Morgunblaðið - 23.03.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968
7
Wata kusiva anata suki mazu
66
99
Hún kom frá landi sólar-
uppkomunnar, — Japan —
beint hingað í snjóinn. Hún
sagði okkur frá því þegar við
hittum hana á förnum vegi á
Loftleiðahóteiinu í fyrradag þar
sem bún dansar á kvöldin að
hún væri samt ekki óvön snjón
um. Heima í Japan væri líka
snjór, og að hún ætti meira að
segja skiði.
Til að kynna þá, sem hér er
talað um verðum vð að segja
frá ætt hennar og uppruna, eins
og íslendinga er siður. „Já
það hvilir enginn leyndardóm-
ur yfir aldri rnínurn," segir hin
svarthærða og undurfallega At-
sumi Taki, í byrjun viðtals
okkar. „Ég er 23 ára gömul,
og er fædd í borginni Nagoya,
sem er rétt fyrir sunnan Tokyo.
AMMA, er eitt þeirra orða,
sem er sameiginlegt í ís-
lenzku og japönsfcu. Mynd
þessi er fengin úr bókinni
„Japanalia", sem höfundur
þessanar smágreinar, eignað-
ist árið 1941, vegnn áhuga
síns á japönsloum málum.
á Eyjunni Honshu, en það er
stæsta eyja Japans.
Ég held ég megi segja, að
ég sé Japani í húð og hár, m.a.
óhætt að fullyrða, að ég tel að
keisarafjölskyldan, sé brað-
nauðsynlegt sameiganartákn
hinnar japönsku þjóðar.Mika-
dóinn, Hirohító, sonur sólarinn-
ar, og krónprinsinn, Aktika,
eru nauðsynleg tákn einingar
hinnar japönsku þjóðar
Rétt er það, ég stunda mynd-
listarnám í París, og hingað
og víða annað, kem ég til að
vinna mér inn peninga með
danssýningu til þess ég geti
haldið áfram námi.“
Rétt ofan við okkur á veggn
um hangir íslenzkt abstraktmál
ver, svo að við spyrjum Atsumi
Taki, hvort hún máli á líkan
máta?
Svarið kom fljótt og var nei-
kvætt.
„Nei, sjáðu, ég mála ekki
svona, heldur ekki beint eftir
náttúrunni. Ef ég mála tré, ef
ég mála blóm eða brúðu, þá
mála ég hana upp á japönsku,
sem gæti þýtt, að ég sæi þessa
fyrirmynd í gegnum mín eigin
þj óðargleraugu.
Sjálfsagt mála málarar hverr
ar þjóðar svolítið sér á parti,
og ég myndi telja, að japansk-
ir málarar væru engum öðrum
líkir. Japanskt málverk er fín
legt jafnvel ofurfínlegt oftast
notum við vatnsliti, en í Paris
hef ég haldið mér að olíulitum
mestmegnis. Því miður tók ég
engin málverk mín með mér.
Hélt satt að segja, að enginn
hefði áhuga á þeim hérlendis.
Máski kem ég aftur með alla
striganna og held hér sýningu.
Ja, hver veit?
Þú spyrð hvað nafnið mitt
þýði? Seinna nafnið Taki, merk
ir fljót, sem komið er frá fjðll-
um, sem sagt stórfljót, En fyrra
nafnið: Atsumi, sem hér hefur
í blöðum ranglega verið nefnt
Atsuma, þýðir í raun og veru
friður og kyrrð.“
„Þú heitir semsagt á íslenzku
Friðarfljótið. Eða svo við
blöndum japönsku svolítið inn
i þetta: Fljót hins mikla friðar
Aannars langar mig til að
segja þér. frá einu.. Ég kann
eina setningu á japönsku, ég
veit, að það er ekki mikið, en
ætla samt að vita, hvort þú
skilur mig.
Setninginn er svona: „Wata
kusiva anata suki mazu.“ “
„Já,“ svarar þessi svarthærða
japanska fegurðardís með síða
hárið,‘ — ég skil setninguna
mæta vel, en veizt þú sjálfur,
hvað hún þýðir?"
„Já, ég held nú það, svara
ég. Hún þýðir: „Ég elska þig."
Að lokum þetta. Atsumi Taki
dansar i Víkingasalnum á Hót-
el Loftleiðum til næstu mánaða
móta, og ekki er að efa, að
mörgum fýsið að kynnast þess-
ari perlu frá Austurlöndum,
sem hingað er komin i snjóinn.
— FR. S.
A
FÖRNUM
VEGI
Kona með 1 barn óskar eftir að komast trl aðstoðar í mötuneyti eða einhverri annarri viíinu. Uppl. 1 sima 82078. Tilvalin fermingargjöf er pífublússa eða loðbúfa úr ekta skinni. Sími 30138, Kleppsvegi 68, 3. hæð t. v.
Keflavík Húsnæði
3ja—4ra herb. íbúð til leigu. Tilb. sendist afgr. Mbl. í Keflavík fyrir 28. marz, merkt: „Reglusemi 890“. Til leigu húsnæði, hentugt fyrir verkstæði, sauma- stofa eða þvíumlíkt. — Uppl. í síma 33919 í dag ■ og á morgun.
Keflavík Góð 3ja berb. fbúð til leigu. Uppl. í sima 1924. Austin Gipsy Diesel til sölu. Yfirbyggður, lengdur um 20 cm, ti'lv. fyrir iðnaðarm. Uppl. í síma 41941 eftir hádegi á laugardag og sunnudag.
Netasteinar Ibúð til sölu
Netasteinar til sölu. — Steyptir í fyrrasumar. Sómar 50994 og 50803. Efri hæðin að Bergstaða- stræti 30 B er til sölu. — Verð 600 þús. Útb. 300 þús. Uppl. á staðnum.
Volvo P-144 árg. 1967—68 Herbergi til leigu
óskast, staðgreiðsla, skipti á Cortinu ’67 koma til greina. Uppl. í símia 30401. fná 1. apríl n. k. Reglu- semi áskilin. Uppl. að Lönguthlíð 7, kjallara.
Söluturn óskast Skúr
til leigu nú þegar eða síð- ar í vor. Til'boð merkt: „Söluturn 5772“ sendist afgr. Mbl. fyrir 1. apríl naestkomandi. í nágrenni bæjarins ósk- ast til led'gu eða kaups. Simi 52342.
2 STÚLKUR
GETA FENGIÐ VINNU STRAX.
BORGARÞVOTTAHÚSIÐ
Borgartúni 3.
Minnistexti sunnudagaskóla-
barna: Þakkið Drottni, þvi að
hann er góður. því að miskunn
rans varir að eilífu. — Sálm.
136,1.
Sunnudagaskólar
Sunnudagaskólar KFUM og K
í Reykjavík og Hafnarfirði
hefjast í húsum félaganna kl.
10.30. Öll börn eru hjartanlega
velkomin.
Hjáipræðisherinn
Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. —
öll böm velkomin.
Heimatrúboðið
Sunnudagaskólinn kL 10.30. —
öll böm hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskólinn,
Mjóuhlíð 16, kl. 10,30. — Öll
börn hjartanlega velkomin.
Fíiadelfía
Sunnudagaskólar hefjast kl.
10.30 að Hátúni 2 og Herjólfs-
götu 8. Öll örn velkomin.
Sunnudagaskóli
kristniboðsf'-laganna í Skip-
holti 70 hefst kl. 10.30. — Öll
börn velkomin.
Akranesferðir Þ. Þ. Þ.
Frá Akranesi mánudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
ki. 12, sunnudaga kl. 4.15.
Frá Reykjavík ki. 6 alla daga
nema laugardaga kl. 2 og sunnu-
daga kl. 9.
Eimskipafélag Islands.
Bakkafoss fór frá Patreksfirði 22
marz til Bíldudals, Þingeyrar, Flat-
eyrar, ísafjarðar, Hvammstanga
og Sauðárkróks. Brúarfoss kom til
Norfolk 21. marz frá Cambridge
fer þaðan til NY og Rvíkur. Detti-
foss fór frá Kotka 19. marz til
Reyðarfjarðar, Akureyrar ogRvík
ur. Fjallfoss fór frá Norfolk 15.
marz til Rvíkur. Goðafoss fór frý
Hamborg 21. marz til Rvíkur. Gull-
foss fór frá Thorshavn 22 marj
til Khafnar. Lagarfoss fer væntan-
lega frá Gautaborg í dag til Fær-
eyja og Rvíkur. Mánafoss fór frá
Rvík 20. marz til Seyðisfjarðar,
London, Hull og Leith. Reykja-
foss fór frá Rvík 22. marz til
Hafnarfjarðar. Selfoss fór frá
Rvík 22. marz til Patreksfjarðar,
Þingeyrar, Súgandafjarðar og ísa-
fjarðar. Skógafoss fór frá Hafnar-
firði 22. marz til Rvíkur. Tungu-
foss fór frá Akranesi 22. marz til
Stykkishólms, Grundafjarðar og
Hafnarfj.arðar. Askja fór frá Leith
21. marz til Reykjavíkur.
Hafskip h.f.
Langá er á Akranesi. Laxá er í
Reykjavík. Rangá er í Reykjavík.
Selá er i Reykjavík.
Skipaútgerð ríkisins.
Esja er á Vesturlandshöfnum á
norðurleið. Herjólfur er í Reykja-
vík. Blikur fer frá Reykjavik í
dag austur um land til Seyðisfjarð-
ar. Herðubreið er á Austurlands-
höfnum á norðurleið. Baldur fer til
Snæfellsness— og Breiðafj arðar-
hafna á mánudag.
Loftleiðir h.f.
Þorfinnur karlsefni er væntanlegur
frá London og Glasgow kl. 0030,
í nótt. Bjami Herjólfsson ervænt-
anlegur frá Luxemborg kl. 0100, í
nótt. Heldur áfram til NY kl. 0200.
Leifur Eiríksson er væntanlegur frá
NY kl. 0830, í fyrramálið. Heldur
áfram til Luxemborgar kl. 0930.
Snorri Sturluson fer til Óslóar,
Gautaborgar og Kaupmannahafnar
kl. 0930, í fyrramálið.
Skipadeild SÍS.
Arnarfell losar á Húnaflóahöfnum.
Jökulfell lestar á Austfjörðum. DIs-
arfell fer væntanlega 25. þ.m. frá
Rotterdam til íslands. Litlafell er
við olíuflutninga á Austfjörðum.
Helgafell losar áEyjafjarðarhöfn-
um. Stapafell losar á Vestfjörðum.
Mælifell fór 21. þ.m. frá Gufunesi
til Rotterdam.
Lúðrasveitin Svanur
Laugardaginn 23. marz heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika í
Austurbæjarbíó fyrir styrktarfélaga og aðra velunnara sveitarinn-
ar og hef jast þeir kl. 2.
Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og má þar m.a. nefna verk
eftir Grieg, Suppé, Theodorakis, Lennan og McCartney o. fl.
Lúðrasveitin Svanur er skipuð 28 áhugahljóðfæraleikurum sem
allir hafa æft með sveitinni undanfarin ár og sumir í áraraðir.
Stjórnandi er Jón Sigurðsson, 1. trompetleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands og er þetta 3. starfsár hans með lúðrasveitinni.
Atvinna
Ungur maður óskast á sveitaheimili til vors.
Aðalstarf hirðing og tamning hrossa.
Upplýsingar gefur Ráðningarstofa landbúnaðarins,
sími 19200.
Óskum eftir að ráða
skrifstofustúlku eða mann nú þegar.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist okkur fyrir 1. apríl n.k.
Sparisjóður Kópavogs.
Iðnaðarskrifstofuhíisnæði
Til leigu um 150 ferm. húsnæði v/Laugaveg,
hentugt fyrir léttan og þrifalegan iðnað, eða skrif-
stofur. Tilboð sendist í pósthólf 434.
Ekki svíkur Bjössi!
Annar hluti sjálfsævi-
sögu Sigurbjöms Þor-
kelssonar í Vísi er kom
inn út, hin sanna, en
síðbúna jólabók, sem
auðvitað er jafnframt
kjörin til fermingar-
gjafa.
Bókin gleður alla eins
og Vísiskaffið gerði
forðum.