Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968 Finnbogi Cuðmundsson, útgerðarmaður: Þótt hagfræöingarnir reikni rétt og sam- vizkusamlega, getur útkoman orðið vill- andi jafnvel röng Nýting frystihúsanna Mánudaginn 5. febrúar s.l. var sjávarútvegurinn í útvarpsþættin um „Á rökstólum". Ræddust þar við Bjami Magnússon, fram- kvæmdastjóri og Jón Héðinsson, alþingismaður. Umræðuranr voru málefnalegar og mjög fróðlegar fyrir þann mikla fjölda, sem ekki er nægi- lega kunnugur þessum aðalat- vinnuvegi okkar, enda hafa báð- ir þessir menn mikla þekkingu á efninu og greindir vel. Þó kom það fram, að Jón Héðinsson hafði ekki nægilega þekkingu á frystiiðnaðinum, þar sem hann endurtók þá furðulegu villu, sem oft hefur verið hamp- að í blöðum og víðar, að nýt- ing frystihúsanna hefði aðeins ver ið 20% af afkastagetu þeirra að undanförnu. Það hefur oft flogið I hug mér, að taka þessa villu til athugunar og leiðréttingar fyrir almenning, en farizt fyrir þar til nú. Hér er á ferðinni eitt dæmið af mörgum, þar sem fram kemur, að þótt hagfræðingar reikni rétt og samvizkusamlega, geta niður stöðurnar orðið villandi og jafn- vel rangar. Hvernig finna hagfræðingar af- kastagetu frystihúsanna? Ég tel, að ekki leiki vafi á, að afkastageta frystitækjanna hafi verið notuð sem mælir. Til þess að gera sér ljóst, hvem ig þessi viðmiðunarmælir hefur orðið villandi, er rétt að benda á hverjar em höfuðeiningar hvers frystihúss. 1. Fiskmóttökuaðstaða og ísunar- möguleikar til móttöku og varðveizlu aflans. 2. Vinnusalir: Vinnuaðstaða fyrir fjölda fólks, ýmsar vinnuvél- ar, hagræðingarstaða og hlut- föll vinnuaðstöðu fyrir ýmsa þætti framleiðslunnar. 3. Frystitæki: Afköst þeirra og gerð. 4. Vélasalur: Aflvélar, frystifélar kondensar og dælur. 5. Vatnsmagn og gæði þess. Frysti hús þarf mjög mikið og gott vatn. Það þarf aS vera sem kaldast fyrir vélasalinn og laust við óhreinindi og gerla fyrir vinnusali og fiskmótöku. 6. Frystigeymslur: Rúmgóðar fyr ir mikinn fjölda pakninga af frystum fiski, síld til útflutn- ings og beitu, ýmsar aðrar beitubirgðir, ís og llnubalar, ef línuútgerð er stunduð. 7. ísframleiðslumöguleikar. Frystihúsin fá til vinnslu flest- ar eða allar fisktegundir, sem veiðast hér við land, og em þær mismunandi að gæðum og magni, eftir því hvaða veiðiað- ferð er viðhöfð. Fiskurinn er framleiddur í inn 165 tegundir pakkninga, eftir því sem kröfur markaða eru hverju sinni. Það er þvi mjög misjafnt hve mikil þörf er fyTÍr hverja einingu í frysti- húsi 1 hlutföllum við aðrar. Ef t.d. er unnið í 1—lb. pakka, roð- laust og beinlaust fyrir Banda- ríkjamarkað, þarf mikil afköst í vinnusal, en lítil í frystitækjum og geymslum. Ef síld eða fiskur er heílfryst, em það frystiafköstin, sem tak- marka getuna. Ef þörf er fyrir að heilfrysta fisk eða síld og jafnframt vinna gæðafisk í neytendaumbúðir, þarf 2 vinnusali, annan fyrir heilfryst- ingu og hinn fyrir neytendapakkn ingamar, og einig mikil frysti- afköst og rúmgóðar geymslur. Á s.l. 5—8 árum hefur fram- leiðsla blokka fyrir verksmiðjur í Badaríkjunum og víðar aukizt mjög. Blokkir þessar era fram- leiddar úr ýmsum fisktegundum, svo sem þorski, ýsu, ufsa, löngu, steinbít, karfa, flatfiski o.fl. Það hefur kostað mikla fyrir- höfn að ná því marki að blokk- imar yrðu þær beztu fáanlegu. Meðal annars kom i Ijós, að nauð- synlegt var að hafa frystitæki, sem þola 30 kg. þrýsting. Nokk- ur undanfarin ár hefur því verið bannað að frysta blokkir í gömlu jámplötutækjunum, sem aðeins þola 12 kg. þrýsting. Þar sem það hefur einnig kom- ið í Ijós, að þessar nýju 30 kg. frystipönnur eru miklu ömggari — þær gömlu vildu springa og því hættulegar fyrir starfsfólkið og framleiðsluna — hefur nú ver ið bannað að nota gömlu pönn- urnar, nema með undanþágu í fá ár. Frystihúsin hafa því orðið að endurnýja frystitækin með alu- minium tækjum með 30 kg. þrýsti þoli, en hafa þó látið gömlu tæk- in standa til þess að geta grip- ið til þeirra, ef mikil frysti- þörf yrði vegna heilfrystingar á síld eða fiski. Þegar svo hag- fræðilegar athuganir hafa verið gerðar á frystihúsunum til þess að meta afkastagetu þeirra hafa öll tækin verið talin. T.d. er sam- kvæmt hagfræðiskýrslum afkasta geta Hraðfrystihúss Gerðabát- anna, Gerðum, talin tvöfalt meiri nú, en hún var 1960, vegna þess, að frystitækin hafa verið endur- nýjuð til þess að vera nothæf við þær kröfur, sem nú eru gerðar. En gömlu tækin ekki verið fjar- lægð, vegna þess, að hugsanlegt er, að þörf geti orðið fyrir þau fáa daga á ári, ef mikil síld berst að. Það ætti að vera ljóst, að erf- itt er að finna út með reiknings- dæmum hver nýting frystihús- anna hefur verið prósentvís, af afkastagetu þeirra, og er það al- veg ömggt, að þessi kenning um 20% nýting þeirra er adgjörlega röng. Samkvæmt stjórnarskrá okkar er gert ráð fyrir að Alþingis- mennimir fari með æðstu völd yfir málefnum þjóðarinnar. Ég vil mjög eindregið skora á þá, að fyrirbyggja það, að hagfræði- menntuðum mönnum verði leyft að ráða því að umbiltingar verði gerðar á fyrirkomulagi og rekstri frystihúsanna, án þess að tekið verði tillit til fagþekkingar þeirra, sem hafa gert það að ævistarfi sínu að byggja upp freð- fiskiðnaðinn með þeim árangri, sem sýnilegur ætti að vera hverj- um þeim, sem nennir að sjá og hugsa. Hvernig reiknuðu hagfræðingarn- ir hagnað af skreiðarframieiðsl- unni 1968? Það kom fram hjá Bjama Magnússyni I fyrmefndum út- varpsþætti hinn 5. febrúar, og hefur reyndar komið fram víðar, að hagfræðingar ríkisstjómarinn ar hafa metið afkomuvonir frysti húsanna 1988 miklu mun djarfer en fulltrúar frystihúsaeigenda töldu forsvaranlegt. Eitt af því, sem ágreiningur var um, var það, að hagfræð- ingamir töldu, að frystihúsin.ættu að hagnast á skreiðarverkim um eða yfir 30 milljónir króna á árinu. Vegna þeirra mörgu, sem ekki þekkja nægilega til fiskiðnaðar- ins í landinu, er rétt að skýra frá þvi, að frystihúsaeigendur hafa jafnframt frystingunni ýmsa aðra fiskiðnaðarframleiðslu til út flutnings, t.d. skreið, saltfisk o.fl., sem eykur möguleika á fjöl- breyttari nýtingu eftir þvi, sem tegundir og gæði gefa tilefni til í hverju tilfelli. Frystihúsaeig- endur áttu 60% af skreiðinni 1966. Að sjálfsögðu hefi ég ekki séð þessa reikninga hagfræðinganna, eða hvemig þeir komast að þess ari niðurstöðu, en ég get ímynd- að mér, hvernig það muni vera tilkomið. Eins og mönnum mun almennt kunnugt, er aðalmarkaður okkar fyrir skreið í Nígeríu. Vegna borgarastyrjaldar, sem geysað hef ur þar í landi, hefiir sá mark- aður lokast, og svo til ekkert selzt þangað á s.l. ári. Annar aðalmarkaður íslendinga fyrir skreið er Ítalía, en sá mark- aður gerir mjög miklar gæða- kröfur til skreiðarinnar þannig, að það verður að vera mjög góður fiskur, sem hengdur er upp og má ekki frjósa né skemm ast af hita eða blóði, og er því aðeins hægt að framleiða úr gæða fiski, sem kemur á land eftir tiltölulega stuttan tíma og í aðeins 3-4 vikur— eða á þeim tíma, sem frosthætta er lítil og svo til eng- in, en þó áður en hlýna tekur svo I veðri, að hætta sé á skemmd um. Hér getur því ekki verið um nema mjög lítið magn að ræða á hverju ári, en hins vegar fæst meira verð fyrir þetta takmark- aða magn af gæðavöra. Þetta litla magn, sem til var af þess- ari gæðavöru árið 1967, sem var 15% af framleiðslunni það ár, var selt til Ítalíu. Þar sem svo til ekkert annað af skreið var flutt út árið 1967 og öll Afríku- skreiðin liggur enn óseld í geymsluhúsum hér heima, er auð velt fyrir hagfræðinga að finna það út, að meðaltalsverð á skreið, sem flutt var út frá fslandi ár- ið 1967 hefir hækkað verulega frá því, sem var árið 1966, en inn í þetta reikningsdæmi hafa þeir augsýnilega ekki tekið það mikla tjón, sem skreiðarframleið endur hafa orðið fyrir vegna þess, að þeir liggja með alla Afríku- skreiðina í birgðum og óvíst hve- nær eða hvort hún verður seljan- leg. Vinnubrögð hagfræðinganna eru þannig um stöðu frystihús- anna, og allar stærðir, sem nú eru þekktar frá árinu 1966, eru framreiknaðar með breytingum, sem sumpart eru þekktar eða áætlaðar á árið 1968. Þess vegna munu hagfræðingarnir hafa reikn að þannig, að taka út það magn skreiðar, sem frystihúsin fram- leiddu 1966, og reikna hana á það verð, sem mundi verða (með altalshækkun 1967) og þær hækk- anir, sem kæmu vegna breyting- ar á gengisskráningunni. Tilþess að þessir reikningar gætu staðist yrðu frystihúsaeigendur að geta framleitt jafnmikla skreið og ár ið 1966 og fengið hana alla i beztu gæðaflokka til sölu fyrir Ítalíumarkað og fengið það út- flutningsverð, sem fékkst fyrir það litla magn, sem þangað fór 1967. Fróðiegt væri að vita, hvað margir af þeim lærðu hagfræð- ingum, sem eru í þjónustu rík- isins, eða aðrir i „Parkinsonskerf inu“, myndu vilja taka þátt I á- hættunni af skreiðarframleiðsl- unni í ár, samkvæmt þessari bjartsýni hagfræðinganna. í þessu sambandi má geta þess, að Norðmenn eru langstærstu selj endur skreiðar til Ítalíu og munu leggja höfuðáherzlu á framleiðslu Skreiðar fyrir þann markað í ár. Þá reiknuðu hagfræðingamir frystihúsaeigendum mikinn hagn- að af saltfiskverkun, og bar þar mikið á milli þess, sem þeir reiknuðu og þess verðs, sem for- svarsmenn saltfisksölunnar þorðu að gera sér vonir um. Það er að vísu rétt, að stóri og gæða- mikli saltaði þorskurinn hefur haldist í góðu verði undanfarin ár. Hins vegar hefur ekki verið hagstætt að salta ufsa, löngu, smærri þorsk og gæðaminni þorsk sem óumflýjanlega berst á land, þegar þorskanet eru notuð. Þótt erfiðleikar okkar íslend- inga séu miklir við sölu sjávar- aflans, eru þeir þó enn meiri hjá öðrum fiskveiðiþjóðum, t.d. Norð mönnum, Dönum, Færeyingum og fleirum. Það má því búast við miklu framboði og lækkandi verði á þeim mörkuðum, sem skárst hafa gefist til þessa. Við verðum því að hafa alla varúð um, að ofmeta ekki markaðs- stöðuna og tefla í allt of mikla hættu, því sem enn stendur af sjávarútveginum, sem er, og verð ur, þrátt fyrir alla erfiðleika, langsamlega hagkvæmasti og þýð íngarmesti verðmætisöflunarmögu leiki, sem fyrir finnst í landi voru. Við verðum að gera okk- ur ljóst, að efnahagserfiðleikam- ir í þjóðfélaginu em vegna þess, að verðmætisöflun sjávarútvegs- ins hefur dregizt verulega sam- an frá því á miðju ári 1966, og er enn í mikilli lægð. Ástæður til þess em flestum kunnar, en það er minni afli miðað við sóknareiningar vegna ótíðar og óhagstæðari fiskigengdar. Mark- aðsaðstaðan hefur verið mjög ó- hagstæð og er enn. Það hafa oft heyrzt raddir um, að varhugavert sé að treysta svo mikið á sjávarútveginn eins og gert hefur verið og því nauð- synlegt að koma á fót nýjum útflutningsatvinnuvegum og hafe erfiðleikarnir, sem nú eru, blás- ið hér í seglin. Það em ekki skiptar skoðanir um það, að æskilegt væri að hafa fleiri sterkar stoðir undir efna- hag þjóðarinnar, en það er nauð synlegt að menn geri sér fulla grein fyrir því, að þótt miklar sveiflur séu í sjávarútveginum eru engir aðrir framleiðslumögu- leikar fyrir hendi hér á landi, sem nálgast það, að gefa þjóðar búinu hliðstæða verðmætísöflvm í fríðu fyrir framlagt stofnfé og vinnuafl eins og sjávarútvegur- inn gefur okkur, jafnvel þótt lægðimar yrðu teknar til saman- burðar. Margir hafa bent á þá miklu möguleika, sem vatnsaflið er til raforkuframleiðslu. Því er haldið fram, að það sé okkur mjög hagstætt og náðst hafa samningar við erlent fyrirtæki til Álfram- leiðslu hér og var talin vera for- senda þess, að gera okkur kleift að virkja hagkvæmustu vatnsafls möguleika, sem fyrir hendi voru. Um þessa framkvæmd hafa verið skiptar skoðanir og mun ég ekki að þessu sinni leggja til mála, en vil þó láta koma fram, að fiskiðnaðurinn í landinu er lát- inn greiða 10—20 falt verð fyrir raforkueininguna miðað við það, sem Álverksmiðjan samdi um. Það er vitanlega sjálfsagt að leita allra ráða til þess að koma á stofn nýjum útflutningsatvinnu vegum, en ég tel, að ekki eigi að leita til útlendinga í þvi sam- bandi, nema að mjög takmörk- uðu leyti. Tel ég ekki forsvaran- legt að atvinnuvegir, sem byggð ir eru upp af útlendingum fái forréttindi umfram atvinnurekst ur í eigu íslendinga sjálfra. Hvorki um undanþágur frá kvöð um eða skuldbindingum, sem Is- lenzkir atvinnuvegir verða að búa við, né verð á raforku eða annað í samskiptum við þjóð- félagið. Hvað sem öðm líður, er það skoðun mín, að fiskveiðarnar og fiskiðnaðurinn verði um langa framtíð það, sem hagstæðast verð ur að leggja höfuðáherzlu á. Það gæðabezta af skreið, saltfiski, freð fiski o.fl. sjávarafurðum er betri vara en nokkur önnur fiskveiði- þjóð getur boðið upp á. Til marks um það vil ég benda á að við fáum hærra verð en keppinautamir fyrir gæðamestu skreiðina og gæðabezta saltfisk- inn á þeim mörkuðum, sem kröfu harðastir em. Einnig vil ég benda á, að nú, þegar Sovétríkin draga mjög úr kaupum á frystum fiski, létuþeir þann samdrátt lítið og senni lega ekkert bitna á okkur, þrátt fyrir það, að keppinautar okk- ar buðu þeim fiskinn fyrir lægra verð. Einnig má benda á, að S.H. hef- ur nú um árabil haft „Good Housekeeping" viðurkenningu á vörumerkjum sínum á Banda- ríkjamarkaði. Þessa viðurkenn- ingu fá aðeins tvö vörumerki á hverri vömtegund, sem talin eru örugglega með beztu vöruna. Enginn þjóð í veröldinni get- ur framleitt þessar vörutegund- ir jafn gæðamiklar, hvað þá gæðameiri. Forsendur fyrir því að þetta hefur tekizt eru þær, að þeir menn, sem hafa orðið stjórnend- ur í þessari framleiðslu hafa gert miklar kröfur til sjálfra sín og þeirra, sem við hana vinna, og myndað samtök sin í milli um leiðbeiningarstarfsemi, gæðaeftir- lit og samræmingar til þess að geta selt góða vöm jafna að gæð- um undir sameiginlegum vöm- merkjum og þannig með sameig- inlegu átaki tekist að framleiða mestu gæðavöm veraldar úr fisk- afurðum okkar og náð víða mark aðsaðstöðu, sem flestar aðrar fisk veiðiþjóðir öfunda okkur af. Fólk ið, sem við framleiðsluna vinnur hefur orðið að þjálfast þannig, að það hefur nú yfir að ráða svo miklu meiri verkmenningu til þessarar framleiðslu, að ann- arra þjóða fólk i fiskiðnaði stend ur því ekki á sporði. Hér er um að ræða mjögmikla fagþekkingu við störfin, snyrti- mennsku, vandvirkni og urafram allt þrifnað. Allt þetta feglærða fólk hefur atvinnuvegurinn þjálf- að án hjálpar frá því mikla skóla kerfisbákni, sem hér er í gangi og mun nú kosta þjóðfélagið mikið á annan milljarð króna ár- lega. Því miður hefur nú á seinni árum orðið samdráttur í því að yngri menn hafi þjálfað sig í ýmsum vandasömum störfum við sjávarútveginn t.d. beitingu og flatningu. Munu þeir því vera orðnir of fáir, sem kunna þau störf, og þeir sem kunna þau vel eldast óðum og hverfa af sjónarsviðinu. Mjög góður embættismaður þjóð arinnar, Hr. Ármann Snævarr, há- skólarektor, hefur látið þau orð falla við setningu Háskólans, að bezta fjárfestingin, sem þjóðin legði I væri menntun skólafólks- ins. Ég get fallizt á það, að menntuð þjóð ætti að geta bjarg- að sér betur en' ómenntuð, en ég vil ekki fallazt á það, að menntun sú, sem þjóðin fær I bóknámsskólunum, sé verðmæt- ari, en verknámsfagkunnátta og þjálfun, sem fjöldi fólks hefur öðlast við aðal atvinnuvegi okk ar. Mér þætti fróðlegt að fá upp- lýst, hver arður hefði komið af bóknámsmennt Sigurðar Guð- mundssonar, sem talaði í þættin- um „Um daginn og veginn" I Rikisútvarpinu, mánud. 29.1 og Björgvins Guðmundssonar, sem talaði í sama þætti mánud. 12. febr. Ég trúi því ekki, að störf þeirra hafi verið þjóðinni verð- mætari en þeirra, sem hafa beitt línu, eða flatt fisk af leikni og vandvirkni eins og margir hafa gert. Það vantar fleiri menn með fagkunnáttu til að beita línu, fletja fisk og salta, framleiða fyrsta flokks frystan fisk o.fl. I sambandi við fiskveiðamar og fiskiðnaðinn, en þeir mættu fækka sem starfa með pennum og reikni vélum, svo ég tali nú ekki um þá, sem hafa atvinnu af þvi að kjafta um það, sem þeir hafa ekkert vit á. Það er nú mikið rætt, að endur skoða þ\mfi skólakerfið. Ég vil þess vegna beina því til þeirra, sem því ráða, hvort ekki væri heppilegt að nota eitthvað af því mikla fjármagni, sem það fær til ráðstöfunar, til þess að kenna unga fólkinu fagleg vinnubrögð til starfa i aðalatvinnuvegum okkar. Fleira fyrsta flokks faglært fólk að fiskiðnaðarstörfum. Aukin línuútgerð og þar með fyrsta flokks fiskur til vinnslu, verður örugglega það líklegasta til þess að rétta við fjárhag þjóðarinnar. Til þess þarf ekki að leita til útlendinga. t----------------------—-------- Greiðsluholli 3.572 dollaror Waáhington, 15. ferbúar — NTB ÁRIÐ 1967 var greiðslujöfnuður Bandaríkjanna við útlönd óhag- stæður um 3.572 milijónir doll- ara. Er það mesti greiðsluhalli sem verið hefur frá því árið 1960, er hann varð 3.901 mUljón- ir dollara. Johnson, forseti, hefur, sem kunnugt er, tilkynnt ýmiss kon- ar ráðstafanir, sem miða að þvi að bæta úr þessu ástandi, er þar m.a. gert ráð fyrir að fjárfesting erlendis verði takmörkuð, og að dregið verði úr ferðalögum Bandaríkjamanna erlendis. Bandarís-ki fjárm,álaráðherr- ann. Henry Fowler, hefur upp- lýst, að á fyrstu fjórum mánuð- um síðasta árs hafi greiðsluhall- inn aukizt um 1832 milljónix doll ara, sem er mesta aukning, sem um getur, frá þvi í Kóreustríð- Lnu 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.