Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 28
 Kúlupennafyllingin með hina glœsilegu áferð ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1968 INNIHURÐIK I landsins mesta úrvali4Ai SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. Lítill drengur drukknar ú Mýrum I»AÐ hörmulega slys vildi til að Sveinsstöðum í Alftaneshreppi á Mýrum, að tveggja og hálfs árs drengur drukknaði með einhverj um hætti í brynningarkeri, er hann var að leik í fjósinu. Drengurinn, sem hét Jón Ágúst Friðgeirsson, fór með föð- ur sínum og afa út í fjósið, þeg- ar þeir fóru til mjalta í gær. Lék hann sér í fjósinu meðan þeir voru við störf, en skyndi- lega heyrðu þeir ekki meira til litla drengsins, og fóru að leita hans. Fundu þeir hann eftir 5— 10 mínútur í brynningarkeri í fjósinu. Þegar voru reyndar lífg unartilraunir, og kom læknirinn I Borgarnesi á vettvang nokkru síðar, en iífgunartilraunirnar báru ekki árangut. Algerlega er á huldu með hvaða hætti litli drengurinn féll niður í kerið. Gunnor tók niðri n Tvískerjum BÁTURINN Gunnar frá Reyðar- firði tók niðri í fyrrinótt á Tví- skerjuim við Suðurland. Losnaði báturinn sjálfur, en stýrisútbún- aður hafði skemmzt og lét hann ekki að stjórn eftir strandið. Síldarleitarskipið Hafþór kom Gunnari til aðstoðar og var á leið me'ð hann í togi til Reykja- vikur í gærkvöldi. Piper Twin Comanche vélin á slysstað í gær. — Sjá frétt á forsíðu. — Ljósm. Sv. Þorm.) Vegleg niöursuðuverk- smiðja í Grundarfirði Öll framleiðsla hennar er fyrirfram seld á erlendum markaði G-rundarfirði, 19. febrúar. FYRIR um það bil einu og hálfu ári vaknaði áhugi nokkurra manna í Grundarfirði á því að koma hér á fót verksmiðju til niðursuðu á sjávarafurðum. Nokkrir einstaklingar hér heima bundust samtökum um að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd og fengu þeir til liðs við sig Jóhannes Arason, niðursuðu- fræðing. Er hann jafnframt framkvæmdastjóri verksmiðjunn ar og einn af eigendunum. 50. búnaðarþing sett í gær í GÆR var búnaðarþing sett í Bændahöllinni, hið fimm- tugasta í röðinni. 25 fulltrú- ar eiga sæti á búnaðarþingi og voru velflestir þeirra komnir til þings í gær. Formaður Búna'ðarfélags Is- lands, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu setti þingið. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, var meðal gesta við þing- setningu, svo og Ingólfur Jóns- son ráðherra og margt forystu- manna íslenzkra landbúnaðar- mála svo og forseti Alþýðusam- bands íslands og fleiri. I upphafi ræðu sinnar minnt- ist Þorsteinn Sigurðsson eins y mm' búnaðarþingsfulltrúa, sem lézt á síðasta ári, Benedikts Líndals frá Efra-Núpi í Miðfirði. Þá rakti formaður gang landsmála með tilliti til landbúna’ðarins og ræddi ýmis mál, sem efst eru á baugi og sérstaklega varða hag og heill bændastéttarinnar. Drap hann á lagasetningax- er Framhald á bls. 27 í ' á*í . ....... Forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, búnaðarþings í gær. Ljósm. Sv. Þ. (við borðshornið), meðai þingfulltrúa við setningu í dag er málum þannig kom- i'ð að ætla má, að verksmiðjan taki til starfa um næstu mánaða mót. Sérstök vél er í verksmiðj- Framhald á bls. 27 Vurðskip íonn Ross Clevelond | ÍSLENZKT varðskip, sem hefur | verið að leita að brezka togar- | anum Ross Cleveland, sem fórst I á ísafjarðardjúpi, taldi hann ! fundinn á sunnudaginn. Með | dýptarmæli fannst það sem varð ; skipsmenn telja vera togai-ann, ; á svipuðum slóðum og síðast i heyrðist til hans. Var þao 2,75 1 sjómíiur út frá Arnarnesi á 138 j m. dýpi. Er það of djúpt til a’ð j reynt verði að kafa niðor að : honum. Engin olíubrák var I þarna á sjónum. Skiluðu 850 jtús. króna þýfi A SUNNUDAG hringdu tveir ungir menn til rannsóknarlög- reglunnar og spurðu hvort þeir mættu ekki skila mælitækjum, sem þeir höfðu tekið úr flugvél alþjóða flugumferðarstjórnarinn- ar, sem skemmdist í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í fyrri viku. Menn þessir höfðu tekið tæki úr flugvélinni og sögðust þeir (hafa álitið að þau væru ónýt, þar eð komið hefði fram í frétt- um að flugvélin væri ónýt. Skrúf uðu þeir því mælana úr véiinni á föstudagskvöldið er þokan var sem svörtu.st, en að sögn banda- rískra sérfræðinga munu mæli- tækin vera um 15000 dollara virði eða um 850 þú.sund krón- ur íslenzkar. Mennirnir munu hafa álitið að hér væri um saklausan verknað að ræða enda vonu þeir að eig- in sögn aðeins að leita sér að dóti, sem unnt væri að leika sér að. Ríkissjóöur ábyrgist 40 milljón króna lán — til bygginga dráttarbrauta og skipasmiðastöðva — stjórnarfrumvarp á Alþingi LAGT hefur verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp, sem kveður á um heimild til handa ríkisstjórninni, að ábyrgjast lán til byggingar dráttarbrauta og sk ipasm í ðast öð va, allt að 40 tnillj. kr. samtals, samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnar- fnnar, þó ekki meir en 60% af kostnaðarverðj framkvæmda á thverjum stað, gegn þeim trygg- ingum, sem ríkisstjórnin metur gildar. í greinargerð frumvarpsins segir, að með lögum frá maí 1965 var ríkisstjórninni heim- i'lað á ábyrgjast allt að 50 millj. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.