Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 1968 21 Viðbrögð fólks í Bandaríkjunum við morðinu á Kennedy: Allt svo svart — he! ekki áhuga á neinu Madison — Wiscousin, 6. júní. Frá fréttaritara Mbl., Ingva Hrafni Jónssyni. Sólin skein í heiði hér í Madison í gærmorgun, þegar borgin vaknaði af nætursvefn inum frá kvöldinu áður er menn höfðu gengið til náða eftir að Ijóst var orðið, að Robert Kennedy hefði unnið mikilvægan sigur í prófkosn- ingunum í Kaliforníu, sigur, sem e.t.v. átti eftir að færa hann til æðsta embættis Band aríkjanna. Fólk hafði varla þurkað scír urnar úr augunum, þegar það heyrði fréttirnar um banatil- ræðið úr útvarpi og sjón- varpi. Það var sem ský drægi fyrir sólu og kuldahrollur fór um menn. Robert F. Kenn- edy lá fyrir kúlu úr byssu ungs ofbeldismanns nokkrum sekúndum eftir að hann hafði lýst yfir sigri sínum og flutt stuðningsmönnum sínum þakk ir fyrir vel unnin störf. Ég geri ekki ráð fyrir því, að Madison hafi í gær verið frábrugðin öðrum bandarísk- um borgum. íbúarnir voru felmtri slegnir og það lá und- arleg þögn yfir borginni. Há- skólasvæðið, þar sem 35 stú- dentar voru að búa sig und- ir lokaprófin var þrungið sorg aranda, sem stakk mjög í stúf við andrúmsloft prófa og lest urs undanfarinnar viku. Hin- ir óhemju stóru lestrarsalir, sem rúma þúsundir manna voru h/Édftómir og þeir sem inni sátu virtust í huganum víðsfjarri efni bókanna, sem þeir sátu yfir. Allstaðar á háskólasvæðinu mátti sjálitla og stóra hópa, ungra æsku- manna sem ræddu hinn hörmu lega atburð. Kennedy var enn þá á lífi, en dauði hans lá í loftinu. Frægir læknar höfðu í sjónvarpsviðtali sagt, að lífs von hans væri 1 á móti 10, að kraftaverki undanskildu og fæstir höfðu trú á slíku kraftaverki. Kennedy hefur ekki átt miklum vinsældum að fagna hér í Madison sem verið hef ur McCarthys sterkaista vígi og það var hér, sem hann vann sinn stærsta sigur í próf kosningunum 2. apríl s.l. Harm ur manna hér var engu að siður einlægur og djúpur. Kennedy nafnið er stór þátt- ur í bandarízku þjóðlífi, og flestum mun hafa verið inn- anbrjósts, sem fyrir dauðan- um lægi einn af þeirra nán- ustu ættingjum. Almenningur vildi ekki trúa því að Kennedy lægi fyrir dauðanum. Algengustu við- brögðin voru: „Ég trúi því ekki“, „Nei, nei, nei, „Ó Guð minn góður“, „Nei, ekki aft- ur“. f morgun barst svo fréttin, sem allir höfðu óttazt og beð ið að þurfa ekki að heyra. Robert Kennedy var látinn. f djúpi næturinnar, er við- nám mannsins er minnst, hafði dauðinn borið sigur úr být- um. Ég fór niður í borg þegar ég heyrði fregnina, og hitti að máli nokkra borgara og stúdenta og spurði um við- brögð þeirra. Á leiðinni kom ég við á benzínstöðinni, sem ég verzla alltaf við, og þeg- ar eigandinn, Joe di Maggio bom út, sagði hann „ég er hræddur um, að þjóðin sé á leið til glötunar". „Við er- um að verða þjóð ofbeldis, þar sem enginn getur verið óhultur um líf sitt, ég held bara, að það sé eitthvað til í því, sem Moskvu útvarpið sagði í dag, um að hiðfrjálsa lýðræði i Bandaríkjunum veitti mönnum frelsi til að myrða hver annan. Bandarík- in hafa misst mikilhæfan leið toga og mikinn og heiðaileg- an mann. Ég held ég muni sakna hans eins mikið og ég saknaði bróður hans heitins“. Næst hitti ég að máli ung- an stúdent frá Buffalo, New York, Charles Hobbi, sem er að lesa fyrir meistarapróf í enskum bókmenntum Charles bar merki McCarthys í barmi sínum. >.Ég er fullur örvæntingar um framtíð þessa lands. Fyrst var það Kennedy forseti, þá Martin Luther King og nú fór Bobby. Ég er ekki stuðn- ingsmaður Kennedys. Mér fannst hann bregðast mér er hann vildi ekki koma á móts við unga fólkið og gerast tals maður þess gegn Johnson og stjórninni eins og McCarthy gerði. Núna veit ég ekki hvað ég á að segja, mér finnst ég hafa misst mikið. Ég hef allt af dáð Kennedy, hann tengdi okkur við stjórnartíð bróður síns. Unga fólkið, blökkumenn og hinir fátæku hafa misst talsmann sinn og tengilið við þjóðfélagið. Ég veit ekki, hver getur tekið við af honum. Eng inn, held ég. Maurice Lee, blökkumaður frá Oklahoma varð næst á vegi mínum. Maurice er líka að lesa undir meistarapróf í enskum fræðum. „Þetta kom mér ekki svo mjög á óvart. Ég hef alltaf einhvern veginn búizt við Robert F. Kennedy. þessu. Róbert Kennedy hlaut að verða næstur á eftir Mart in Luther King. Auðvitað er ég harmi sleginn, ég er bú- inn að missa einn bezta leið toga minn. Hver á nú að taka við til að halda uppi merki okkar? Ég sé engan, sem blökkumenn geta fylkt sér um. Við vitum ekkert til hvers við eigum að snúa okkur. Ég veit það ekki. Ég er fullur fyrirlitningar og örvæntingar um framtíðina. Við eigum eng an talsmann lengur. Hinir stjórnmálaleiðtogarnir þykj- ast bera hag okkar fyrir brjósti, en við treystum éng- um nema Kennedy. Ég held þó, að við verðum að reyna að sameinast um einhvern þeirra og berjast sameinaðir fjrrir hann, en ég er svart- sýnn á að það takist“. Ung stúdína kom gangandi til okkar með bækur undir hönd og ég spurði hana um viðbrögð hennar. „Hvernig heldurðu, að mér •hafi brugðið við“, og tárin byrjuðu að streyma niður kinnar hennar. „Þetta er svo hræðilegt". Hún hristi höfuð ið og gekk í burtu, stefnu- laust, að því er virtist. Önnur stúdína sat á barmi gosbrunns og buslaði annars hugar með fæturna í vatninu. Hún sagðist h eita Ann Prest- iss og stunda nám í s ögu. „Ég kláraði prófin í gær og var farin að hlakka svo mik- ið til að fara heim. Nú er allt svart, ég hef ekki áhuga á nokkrum hlut. Af hverju þurfti þetta að ske? Af hverju leggur Guð þetta á okk ur? Hugsaðu þér, hann var svo ungur. Hann á tíu börn og konan hans á von á því ellefta. Kannski er Guð að áminna okkur með því að taka frá okkur þann sem okk ur er kærastur. Æ, ég vil ekki tala meir um þetta“. Þegar ég gekk í burtu, heyrði ég hana snökta „Guð minn góður, af hverju"? Þögnin lá enn yfir borginni þrátt fyrir há-annatímann, mér fannst sú þögn blandin sorg og sektartilfinningu. - ÉG ÓL SON .... Framh. af bls. 12 sliitnaði upp úr samibúðinni og Bishra Sinhan hélt heim aft- ur, settást að í fæðingarbæ sínuim og reisti sér hús. Hann er bandarískuir ríkiisiborgari og hefur tvívegiis heiimsótt Bandaníkin, síðan hann fLutt- iist aifariinn þaðan. Bishra Sirhan sagðilst ekki haifa fengið bréf fná Sirhan syni sínum síðan, og hann vildi ekkert tala um konu sina og hina synina. Við fréttaimann AP sagði faðirinn m.a.: „Ég er hanmþnunginn vegna þesis, sem heifur gierzt. Ég æfcla að senda skeyti til Kennedy-fjöisikyidiunnar og votta samúð mána. Sonur minn var góðiur kniistinn maður alllla tíð. Hann sótti kirkju nagliiuLega fná bernsku. Hann var aiidrei gefinn fyrir æsinig og hávaða otg hann lék sér sjaldan. Venj‘ulega kom hann nakleitt heittn úr skóla og lá llengst af yfiir bókum. Á heknilinu var aildrei til riiffil né nokfcuirs kionar skot- vopn, aðeirns bækur. Hvað er það sem hefur komið dTengn- um miímum til að gera þetta?“ Bæjarstjórinn efagjam — telur Sirhan hafa verið keyptan Bæjaristjóránn í Taiyeb sagð iist hafa þekkt Sinhan Siiihan, þegar hann var lítifll. Hann hefði verið rólyndiUT og kurteis og hann tryði því ekki, að hann fnemdi slíkt ódæði atf eigin hvötum. Hann kvaðst vera þeirrar steoðunar, að einhver hefði talið Sárlhan á að fremja glæpinn gegn álitlegri peningauippb æð. Fréttamenn AP segja, að þeir hafi fljótlega fundið að Bfahra nýtur ekki vinsæitía i fæðingarþorpi símu. Þorpsbú- ar flykkfcust um göturnar, er blaðamienn tóku að streyma að, og vom áfjáðir í að segja þeim allt sem þeir viissu um Sirhan-fjöliskylduna. Ýmisir kiunnugir Sirihan Sir- han og fjölskiyldu hans sögðu í Amiman í dag, að Sirhan væri ágætlega greindiur, vel uppalinn og ákveðinn þjóð- ernissinni. Ýmsir ættimgjar hans vonu þekkfcir þjóðernis- sinnar í Pallestíniu og hafa barizt fyrir land sitt. Einn fnændi hanis mun hafa stjórn- að uppneisnartilraun gegn Bretum, meðan þeiir réðu. Sænskur vinur segir álit sitt í NTB-frétt frá Gautaborg í Svíþjóð segir bongarbúi einn Christian Ek að nafná í við- tali við Göteborgs-tádnimgen, að hann hafi kynnzt Sirhan Sirhan vel, er þeir vom sam- tíða við ManshaM Higlh Sohool í Paisadena árin 1987—1961. Ek segir, að Sinhan hafi vierið rólegur piltur og einkar geð- félildur, og hanin eigi næista erfitt með að tnúa, að Sirhan hafi getað myrt nokburn mann. Hann segist haf a þekkt hann jafnskjótt <Kg hann sá hann í sjómvanpi, en verið 1 fynstiu í vafa, þar sem sagt var að Silrhan væri ættaður frá Jóndaníu, vegna þesis að sjálfiur hafi Sirhan jafnan haldið því fram, að hann væri frá Teheran í íran. Ek segir einnig, að Sirhan hafi dreymt sfcóra drauma að kom- ast til hárra mefcorða í ætt- landi sínu og otft tailað um það við sig. Útvarpið í Alsír hvassyrt. Útvarpið í Algeirsborg sendi frá sér til'kynningu í morgun, og segir að Bandaríkin ættu að leita að sökudólgnum í eig- in hópi í stað þess að bera Arabaheiminn þeim sökum, áB arabiskur maður hafi myrt Kennedy. Útvarpið rifjar upp morðið á John Kennedy og gagnrýnir, að í þetta skipti er nafn ákærða þegar í stað birt svo og rakin ætt 'hans og upp- runi. Það sýni það svo að ekki verði um villzt, að ákæran beinist fyrst og fremst gegn Arabaþjóðunum. „Samsæri Gyðinga“ — segja margir Arabar. Víða í Arabalöndunum hef- ur sú hugmynd skotið upp koll inum, að Gyðingar stæðu að baki morðinu og hefðu skipu- lagt það með það fyrir aug- um að koma óorði á Araba í augum Bandarí'kjamanna og annarra þjóða, og vekja þann- ig upp reiðiöldu gegn þeim. Þessi hugmynd fær mikinn hljómgrunn meðal Araba, þótt aðrir teiji hana fárán- lega. Blaðið A1 Kifah í Beir- ut í Libanon er ekki að skafa utan af fullyrðingum sínum og segir, að morðið hafi verið samsæri Gyðinga til að hindra að Robert Kennedy kæmist í forsetastól og uppgötvaði, að það hefðu verið Gyðingar, sem hefðu staðið að baki morðinu á John Kennedy. Flest blöð heims birta nafn Sirhans í dag, en hvorki Kairoútvarpið né blöð i Sýrlandi létu þess getið. í Amman í Jórdaniu þyrpt- ist fólk út á götur til að lesa frásagnir um landa þeirra. AP segir, að ýmsir hafi sagt að varla væri við öðru að bú- ast, þar sem Bandaríkjamenn væru þorparaþjóð. Aðrir vildu ekki viðurkenna, að Sirhan væri lengur Arabi. Hann hafi frá ungum aldri bú- ið í Bandaríkjunum, væri orð- inn Bandaríkjamaður og hugs- aði og hegðaði sér eins og þeir“. í ísrael segja blöð, að það sé áróður Araba gegn ísraelum, sem hafi leitt til glæpsins. Morðið sé lýsandi dæmi um þær afleiðingar, sem hafcurs- og rógherferðir stjórnanna í Kairo, Damaskus og Amman geti haft í för með sér. Blöð í ísrael skýrðu frá tilræðinu við Kennedy með stærsta letri eins og notað var í fyrra, þeg- ar skýrt var frá styrjöldinni við Araba. að yfir velvilja í garð Araba og sýndi skilning á vandamál- um þeirra. í júní 1967 sagði hann m.a. í ræðu, að Banda- ríkin ættu áfram að rétta Ar- öbum friðarhönd. Almenning- ur í mörgum arabiskum lönd- um hafi lengi búið við fátækt og eymd og orðið að þola ýms ar hörmungar, og orðið að búa við æsikenndan áróður ábyrgra manna í löndunum og liðið neyð vegna glæfralegrar hernaðarstefnu . Sirhan hefur ekki fyrr kom- izt undir mannahendur. f Los Angeles flaug sú frétt fyrir í morgun, að þetta væri ekki í fyrsta skipti, sem Sir- han kæmist undir manna- hendur. Hann hefði verið handtekinn í desember 1963 fyrir morðtilraun, en síðar sleppt til reynslu. Lögreglan leiðrétti þetta og sagði, að það hefði verið bróðir ákærða, Sharif, sem átti hlut að máli. Sirhan hefði aldrei komizt á skrá hjá lögreglunni í Pasa- dena og yfirleitt væri ekki vitað til að hann hefði nokkru sinni fyrr átt í útistöðum við lögregluna. Kennedy studdi ísraela — var einnig velviljaður Aröbum. Vegna þeirrar stefnu, sem mál þetta hefur tekið í ýms- um löndum hafa ýmis um- mæli hins látna öldungardeild arþingmanns verið rifjuð upp, er hann lét falla um deilu ísra ela og Araba. Hvarvetna leggur Kennedy áherzlu á, að ísrael eigi vissulega tilveru- rétt og nauðsynlegt sé að tryggja hann og eigi Bandarík in að gera það sem þeir geti til að svo verði. En jafnframt lýsti Kennedy hvað eftir ann- - FRAKKLAND Framhald af bls. 1 ingunni gangandi. Á nokkrum stöðum tókst þeim að koma í veg fyrir að vinna hæfist, þótt mikill meirihluti verkamanna væri fús að hefjast handa á nýj an leiik. Þannig var til dæmis í Miohelin hjólbarðaverksmiðj- unni í Clermont Ferrand. Þar vildu 80% verkamanna hefja vinnu en 20% þeirra, þeir herská ustu, höfðu í tvo daga komið í veg fyrir, að vinna gæti hafizt. Sama var reynt í Renault bíla- verksmiðjunum í Flins, en lög- regla var til kölluð og fjarlægði óeirðaseggina. Er talið, að vinna hefjist þar á morgun. Búizt er við því yfirleitt, að eftir næsta sólarhring þverri að mestu sú mótstaða, sem enn er fyrir hendi og að atvinnulífið verði komið í. samt lag á mánudag. IEIÐRÉTTIIMG FÖÐURNAFN Axels Sigurbjörns sonar, sölustjóra hjá fyrirtæki L Storr, misritaðist í blaðinu í gær, er Axel var sagður Svein- bjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.