Morgunblaðið - 23.03.1968, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968
Verzlunarpláss —
geymsluhúsnæði
Viljum taka á leigu verzlunar- eða geymsluhús-
næði í bænum.
Upplýsingar í síma 12290 fyrir hádegi í dag.
UEFILBEKKIR (,,Hobby“)
og VERKFÆRASETT.
Laugavegi 15,
sími 1-3333.
FERMINGARGJAFIR
- 60 ÁRA
Framlhald af bls. 16
starfað í 60 ár. Hér er þess ekki
kostur að rekja sögu félagsins
til neinnar hlítar, en geta má
þess, að félagið hefur tvívegis
gefið út afmælisrit, hið fyrra ár-
ið 1923, á 25 ára afmælinu, hið
síðara árið 1958, er það var hálfr
ar aldar gamalt.
Helzta verkefni Bakarasveina
félags íslands hefur verið það,
að vinna að bættum kjörum bak
arasveina, halda uppi réttindum
þeirra og gæta hagsmuna þeirra
á allan hátt.
Strax á fyrsta ári félagsins
náði það umtalsverðum réttarbót
um. Hið fasta kaup hækkaði
nokkuð, vinnutíminn var tak-
markaður við 11 stundir á dag
og ákvæði sett um greiðslu fyr-
ir eftir- og helgidagavinnu.
Félagið hefur á hverjum tíma
kostað kapps um að tryggja bök
urum hliðstæð kjör og aðrar
sambærilegar stéttir nutu. Oft
hefur það tekizt án harðra
deilna, en stundum kostaði slíkt
þó verkföll. Eitt sinn, 1942 átti
félagið a.m.k. í tveim kaupdeil-
VAUXHALL
CTOR v68
ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN
í Morgunblaðinu 21. nóv. s.l. segir blaðamaður frá stærstu bílasýningu Bret-
lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn:
Sú enska bifreið, sem mesta
athygli hefur vakið á sýning-
unni í Earls Court, er Vaux-
hall Victor 1600 og 2000. Þessi
bifreið er eins ný og bifreiðar
gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið
byggð upp frá frumatriðum, án
þess að stuðzt hafi verið við
eldri gerðir af Vauxhall nema að
mjög litlu leyti.
Sýningargripur Vauxhall í
Earls Court vakti fyrst athygli
sýningargesta vegna nýrra út-
lína. Yfirbygging bifreiðarinnar
hefur verið teiknuð upp á nýtt
undir greinilegum áhrifum frá
General Motors.
Á sýningarpalli Vauxhall voiru
sýnis'horn af ýmsum atriðum í
undirvagni og stjórníækjum bif-
reiðarinnar, sem segja má að allF
sé nýtt. Vélin er til dæmis ál-
gjörlega ný af nálinni og er ár-
angur af fimm ára undirbún-
ingsrannsóknum. Upphaflega
var markmið framleiðendanna að
byggja vél, sem framleitt gæti
50% meiri orku en þáverandi vél
ar Vauxhall, en væri samt ekki
þyngri en þær.
Þetta hefur þeim tekizt með
ýmsum lagfærir.gum og nýjung-
um. Nýjungar < vélinni eru m.a.
þær, að kambásinn hefur verið
fluttur upp fyrir ventlana til
þess að losna við undirlyftu-
stengur. Vélinni hefur verið hall
að um 45 gráður til þess að
losna við hristing og fjölda-
margt annað hefur verið gert
til þess að gera vélina sem bezt
úr garði.
Gírkassi Vauxhall Victðr er
tekinn úr eldri gerðum, en
tengslin og allt, sem þeim fyig-
ir er nýtt.
Fjöðrun á framhjólum er svip-
uð og í eldri gerðum, en að
aftan eru fljótandi öxlar festir
við skúffuna með örmum. Ófan
á tengiörmunum eru gormar og
höggdeyfar. Hemlar á Vauxhall
2000 eru diskahemlar að fram-
an, en skálar að aftan. Á Vaux-
hall 1600 eru sfeálar að aftan
og framan.
Að innan hefur Vauxhall Vict-
or tefeið gjörbreytingum, sem
flestar miðast við að fulínægja
kröfum Bandaríkjamanna um
öryggi.
Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu. Sýningarbíll á staðnum.
Ártnúía 3, stmi 38 900.
Undirritaður óskar eftir nánari upplýsingu.-n um NÝJA VICTORINN '68
NAFN
HEIMILISFANG
VAUXHALL-BEDFORD UMBOÐIÐ
um sama árið. Og árið 1957 lenti
það í erfiðustu kjaradeilu, sem
það hefur nokkru sinni háð.
Stóðu bakarasveinar í verkfalli
á fjórða mánuð samfleytt, eða
101 dag. Mun það vera lengsta
verkfall, sem um getur í sögu
íslenzkra launþegasamtaka fyrr
og síðar. Varð það að sjálfsögðu
félaginu og félagsmönnum erfitt
og kostnaðarsamt, en að lokum
náðust töluverðar kjarabætur
bakarasveinum til handa.
Síðustu 11 árin hefur bakara-
sveinum og bakarameisturum
tekizt að semja um kjaramálin
án þess að til verkfalla hafi kom-
ið.
Fyrstu stjórn Bakarasveinafél
ags fslands, er kosin var á stofn
fundi 1908,_ skipuðu þessir menn:
Sigurður Á. Gunnlaugsson, for-
maður, Kristján P.Á. Hall, ritari
og Kristinn Þ. Guðmundsson,
gjaldkeri.
Núverandi stjórn félagsins er
þannig skipuð: Guðmundur B.
Hersis, formaður, Axel Kristjáns
son, varaformaður, Guðmundur
H. Guðmundsson, gjaldkeri, Guð
mundur Þ. Daníelsson, ritari, Jón
Björnsson, fjármálaritari.
Félagsmenn eru nú 62 meðlim-
ir.
Bakarasveinafélag fslands
minnist 60 ára afmælis síns með
hófi, 23. marz n.k. í Tjarnarbúð.
(Frá Bakarasveinafélagi íslands)
Nauðungaruppboð
sem auglýst vai- 4., 6. og 8. tbl. Lögbirtingaiblaðs 1968
á hluta í Hraunbae 106 þingl. eign Halldórs Bach-
mann, fer fram eftir kröfu Magnúsar Fr. Árnasonar,
hrl., Páls S. Pálssonar hrl., og Kristjáns Kristjáns-
sonar hrl. og Gísla G. ísleifssonar hrl., á eigninni
sjáifri, miðvikudaginn 27. marz 1968 kl. 10 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
PENINGAR
Maður sem á nokkur hundruð þúsund krónur óskar
eftir að kaupa lítið arðvænt fyrirtæki eða lána
peninga gegn góðri tryggingu gegn því að vinna
við fyrirtækið. Hefur alhliða verzlunarmenntun og
vanur margs konar fyrirtækjarekstri.
Tilboð sendist fyrir þriðjudaginn 26. 3. ’68 merkt:
„Algert trúnaðarmál — 159“.
Auglýsing
f ráði er að bjóða út smíði á minni fiskibátum undir
20 rúmlestum í stöðluðum stærðum þannig að þeir
verði mun ódýrari.
Þeir útgerðarmenn sem áhuga hefðu á því að kaupa
svona báta hafi samband við undirritaðan sem allra
fyrst.
EGILL ÞORFINNSSON,
Keflavik, sími 1168 og 1155.
[ SIPOREX |
LÉTTSTEYPUVEGGIR
I ALLA INNVEGGI
Fljótvirk og auðveld
uppsetning.
Múrhúðun |~)|
óþörf.
Sparar tíma
og vinnu.
SIPOREX lækkar
byggingarkostnaðinn.
SIPOREX er eldtraust.
Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, sími 17533, Reykjavík.
Óskum eftir
að ráða til starfa í Straumsvik:
Tæknifræðing vanan hönnun hreinlætislagna.
Ráðning nú þegar.
2 véltæknifræðinga. Ráðningar frá 1 júní.
Skrifstofumann vanan innflutningi. Ráðning
nú þegar.
Skrifstofumann til bókhaldsstarfa. Ráðning
frá 1. maí.
Skrifstofurriann til að yfirfara vörureikninga .
Ráðning frá 1. júní.
Vélritunarstúlku vana enskurn bréfaskriftum.
Ráðning nú þegar.
Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnar-
firði.
íslenzka Álfélagið h.f.