Morgunblaðið - 06.10.1968, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.1968, Page 1
32 SIÐUR 219. thl. 55. árg. SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Öeirðirnar í Mexíkó breiðast út um landið Dr. Josef Spacek, úr stjóm kom múnistaflokks Tékkóslóvakíu, tók á móti Alexander Dubcek þeg- ar hann kom fiá viðræðunum í Moskvu á föstudag. Dubcek er bæði þreytulegur og sorgmæddur á svip. \ ,ÉG SÉ AD ÞIÐ ERUÐ DÁLÍTID DÖPUR' ÖLL Mexikó 5 október AP-NTB STJÓRN Mexíkó hefur lýst því yfir að samsæri gegn land inu sé undirrót stúdentaóeirð anna að undanförnu. Skorað var á æsku landsins að láta ekki nota sig á þennan hátt og jafn- framt lýst yfir að gripið yrði til harðra aðgerða ef óeirðirnar héldu áfram. Forsetar Olympíu- nefnda ýmissa landa hafa sent stjórninni orðsendingu þar sem segir að ef ástandið breytist ekki verði að hætta við leik- ana. Bardagar héldu áfram í Mexi kó á föstudag og týndu tveir menn lífi. Leyniskytta skaut fert ugan vegfaranda til bana og særði annan. Lögreglumenn svör uðu skothríðinni og fellduleyni skyttuna. Fregnir af auknum stuðningi við stúdenta hafa borist frá ýmsum héruðum landsins. í Mon terrey lögðu stúdentar undir sig Leiðtogar Tékkóslóvakíu komnir til Prag — utanríkisráðherrann kallar Sovétríkin ,,hinn eina vin Tékkóslóvakíu" Prag, Moskva, New York, Vín arborg. 5. okt. AP-NTB. SENDINEFND Tékkóslóvaka á Moskvufundunum kom til Prag seint í gærkvöldi. I morg- un átti tékkneska útvarpið við- tal við Oldrich Cernik um við ræðurnar. „Ég sé, að þið eruð öll dálítið döpur,“ sagði forsæt isráðherran, en bætti því við að ástandið væri ekki eins afleitt og menn vildu vera láta. Hann kvaðst vera ánægður með við- ræðurnar í Moskvu, þær hefðu verið mjög alvarlegar, mjög ró legar og snurðulausar, ekki hefði reynzt kleift að greiða úr öllum vandamálunum. Hann sagði, að samningur við Sovétríkin um hernámsliðið yrði undirritaður fljótlega og ítrekaði að gerðar yrðu ráðstafanir til að herliðið hyrfi síðar smám saman úr landi eftir að ástand þar væri komið í eðlilegt horf. Að sögn NTB fréttastofunnar var Alexander Dubcek, flokks- leiðtogi fölur og fár, er hann sté út úr flugvélinni við kom- una til Prag, og nam ekki stað- ar til að skiptast á orðum við þá, sem höfðu komið til að taka á móti sendinefndinni. Vlaclav Pleskot, sem gegnir embætti utanríkisráðherra hvatti í dag fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að forð- ast afskipti af atburðunum í Tékkóslóvakíu. Hann nefndi að áhrifa vestrænna heimsvalda- sinna hefði orðið vart í þeim erf iðleikum, sem Tékkóslóvakar hefðu átt við að glíma. Hann lagði áherzlu á, að Tékkóslóv- akar væru staðráðnir í að fram- fylgja sósíalisma í anda Marx- Lenin. Hann fór fögrum orðum um Sovétríkin og kallaði þau hinn eina vin Tékkóslóvaka með al stórvelda heims, þegar land ið hefði verið svikið með Múnc- hensamningunum 1938. Cernik og Dubcek gáfu skýrslu um viðræðurnar í Moskvu á fundi ríkisstjórnar- innar og helztu kommúnistafor- ingja í kastalanum í Prag í morgun, en engin orðsending var send út að honum loknum. AP fréttastofan segir, að þrátt fyrir allt bendi flest til þess að tékkn esku leiðtogarnir reyni að bjarga því sem bjargað verði og muni í lengstu lög sporna gegn því að Sovétríkin fái öll ráð. Óstað- Framhald á bls. 2 Mmh hershöföingi heim úr útlegð Saigon 5. október. — NTB, AP. DUONG van minh, hershöfðingi, fyrrum einn helztj forystumaður I í S-Vietnam kom til Saigon í gær eftir nærfellt fjögurra ára útlegð í Thailandi. Miklar ör- yggisráðstafanir voru gerðar, þeg ; ar flugvél Minhs lenti, og blaða- í menn fengu ekki að ræða við hershöfðingjann fyrr en nokkru i seinna. Minh sagðist ekki vilja segja neitt um fyrirætlanir sinar fyrr en hann hefði rætt við Thieu forseta, en forsetinn kvaddi Minh heim úr útlegðinni til að taka við þýðingarmiklu embætti inn- an stjórnarinnar. Það var Minh hershöfðmgi, sem stjórnaði byltiingu þeirri sem gerð var 1963, þegar Ngo Dinh Diem forseta var steypt af stóli. Skæruliðar kommúnista í S- Víetnam sprengdu í morgun í loft upp brú sem tengir Saigon við Mekong ' óshólma svæðið. Sprengingin varð skömmu eftir að viðgerð á brúnni var lokið eftir síðustu sprengjuárás á hana. AP fréttastofan sagði í dag, að harðir bardagar geisuðu á þessu svæði og allt cnorður að gömlu keisaraborginni Hue, þar sem fjórar bandarískar skotnar niður. þyrlur voru tíu byggingar við Nuevo Leon háskólann og á 2000 manna fundi voru ofbeldisaðgerðir stjórnarinnar fordæmdar. í Durango fóru stúdentar í verkfall og í Puebla var her- vörður settur við opinberar byggingar þegar fréttist af fyr- irhugaðri kröfugöngu. Italski kommúnistaflokkurinn í Róm gaf út yfirlýsingu þar sem segir að fremur eigi að hætta við Olympíuleikana en að láta ungmenni keppa á blóði drifnum íþróttavöllum Mexikó. Talsmaður Diaz forseta, sagði að í síðasta mánuði hefðu fjórir skæruliðar verið felldir, þegar þeir reyndu að kveikja í sög- unarmyllu. Tveir þeirra hefðu verið Gaytan bræðurnir sem fengið hefðu skæruliðaþjálfun á Kúbu, og stjórnin hefði ástæðu til að ætla að fleiri þjálfaðir skæruliðar reyndu að vinna landinu ógagn. Warren veröur áfram forseti hæstaréttar New York, 4. október. - AP. EARL WARREN mun halda áfram embætti sínu sem forseti hæstaréttar Bandaríkjanna þar til hægt verður að finna eftir- mann sem öldungadeildin sam- þykkir. Johnson forseti tók til greina lausnarbeiðni hans fyrir nokkru og ætlaði að skipa Abe Fortas í hans stað, en Fortas er ákafur stuðningsmaður Johnsons. Þingið vildi þó ekki staðfesta útnefningu hans og hófst mikið málþóf sem endaði með því að Fortas dró sig til baka. Þetta þótti mikill ósigur fyrir Johnson, sem hafði mjög beitt sér til að fá Fortas inn í embættið. í ræðu á föstudagskvöld sagði Warren að stjórnin yrði að hefja mikla baráttu til að útrýma kyn- þáttahatri og öðru misrétti í r Críska stjórnin grípur til sinna ráða: Sviptir þá ökuleyfi sem ekki kusu Earl Warren — áfram forseti hæstaréttar. Bandaríkjuinum, og að hæstirétt- ur yrði að standa vörð um hags- muni svertingja og annarra sem mega sín lítils. Warren er nú 77 ára gamall, en engin aldurstakmörk eru fyrir forseta hæstaréttar. Aþenu, 5. okt. — AP GRÍSKA samgöngumálaráðu- neytið tilkynnti í dag að þeim Grikkjum sem ekki hefðu neytt kosningaréttar síns í þjóðaratkv. sl. sunnud. yrði refsað með því að svipta þá ökuleyfi. Þeir fengju ekki heldur leyfi til að selja bif- reiðar sínar né heldur til að kaupa nýjar. Sömu atkvæði gilda um sökudólga, sem vilja kaupa éða selja benzínstöðv- ar. Þar við bætist, að trúlegt er að mál verði höfðað á hend- ur þeim, sem þverskölluðust við að kjósa og geti þeir átt á hættu fangelsisdóm frá mánuði upp í eitt ár. Auk þess getur refsing falið í sér að viðkomandi aðilar verði sviptir starfi og fái þeir ekki leyfi til að endurnýja vega- bréf sín. Thompson neitnr Grikklnndsferð London, 5. okt. — AP THOMPSON lávaöður, eigandi London Times og annarra dag- blaða hefur afþakkað boð um að heimsækja Grikkland. Það var skrifstofa í London sem á að annast hagsmuni grísku stjórn- arinnar, sem flutti honum boð- ið og þar var m.a. minnst á að hann fengi tækifæri til að eiga viðtöl við leiðtoga herforingja- stjórnarinnar. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.