Morgunblaðið - 07.06.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNl 1»68
31
- SUNDLAUGAR
Framh. af bls. 2
atærð, þannig að leika mætti la-
knattleik. Sú höll yrði hins veg-
ar að vera með leikflöt, er væri
a.m.k. helmingi stærri en hand-
knattleiksvöllur.
- HÚSAVÍK
Framh. af bls. 2
með fleiri börnum en tveimur
hjá hverjum gjaldanda.
Vikið var frá ákvæðum skatt-
laga um tapsfrádrætti á milli
ára, og um varasjóðstillög fé-
laga. Hjá einstaka gjaldenda var
takfð tillit til sjúkrakostnaðar,
skertrar greiðslugetu vegna
slysa og dauðsfalla, og vegna
menntunarkostnaðar barna eldri
en 16 ára. Einnig var tekið til-
lit til sérstaks ferðakostnaðar
síldveiðisjómanna vegna at-
vinnu sinnar.
Útsvör, sem ekki náðu kr.
l&OO.— voru felld niður.
- BORGARSTJÓRN
Framh. af bls. 32
Jón B. H-annibalsson.
Innkaupastofium
Reykjavíkurborgar
Bra-gi Hannesson, Guðmundur
J. Guðmundsson, Þorbjörn Guð-
mundsson og Bá-rður Daníelsson.
Til vara: Magnús L. Sveinsson,
Runólfur Pétursson, Jón S. Þor-
leifsson og Óskar Hallgrímsson.
Lífeyrissjóður Starfs-
mannafélags Rvk
Birgir ísl. Gunnarsson, Gunn-
ar Helgason og Jón S. Þorleifs-
Til var-a: Bragi Hannesson,
Úlfar Þórðarson og Sigurjón
Björnsson.
FLskimannasjóður
Kjalamess
Gunnar Friðriksson, formaður
SVFÍ.
Þá voru Steinar Berg Bjöms-
son og Jónsteinn Haraldsson
kjörnir endurskoðendur Spari-
sjóðsins Pundið, Alfreð Guð-
mundsson kosinn endurskoðandi
Styrkarsjóðs sjómanna- og
verkamannafélaganna í Reykja-
vík og Gísli Ólafsson kosinn í
stjórn Sparisjóðs vélstjóra, en
Þorkell Sigurðsson og Jón Snæ-
björnsson endurskoðendur.
i
-JÓNAS
Framh. af bls. 32
var skipaður útvarpsstjóri. RíJk-
isútvarpinu veitti hann forstöðu
til ársins 1953.
Jónas átti um skeið sæti á A1
þingi, en einnig tók hann virk
an þátt í félagsmálum. Hann !
var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, i
Þorbjörgu Jónsdóttur missti
hann árið 1923, en síðari kona j
hans, Sigurlaug Margrét Jóns- ,
dóttir lifir mann sinn.
- SKÁKIN
Framh. af bls. 32
eina frestaða. 15. Benóný með
Yz v. og eina frestaða og 16.
Andrés með % v.
I kvöld tefla saman Taimanoff
— Vasjukoff, Freysteinn —
Byrne, Oostjic — Szabo, Jón —
Ingi R., Jóhann — Friðrik, Guð-
mundur — Benóný, Uhlmann —
Andrés og Addison og Bragi.
- SKÁLDEN
Framhald af bls. 17
líka bráðlega í ljós, hvað þarna
er á ferðinni.
— Nokkurt leikrit í smíðum?
— Nei, ekkert, sem ég get
sagt ákveðið um. Ég er alltaf
öðru hv-erju að dútla við ein-
hver handrit, en hvað úr þeim
verður — það er önnur saga.
—Hvað hefur þú sent frá þér
margar skáldsögur, Agnar?
— Þetta verður þriðja skáld-
sagan mín.
— Og leikritin?
— Þau eru sex, sem leikin
hafa verið á sviði og svo hef ég
sett saman ein sjö útvarpsleik-
rit til viðbótar.
Útsýnispallur í turni Hallgrímskirkju
ALMENNINGI gefst nú kostur
á að njóta útsýnisins úr tumi
Hallgrímskirkju. Hefur fólkslyfta
verið tekin í notkun í turnin-
um og útsýnispallur í 40 metra
hæð verið gerður, en síðar verð-
ur tekinn í notkun útsýnispallur
á gólfi klukknaportsins og verð-
ur hann í 45 metra hæð.
Fyrst um sinn verður útsýnis-
pallurinn opinn almenningi á
laugardögum og sunnudögum frá
Hvergi mun útsýn yfir Reykjavík og nágrenni vera eins góð og úr turni Hallgrímskirkju.
(Ljósm. Mbl-: Sveinn Þormóðsson).
Litið niður á Leif heppna.
kl. 14 til 16, en gefi aðsóknin
tilefni til, verður turninn opinn
oftar og lengur a.m.k. yfir sum-
armánuðina. Aðgangseyrir fyrir
fullorðna er kr. 25 og kr. 10
fyrir börn, en af öryggisástæð-
um fá börr} aðeins að koma þarna
í fylgd með fullorðnum. Eftirlits-
maður verður á pallinum til að
aðstoða og leiðbeina gastum.
í þesisum mánuði verður lokið
við smíði klukknaportsins og
verður turninn 53,4 m á hæð.
Næsti áfangi kirkjubyggingarinn
ar er svo eftir hlutiA
turnspírunnar og verður reynt
að reisa turninn 1 fulla hæð,
70,5 m í sumar. Um síðustu ára-
mót voru 23 milljónir króna
komnar í byggingu Hallgríms-
kirkju, en stefnt er að því að
henni verði lokið árið 1974, en
þá er 300. ártíð Hallgríms Pét-
urssonar.
----~~----- ^
l\lannaskipti hjá
Sambandinu —
Guðimindur
Sveinsson yfir-
maður Rotary
GUÐMUNDUR Sveinsson, skóla
stjóri í Bifröst hefur verið kos-
inn umdæmisstjóri Rotary-hreyf
ingarinnar á íslandi. Guðmund-
ur er yfirmaður Rótary-blúbbs
Borgarness.
Alls eru nú 288 umdæmisstjór
ar í heiminum innan þessara
samtaka og eru þeir kjörnir til
eins árs í senn. Hlutverk hvers
umdæmisstjóra er að heimsækja
klúbbana í umdæmi sínu og
ræða um félagsstarfið við yfir-
menn á hverjum stað.
STJÓRN Sambands ísl. sam-
vinnufélaga hefur nýlega ákveð-
ið eftirfarandi breytingar og
mannaskipti meðal framkvæmda
stjóra Sambandsins:
Við framkvæmdastjórn Sjávar-
afurðadeildar tekur Guðjón B.
Ólafsson, sem undanfarin ár hef-
ir veitt Lund-únaskrifstofu for-
stöðu.
Við framkvæmdastjórn skrif-
stofu S.Í.S. í London tekur
Bjarni V. Magnússon, sem áður
var framkvæmdastjóri Sjávaraf-
urðadeildar.
Þá hefir Sverrir H. Magnússon
látið af framkvæmdastjórn sölu-
félagsins Iceland Products, Inc. í
Bandaríkjunum, en við því starfi
tekið Othar Hansson, fiskvinnslu-
fræðingur.
Olympíukeppnin
í bridge hafin
ÞRIÐJA Olympíukeppnin í
bridge hófst í gærkvöldi, en
keppnin fer að þessu sinni fram
í Frakklandi. tsland tekur þátt i
keppninni.
35 sveitir hafa tilkynnt þátt-
töku í opna flokknum en 20
sveitir í kvennaflokki. Nokkrar
þjóðir senda sveitir til keppni í
opna flokknum í fyrsta sinn, m.a.
Portugal, Grikkland og Kenya,
svo nokkrar séu nefndar. — I
kvennaflokki keppa nú í fyrsta
sinn sveitir frá Finnlandi,
Brazilíu, Póllandi, ísrael og
Spáni.
Keppnistilhögun er þannig í
opna flokknum, að í forkeppni
spila allar sveitimar saman 20
spila leiki. Verður því hver sveit
að spila 3 leiki á dag. Að for-
keppninni lokinni keppa fjórar
efstu sveitirnar til úrslita, þann-
ig að 2 og 2 sveitir eru dregnar
saman og sigurvegararnir keppa
síðan um Olympíutitilinn.
í kvennaflokki spíla allar
sveitirnar saman 40 spila leiki og
hlýtur efsta sveitin Olympíu-
titilinn.
Bridgetímarit erlendis geta sér
til um að keppnin í opna flokkn-
um komi til með að standa milli
sveita frá Bandaríkjunum,
Frakklandi, ítalíu, Irlandi, S-
Afríku og jafnvel Svíþjóð.
Allar sveitirnar í opna flokkn-
um hafa æft vel undanfarið og
má t.d. nefna að sveitir Banda-
ríkjanna og Kanada kepptlu ný-
lega og voru spiluð 128 spil.
Bandaríska sveitin sigraði með
265 stigum gegn 198.
Islenzka bridgesveitin hélt ut-
an sl. þriðjudag og var flogið
til Bruxelles en þaðan var ferð-
inni heitfð til keppnisstaðar í
j árnbr autarlest.
Þar sem fyrsta umferð keppn-
innar fór fram í gærkvöldi voru
úrslit ekki kunn er blaðið fór í
prentun.
íslenzkir irímerkjateiknnrar sýnn
Frímerkjaumslög fyrir
— á heimssýningu í fyrsta skipti
HEIMSSÝNING á frímerkjum
verður haldin í Prag í sumar og
hefst 22. júní. A þessari sýningu
sýna íslenzkir frímerkjateiknar-
ar, þeir Halldór Pétursson, teikn
ari og Stefán Jónsson, arkitekt,
tillöguteikningar að frímerkjum
og vinnubrögðin við teikninguna
allt frá frumdrögum til fullunn-
is merkis. Er þetta í fyrsta
skipti, sem íslenzkir frímerkja-
teiknarar taka þátt í slíkri heims
sýningu.
Islenzka deildin á þessari sýn-
ingu verður alls 19 fermetrar og
skiptist í átta reiti, en auk teikn
inga þeirra Halldórs og Stefáns
verða sýnd þarna þrjú frímerkja
söfn og íslenzkar bækur og tíma
rit sem fjalla um frímerki. Verð-
ur þetta stærsta sýningardeild,
sem ísland hefur átt á heims-
sýningu sem þessari.
Siglingcaleið enn
erfið fyrir Horn
SIF — flugvél Landhelgisgæzl-
unnar fór í ísfiug í gær og sam
kvæmt upplýsingum er fengust
úr fluginu er siglingarleið frá
Horni að Skaga að sjá mjög erf-
ið, þakin ísi 7 til 9/10. Þar eru
jakar meira brotnir og jafnvel
þynnri en undanfarið.
Frá Skagafirði og austur fyrir
Langanes virðist siglingaleið
greið, en geysimikil breyting hef
ur orðið á ísnum við Norðaust-
urland. Nær íslaust er nú nær
35 sjómílur norður af Sléttu og
svipað af Langanesi. Siglingaleið
um Bakkaflóa má einnig telja
auða, en vont skyggni var vegna
þoku og rigningar.
Norðfjarðarflói er íslítill. Nokk
ur ís er enn utanvert í Reyðar-
firði, en Fáskrúðsfjörður virðist
íslítill. Mikið íshrafl hefur rek-
ið úr fjörðunum og er á reki
milli Skrúðs og Papeyjar allt
suður á móts við Hvalnes, en
nær víðast hvar ekki nema 4 til
6 sjómílur út. Smá ísröst er 4
til 6 sjómílur und'an Hvalnesi,
íshrafl allt að 4 sjómílum und-
an Hornafirði og jakahrafl milli
Hrollaugseyja og Ingólfshöfða.
104 þús. kr. eyðilögð
FRÍMERKJAUMSLÖG að verð-
mæti 104 þúsund krónur voru
eyðilögð í fsafoldarprentsmiðju
í gær undir eftirliti borgarfógeta
embættisins.
Þarna var um að ræða 2086
svonefnd þyrlupóstsumslög, sem
Landssamband íslenzkra frí-
merkjasafnara gaf út 10. apríl
sl- í fjáröflunarskyni. Flaug þá
þyrla Landhelgisgæzlunnar og
Slysavarnarfélags fslands með
8100 umslög fyrir Landssamband
íslenzkra frímerkjasafnara milli
Keflavíkur og Reykjavíkur og
var það fyrsta þyrlupóstflug á
Islandi.
Þegar umslögin voru gefin út
skuldbatt Landssamband ís-
lenzkra frímerkjasafnara sig til
að eyðileggja öll þau umslög,
sem óseld yrðu 6. júní og í gær
var eyðileggingin svo fram-
kӾmd sem fyrr segir.
Umslögin eyðilögð. (Ljósm. M læ.: Sv. Þ.)