Morgunblaðið - 06.10.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.10.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 11 Lagt af stað í Sjómannadags göngu 1964. Fánaberi Haraldur Ágústsson. að gerast í þjóðlífinu í kring- um þá. Þessir skipstjórnar- menn, frumherjar Öldunnar voru margir mikilsvirtir borg- arar og töldu sér því skylt að hugsa um fleira en einvörð- ungu hagsmunamál stéttar sinn ar. Þess ber að gæta, að sjó- menn þessa tíma, höfðu miklu rýmri tíma til að Simna ýmsum hugðarefnum utan starfs síns en skipstjórnarmenn nú, þar sem á skútuöldinni var margra mánaða hlé frá því að hætt var veiðum á haustin og þar ti’l vertíð hófst í byrjun marz. Hvorttveggja þetta tiltölulega betri þjóðfélagsstaða þá en nú og síðan miklu rýmri tími, eru meginástæðurnar fyrir því, hversu þróttmikið félagsstarf- ið var og hversu margt félags menn létu til sín taka, en jafn- framt var þetta vakningartimi, sem kunnugt er og allir beztu meran þjóðarinnar fullir áhuga á því að efla hag lands síns og framfarir. Þetta ár, 1912, ræða öldumenn um mauðsyn þess að fá íslenzk heiti á margvísleg tæki, er notuð voru við útgerð- ina og töldu það málskemmd að nota útlend heiti í jafnrík- um mæli og gert var, en móður málið „eins og þeir orðuðu það“, sögðust þeir vilja bæta. En svo er það, að fundur er haldinn 23ja oktober 1912 og segir svo í fundargerðabók- inni: „Einar Einarsson, sbipstjóri flutti kveðju til félagsins frá Bjarna Jónssyni frá Vogi, sem hann hafði hitt fyrir skömmum tíma í Noregi. Hefði hann skýrt sér frá, að fátækur sjómaður, Jóhannes Kjarval, stundaði nú málaralist í Kaupmannahöfn. Hann hefði lítil efni og hefði sóbt um styrk til Alþingis en verið synjað. Kennarar hans hefðu lokið lofsorði á hæfi- leika hans og væri því full þörf á að réitta honum hjálpar hönd. Einari Einarssyni og Sig urjóni Ólafssyni falið að leita samskota." Fundur, 4. desember 1912. Kr. 209.00 söfnuðust til Jó- hannesar Kjarvals, sem sent var sem gjöf frá Öldunni til hans. Það er ekki ólíklegt að 209 krónur á þessum tíma hafi nægt Kjarvali til ársdvalar í Höfn. Tímakaup karlmanns var á þessum tima 25 aurar eða minna og ársgjaldið í Öld- unni 5 krónur. Listamönnum okkar í dag er ekki rétt svona rausnarlega hendi af fámenn- um félögum nú. Kjarval skrif- aði þakkarbréf, sem Iseið var upp á næsta fundi. Þessir Öldumenn voru ekki að gefa sig útá gaddiran með þessu en þetta dæmi sýnir vel hverskomar andi ríkti í félag- inu á þessum árum, og hefur reyndar alla tíð ríkt þar, þó auðvitað hafi þetta félag átt sína öldudali, eins og önnur fé lög, sem eiga langa ævi að bakL Næstu árin fara nú í að fylgja eftir ýmsum málum, sem félagið hafði fitjað uppá í þau tuttugu ár, sem það hafði starfað og mörg áttu erfitt uppdráttar. Vitamálin voru sífellt á dag- skrá, einnig siglingamálin og siglingalöggjöfin, sem var sí- felldum breytingum undirorp- in vegna breytinga sem voru alltaf að gerast í sjómennsku og skipagerð á þessum tímum. Hafnarmálin voru einnig alltaf á döfinni og síðan eitt og ann- að, sem Aldan var ýmist beð- in að taka afstöðu tij eða lét ó- tilkvödd til sín taka, eins og skipun skipaskoðunarmanna fyrir lögsagnarumdæmi Reykja víkur fánamálið og stofnun Eimskips, en félagsmenn vildu bláhvíta fánann eins og flestir landsmanna, starf um- sjónarmanns við höfnina, lög um atvinnu við siglingar, en þar var Aldan vitasku'ld áhrifa mikill aðili, og síðan ýmiss innanfélagsmál, eins og áfram- hald á sameiginlegum vöruinn- kaupum aðallega sekkjavöru, kornvörum og sykri og þess háttar, og ýms afskipti af bæj- armálum, eins og að hafa mann í niðurjöfnunarnefnd og bæj- arstjórn og fleira af því tagi. 1915 kemur Geir Sigurðsson með tillögu á fundi: „Ég 'legg tii, að félagið Ald- an feli formanni sínum að koma fram með tillögu á næsta þing- málafundi Reykjavíkur, með á- skorun til þingmanna kjördæm isins, að þeir, þegar á næsta þingi, komi fram með breyting- ar á lögum um líftryggingar sjómanna, í þá átt, að nánustu ættingjar hinna drukknuðusjó manna fái mun meiri hjálp en þá, sem nú er veitt. Samþykkt samhljóða". Öldumenn hófu baráttu fyr ir bótum til ekkna og aðstand- enda drukknaðra sjómanna ár- ið 1902, eins og áður er getið og það hefur verið baráttu- mál þeirra alla tíð, að þessar bætur yrðu sem ríflegastar og mannsæmandi. Allt af voru Öldumenn ann- að veifið að hugsa um útgerð á vegum félagsins en það varð ekki úr framkvæmdum. Þeir létu hafnarreglugerðina mjög til sín taka, björgunartæki skipa og þeir vildu takmarka sölu skipa úr landi, en um þær mundir var verið að selja helm ing tagara flotans. MiUi Öld- unnar og Fiskifélags fslands var náið samstarf á þessum ár- um fyrir 1920 og unnu félögin sameiginlega að björgunarmál- um og öðrum hagsmunamálum sjómanna og útvegsmanna og frá fundi 29da oktober 1919 segir svo um nefndarálit áður skipaðrar nefndar: „Nefndarálitið um gagn- kvæmi Dana og íslendinga í siglingum lagt fram og rætt mikið, og síðan barið undir at- kvæði og samþykkt að veita Dönum engin sérréttindi varð- andi siglingar á íslenzkum skip um“. Kjaramál skipstjórnarmanna voru, eins og fyrr segir, auð- vitað rauði þráðurinn í starfi félagsins og voru mjög ábaugi einkum 1919. 1922 sameinast stýrimannafé- lagið Ægir Öldunni að nokkru leyti en það hjónaband varð slitrótt og ekki til frambúðar. Þetta ár skrifar vélstjórafélag ið Öldunni og hvetur til sam- vinnu og stofnun fulltrúaráðs fyrir fé'lög skiptsjrónarmanna og vélstjóra og fékk það góð- ar undirtektir strax hjá Öldu- mönnum Og varð þetta síðar. Hér er engin leið að tína það allt upp, sem Öldumenn höfðu afskipti af á áratugnum fyrir 1930, en þeir börðust gegn undanþágu veitingum, gegn Síldareinkasölunni, gegn Norsku samningunum, en fyr- ir auknum slysavörnum og slysatryggingum og byggingu síldarverksmiðju ofl. ofl. Marg ar samþykktir liggja einnig fyr ir um það að koma að einum fúlltrúa frá Öldunni í stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins. Eftir 1930 tók hagsmunabar- áttan upp sífellt smeira rúm í starfsemi félagsins, enda var Asgeir Þorsteinsson fyrsti formaður Öldunnar. þróunin sú á þessum árum að stéttarígur jókst og meira þurfti til en áður að halda sínu við skiptingu þjóðartekn- anna. Það á ekki aðeins við um Ölduna heldur öll stétta félög, sem í upphafi störfuðu máski á mjög breiðum grund- velli, að starfssviðið þrengdist jafnt og þétt, þar til fé'lögin voru orðin nær. eingöngu bar- áttutæki fyrir sérhagsmunum þeirra, sem í þeim voru. Þetta hefur gert félagslífið svip- minna og einhæfara á allara hátt en áður, enda höfðu menn þá rýmri tíma til að sinna fé- lagsmálum sem fyrr segir. Guðmundur H. Oddson, sem tók saman þann útdrátt, sem hér hefur verið birtur, hefur verið framámaður í Öldunni um fjölda ára og engum manini er kunnara starf öldunnar síð ast liðna tvo •áratugi en hon- um. Blaðið sneri sér því til hans og 'lagði fyrir hann nokkr ar spurningar í tilefni þessa merka afmælis félagsins eink- um varðandi framtíðarverkefni Öldunnar. Hver eru nú helztu viðfangs- efni Öldunnar? — Viðfangsefnin eru mörg og sívaxandi. Félagið hefur opna skrifstofu að Bárugötu 11, er veitir margvíslega fyrirgreiðslu um túlkun samninga og upp- gjör fyrir félagsmenn og ann- ast framkvæmd samþykkta stjórnar og félagsfurada. Er- indreki félagsins og skrifstofu- maður er Loftur Júlíusson, skip stjóri. Það, sem mér persónulega er mest áhugamál nú er stofnun lífeyrissjóðs fyrir félagsmenn. Þetta mál hefur lengi verið til umræðu innan félagsins en án málaloka. Aldan styður að sjálfsögðu framgang allra þeirra mála, sem eru sjómannastéttinni tfl heiEa og pólitísk sjónarmið ráða engu um afstöðu félagsins, enda er félagið skipað mönnum, sem eru vanir því, að það skolizt svona á víxl inná stjórnborða og bakborða, og halda sitt strik fyrir því. Eins og nú er ástatt virðist allt vera að kafna hér í landi í nefndum og nefndanefndum, sem því miður, alltof oft eru kjörnar eftir pólitískum sjón>- armiðum, en fagfélög sjómanna er sniðgengin. — Þessir karlar, sem stofn- uðu Ölduna virðast hafa verið all-miklir bógar á þeim tíma? — Já, þetta voru áreiðan- lega kjarnakarlar. Reykjavík var að vísu ekki nema 4 þús- und manna bær eða svo á þess- um tíma og sjómannastéttin og þá ekki sízt skipstjórnarmenn hlutfallslega miklu sterkara afl í bæjarlífinu en nú er þegar sjómannastéttin er ekki orðin nema örfá prósent af bæjarbú- um. Það voru á fyrstu árum öldunnar engar framkvæmdir gerðar í hafnármálum, vitamál- um eða sjávarútvegsmálum yfir leitt nema leitað væri til öldu- manna, ef þá málin komu ekki beint frá félaginu sjálfu. Enn er það nú svo, þó að margt hafi breytzt í þjóðháttum og um leið starfi félagsins, þá er félagið enn skipað þróttmiklum og dugandi fiskimönnum og ég held, að það sé ekki ofmæ'lt, þó að ég fullyrði, að kjarnanra úr sjómannastétt okkar sé enn að finna innan Öldunnar. Félags- svæði Öldunnar er nú: Reykja- vík, allir Austfirðirnir frá Hornafirði til Raufarhafnar, Stykkishólmur, Grundarfjörð- ur, Ólafsvík, Hellisandur, Þor- lákshöfn Eyrarbakki og Stokkseyri. — Er ætlunin að minnast þessara tímamóta á einhvem hátt? — Það hefur verið rætt um það, þó ekki á sjálfan afmælis- daginn. Mikið af starfandi fé- lagsmönnum okkar er nú við skyldustörf, þeir eru að elta síldina raorðaustur í Kafi. Þeir hafa einu sinni siglt í höfn sem einn maður til að rétta hlut sinn, þegar úrskeiðis gekk, en -þeir sigla ekki að landi til að sitja afmælishóf, hversu merkt, sem það er. Það hefur því ver- ið ákveðíð að fresta því, að Mynd af fclagsfánanum. minnast þessara tímamóta, þar til þeir koma heim í jónafríið. Það er og annað sem orsakar það, að okkur er ekki kapps- má'l, að efna til afmælishófs raú strax. f byrjun næsta árs á kvenfélagið Aldan, en það er félag eiginkvenna okkar einn- ig afmæli, 10 ára afmæli. Þetta félag hefur alla tíð starfað af miklum þrótti og áhuga og það er nú svo, að mér finnst að sjómannskonara sé einskonar landformaður, og fyrst að svona vill nú til að landfor- mennirnir eiga afmæli innan skamms líka, þá hefur verið á- kveðið að sameinast um sjálft hófið. Morgunblaðið óskar öldunni allra heilla í framtíðinni. Þjóð- in öll stendur í þakkarskuld við þá menn, sem þar hafa starfað fyrr og nú. Stofendur Oldunnar. Efsta röð, talið frá vinstri: Bergur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Markús Bjarnason, Þorvaldur Jóns- son, Þorlákur Teitsson, Pétur Þórðarson, Bergur Jónsson, Marteinn Teitsson. — Miðröð: Guðmundur Stefánsson, Páll Hafliða- son, Guðmundur Kristjánsson, Hannes Hafliðason, Jens Nyborg, Pétur Þórðarson, Sigurður Símonarson. — Fremsta röð: Finn- ur Finnsson, Sigurður Jónsson, Jón Þórðarson, Stefán Pálsson, Asgeir Þorsteinsson, Magnús Magnússon, Ellert Schram, Stefán Snorrason, Björn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.