Morgunblaðið - 23.03.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.03.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968 3 Á SUNNUDAGINN kl. 3 verður frumsýnt í Xjarnarbæ nýtt barnaleikrit, sem heitir „Pési prakkari". Höfundur leikritsins er Einar Logi Ein- arsson, og er hann jafnframt framkvæmdastjóri Barnaleik- húsið er nýtt félag áhuga- manna um barnaleikrit og er áætlað að flytja 1—2 barna- leikrit á ári. Einar Logi sagði að hug- myndin að slíku leik'húsi væri í raun og veru 17 ára gömul, því að hún hetfði fæðzt á barna- og gagnfræðaskólaár- unuim og nú væri hún að gefa frá sér fyrsta hljóðið', sem væri barnalei'kritið „Pési prakkari". Inn í gang leik- ritsins fléttast ýmsir gamlir, og vinsælir barnaleiikir, söng- var og svo er nýsköpunin, sem eru persónurnar og söguþráð- urinn. Einar Logi byrjaði að vinna með Pésa prakkara fyrir 5 árum, þegar hann var við nám í Bandaríkjunum og nú kemur Pési fram í sviðs- ljósið og heilsar öðrum k.rökk um. Pési á heiima í bænum Frá vinstri: Guðmundur Þor björnsson í hlutverki Pésa prakk ara, Gunnar Birgisson í hlut- verki Frissa og Ragnheiður S. Jónsdóttir í hlutverki Sollu. — (Ljósm. Kr. Ben.). „Pési prakkari" í Tjarnarbæ — Nýtt barnaleikrit frumsýnt á morgun Litla B, en þar fer leikritið fram. Barnaleiikhúsið er áhuga- starf ungs fólks, sem vill auka fjölbreytni í skemmt- unum yngsta fólksins. Hlut- verkin í Pésa prakikara eru 7 og þau byggjast á 3 börnum úr 10 ára bekk Miðlbæjarskól- ans. önnur hlutverk eru í höndum fjögurra nemenda úr leikskóla Ævars Kvarans. 5 sönglög með mismunandi text uim eru í leikritmu og leikur Enar Logi undir á píanó. Pésa prakara leikur Guð- mund'ur Þorbjörnsson, Frissa leikur Gunnar Birgisson, Sollu lei'kur Ragnheiður S. Jónsdóttir, Þorgeir þöngul- haus lekur Guðjón Bjarna- son, t>vottakonuna leikur Lilja Úlfsdóttir og I. og 2. lögregluþjón leika Hannes Ragnarsson og Grétar Hjalta son. Leikstjóri er Inga Laxn'ess, Þórd'ís Elín Jóelsdóttir gerði leikmiyndir og leiksviðsstjóri er Jón Jóelsson. Sem fyrr segir verður Lilja Úlfsdóttir í hlutverki þvottakonunnar og Guðjón Bjarnason í hlutverki Þorgeirs þöngulhauss. r- Topaði tösku , með 14.000 kr. / BERGÞÓRA Jónsdóttir, Sóleyj- / argötu 27, tapaði í gær band- \ tösku sinni með 14.000 krónum. t Einnig voru í töskunni ýmsir / persónulegir munir, sem henni " er sárt um. Hún hefur leitað töskunnar án árangurs, en hún Einar Logi Kristjánsson, höf- undur „Pésa prakkara“ og framkvæmdastjóri Barnaleik- hússins. , fyrsta sýning kl. 3 sunnudaig inn 24. marz í Tjarnarbæ og kostar miðinn fyrir börn kr. 60, en 80 kr. fyrir fullorðna. sté úr bifreið við gatnamót Frakkastígs og Laugavegar, verzlaði í verzlun Andersen og Lautih, hjá Frank Miahelsen og að sið'us'tu í Ið'unnarapó'teki. Þar fyrst saknaði hún töskunn- ar. Frú Bergþóra, er kom að máli við Mbl. í gær kvaðst beita góðum fundarlaunum fyrir tösk- una, en aí skilríkjum, sem í henni voru, hlýtur að vera ijóst, hver sé eigandi hennar. NAUÐSYN Of lágt vátryggt.. o£ lágar bætur Ef innbú yðar er ekki tryggt í samræmi við raun- verulegt verðmæti þess, fáið þér aldrei fullar bætur, ef tjón ber að höndum. Iðgjöld fyrir HEIMILISTRYGGINGAR falla í gjalddaga 1. apríl n.k. og þá er rétti tíminn að hækka vá- tryggingarupphæðina, þannig að fullt JAFN- VÆGI sé milli tjóna og bóta hverju sinni. ALMENNAR TRYGGINGAR” PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700 STAKSTIINAR Hvað tekur við eftir Búrfell og Straumsvfk Sumarið 1969 er ráðgert að ljúka tveimur stórframkvæmd- um, sem hafnar voru á sl. ári, stórvirkjuninni við Búrfell og álbræðslunni í Straumsvík. Þess- ar miklu framkvæmdir hafa að sjálfsögðu örvað mjög atvinnu- lífið í landinu, og í sumar munu um 1000 manns vinna við Búr- I feil og um 650 manns í Straums- | vik. Þegar þessum framkvæmd- um er lokið munu Búrfellsvirkj- un og álbræðslan stuðla að auk- inni festu í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Þrátt fyrir það er fyllilega tímabært að taka þá spurningu til með- ferðar, hvað við taki eftir að framkvæmdum við Búrfell og í Straumsvík lýkur. Með þessum tveimur stórframkvæmdum var brotið blað í sögu þjóðarinnar. Hins vegar er ljóst, að við get- um ekki látið staðar numið, ef lífskjör þjóðarinnar eiga að halda áfram að batna, heldur verðum við að leita nýrra leiða og nýrra verkefna. Efling iðnaðar með aðild að EFTA ! Eitt af því, sem líklegt er tit að hleypa nýju lífi í islenzkt at- vinnulíf, bæði sjávarútveg og innlendan verksmiðjuiðnað, er aðild íslands að EFTA. Augljóst er að verulegur ávinningur er að slíkri aðild fyrir sjávarútveginn, og reynsla t.d. Norðmanna er sú, að aðild þeirra að EFTA varð til þess að efla mjög norskan iðnað og útflutningsstarfseml hans. Okkur íslendingum er höfuðnauðsyn á því að skapa skilyrði til iðnaðarframleiðslu. Auk þess mundi aðild að EFTA hafa alliliða örvunaráhrif á íslenzkt efnahags- og atvinnu- líf. Þess vegna er þess að vænta að innan tíðar verði hafizt handa um viðræður við EFTA-ríkin, þar sem leitast verði við að tryggja aðild tslands að þessum samtökum og um leið að skapa svigrúm fyrir íslenzka atvinnu- vegi til þess að notfæra sér þau nýju tækifæri, sem við það mundu skapast. Nýjar stórframkvæmdir Atik þátttöku tslands í EFTA er nauðsynlegt að halda áfram framfarasókn þjóðarinnar á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið með Búrfellsvirkjun og bræðslunni í Straumsvík. Kanna þarf rækilega möguleika á nýj- um stórvirkjunum og starf- rækslu orkufreks iðnaðar í sam- bandi við þær. Ennfremur ber að leggja ríka áherzlu á rannsóknir þær, sem nú er unnið að á sviði sjóefnavinnslu. Þá hefur um nokkurra ára skeið verið rætt um byggingu olíuhreinsunar- stöðvar hér á landi og virðist einsýnt að hrinda eigi í fram- kvæmd byggingu slikrar stöðv- ar, sem mun opna ný tækifæri til margvíslegs efnaiðnaðar hér- lendis. Loks hefnr verið rætt um stofnun verksmiðju til þess að vinna ýmis konar vörur úr fram- leiðslu álbræðslunnar. Núver- andi ríkisstjórn hefur þegar haft forustu um mestu byltingu í at- vinnumálum, sem þekkist í sögu lands og þjóðar. Hún mun enn auka hróður sinn með því að nýta þau tækifæri til stórfram- kvæmda og stóriðnaðar, sem hvarvetna blasa við og bíða þess eins að þau verði virkjuð. Við höfum ekki tíma til þess að biða. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.