Morgunblaðið - 07.06.1968, Side 1

Morgunblaðið - 07.06.1968, Side 1
32 SÍÐIiR 116. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 7. JUNÍ 1968 _______________________Prentsmiðja Morgunblaðsins „VID SKUTUM HANN - VID SKUTUM HANN — Kona eftirlýst vegna morðs- ins á Robert Kennedy, sem lézt í gærmorgun — Rorgarstjorinn í Los Angetðs segir kommúnismann bera ábyrgð á morðinu — Líkur taldar fyrir því að Edward Kennedy geti orðið varaforsetaefni demokrata — IJtför Roberts Kennedys gerð í Washington á laugardag Los Angeles, 6. júní. — (AP-NTB) 0 Robert Francis Kennedy öldungadeildarþingmaður frá New York andaðist í nótt sem leið í sjúkrahúsi í Los Ange- les af skotsárum, sem hann hlaut aðfaranótt miðvikudags. Komst hann aldrei til meðvitundar þœr 25 klukkustundir, sem hann lifði eftir að tvær byssukúlur hæfðu hann, önn- ur í hálsinn, hin í höfuðið. 9 Tilræðismaðurinn, sem skaut Kennedy, og særði fimm aðrt^ hefur verið í yfirheyrslu í dag, en ekkert viljað um morðið tala. Hefjast réttarhöld í máli hans í fyrramálið, föstudag. 0 Lík Kennedys var í kvöld flutt flugleiðis frá Los Ange- les til New York, þar sem það liggur á viðhafnarbörum í kirkju heilags Patreks á morgun. A laugardag verður sung- in sálumessa yfir Kennedy þar í kirkjunni, en síðan verður líkið flutt til Washington, og jarðsett í Arlington kirkju- garðinuni, skammt frá gröf bróður hans, Johns F. Kennedys fyrrum forseta. tfh Lögreglan í Los Angeles hefur nú lýst eftir ungri konu, sem hún telur að hafi verið á einn eða annan hátt viðrið- in morðið. Hefur vitni borið að ung kona hafi komið hlaup- andi út úr Ambassador hótelinu skömmu eftir að Kennedy Kista Roberts Kennedys flutt um borð í einkaflugvél Bandarikjaforseta á flugvellinum í Los Angeles. Maðurinn næst flug vélinni, handan kistunnar, er E dward Kennedy, bróðir hins látna. var skotinn þar, og hrópað: „Við skutum hann, við skutum hann.“ Aðspurð hver hefði verið skotinn, svaraði konan: „Við skutum Kennedy öldungadeildarþingmann." 0 Borgarstjórinn í Los Angeles, Samuel Yorty, hefur lýst því yfir að kommúnisminn beri ábyrgð á því að Kennedy var myrtur. Segir hann að Sirhan Sirhan, sá er handtekinn var fyrir morðið, hafi verið kommúnisti, eins og glöggt komi fram í dagbók hans. í málgögnum sovézkra kommúnista er þó annað uppi á teningnum. Segir í fréttum frá Moskvu í dag og sovézk blöð hafi notað morðið á Kennedy til áróðurs gegn bandarísku þjóðfélagi, sem þau nefna þjóðfélag ofbeld- is og ógna. Þar er morðingjans aðeins lítillega getið. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi að í gær sagði Izvestia, málgagn Sovétstjórnarinnar, um atburðinn: „Tilræðið við Robert Kennedy er afleiðing af krabbameinsæxlinu, sem et- ur sig æ dýpra inn í samfélag heimsvaldasinna.“ Fullyrðingar Yortys borgar- stjóra komu fram á fundi, sem hann hélt með fréttamönnum í Los Angeles í dag. Sagði hann þar að kommúnisminn væri að reyna að skapa sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar. „Á þvi leikur enginn vafi,“ sagði hann, „a'ð Sirhan Sirhan, sem sakaður er um morðið, er hliðhollur kommúnistum." Að- spurður hvort hann hefði nokkr- ar sannanir fyrir þessari stað- hæfingu, svaraði Yorty því til að „eina sönnunin sem við höfum er það sem hann sjálfur skrif- aði um samúð sína með komm- únistum, með Rússum, með Kín- verjum.“ í gær skýrði Yorty borgar- stjóri fréttamönnum frá dagbók, sem fundizt hafði heima hjá Sir- han, en í bók þessa hafði Sir- han meðal annars skrifað að nauðsynlegt væri að myrða Kennedy fyrir 5. júní. >að var í þessa sömu dagbók, sem hann hafði ritað álit sitt á kommún- isma, Rússum og Kínverjum. Nú viðurkenndi Yorty í dag að Thomas Lynoh, dómsmálaráð- herra Kaliforníu, hefði gagnrýnt sig fyrir að hafa birt upplýsing- ar úr dagbókinni. Óttast dóms- málaráðherrann að birtingin geti haft áhrif á réttarhöldin í máli Sirhans. Saksóknarinn í Kaliforníu, Evelle J. Younger, tók undir Framh. á bls. 12 Líf Frakka að komast í eðlilegt horf á ný París, 6. júní. AP. í FRAKKLANDI er líf manna nú aftur að komast í eðilegt horf eftir nær þriggja vikna verkfall, sem náð hefur til milljóna manna og lamað allar samgöngur og at- vinnulíf. Járnbrautarferðir voru að komast í venjulegt horf i dag, bæði á styttri og lengri leiðum. Hjá neðanjarðarbrautunum í Par ís voru ferðir orðnar að verulegu leyti eðlilegar um hádegið á öll- uð strætisvögnum voru aðems hundrað ókomnir í gang. Aðeins leigubilarnir voru kyrrir sem áð- ur en búizt er við fundi með leigubílstjórum á morgun, föstu- dag. Póstur var ekki borinn út í dag, en í pósthúsunum var byrj- að að sundurgreina póstinn, sem liggur þar í gifurlegum haugum. Víðsvegar um landið þyrptust m:nn til vinnu, hundruðum þús unda saman. Aðeins á stöku Kennedyf jölskyldan við brott förina frá Los Angeles í gær. E dward Kennedy heldur utan um Ethel mágkonu sína, ekkju Roberts. Stúlkan í köflóttu káp unni er Kathleen, 16 ára dóttir Ethel og Roberts. um leiðum nema einni, en búizt var við, að þar yrði ráðin á bót með kvöldinu. Af sextán hundr- stað voru smærri verkfallshópar sem enn reyndu að halda bylt- Framh. á bls. 21 4 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.