Morgunblaðið - 23.03.1968, Síða 13

Morgunblaðið - 23.03.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1963 13 Bakarasveinafélag fslands sextíu ára FYRSTA brauðgerðarhús á ís- landi tók til starfa í Reykja- vík 1834. Var það hið eina á landinu til 1868, er stofnað var brauðgerðarhús á Akureyri. Þeg ar kemur fram undir aldamót fjölgar brauðgerðarhúsum nokk- uð, enda varð þeirra mun brýnni þörf, sem vöxtur þilskipaútgerð ar gerðist meiri. Fyrstu bakarasveinar í íslenzk um brauðgerðarhúsum voru allt erlendir menn, flestir danskir. En árið 1884 lauk sveinsprófi í bakaraiðn, Grímur Ólafsson, fyrstur íslendinga svo vitað sé Tók nú smám saman að fjölga þeim mönnum íslenzkum, er lærðu bakaraiðn, og þá er kom fram yfir aldamót hafði dálítill hópur íslendinga lært iðnina. Sumir þeirra fóru til Danmerkur, að námi hér á landi loknu, til að framast í iðn sinni. Kynntust þeir þar kjörum danskra bakara sveina, er þá voru tiltölulega ung, en höfðu á skömmum tíma fengið miklu áorkað um bætt kjör stéttarinnar. Kjör íslenzkra bakarasveina voru í upphafi næsta léleg. Um aldamót fengu þeir kr. 10.00 kaup á viku og höfðu fæði og húsnæði hjá húsbændum sínum, eigendum brauðgerðarhúsanna. Vinnutími var svo langur sem yfirboðar þeirra kröfðust, hvort heldur var á nóttu eða degi, helga daga sem rúmhelga. Þá tíðkaðist það einnig, að þeir voru látnir vinna öll þau störf, sem fyrir komu á heimilinu eða við atvinnurekstur húsbóndans, þótt ekki væri það baksturstörf. Sérstök greiðsla fyrir nætur— eða helgidagastörf þekktist ekki. Mátti heita að bakarasvein um væri ókleift að stofna eigið heimili eða lifa sjálfstæðara lífi en hver önnur vistráðin hjú. Á þessu varð engin veruleg breyt- ing fram til 1908. Kaupið hækk- aði að vísu skömmu eftir alda- mótin upp í 15.00 á viku, en að öðru leyti voru kjörin hin sömu og verið hafði. í byrjun árs 1908 töldu bak- BiLAKAUR^ r Vel með farnir bílar til sölu og sýnis í bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Bronco disel árg. 66. Moskwitch árg. 66, 68. Opel Caravan árg. 64. Vaúxlhall Victor árg. 65. . Austin Gipsy benzín árg. 66. Bronco, klæddur, árg. 66. Volkswagen árg. 58, 61. Opel Capitan árg. 59. Opel sendiÆerðaibifreið, árg. 64. Fairlane 500 árg. 65. Mustang árg. 66. Taunus 20 M árg. 65. Trabant sendiferðabíll árg. 66. Che-vy II 100, árg. 65. Faloon árg. 64. Chverolet Impala árg. 63. Meroedes Benz 220 S árg. 62, 64. Prins ár.g, 63. Volga árg. 63. Tökum góða bíla í umboðssölu| Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. UMBODIÐ SVEINN EGILSSON H.F! LAUGAVEG 105 SlMI 22466 ft.-‘ .>■ ■' V? • • arar ekki lengur hægt að una við svo búið. Tóku þeir að ræða sín á milli hvað til bragðs skyldi taka. Á skömmum tíma vaknaði með þeim næsta almennur áhugi á því, að stofna stéttarfélag bak arasveina. Fyrir félagsstofnun beitti sér einkum danskur bak- ari, er hér starfaði, P.O. Ander- sen að nafni, en brátt komu nokkrir íslenzkir bakarasveinar til liðs við hann. Hinn 5. febrúar 1908 var sfcofn fundur haldinn á Þingholtsstræti 9, á heimili Guðmundar Guð- mundssonar, bakarasveins. Voru stofnendur 16 talsins, allt ís- lendingar nema P.O. Andersen. Á stofnfundi var lagt fram frumvarp til laga fyrir félagið. Hafði Pétur G. Guðmundsson, síðar fjölritari, aðstoðað bakara- sveina við að semja frumvarpið, er var samþykkt breytingarlaust. Hlau't félagið nafnið Bakara- sveinafélag fslands. Samkvæmt 2. gr. laganna var tilgangur fé- lagsins sá, „að efla og vernda vellíðan manna á íslandi er bak- araiðn stunda, halda uppi rétti þeirra gagnvart vinnuveitend- um og öðrum stéttum að svo miklu leyti, 'sem unnt er að tryggja bökurum sæmilega lífs- stöðu í framtíðinni. Enn fremur að styðja af megni öllu því, sem lýtur að fullkomnun og framför- um í bakaraiðn". Tilgangi sínum hygðist félagið ná með því, „að koma á félags- skap og samtökum meðal allra, sem vinna að bakaraiðn, efla á- huga þeirra með fundum og ræðu höldum, ná samningum og sam- komulagi við vinnuveitendur og við önnur félög, sem hafa svip- að markmið, ef það horfir félag- inu til heilla.“ Á þessum grundvelli hefur Bakarasvéinafélag fslands nú Framihald á bls. 16 ISAL Hafnarfjörður Oskum eftir að taka á leigu í apríl eða maí 2ja og 3ja herbergja íbúðir, fyrir erlenda starfsmenn. Tilboð sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið h.f. JARNIÐNAÐARMENft óskast til starfa við háþrýstihitalagnir hjá þýzku fyrirtæki í Straumsvík frá 1. apríl n.k. Aðeins góðir suðumenn koma til greina. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist AME — Heizung, GMBH Köln, c/o íslenzka Álfélagið h.f., Pósthólf 244, Hafnarfirði fyrir 1. marz n.k. ALLTAI FJÖLGAR V0LKSWAGEN 1 m II-1 i II - 0RYGGI | 1 m VERI )L Æl (K UN Á VOLKSWAGEN ® V.W. 1200 — Verð Kr: 149.000.oo V.W. 1300 — Verð kr: 169.900.oo V.W. 1500 — Verð kr: 182.200.oo V.W. 1600A V.W. 1600L Verð kr: 218.900.oo Verð kr: 235.800.oo Allar þessar gerðir af VOLKSWAGEN eru fyrirliggjandi - PANTIÐ STRAX - Tryggið yður fljóta afgreiðslu Gerið samanburð á frágangi og öllum búnaði, gæðum og verði VOLKS- WAGEN og annara bíla frá Vestur- Evrópu. V.W. 1600TL — Verð kr: 235.800.oo V.W. Variant 1600A — Verð kr: 233.900.oo V.W. Variant 1600L — Verð kr: 250.700.oo GJÖRID SVO VEL AÐ LÍTA INN í SÖLUDEILD OKKAR AÐ LAUGAVEGI 170-172 OG VIÐ MUNUM SÝNA YÐUR 1968 ÁRGERÐIRNAR AF VOLKSWAGEN Viðgerða- og varahlutaþjdnusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.