsins. Þá heyrði ég í flug- vél, sem var að því er mér virt- ist í flugtaki og þegar vélin var a'ð nálgast okkur sá ég að bakborðshreyfillinn var að stöðvast. Ég hélt strax að þarna væri um æfingaflug að ræða, en eftir að hreyfillinn stöðvaðist tók vélin óeðlilega flugstefnu á ská út fyrir flugbrautina og flaug örskammt frá þotunni, flaug svo á öðrum mótornum yfir Cloudmaster-vélarnar, sem Framhald á bls. 2 Miklar framfarir á sviði Norrænnar samvinnu Mikil vonbrigði að Loftleiðamálið er óleyst Washington, 19- febr, (NTB). Á SUNNUDAG var skýrt frá því að í ný-útkominni bók eftir Evelyn Lincoln, fyrrum einkaritara John Kennedys þá veramli forseta Bandaríkjanna sé það staðhæft að Kennedy hafi þremur dögum áður en Framhald á bls. 27 »■ -——■ ■ - . k Osló, 19. febrúar — NTB — Fundum Norðurlanda- ráðs var haldið áfram í Osló um helgina en í dag voru fastanefndir að störfum. ■jc Efnahagsmál voru ofar- lega á baugi á þinginu, og samkomulag ríkti um megin stefnuna í þeim málum. Flest ir ræðumanna mæltu með aukinni samvinnu Norður- landa um efnahagsmál innan, ramma, aðildar þriggja ríkj- anna og auka-aðildar Finn- lands að Fríverzlunarbanda- lagi Evrópu. •Jc Ákveðið var að forsætis- utanríkis- og markaðsmála- ráðherrar Norðurlandanna komi saman til nýs fundar í Kaupmannahöfn í apríl til að ræða markaðsmálin fyrir ráð herrafund Fríverzlunarbanda lagsins í London í maí. ÍC Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra flutti ræðu á þinginu og' sagði meðal ann- ars að tímabært væri fyrir ísland að sækja um aðild að Fríverzlunarbandalaginu, og Sjómennirnir sem fórust með Vb. Trausta VB. TRAUSTI ÍS 54 frá Súðavík fórst með allri áhöfn siðastliðinn þriðjudag. Með bátnum fórust fjórir sjómenn. — Þeir eru: Jón Magnússon, skipstjóri, frá Jón Ólafsson, stýrimaður, frá Halldór Júlíusson, vélstjóri, frá Eðvarð Guðleifsson, matsveinn, ísafirði. Fæddur 5/9 1931. Lætur Garðsstöðum í Ögurhreppi. Súðavík. Fæddur 5/7 1937. Læt- frá Súðavík. Fæddur 20/8 1922. eftir sig 1 barn. Fæddur 1/11 1934. Ókvæntur. ur eftir sig konu og 6 börn. Ókvæntur. að verið væri að kanna hvort unnt væri að fá einhverskon- ar viðskiptasamning við Efna hagsbandalagið. Ekki yrði þó þar um fulla aðild að ræða. Einnig minntist Bjarni Benediktsson á Loftleiðamál ið. Rakti hann gang málsins, og benti fulltrúum á að hér væri um mikilvægt mál að ræða fyrir íslendinga, þótt það væri ekki stórmál í aug- um stóru ríkjanna þriggja, sem það varðar mest. Fer ræða forsætisráiðlherra hér á eftir: Herra forseti, fyrst vil ég láta í ljós ánægju mína yfir því að fá tækifæri til að taka þátt í þessu þingi. Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur íslendinga að eiga þátt í norrænu samstarfi, en vegna náinnar frændsemi og hins forna menningararfs, sem i sem við höfðum sem veganesti I héðan frá Noregi, er það einatt i sérstakur viðburður fyrir okkur j íslendinga að sækja þetta land i heim. Meðal þeirra mörgu viðfangs- i efna, sem tekin verða til. með- ferðar á þessum fundi, er mér i sérstaklega hugleikið að leggja áherzlu á áhuga okkar á því að fundin verði fullnægjandi ! lausn að því er varðar fyrir- : svar Færeyja í Norðurlandaráði. Ég hef þegar setið allmarga fundi þessarar stofnunar, og ég vil taka fram, að það sem mest áhrif hefur haft á mig er að Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.