Morgunblaðið - 07.06.1968, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 1968
23
áður öryggi qg áreiðanleiki í öll-
um hans verkum.
Gísli heitinn var alla tíð
starfsamur maður og störfin
honum hugljúf, en svo var hugs
un hans til hinztu stundar bund
in og tengd sjónum, að eftir að
hann hætti sjómennsku mátti
hann til að fara þó ekki væri
nema einn róður á sumri út á
grunnmið, oftast af Vatnsleysu
strönd, þar sem honum þótti
gaman að renna færi á gömlum
miðum.
Gísli kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Sigríði Pétursdóttur,
ættaðri frá Úlfljótsvatni í
Grafningi hinn 23. júlí 1931
Áttu þau heimili að Ásvalla-
götu 8 þar til fyrir þremur ár-
um að þau fluttu til Hafnar-
fjarðar. Sigríður er mikilhæf
kona. Var hjónaband þeirra
mjög gott og heimilið fagurt.
Þau eignuðust eina dóttur, Sig-
rúnu Ingibjörgu, sem gift er
Gunnlaugi Þorfinnssyni hús-
gagnasmíðameistara í Hafnar-
firði. Þau Sigrún og Gunnlaug-
ur eiga þrjú börn, er voru yndi
afa síns og honum til mikillar
gleði. Fluttu þau Sigríður og
Gísli til Hafnarfjarðar til að
geta verið þeim nær. Á heimili
Sigríðar og Gísla var alla tíð
móðir hennar Guðrún Sveins-
dóttir, og naut ástríkis og um-
önnunar þeirra. Hún er nú 95
ára gömul og hafði fótavist þar
til á s.l. vetri að hún hlaut
byltu. Hún liggur nú á Hafnar-
fjarðarspítala, þar sem Gísli lá
einnig síðustu vikurnar.
Ástvinum Gísla vottum við
innilega samúð og biðjum Guð
að blessa þeim minningarnar
um ástríkan eiginmann, föður
og afa.
Við kveðjum Gísla með þakk-
læti í huga og biðjum Guð að
launa honum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Erlendur Magnússon.
Sigríður Blandon
Halling — Minning
Þann 8. maí s.l. andaðist í
Englandi Sigríður Bl. Halling
hj úkrunarkona.
Sigríður Árnadóttir Blandon
fæddist að Neðri-Lækjardal í
Engihlíðarhreppi, A-Húnavatns-
sýslu þann 5. maí árið 1917.
Hún var elst fimm dætra
þeirra hjóna Þorbjargar Jóneyj-
ar Grímsdóttur frá Kirkjubóli,
Tungusveit í Strandasýslu og
Árna Ásgríms Erlendssonar síð-
ar Blandon frá Fremstagili í
Langadal A-Húnavatnssýslu.
Sigríður, ólst upp í glöðum
systrahópi, undir handleiðslu
ástríkra foreldra.
Vafalaust hefur heimilisbrag-
ur á æskuheimili hennar mótað
skapgerð hennar og lífsviðhorf.
í erfð og uppeldi hafði Sigríð-
ur hlotið gott veganesti. Hún
var góðum gáfum gædd, dreng-
lunduð, kærleiksrík og fórnfús.
Hún var skemmtilegur hagyrð
ingur, þótt ekki hefði hún það
í hávegum, slík var hógværð
hennar.
Sigríður valdi sér hjúkrun að
lífsstarfi og lauk fullnaðarprófi
frá Hjúkrunarkvennaskóla Is-
lands vorið 1945.
Að loknu námi starfaði hún
við sjúkrahúsið á ísafirði og síð-
ar við Kleppsspítalann. Þaðan
fór hún til Englands til fram-
haldsnáms í hjúkrun geðsjúkra.
í Englandi kynntist hún eftir-
lifandi manni sínum Charles
William Halling hjúkrunar-
manni.
Ættrækni Sigríðar og ást á ís-
landi knúði hana heim aftur og
hér i Reykjavík stofnuðu þau
heimili sitt og hér ól hún alla
syni sína, efnis og greindar
drengi. Þá Charles Örn 1953
Árna Þór 1955 og Sigurð Emil
1956.
Árið 1957 flutti fjölskyldan
búferlum til Englands, en þar
gekk Sigríður ætíð sem gestur
á grund.
Ættjarðarást hennar og þrá
til íslands var sterk og einlæg
og samband hennar við foreldra
sína og systur var svo náið og
kærleiksríkt að til sannrar fyr-
irmyndar var.
Tvisvar kom fjölskyldan hing
að í heimsókn og enn var hugs-
að til íslandsferðar á þessu
sumri.
Ekki vildi Sigríður gerast
enskur ríkisborgari og snemma
hafði hún orð á því við eigin-
mann sinn, að hún óskaði eftir
að hennar hinnsti hvílustað-
ur yrði í íslenzkri mold.
Ferðin heim varð með öðrum
hætti en fyrirhugað var og
verður útför Sigríðar gerð í dag
frá Fossvogskapellu.
Skarð er nú höggvið í þann
fámenna hóp hjúkrunarkvenna
sem útskrifuðuist vorið 1945. Á
skilnaðarstundu fljúga skyndi-
myndir minninga liðins tíma, fyr
ir hugskotssjónum okkar skóla
systra Sigríðar.
Tími skólaáranna, tími starfs
og gleði, tími átaka og reynslu.
Við hveðjum Sigríði með sökn
uði og eftirsjá og þökkum sam-
fylgdina.
Þungur harmur er nú kveðinn
að eftirlifandi eiginmanni henn-
ar og sonunum ungu, sem misst
hafa umönnun ástríkrar móður,
systrum hennar og ekki síst að
öldruðum foreldrum.
Við vottum þeim öllum okkar
innilegustu samúð og biðjum
þeim huggunar og styrks.
Guð blessi minningu Sigríðar
Bl. Halling.
Skólasystur.
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
Nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skin.
Svo kvað Vestur-íslendingur-
inn Stephan G. Stephansson,
skáldið, sem raunsæi og skyn-
samlegt mat var jafnan tiltæk-
ara en rómantískar hugleiðing-
ar. En þegar hugurinn hvairflar
vestan frá Klettafjöllum heim
til ættlandsins, bregður á það
töfrabirtu. Þar ríkir björt vor-
nóttin í allri sinni dýrð, seið-
mögnuð, ómótstæðileg. Hin
ramma taug, sem til heimahag-
anna liggur, er sterk og fjöfcrar
hennar tengja æ fastar.
Þegar hugurinn hvarflar til
mágkonu minnar, Sigríðar B.
Halling, og samverustundanna
með henni, koma mér áður-
greindar ljóðlínur í hug. Hún
dvaldi síðasta áratug æfinnar á
erlendri grund. Og enda þótt
hún nyti þar samvista við eig-
inmann sinn og þrjá elskulega
syni, sem uxu og döfnuðu eins
og bezt varð á kosið, þá var hug-
ur hennar alltaf öðrum þræði
heima á ættlandinu. Því olli ekki
fyrst og fremst mjög sterk
og einlæg ást hennar á for-
eldrum og skylduliði. Hún
bar í brjósti þann metnað og þá
ást til fósturjarðarinnar, aðhún
gait ekki gerst þegn annars þjóð
félags nema sem gestur.
Hún bjó yfir andlegu atgervi,
sem gerði hana í senn atkvæða-
mikla en þó óvenju aðlaðandi
og ljúfmannlega. Af eigin ramm-
leik hóf hún skólagöngu oglauk
hjúkrunarnámi og síðar sérnámi
í geðhjúkrun. Að því loknu
sinnti hún hjúkrunar störfum,
bæði hér heima og erlendis. í
þeim störfum naut hún trausts
og vinsælda.
Ég átti því láni að fagna að
koma nokkrum sinnum á heimili
þeirra Charles í Englandi. Þar
ríkti hinn sanni heimilisfriður
og gesti var fagnað svo að ekki
gleymist. Á því heimili var hin
umburðarlynda og ástríka hús-
móðir burðarásinn. Og foreldr-
um sínum átti Sigríður tvíveg-
is að fagna á heimili sínu er-
lendis. Það var henni óblandin
gleði að þau nytu yndisstunda
hjá henni. Allt frá fyrstu stundu
var hún þeirra gleðigjafi, þar
bar aldrei hinn minnsta skugga
Aðeins nokkrum dögum áð
ur en hún andaðist, átti hún sím
tal við móður sína, til að upp-
örva hana og hughreysta við
heimkomu af sjúkrahúsi. Þann-
ig er myndin hennar, björt og
fögur í vitund þeirra sem
þekktu hana bezt. Eftirsjá eig-
inmanns og sona, foreldra henn-
ar og okkar allra er mikil og
sár. Það er erfitt að trúa því að
hljómþýða röddin sé brostin,
glampi augnanna slökktur, um-
úyggjan ekki til styrktar. Þó
mundi öllum þakklæti efst í hug,
þakklæti fyrir þessa hugljúfu
konu rétt eins og við þökkum
sólargeislana, sem öðru hverju
brjótast fram og verma og lýsa.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
M.Jock.
Þungbær veikindi voru ekki
lögð á Sigríði B. Halling. Mitt
í dagsins önn urðu hin afdrifa-
ríku umskipti og áður en næsti
dagur rann var stundaglasið
tæmt. Vordrauminum var lokið,
rósin norðan frá heimskauts-
baug hneigði höfuðið. Blessuð sé
hennar ljúfa minning.
Sigurður E. Haraldsson.
Hestamenn
Hestmannaféiagið Gustur og aðrir hestamenn.
Tekið á móti hestum í Laxnesi Mosfelissveit til
sumarbeitar laugardag og sunnudag 8.-9. júní
kl. 2—7 báða dagana.
Guðmundur.
Hvergi ódýrara í borginni
Gallabuxr á 118 kr. í stærðunum 6—16.
Stretchbuxur frá 166 til 219 kr. í stærðunum 3—12.
RúllUkragapeysur á 10—14 ára á 70 kr.
Drengjaflúnelsskyrtur á 108 kr. í stærðunum
6 til 16.
Herraflúnelsskyrtur á 150 kr. í öllum stærðum.
Herrasportskyrtur á 130 kr. í öllum stærðum.
Barnaúlpur frá 390 til 515 kr. í stærðunum 3—16.
Mikið úrval af ódýrum peysum í öllum stærðum.
Regnfatnaður fyrir börn og fullorðna.
Verzlunin FÍFA, Laugavegi 99
(inngangur frá Snorrabraut).
SÓLÓHÚSeÖG
Seljum frá verkstæði okkar hin hin vinsælu SÓLÓHÚSGÖGN
sterk og stílhrein, í borðkrókinn, kaffistofuna og samkomuhúsið.
Mjög hagstætt verð
Hringbraut 121 sími 21832.
KYNNINGAR-
VIKA
A
DUNICEL
BORÐDÚKAR
DUNI
GJAFAKASSAR
DUNETT
TOILETTPAPPÍR
Dum
KERTI
SERVIETTUR
GLASAMOTTUR
SNYRTIPAPPÍR
VASAKLÚTAR
:1
TPH VÖRUM tUÍÍBl/aldl <■»]
v, 'VI'**;?:" "i/íU Austurstræti 17.
Umboðsmenn: STRANDBERG H/F., heUdverzlun, Hverfisgötu 76, sími 16462.