Morgunblaðið - 24.03.1968, Síða 32

Morgunblaðið - 24.03.1968, Síða 32
KSKUR SuÖurlandsbraut 14 — Sími 38550 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1968 Meiddist á fæti í Eyjum Á FIMMTUDAG varð það slys í Vestmannaeyjum um borð í vél bátnum Gideon VE 7, að einn skipverja klemmdist svo á fæti, að flytja varð hann í Landsspít- alann í Reykjavík í gær og sótti flugvél frá Birni Pálssyni mann- inn til Eyja. Skipverjinn, sem er 17 ára piltur, klemmdist, er skipið var í höfn. í Landsspítalanum gengzt hann undir áframhaldandi rannsókn og meðferð, en til ým issa varúðarráðstafana varð að grípa, m.a. var flugvélin látin koma með blóð ef til blóðgjafar þyrfti að gripa á leiðinni til Reykjavíkur. Mikið fannfergi er í Eyjum og sýndu starfsmenn flugmálastjórn arinnar lofsverðan dugnað við að ryðja bæði flugbraut og flug vallarveg, en þó varð að bera sjúklinginn spottakorn, svo að hann kæmist um borð í flugvél- ina. Vona að vonzkuveðrið sé að ganga niður — VEÐURFRÆÐINGAR gera sér nú vonir um, að óveður það sem geisað hefur um mestan hluta landsiins fari að ganga niður. Klukkan átta í morgun var að mestu úrkomulaust á Suður- og Vesturlandi, en mikill skaf- renningur. Var ofsaveður í Vest- mannaeyjum eða 11 vindstig, en gert var ráð fyrir að veðrið þar tæki að lægja. Skip, sem statt var út af Straumnesi tilkynmti, að þar væru 10 vindstig, og í Ör- æfiasveit voru um 10 vindstig. Reykjavík var eini staðurinn á landinu, þar sem frostlaust var Sjópró! hefjast ó mónudog SJÓPRÓF eru ekki hafin út af sjóslysinu, er v.s. Hildur sökk s.l. föstudag. Samkvæmt upplýs- ingum Kristjáns Jónsonar borg- ardómar má búast við því að sjópróf hefjist á mánudag. Brouzt inn ú tveimur stöðum BROTIZT var inn í nýlegt bila- verkstæði í Reykjavík í fyrri- nótt. Reyndí innbrotsmaðurinn fyrst að brjóta upp stóra hurð, sem skálkuð var aft/ur með slag- brandi og varð hann frá að hverfa eftir að hafa skemmt hurðina mikið. Gekk hann síðan að hliðarhurð og braut hana, fór þar inn og rótaði mikið til, en hafði ekki nema um 800 krónur upp úr krafsinu. Á staðnum skildi hann eftir kúbein, sem reyndist vera úr timburverzlun skammt frá, en þar hafði hann brotizt inn líka og haft á brott með sér kúbeinið og rafmagnsklukku. Sýningu Einurs lýhur í kvöid MÁLVERKASÝNINGU Eínars Hákonarsonar í Bogasal Þjóð- minjasafnsins lýkur í kvöld kl. 10. Sýningin hefur verið ágæt- lega sótt og nokkrar myndir selzt. í gærmorgun. Á Vesnfjörðum ag um norðan- og austanvert landið var mikil snjókoma. Á Horni var 11 stiga frost og 8 vinstig ,og 11 stiga frost var einnig í Grmsey. Þetta va rmest frost á láglendi, en á Hveravöllum var 14 stiga frost. Mjög mikið hefur snjóað í Vestmannaeyjum undanfarna daga og líklega hefur ekki snjóað annað eins þar á þess- ari öld. Á myndinni sést lítil stúlka ösla út í snjóinn, en heimilisfóik hennar varð að grafa sig út úr húsinu. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. Fólk komst ekki út úr húsum nema í gegnum glugga Mikill lausasnjór — Bóndinn á Lœkjarbakka kveðst hafa orðfð fyrir millj. kr. tjóni af völdum snjóflóðsins Mbl. ræddi við Gísla Skapta- son, bónda að Lækjarhvammi, og kvað hann fleiri snjóflóð ekki hafa fallið úr Reynisfjal'li fyrir j utan eit;t, sem féll um 250 metra fyrir austan Reyni. Þar eru snjó- J fióð tíð, svo að aldrei hefur verið byggt á þeim slóðum. Gísli kvaðst hafa orðið fyrir hundruð þúsunda króna tjóni, þegar snjó- | flóðið féll á fjárhús hans og I hlöðu. Kvaðst hann giera réð fyrir að um 130 af 150 kinda fjár eign væru dauðar. Kvaðst Gísli aetla, að 'sfeaifl siá, seim snjóflóði þessu olli, hafi losnað alveg uipp við fjallsbrún í 5—600 metra hæð. og hefði verið mikill kraft- ur í því, sem sæist bezt að því, að það hefði borið stóran hey- stakk, sem stóð við hlöðuna, með sér um 300 mietra vegalengd. MIKILL skafrenningur var ennþá á Suðurlandi í gærdag, og mikill snjór yfir öllu. Voru bílar fastir þar á vegum og menn tepptir í þeim, en ennfremur var ástandið sumstaðar þannig undir Eyjafjöllum, að fólk komst ekki út úr hús'um sínum nema i gegnum glugga vegna snjóa, sem hlaðizt höfðu utain á húsin. Markús Jónsson á Borgareyr- um tjáði Mbl. að undir Eyja- fjöllum hefði verið iðulaus stór- hríð frá því á fimmtudag. Varð þá að flytja börn úr Skóga- skóla heim til sín á Snjóbíl, þar sem aðrir bílar komust ekki leiðar sinnar. MjólikurbíU sem ók þarna um á fimimtudag var t.d. 6 tíma á leiðinni frá Holtsá að Steinum, en það er um 5 km. spölur. í gær voru tveir j mjólkurbílar tepptir undir Eyja- 1 fjöllum. í kringum Vík í Mýrdal var í gær hin mesta ófærð, og stóðu fjórÍT bí)ar fastir í útjaðri þorps- ins og komust ekki lengra inn í þorpið. Rafmagnslaust var á bæjunum tveimur, sem snjóflóð j féllu á í fyrradag, Lækjarbakka ! og Presthúsum, en viðgerðar- ! men ætluðu í gær að reyna að i brjótast þangað í gærmorgun á ivélsleða. Utanríkisraðherra í opinbera heimsókn UTANRÍKISRÁÐHERRA Búl- garíu, ívan Bashev, og kona hans koma í opinbera heimsókn til íslands sunnudaginn 7. apríl n.k. og dvelja hér í 3 daga í boði rk' sstjórnarinnar. í fylgd með þeim verað m.a. ambassador Búlgariu á íslandi Laliou Gantchev, og frú — og Argir Alexiev, forstöðumaður pólitísku deildar búlgarska utan- ríkisráðuneytisins. Ivan Basihev er fæddur í Sofiu 1916 og er iðnaðarmannssonur. Hann iauk háskólaprófi í Sofiu Framh. á bls. 31 SH kaupir 500 þúsund öskjur frá Bandaríkjunum — Óþarfa innflutningur, segir Kassagerðin — Óverulegt magn af umbúðanotkuninni, segir SH SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur flutt inn frá Banda- ríkjunum 500 þúsund eins punds umbúðaöskjur fyrir frystihúsin innan sinna vébanda. Samkvæmt upplýsingum SH nota frystihús samtakanna um 3 milljónir slíkra askja á ári. Morgunblaðið sneri sér í gær til Kristjáns Jóh. Kristjánssonar, forstjóra Kassagarðar Reykjavík ur, og spurðist fyrir um álit hans á þessum öskjuinnflutningi SH. Kristján sagði, að svo virtist vera, að hin nýja öskjugeTð SH gæti ekki framleitt þessar öskj- ur. Hann kvað þetta óþarfan innflutning, því Kassagerðinj hefði bæði vélar og efni til að framleiða þessar öskjur, eins og verið hefði undanfarna tvo ára- j tugi. Kristján sagði, að hann áliti j að þessar innfluttu öskjur SH j væri mun dýrari en öskjur sem Kassagerðin gæti boðið upp á. Kristján sagði, að slíkar öskj- ur hefðu ekki verið fluttar inn sl. 20 ár eða svo, enda hefðu ódýrari öskjur fengist fram-í j leiddar í landinu. Það væri því j þjóðhagslega óhagkvæmt og und arleg sóun á fjármunum, að grípa til slíks innflutnings að óþörfu. Morgunblaðið sneri sér einnig til Sölumiðstöðvar hraðfrystihús j Framh. á bls. 2 í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.