Morgunblaðið - 06.10.1968, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.10.1968, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 Plastbelgjaverk- smiðja í Eyjum Sú eina hérlendis TVEIR Vestmaimaeyingar, Birg- ír Guðsteinsson og Rögnvaldur Bjarnason, hafa nýlega keypt plastverksmiðjuna Plastver í Reykjavík og er nú búið að flytja vélarnar til Vestmanna- éyja. Plastver hefur framleitt veiðarfærabelgi og nokkuð af léikföngum, en verksmiðjan hef- ur lítið verið starfrækt. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa í Eyjum í þessum mánuði og verði tilbúin með framleiðslu fyrir komandi vertíð. Lögð verð- ur áherzla á gerð veiðarfæra- belgja, en einnig verður unnið að öðrum verkefnum. Birgir Guðsteinsson tjáði okk- ur í gær að belgir af þessari teg- und hefðu reynzt mjög vel. Sagði hainn að framléiðsluaðferð- in byggðist á plastbökun í þar til gerðum mótum. Sagðist hann vonast til þess að kostnaður á þessari tegund veiðarfæra gæti - BRENNUVARGUR Framh. af bls. 32 en rúður bílsins reyndust á hinn bóginn brotnar, þegar slökkvi- liðsmenn komu að honum. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Morgun- blaðið náði tali af Nirði Snæ- hólm, rannsóknarlögreglumanni, um hádegisiblið í gær. Hann kvaðst ekkert vilja segja um málið að svo stöddu, enda væri rannsókn á frumstigi. lækkað með framleiðslu hérlend- is, en þetta mun vera eina teg- und sinnar hér. Tvo menn þarf til þess að stjórna vélunum, en einnig þarf aðstoðarfólk. Birgir sagði að fylgzt yrði gaumgæfilega með nýjungum á þessu sviði og tekið upp það sem henta þætti. Sýningu Jóhönnu lýkur SÝNINGU Jóhönnu Bogadóttur í Unuhúsi lýkur í kvöld kl. 22. Aðsókn að sýningunni hefur ver- ið ágæt og hafa 20 myndir selzt af 35. I næstu viku mun Jóhanna fara með sýningu sína til Vest- mannaeyja, heimabæjar síns. SUMARSÝNINGIN í Ásgríms- safni, sem opnuð var 9. júní sl. stendur aðeins yfir í 4 daga enn- þá. Lýkur henni sunnudaginn 13. októbar. Safnið verður þá lokað um tíma meðan komið verður fyrir haustsýningunni. Fyrirhug- að er þá, að sýna eingöngu myndir frá Reykjavík. Sumarsýningin er yfirlitssýn- Prestskosning ú Seyðisfirði PRESTSKOSNING fór fram í Seyðisfjarðarprestakalli í N-Múla sýslu sl. sunnudag. Atkvæðin voru talin á skrifstofu biskups sl. föstudag. Umsækjandi var einn, séra Rögnvaldur Finnboga- son sóknarprestur að Hofi í Vopnafirði. Á kjörskrá voru 486, en atkvæði greiddu 294. Umsækjandinn hlaut 285 at- kvæði, 9 seðlar voru auðir. Kosningin var lögmæt. - KÝR Framh. af bls. 32 óhætt er að segja, að bæði menn og málleysingjar á Héraði, hafa íullan hug á að verjast minknum, sem yrði þar hinn mesti vágestur, þar sem fiskur er í flestum vötnum og fuglalíf mikið. mundi því lifa þar góðu lífi. Menn af minkaslóðum telja þó víst að minkurinn sé kom- inn að veiðivötnunum í Fella- hreppi og telja sig hafa séð slóð- ir eftir hann þar. — Ha. ing, vatnslitamyndir og olíumál- verk, sem Ásgrímur Jónsson málaði á hálfrar aldar tímabili. Margt erlendra gesta kom í Ás- grímssafn á þessu sumri. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1.30 til 4. - ^ HERNÁMSÁRIN „1940-1945 67/68 HVAÐAN ER MYNDIN? KVIKMYND REYNIS ODDSSONAR Hér birtist fyrsta mynd af fjórum, sem efnt hefur verið til get- raunar um og eiga menn að svara því, hvaðan myndin sé. — Myndirnar eru allar teknar á stríðsárunum hér á íslandi og eru I úr kvikmynd Reynis Oddssonar um hernámsárin. Verðlaun verða frímiðar á frumsýningu myndarinnar og að auki 1. verðlaun , Polaroid myndavél og í 2. verðlaun Kodak Instamatic-mynda- vél. — Svör eiga að berast Mbl. íyrir mánudaginn 14. október nk. , fV,rr -r- ,, -r -r ^ Suntarsýningunni í Ásgrímssnini nð Ijúkn —TÉKKÖSLÖVAKÍA Framhald af bls. X festar fregnir segja, að Sovétrík in hafi haft í hyggju að koma Cernik frá völdum strax eftir innrásina og skipa í hans stað Alois Indra, en hann hefur jafn an verið talinn einn traustasti stuðningsmaður Sovétstjórnar- innar. Stjórnmálafréttaritarar segja, að mjög sé skeggrætt um það manna á milli, að á fundunum í Moskvu hafi sovézku fulltrúar- nir lagt hart að Dubcek að segja af sér stöðu flokksritara og taka við einhverju valfla- lausu sýndarembætti. Sörrtu heimildir telja ekki ósennilegt, að miðstjórn tékkneska komm- únistaflokksins verði kölluð saman og fyrir hana lagðar nið urstöður fundarins í Moskvu Þá segir AP fréttastofan, að alls staðar sjáist þess merki í Tékkóslóvakíu í dag, að borg- urum landsins hafi brugðið mjög í brún, er ljóst var að leiðtog- ar þeirra hefðu orðið að semja við Sovétmenn um áframhald- andi dvöl hernámsliðsins. Víða gæti mikils vonleysis manna á meðal og mikillar beizkju í garð Sovétmanna. Fréttaritarar í Prag eru þeirr ar skoðunar, að mjög fljótlega hefjist víðtækar hreinsanir frjálslyndra endurskoðunarafla og muni þessar hreinsanir ekki hvað sízt bitna á- rithöfundum, menntamönnum og blaðamönn- um. í orðsendingunni, sem gef- in var út eftir Moskvufundinn var sagt að „Tékkóslóvakar mundu auka baráttuna gegn fjandsamlegum öflum og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll fjölmiðlunartæki landsins þjónuðu hugsjónum sós ialismans“. Áður hefur stjórnin vikið frá yfirmönnum t ékkneska útvarpsins og sjónvarpsins. Heimildir í Tékkóslóvakíu segja að nýlega hafi bók nokkur ver ið birt í Sovétríkjunum þar sem listi sé yfir fjölda manna, sem eru illa séðir hjá Sovétmönnum. Flestir þeirra eru rithöfundar og blaðamenn. Blaðamenn tímaritsins Zivat Stranyi hafa neitað að vinna undir stjóm Oldrich Svetska, en hann var áður ritstjóri flokks- málgagnsins Rude Pravo og fyrr verandi meðlimur forsætisráðs- ins. Svetska átti að hefja störf hjá Zivat Stranyi, og ákveðið hafði verið að breyta nafni blaðs ins. Ritstjórar þess segjast munu halda útgáfu blaðsins áfram und ir fyrra nafni, þar til leyfið renn ur út. Þá segir í NTB frá frá Vín, að þrír tékkneskir borgarar verði leiddir fyrir dómstól og ákærðir fyrir að hafa myrt búlg arskan liðþjálfa þann 9. sept- ember s 1. Málgagn sovézka hersins birti í dag vitnanir frá tékkneskum borgurum, þar sem þeir hylla innrásina og láta í ljósi þakk- læti til sovézku hersveitanna: „Ég þakka ykkur af alhug fyr- ir að hafa komið til okkar,“ hef ur blaðamaður eftir konu einni með tárvot augu.„ Við höfum beð ið ykkar svo lengi.“. Öll helztu blöð í Sovétríkjun- um birtu orðsendingu fundar- ins en engar athugasemdir eru gerðar við hana. Aftur á móti birtir Rauða stjarnan nokkrar frásagnir um mjög vinsamleg samskipti sovézkra hermanna og tékkneskra borgara eftir her- námið. Málgagn pólska kommúnista- flokksins réðst í dag harðlega á fjölmiðlunartæki í Tékkóslóvak íu og sakaði þau um að birta villandi og rangar fréttir í Tékkóslóvakíu um bróðurlandið Pólland. Blaðið segir ennfremur að Tékkóslóvakía hafi nú byrj- að aðgerðir í lýðræðisátt eftir miklar tafir sem orðið hafi vegna stjórnarhátta á Novotny tímabilinu. Tékkneska rithöfundasam- bandið beindi í dag þeim til- mælum til sovézkra stjórnar- valda, að þau hættu þegar í stað gagnrýni og árásum á forseta þess, Eduard Goldstucker. Seg- ir að það sé skylda Sovétmanna að biðjast afsökunar á þessari óheiðhrlegu gagnrýni, sem hafi verið liður í baráttu gegn heið- arlegum tékkneskum rithöfund- um og tékkneskum bókmennt- um. Jóhannes Jósefsson Jóhnnnes ú Borg lútinn HINN þjóðkunni athafnamaður og íþróttagarpur, Jóhannes Jósefsson, fyrrum eigandi Hótel Borgar, lézt í gær, 85 ára gamall. Jóhannes var fæddur 28. júlí 1883 í Hamarkoti á Oddeyri við Eyjafjörð, sonur Jósefs Jónsson- ar og Kristínar Einarsdóttur. Hann stundaði nám hjá Johann- esens handelsskole í Björgvin 1905, en stundaði síðan verzlún- arstörf á Akureyri. Hann dvald- ist erlendis 1909—27 og sýndi þá íslenzka glímu og fleira í fjöl leikahúsum í Evrópu og Ameríku. Kom eftir það aftur til landsins, og undirbjó byggingu Hótel Borgar í Reykjavík, og varð hótelstjóri 1930, þegar hótelið hóf rekstur. Hann var eigandi og forstöðumaður Hótel Borgar til 1. janúar 1960. Jó- hannes var stofnandi fyrsta ung- mennafélags á íslandi, Ung- mennafélags Akureyrar 1906 og var fyrsti formaður þess. Hann vann Grettisbeltið 1907 og tók þátt í Olympíuleikunum í Lond- on 1908. Jóhannes var heiðurs- félagi í UMSÍ og ÍSÍ og stór- riddari íslenzku fálkaorðunnar 1957. - GUFUHOLA Framh. af bls. 32 vinna í verksmiðjunni rúm 1100 tonm til útflutnings og er mestur hluti þess magns þegar farinn. Nægur markaður virðist vera fyrir kisilgúrinn. Allt kapp verð- ur lagt á að auka, sem mest framleiðsluna. Hingað til hefur hún aðallega takmarkazt vegna gufuþurrkunar hráefnisins. Að sjálfsögðu hafa forráðamenn verksmiðjunnar gert sér þennan annmarka ljósan og verður því væntanlega reynt eftir megni að bæta úr því. í sumar var unnið að gerð geymsluþróar fyrir verk- smiðjuna og er því verki að mestu lokið. Búið er að fylla þróna og er dælingu nú hætt. Talið er að verksmiðjan hafi pú þegar nægilegt efni til að vinna úr á komandi vetri, þó fram- leiðslugetan aukizt að mun. Stöð- ugt er unnið að hinum nýja kísil- vegi. Eftir er þó enn að aka slit- lagi á langan kafla, eða milli 20 og 30 kílómetra. Getur það verk að sjálfsögðu tafizt, ef veður verður óhagstætt. Samkvæmt samningum eiga verktakar að skila veginum nú í október. Eftir þá reynslu, sem fékkst af vegin- um sl. vetur var talið óumflýj- anlegt að laga smákafla á honum vegna snjóahættu. Ekki var ann- að vitað en að þetta yrði gert á þessu sumri, en það verk er þó ekki hafið enn. Verður að vænta þess að ebki dragist lengur að í þá framkvæmd verði ráðizt. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.