Morgunblaðið - 23.03.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 23.03.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968 Pt0?|iWl#WritSi Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SAMNINGARNIR Tj’ðlilega er nú, að afloknu verkfallinu, mikið rætt um hina nýju samninga, sem launþegar og vinnuveitendur hafa gert sín á milli. í þeim umræðum kennir ýmissa grasa, og ekki er laust við að reynt sé að blekkja menn á ýmsa vegu. Þess vegna verð- ur meginefni samninganna ryfjað upp, en það er á þann veg, að allir launþegar sætta sig við, að rúm 2% af vísi- tölunni hverfi og komi ekki til greiðslu sem álag á laun. í öðru lagi er hámark þeirrar vísitölugreiðslu, sem eftir stendur, miðuð við 10 þúsund króna laun, þannig að þeir, sem meðaltekjur hafa, fá sömu krónutölu greidda eins og þeir, sem lægst laun hafa. í þriðja lagi er svo ákveð- ið, að þeir, sem hafa 17 þús- und króna laun og meira, fái engar uppbætur á sín kjör. Kröfur verkalýðsfélaganna, sem fast var haldið við alveg þangað til verkfall var að skella yfir, voru á þann veg, að allir launamenn fengju það, sem kallað var „fulla vísitöluuppbót“, þ.e.a.s. að allir fengju sömu hundraðs- tölu á laun sín — og þar með þeir hærra launuðu miklu hærri krónutölu heldur en þeir, sem við lakari kjör búa. Morgunblaðið benti á það dag eftir dag í nokkrar vik- ur, áður en verkfallið skall yfir, að fráleitt væri að halda slíkri kröfugerð til streitu. Allir viðurkenndu, að íslend ingar ættu nú við mikla erf- iðleika að etja, og allir við- urkenndu líka, að atvinnu- vegirnir gætu ekki staðið undir nýjum, stórfelldum út- gjöldum. Á hinn bóginn væri ljóst, að þeir, sem við lök- ustu kjör búa, ættu erfitt með að taka á sig auknar byrðar. Þess vegna yrði að haga kröfugerð og samnings- gerð á þann veg, að sérstakt tillit væri tekið til þarfa hinna lægstlaunuðu, en þeir, sem við betri kjör byggju, yrðu að taka á sig kjara- skerðinguna, enginn annar kostur væri fyrir hendi, þeg- ar slíkir erfiðleikar steðjuðu að, sem raun ber vitni; þá þýddi ekkert um það að tala, að launajöfnuður væri svo mikill hér, að ekki mætti raska hlutfallinu milli hinna ýmsu starfshópa, þeir, sem betur væru settir, yrðu að taka á sig meginþunga byrð- anna. Svo hörmulega stóð for- usta verkalýðssamtakanna sig, að hún fékkst ekki til að viðurkenna nein frávik í þessu efni, fyrr en á elleftu stundu. Sem betur fer varð raunin síðar sú, að þeir, sem skynsamlega vildu á málum taka, náðu yfirhöndinni og þá var unnt að hefja alvar- lega samninga, en hefði það verið gert strax, hefði verið unnt að komast hjá verk- falli. Aðalatriðið er, að verkfall- ið varð ekki lengra en raun ber vitni, og niðurstaða samn inganna varð á þann veg, sem allir velviljaðir menn ósk- uðu. þ.e.a.s. að atvinnuvegun um var íþyngt eins lítið eins og unnt var til þess að tryggja hagsmuni hinna lág- launuðu, en komizt var hjá því að „full vísitala“ kæmi á öll laun í þjóðfélaginu og þar með hleypt af stað óðaverð- bólgu, sem enginn mannleg- ur máttur hefði fengið við ráðifi. Hinu er auðvitað ekki að leyna, að erfitt er fyrir at- vinnuvegina að taka jafnvel þær hækkanir, sem um var samið, en hjá þeim varð ekki komizt. Hljóta allir að vona, að árferði verði betra en að undanförnu, þannig að ís- lenzkir atvinnuvegir fái und- ir þessu staðið, og þá er líka skammt að bíða þess, að kjör geti batnað að nýju og þjóð- arhagur styrkzt svo, að nýtt framfaraskeið sé á næsta leiti. „H/Ð OPNA VIÐHORF" C|anntrúaðasti kommúnisti á ^ íslandi, Magnús Kjart- ansson, hældi Eysteini Jóns- syni formanni þingflokks Framsóknarflokksins mjög á þingi í fyrradag fyrir afstöðu hans til „herstöðvamálsins" svonefnda. Talaði hann um „hið opna viðhorf“ Eysteins Jónssonar í þessu efni og sagði, að ræða hans á þingi hefði verið „mjög athyglis- verð“. Ætli þeir Framsóknarmenn séu ekki býsna margir, sem velta því fyrir sér, hvort ekki sé eitthvað bogið við afstöðu leiðtoga Framsóknar flokksins, þegar maður á borð við Magnús Kjartansson við- hefur slík lofsyrði um frammistöðu Framsóknarfor- ingjanna? MEÐ EÐA MÓTI SPARNAÐI rpíminn reynir að gera lítið úr sparnaðartillögum rík isstjórnarinnar og segir að VŒJ UTAN ÚR HEIMI Kumenar sitia viö sinn keip RUMENAR hafa staðið í ströngu að undanförnu, en sýnt mikla stillingu og gætni. Seint í síðasta mánuði gengu þeir af alþjóðaráðstefnu bommúnista í Búdapest, en á ráð'gjatfafundi Varsjár- bandalagsins, sem haldinn var í Sofia viku síðar. sátu þeir sem fastast án þess að víkja frá sjónarmiðum sin- um, en án þess að koma af stað illdeilum. Enn verður þess langt að bíða, að Rúmen ar taki þá áhættu að rjúfa að fullu og öllu tengslin við Sovétríkin og bandalagsríki þeirra- í viðræðunum í Sofia voru tekin fyrir mál, sem öll að- ildarríkin gátu verið sam- mála um — til dæmis Viet- nam-málið — og önnur mál, sem hefðu getað valdið há- værum deilurn. Sumir þeir, sem bezt fylgjast með gangi mála, eins og Júgóslavar, telja að Rússar hafi af ásettu ráði reitt Rúmena til reiði á Rúdapest-ifundinum til þess að „einangrun“ þeirra kæm, greinilega í ljós. Hvort sem eitthvað er hæft í þessu eða ekki. þá svöruðu Rúmenar ekki í sömu mynt ef þeim hefur verið sýnd ókurte;si. Erfiðustu umræðurnar fjölluðu um samninginn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Sovétríkin og Bandaríkin hafa nú náð sam komulagi um uppkast að slík um samningi og lagt það fyr ir Sameinuðu þjóðirnar. En Rúmenar eru í hópi þeirra, sem gagnrýna þetta samn- ingsuppkast. Líkt og Vestur- Þjóðverjar telja þeir samn- inginn ganga í berhögg v;ð sjálfstæði sitt. Líkir Frökkum Rúmenar ráða ekki yfir kjarnorkuvopnum, en burt- séð frá því ber framkoma þeirra innan Varsjárbanda- lagsins æ meiri keim af framkomu Frakka innan NATO. Báðum grems't, að risastórveldin tvö skuli ganga að því vísu að þeim sé í lófa lagið að knýja bandalagisríki sín til að víg Ceusescu. búast eða afvopnast og þurfi aðeins að gefa þeim fyrir- mæli þar að lútandi. Báðar þjóðirnar hafa ímugust á hernaðarbandalögum og sam eigilegum vörnum.. Andstaða Rúmena er ekki eins áber- andi, þar sem þeir eru ekki eins voldugir og Frakkar. Á fundinum í Sofia er lík legt að Rúmenar hafi endur- tekið helztu mótbárur sínar gegn samningsuppkastinu, en þær eru, að samkvæmt upp- kastinu sé ekki gert ráð fyr- ir, að eftirliti verði komið á með kjarnorkuvígbúnaði í þeim löndum, sem hafa um- ráð yfir kjarnorkuvopnum, en slíkt sé „hróplegt mis- rétti“, og að á ótal vegu losni kjarnorkuiveldin við þá fjötra sem smærri rí'kjum verði sett. Hér sneiða Rúmenar að Rússum, en þeir bafa einir þeirra þjóða. sem ráða yfir kjarnorkuvopnum (að Frökk um og Kínverjum, undan- skiildum en þeir hafa hvort sem er engan áhuga á saiminiingum) ,neitað að fallast á að kjarnorkuiðn- aður þeirra verði settur und- ir alþjóðlegt eftirlit. Rúmienar hafa ekki f hyggju að segja siig úr Varsjárbanda laginu. í opinberum yfirlýs- ingum segir, að Rúmenar séu ánægðir með aðild sína að bandalaginu. Sameiginlegar heræfingar fara til dæmis ennþá fram. En framlög til hermála segja sína sögu. Þegar aðild- arríkin voru nýlega hvött til að auka framlög sín til varn- armála juku Austur-Þjóðverj ar þau um 60%, Ungverjar um 18%, Pólverjar um 10% og Rúmenar um aðems 3%. Ceusescu segir sem svo, að ef ásta ndið í heimsmálunum hafi versnað. þá sé bezta leið- in til að draga úr hættumni ekki sú að auka varnarvið- búnað helduir sú að herða á ti’lraununum til að finna lausn á vandamálum Evrópu. — (OFNS) — Þó talið ótrúlegt að þeir segi sig úr Varsjár-bandalaginu Sonja og Haraldur unnu hylli blaðamanna Osió, 21. marz — NTB HARALDtlR, rikisarfi í Nor- egi, og unnusta hans, Sonja Haraldsen, ræddu við blaða- menn í Osló í dag og megi dæma af viðmóti blaðamanna og andrúmsloftinu á fundin- um, liafa þau og trúlofun þeirra unnið heilshugar stuðn ing þeirra. Fundurinn stóð yfir í hálftíma og var mjög óformlegur. Tekið var fram í upphafi að ekki væri óskað eftir því, að krónprinsinn væri ávarpaður „yðar kon- unglega tign“ og sagt, að blaðamönnum væri frjálst að leggja spumingar fyrir þau bæði að vild. Haraldur sagði aðspurður um áhrif trúlofunar hans á framtíð konungsdæmisins norska. að það væri ekki hans að segja neit.t um það, hvort kon-ungdæmi skyldi áfram vera í Noregi, úr því faðir hans hafi samþykkt trú- lofun hans og Sonju Harald- sen. Hann kvaðst reiðubúinn að taka við konungstigninni, ef þjóðin óskaði eftir því og færi svo, kvaðst hann von-a, að hann og Sonja væru fær um að gegna þeim kröfu- hörðu hlutverkum sem þeim yrði þá lögð á herðatr. Beðið hafði verið eftir blaðamannatfundinum með mikilli eftirvæntingu, því að sl'íkur fundur heifur aðeinis einu sinni áður verið haldinn í norsku konungshöllinni, — það var árið 1945, þegar Ólaf ur þáverandi krónprins, kom heim úr útlegðinni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sonja Haraldsen svaraði spurningum blaðamanna flrjálslega og greiðlega og við urkenndi, að sér fyndist það nokkuð erfitt að vera allt í einu komin svo mjög fram í sviðsljósið, — en hún bætti við, að allir hefðu verið sér einstaklega elskulegir og það hefði verið sér hjálp, Að- spurð um fyrirætlanir hennar um frekara nám — sem nú hefur eðlilega orðið fyrir truflunum — svaraði hún, að hún mund: ekki gangast und- ir háskólapróf fynr en hún teldi sig reiðubúna til þess. Hún les listasögu og kveðst ætla að einbeita sér að sögu norskrar miálaralistar á tíma- bilinu 1860—1900. Krónprinsinn tjáði frétta- mönnum, að hann hetfði kann að rækilega viðbrögð blað- anna við trúlotfun þeirra og kvaðst þeim mjög þakklátur fyrir hina jákvæðu atfstöðu, sem þau hefðu tekið. Einn Framhald á bls. 20 þær muni hafa sáralitla þýð- ingu. Vissulega skal það ját- að, að erfitt er um vik að koma við sparnaði, því að flest það, sem fjármunum er varið til, hefur verulega þýð- ingu, og þeir, sem fyrir sparn aðinum verða, eru fæstir ánægðir með slíkar ákvarð- anir. En athyglisvert verður að fylgjast með því, hvort Fram sóknarmenn leggja fram til- lögur um frekari sparnað eða hvort þeir standa með þeim sparnaðartillögum, sem ríkisstjórnin hefur flutt. Sú afstaða sker úr um það hvort þeir raunverulega vilja sparnað eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.