Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968 Nú, — hvað er þetta, er sendillinn ekki farinn heim úr vinn- unni? ist smellandi kliður ritvélarinn- ar yfir röddu frúarinnar. Ritvél Irene var ein af guðs góðu gjöfum. Hún gat strokið allan harm af hinu hörmulegasta morðmáli, gert það jafn hvers- dagslegt og aldinmauksþjófnað drengja úr ísskáp móður sinn- ar. Irene heppnaðist líka að þjappa hinni orðmörgu skýrslu frúarinnar saman í nokkrar hnitmiðaðar setningar. Síðan fylgdi hún henni aftur inn u skrifstofu Nemetz. — Þér verðið að skilja að fyrirkall yðar, sagði frú Halmy æst, mun reynast árangurslaust gagnvart manni mínum. Hann mun hafa það að engu. Segja að hann sé alveg upptekinn í sjúkra húsinu. Þessi bylting kemur sér mjög vel fyrir hann. Hann mun nota hana sér til afsökunar. — Við munum áreiðanlega finna hann, greip Irene fram í. Skrifið aðeins undir, og látið okkur um hitt. Frú Halmy gekk að skrifborð- inu, tók penna og skrifaði und- ir, með fyrirmyndar rithönd skólastúlkunnar. Svo sneri hún sér frá þeim og gekk til dyra. Nemetz kom síðar í hug að nokk urt hik var á henni, um leið og hún gekk út — eins og henni væri nauðugt að yfirgefa það öryggi, sem staðurinn veitti henni. — Svona svikakvendi, sagði ! Irene. Hún þykist vera hrædd | við manninn sinn, en þorir að ganga um allar götur, þó rúss- neskur her sé þar á ferð. Hvers- vegna er hún ekki hrædd við Rússana? — Annað hvort er hún það, eða þá að hún er það ekki, svaraði Nemetz. Til klukkan tíu um kvöldið hafði verið tiltölulega rólegt um- hverfis lögreglustöðina. Stöku sinnum heyrðist að vísu spreng- ing. Rússneskur varðflokkur lagði frá sér særða inní portið, þar sem þeir skyldu bíða, í nokkru vari, eftir sjúkravagni. Kona, með augljóst taugaáfall, krafðist verndar fyrir sig og unga dóttur sína, en þær voru einar eftirlifandi í íjölskyld- unni. Irene bjó um þær á skrif- stofu Porkais. Klukkan tíu var umferð að mestu lokið. Nemetz var einmitt að festa blund, þegar Koller sakamálafulltrúi rak höf- uðið inn úr dyrunum. — Hafðu þig nú heim, gamli vinur. Nú tek ég við vaktinni, sagði hann hátt og ákveðið. Nemetz hristi af sér svefninn og settist upp. — Hversvegna ert þú ekki sjálfur heima? Þú ert búinn að vera hér á vakt þrjár nætur í röð. — Emigrantinn er enn í víga hug, svo ég kýs að halda mig í fjarlægð. Hún komst að öllu saman með okkur Irmu. „Emigrantinn" var kona hans. Hún var frá Milano. í vexti var hún einna líkust víntunnu, og vó 250 pund. Ekkert orð kunni hún í ungversku, þótt hín væri nú búin að búa í Budapest í 30 ár. Börnin gengu í ungversk- an skóla, og vinnukonan var ungversk. Þrátt fyrir þetta heppnaðist henni að einangra sig í sínum eigin heimi, innan um rauð gluggatjöld, dýrlingamynd- ir, Gigli-plötur og feiknin öll af spag'hetti. — Emigrantinn er orðin erf- ið í seinni tíð, sagði Koller. Hún er orðin sannfærð að það hafi verið ég, sem hleypti bylting- unni af stað, bara til að geta verið að heiman um nætur. — Hún hefur þó nokkuð til síns máls, sagði Nemetz glettinn. Hann fór að hafa sig 1 frakk- ann sinn, en Koller skýrði hon- um frá ástandinu í bænum á meðan. Enn geisuðu bardagar við Kilian-fher'búðirnar. Rúss- arnir flæmdir burtu af svæði 5. Á Lenin-stræti höfðu skóia- börn sprengt í loft upp heila skriðdrekasveit. Nú köstuðuþau Molotov-kokteilum, í stað þess að leika borðtennis og fótbolta. Það var komið logn og gat- an var auð, þegar Nemetz lagði af stað heimleiðis. Hann hafði herbergi hjá mágkonu sinni, sem var ekkja, og bjó í Arpad-götu, rösklega tuttugu mínútna gang frá lögreglustöðinni. Það var svalt, jafnvel biturt. Aðeins Dóná var hulin blógráu, þungu þokuteppi, eiris og hún vildi hlíf- ast við að sjá hina eyðilögðu hafnarbakka sína. Leið hans lá gegnum Perc Koez. Hinar látnu konur lágu enn framan við brauðgerðarhús- ið. Einhver hafði lagt trékross yfir brjóstið á beirri, sem næst lá götunni. Ofurlítill blómvönd- ur lá við fætur þeirrar næstu. Eins og í leit að einhverju, kom ofurlítill vindsveipur og lyfti bréfinu, sem að nokkru huldi þá háu, ljóshærðu. í daufri skímu götuljóssins greindi hann hið öskugráa andlit hennar, sem vissi nú til himinhæða. Ásjónan öll hafði tekið á sig hinn sama blæ og sú jörð, sem innan skamms mundi umvefja hana. 4 Þrjár manneskjur sátu í skugga við næstu götudyr. Mað ur og kona, samanhnipruð í sorg sinni, og skammt frá þeim stúlka á fermingaraldri. Með stuttu millibili gaf konan frá sér hljóð, sem minnti einna helzt á brak í nýjum skóm. Unga stúlkan sat þögul, nema hvað tennurnar glömruðu í munni hennar. And- lit hennar var að mestu hulið óstýrlátu dökku hári, sem flæddi undan ljósri húfu. Káp- an hennar var minnst einu núm- eri of lítil, og auðvitað allt of þunn fyrir árstímann. Han minnti Nemetz á mynd á gömlu póstkorti: „Foreldralaust barn“. Hann hafði þegar gengið fram hjá staðnum, þegar hann fékk á tilfinninguna eitthvað, sem hann gat ekki, á stundinni, gert sér grein fyrir. Hann nam því staðar. Slíkt og þvílíkt hafði áð- ur borið við. Undirmeðvitund hans vakti oft hugboð um það, 20. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Þú lendir sennilega í einhverjum óþæg- indum í dag, taktu því öllu með stillingu. Peningamálin dálítið á reiki. Gættu þín í umferðinni. Nautið 21. apríl — 21. maí. Þú hefur unnið vel að undanförnu og ættir nú hvað úr hverju að hljóta umbun fyrir erfiði þitt. Ekki skaltu verða vonsvik- inn þó að þér finnist ekki allir meta þig a’ð verðleikum. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Þú ættir að athuga, hvort þú hefur sett þig nógu rækilega mn í mál, sem þér hefuf verið falið í hendur. Kynntu þér ekki alltaf aðeins yfirborð hlutanna. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Góður dagur til hvers konar athafna. Reyndu ekki of mikið á þig. Leggðu nokkra fjárupphæð fyrir í dag. Bjóddu vinum þín- um heim og gerðu þeim góða veizlu. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Láttu ekki blekkjast af fögrum orðum og hástemmdum loforðum. Treystu eigin dóm- greind og farðu að öllu með gát. Vertu hóf- samur. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Það er ánægjulegt fyrir þig að njóta jafn mikillar aðdáunar og raun ber vitni um. Vinir þínir elska þig og dá. Þú gætir reynt að sýna þeim að þú metur vináttu þeirra. Vertu gætinn og hófsamur þegar líður að kvöldi. Vogin 24. september — 23. október. Þú hefur verið alltof eyðslusamur upp á síðkastið vegna óvæntra fjárróða. Taktu peningamál þín til endurskoðunar. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Gefðu engin bindandi loforð í dag. Gleymdu ekki, að vinur þinn þarfnast hjálp- ar þinnar í neýð og sýndu honum að þú viljir reynast honum vel. Ekki skaltu vinna of lengi í dag. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21 desember. Vertu ekki að pukrast með einhverjar upplýsingar, sem öðrum koma kannski að gagni. Vertu hreinskilinn og skorinorður, en þú skalt varast að særa neinn með ó- gætnislegum orðum. Steingeitin 22. desember — 22. janúar. Sýndu skynsemi í innkaupum í dag og láttu ekki ginnast til að kaupa það sem þú hefur engin not fyrir. Hafðu samband við fjarstaddan vin. Bjóddu vinum heim í kvöld. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Ýmsir kunningjar þínir eru að reyna að troða upp á þig hugmyndum og sköðunum, sem þú ert frábitinn. Sýndu sjálfstæði. Þú skalt vinna vel og rösklega, en fara snemma í rúmið. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Það er aldrei þægilegt að liggja undir grun hjá vinum, en sennilega verður þú fyrir pví í dag. Kunningjar þínir eru tor- tryggnir í þinn garð, hver veit nema ástæða sé til þess. wjE-iív ♦ Hvað kostar ríkjandi landbúnaðar stefna neytendur? Bjarni Helgason. Óli Þ. Guðbjartsson. Almennur félagsfundur Heimdallar F.U.S. n.k. miðvikudag kl. 20.30 í Himinbjörgum, Valhöll v/Suðurgötu. Frummælendur verða dr. Bjarni Helgason, jarð- vegsfræðingur, og Óli Þ. Guðbjartsson, kennari. STÓR-ÚTSALA á kjólefnum hefst í dag. Mikið af alls konar kjólefnum mun verða selt fyrir ótrúlega lágt verð. Komið meðan úrvalið er mest. Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.