Morgunblaðið - 23.03.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1968
21
Fjölsvinnsgleði —
hinna margvitru
##
Hátíð
Við litum inn á íþróttahátíð
Kennaraskólans fyrir nokkru
þar sem hún var haldin á
Hálogalandi. Nafn hátíðarinn-
ar var „Fjölvinnsgleði", en
það er fornt orð og þýðir
„Hátíð hirma marvitru". Dag
skrá hátíðarinnar var fjöl-
breytt og vönduð, en hæst
reis, þegar lið kennara keppti
við lið stjórnar skólafélags-
ins í blaki. Hálogaland var
þéttskipað nemendum Kenn-
araskólans og hvöttu þeir ó-
spart keppendur. Það var
mikið fjör í húsinu og
skemmtu menn sér hið bezta.
Eftir að setning hafði far-
ið fram hófst fyrsti liður dag
skrárinnar, sem var körfu
bolti á milli Menntaskólans á
Laugarvatni og Kennaraskóla
Islands, en Laugvetningar sig
ruðu í þeim lei'k. Þá var fim-
leikasýning stúlkna og sýndi
hópur stúlkna skemmti-
legar æfingar. Hófst þá fyrsta
gamanatriði kvöldsins. Var
Indriði Gíslason magister, var
leynivopn kennara. Hann var
aðeins skamma hríð fyrir ut-
an völl, því öruggara þótti að
hafa hann inni á vellinum.
það keppni í knattspyrnu á
milli liða antisportista og
stúlkna. Báru antisportistar
túlipana í barmi til þess að
reyna að draga athygli stúlkn-
anna frá keppninni og tókst
það að nokkru, því antisport
istar báru sigur úr býtum.
Skýring er þó nokkur á sigri
þessum, því að markvörður
antisportista var tvígildur á
þverveginn og því mjög erf-
itt að koma knettinum fram
inn liprar stúlkur í spori og
sýndu rythmik undir stjórn
Þóru Oskarsdóttur, kennara.
Var þetta glæsilegur þáttur
hátíðarinnar og veil unninn.
Handboltakeppni pilta úr VÍ
og KÍ lauk með sigri Verzl-
unarskólanema. Aftur komu
skrautklæddir dansarar inn
á gólifið og dönsuðu nokkra
erlenda þjóðdansa. Var þá
ikomið að síðasta dagskrár
atriðinu og mest spennandi,
Kennarar, til vinstri, verja snarlega þrátt fyrir fimlegar að-
farir nemenda.
Dr. Broddi Jóhannesson er viðbúinn á tvísýnu augnabliki
í blakkeppninni. Ljósm. Kr. Ben.
hjá honum inn í markið. Þjóð
dansafllokkur kennaranema
dansaði því næst þjóðdansa
frá nokkrum löndum og svipt
ust þar pilsfaldar í fjörugum
dansi. Handboltakeppni
stúlkna úr MR og KÍ var
mjög spennandi. MR stúlkur
höfðu forystu framan af, en
KÍ stúlkur voru hvattar ó-
spart og höfðu sigur að lok-
um. Hlupu þá fram é völl-
en það var keppni í blaki á
milli liða kennara og nem-
enda. Mikill giæ-sibragur var
yfir liði kennara, en það
hafði mætt á nokkrar æfing-
ar undir stjórn Karls Guð-
mundssonar, íþróttakennara
KÍ. Liðið geystist fram á
völlinn undir forystu fyrir-
liðans, dr. Brodda Jóhanns-
sonar, skólastjóra. Margar
fleiri kempur voru í liðinu
og má þar nefna Jón Ásgeirs-
son, söngkennara og söng-
stjóra, en mjög erfiðlega gekk
að finna nógu stóra keppnis
skyrtu á Jón fyrir leikinn.
Séra Ingólfur Guðmundsson
var í liði kennara og einnig
Óskar Halldórsson cand mag,
en hann er gamall fimleika-
maður og léttur á fæti. Leyni
vopn kennara var ís-
lenzkukennarinn, Indriði
Gísjason magister og það var
hann, sem kom sá og sigraði.
Víkur nú aftur að því er
kennarar bruna fram völlinn
og heilsuðu á báða bóga. Hófst
nú leikurinn og gáfu lærifeð-
urnir nemendum ekkert eftir
í snjallri íþróttamennsku.
Mjög merkileg tilþrif sáust í
liði kennara, en sum voru
all undarleg. Kennarar
voru hvattir óspart af
nemendum og bar það ríku-
legan ávöxt. Jón Ásgeirsson
var hvattur með hrópinu: Ta,
tí, ta, tí ta,“ og Indriði, ís-_
lenzkukennari, var almennt
kallaður „leynivopnið" enda
reyndust skot hans eins og
búmmerang, því knötturinn
'kom aftur ef skot geigaði, en
það var sjaldan. Eftir tvær
umferðir í blakinu var um
yfirburðasigur að ræða hjá
kennurum og ákváðu kenn-
arar þá eina umferð enn til
þess að sýna nemendum hvern
ig þeir ættu að vinna sigur.
Tókst það vel og mörðu nem-
endur sigur í þriðju lotu,
Lauk svo hátíð þessari sem
var fjölbreytt og skemmtileg
enda var mikið hlegið.
Kennaraskólastúlka brýzt í gegn um vörn Verzlunarskól-
ans og skorar. KÍ stúlkur sigruðu VÍ stúlkur í handboltan-
Þjóðdansaflokkur kennarane ma sýnir dansa.
Nemendur hvöttu keppendur óspart og sér í lagi lið kenn
ara. Kjósm. Kristinn Benediktsson.