Morgunblaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
SJÓNVARPIÐ
TPngum hefur dottið í hug
að íslenzka sjónvarpið
gæti komið í stað bóklestrar.
Bókin hefur fylgt íslending-
um um myrkustu aldir þjóð-
arsögunnar og fram á þennan
dag. Raunar má segja, að bók
menntir hafa verið eina Ijós-
ið, sem lýsti upp dimm og
óhrjáleg hreysi forfeðra okk-
ar. Og enn halda þær sem
betur fer velli. Hvorki dag-
blöð né sjónvarp geta tekið
við hlutverki bókarinnar.
Sem betur fer virðast íslend-
ingar gera sér glögga grein
fyrir þessari staðreynd. Það
sýnir m.a. bókasalan á haust-
in. Margir báru ugg í brjósti
á sl. ári og fullyrtu að bóka-
áhugi Xslendinga mundi
dvína til muna við stofnun
íslenzka sjónvarpsins- Þessi
ótti hefur ekki verið á rök-
um reistur. Bókin heldur
velli.
Hlutverk íslenzka sjón-
varpsins hlýtur m.a. að vera
að glæða áhuga íslendinga á
mennt og menningu. Sjón-
varpið á ekki að keppa við
listir í landinu. Því hefur t.d.
ekki verið komið á fót til höf
uðs leikhúsum eða bókafor-
lögum. Þvert á móti er það
krafa allra góðra manna að
sjónvarpið verði rekið á þann
hátt, að það ýti undir listir
og hverskonar bókmennt.
Sjónvarpið á ekki aðeins að
gegna hlutverki fjölmiðlun-
artækis, heldur á það að örva
áhuga fólksins á því, sem
áhugavert er. Því miður hef-
ur sjónvarpið ekki enn lagt
sérstaka rækt við þennan
þátt í íslenzku menningar-
lífi. Þó mjá sjá nokkrar von-
arglætu, sem bendir ótvírætt
til þess mikla hlutverks, sem
við hljótum að ætla íslenzku
sjónvarpi.
Fyrir skemmstu var í
sjónvarpinu þáttur um leik-
hús hér í höfuðborginni
og má fullyrða að hann
hafi tekizt með ágætum
,og örvað fólk til leikhús-
ferða. Ekkert sjónvarp getur
komið í stað þess að vera
sjálfur þátttakandi í sýningu
leikfélaganna- Það er reynsla
sem kvikmyndin getur ekki
skilað. Fyrir skömmu var
merkur þáttur í sjónvarpinu
um Poul Reaumert. Þar
sýndu danskir sjónvarps-
menn hvers megnugt þetta
fjölmiðlunartæki getur getur
verið á vettvangi lista og
menningar. Og við höfum
undanfarið séð nokkra slíka
þætti. sem til heilla horfa, án
þess að minnast þeirra sér-
staklega hér.
Þó má bæta því við að ís-
lenzka sjónvarpið hefur
alls ekki sýnt áhuga á
að hvetja almenning til
þess að hverfa inn í hug-
arheim bókarinnar. Marg-
ir vonuðu að sjónvarpið yrði
með tímanum dyggur banda-
maður hennar. Þess má geta
að Islendingar munu ævin-
lega standa í þakkarskuld við
þá, sem notuðu tækni útvarps
ins til að færa gamla bað-
stofumenningu okkar inn á
hvert heimili. Enn hefur
sjónvarpinu ekki tekizt að
sannfæra okkur um, að það
muni hafa bolmagn til hins
sama. Þó verður að leggja
áherzlu á það. Sjónvarpið
hefur varla verið stofnað til
þess eins að sýna alskyns
kvikmyndir, sem menn gátu
séð í Keflavíkur sjónvarpinu,
stríðsmyndir utan úr heimi
o.s.frv. Það var stofnað til
þess eins að sýna allskyns
lega reisn. Það á að vera
hvatning til fólks um að lifa
betra og fegurra mannlífi.
Slíkt sjónvarp kostar auðvit-
að mikla peninga- En við get-
um ekki látið okkur nægja
þá stefnu, sem virðist ríkj-
andi í íslenzka sjónvarpinu.
Af mörgu mætti taka. Morg
unblaðið vill t.d. benda á frá-
bæran upplestur Brynjólfs
Jóhannessonar í ríkisútvarp-
inu undanfarið á Manni og
konu eftir Jón Thoroddsen.
Slík list hlýtur að bæta menn
ingarlegt andrúmsloft hvers
heimilis. Sjónvarpið ætti sem
fyrst að taka til hendi og
veita okkur hlutdeild í slíkri
list. Það hefur sýnt, að það
getur gert hina prýðilegustu
hluti, ef vilji er fyrir hendi.
Auðvitað er slíkt dýrt, en
ekki ætti okkur að vaxa í aug
um, þó við yrðum að láta
talsvert fé af hendi rakna til
að ávaxta gamlan menningar
arf okkar og auðga samtíma-
menningu þjóðrinnar.
Enn má bæta því við, að
allskyns glæpamyndir virðast
vera mjög vinsælar í sjón-
varpinu og er kannski ekk-
ert við það að athuga, ef þær
geta stytt einhverjum stund-
ir. En sjónvarpið á ekki að-
eins að vera dægrastytting,
það á ekki heldur að vera
tímaþjófur, það á að vera
menningarleg hvatning.
Benda má á, að við höfum
nóg af spennandi efni í Is-
lendingasögunum. Hvers
vegna ekki að taka til hendi
og kvikmynda ýmsa þætti úr
þeim. Það mundi vafalaust
verða til þess að margir ís-
lenzkir unglingar tækju sér
Islendingasögurnar í hönd og
læsu þær spjaldanna á milli
Mynd þessi var tekin í kvöld verðarboði dönsku Rotary-klúbbanna í Kaupmannahöfn, eftir
að forsætisráðherra hafði flutt erindi sitt. A myndinni eru talið frá vinstri: Dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, Vala Thoroddsen, sendiherrafrú og Anders Nyborg, ritstjóri, sem er
útgefandi tímaritsins WELCOME TO ICELAND.
Staða íslands fyrr og nú
Fyrirlestur forsætisrábherra
fyrir Rotary-klúbba Kaupmannahafnar
Dr. Bjarni Benediktsson, forsæt
isráðherra, flutti á fimmutdag-
inn var, 15. febrúar sl. erindi
í boði Hörsholm Rotary Klub,
sem efnt hafði tii sameiginlegs
fundar Rotary-klúbba í allri
Kaupmannahöfn á Hotel Mar-
ina í Vedbæk. Erindi það, sem
forsætisráðherra flutti, nefnd-
ist: „Islands stilling för og nu“
og fjallaði um þá efnahagserfið-
leika, sem ísland á nú við að
etja, en enn fremur um lofts-
lag landsins, náttúruskilyrði og
atvinnuvegi, lífskilyrði, hernað
arlega þýðingu landsins, Atlants-
hafsbandalagið, veru varnarliðs
ins og afstöðu íslands til mark-
aðbandalaga Evrópu.
Félagar 18 Rotaryklúbba
voru viðstaddir og hlýddu á er
indi forsætisráðherra, en einn-
ig fréttaritarar margra danskra
blaða. Þá voru þarna einnig við
stödd kiona forsætisnáðlherranfe,
frú Sigríður Björnsdóttir, Gunn
ar Thoroddsen, sendiherra, og
frú Vala kona hans svo og Vil-
-hjálmur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags fslands
í Kaupmannahöfn.
Að erindi forsætisráðherra
loknu var öllum viðstöddum, 180
að tölu boðið til kvöldverðar,
þar sem framreiddur var ís-
lenzkur matur.
f frásögn blaðsins Berlingske
Tidnede af þessum fundi, segir
m.a., að í erindi sínu hafi for-
sætisráðherra sagt, að ef menn
vilji, að fsland verði áframsjálf
stætt norrænt ríki, verið það
einnig að vera áfram innan vé-
banda Nato, því að annars akap
ist þar hernaðarlegt tómrúm sem
geti orðið til þess að eyðileggja
það hernaðarlega valdajafnvægi
sem er skilyrði fyrir friði.
Þá getur blaðið þess enn frem
ur í ummælum sínum eftir for-
sætisráðherra, að íslendingar
hefðu nú í alvöru áhuga á því
að koma á tengslum við mark-
aðbandalög Evrópu.
— Hraðfrystihúsin
Framhald af bls. 12.
geti orðið með sem eð'lilegustum
hætti á vertíðinni. Loks mun 25
milljónum verða úthlutað vegna
endurskipulagningar iðnaðarins.
Verður það einkum til þeirra
húsa, sm hljóta að verða áfram
í rekstri en eru þó ver sett en
þau sem betri afkomu hafa: Þá
er einnig gert ráð fyrir að verja
4 milljónum til verðbótar í
fiskirækt.
Að lokum lagði sjávarútvegs-
málaráðherra áherzlu á tvennt:
Annars vegar að mikil og brýn
þörf væri á þessari aðstoð og
hin,s vegar að þessi aðstoð greiði
götu nauðsynlegra breytinga í
hraðfrystiiðnaðinum svo að!
hann geti staðið á eigin fótum.
Bjarni Guðbjörnsson (F) lýsti yf
ir stuðningi við frv. en for-
dæmdi síendurtekin vinnubrögð
þess efnis að ríkisstjórnin tæki
á sig milljónaskuldbindingar,
sem alþingismenn læsu um í
blöðum og fengju svo til með-
ferðar seint og síðar meir en
yrðu að hraða í gegnum þingið.
Ræðumaður sagði að enginn neit
aði áföllum vegna verðfalls og
aflabrests en hins vegar hefðu
atvinnuvegirnir átt að geta stað
ið a-f sér erfiðleikana í bili eft-
ir samfellt góðæri. Því hefði ekki
verið að heilsa vegna verðbólgu
þróunar innanlands.
Þá vék ræðumaður að fyrir-
hugaðri endurskipulagningiu
frystiiðnaðarins og gagnrýndi
seinagang í því máli, sagði að
framkvæmdavaldið væri reyrt í
fjötra sérfræðinga, sem hefðu
ekki tíma til að sinna þeim mál-
um, sem þeim væru falin.
Eggert G. Þorsteinsson, sagði
að þetta verkefni hefði einfald-
lega reynzt umfangsmeira en
ætlað var og hefði gagnasöfn-
un verið viðameiri en upphaf-
lega var búizt við.
Einar Ágústsson (F) sagðist
hafa höggvið eftir því í ræðu
ráðherrans, að hann hefði boð-
að ný tekjuöflunarfrv. vegna
þessara aðgerða. Hann sagði að
tekjuauki rikissjóðs vegna geng
islækkunarinnar hefði verið á-
ætlaður 300 millj. og ætlunin
hefði verið að verja honum til
tollalækkana en þær hefðu að-
eins numið 160 milljónum, og til
þeirra hefði þurft sénstaka tekju
öflun. Hann spurði hvernig
þessu væri háttað.
Eggert G. Þorsteinsson sagði
að rétt væri skilið að afla
þyrfti sérstakra tekna til frv.
og yrði gert grein fyrir því máli
síðar.
Einar Ágústsson (F) sagði að
sér kæmi þetta svar á óvart og
spurði hvað hefði orðið uim
tekjuauka ríkissjóðs upp á 300
millj. Umræðum var lokið og
málinu vísað til nefndar.
Gunnar Thoroddsen
Doktorsvörn á laugard.
LAUGARDAGINN 24. febrúar
n.k. fer fram doktorsvörn við
lagadeild Háskóla íslands. Mun
Gunnar Thoroddsen, amlbassador,
þá verja rit sitt „,FjöLmæli“ fyrir
doktorsnafnbót í lögfræði. And-
mælendur af hálfu lagadeildar
verða Ármann Snævarr háskóla-
rek'tor, og dr. jur. Þórður
Eyjólfss'on, fyrrv. 'hæstaréttar-
dómari.
Doktorsivörnin fer fram í há-
tíðasal Háskólans og hefst kl. 2
e. h.
til þess að kynnast sem bezt
því efni, sem sjónvarpið
flytti og geta fylgzt með þátt-
unum, eins og nauðsyn
krefði. Þessi tillaga um kvik-
myndun þátta úr íslendinga-
sögum hefur skotið upp koll-
inum og vill Morgunblaðið
að henni verði fylgt fast eft-
ir, jafnvel þótt kvikmyndun
slíkra þátta kosti mikla pen-
inga- Það mætti þá spara á
einhverjum öðrum vetitvangi
af fé íslenzkra skattgreið-
enda.