Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 14
ím
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 19«8
það stöðugt eftir því sem á
kvöldið leið.
— Nú verður þú að segja
okkur einhverjar fréttir, með-
an feimnin er að fara af strák-
unum, sagði Þórður, — þeir
eiga yfirleitt ekki því láni að
fagna að hafa kvenmann með
hér í kofanum heila nótt og
vita ekki almennilega hvernig
þeir eiga að bregðast við.
Við settumst við langborð
eftir kofanum endilöngum og
tókum upp nestið. Tal snerist
í fyrstu aðallega um endur-
bæturnar á kofanum og kaffi-
tilbúning.
bóndi með hrossin góðu og sár-
fætta tíkina. Á Hermanni sást
ekki. Hann kastaði sér sam-
stundis út af og svaf af unz
fjallakóngurinn ræsti mann-
skapinn á áttunda tímanum.
Þá hafði hann sótt vatn o.g
sett upp.
Þegar ég kom út til að gá til
veðurs og teygja úr stirðum
limum var loftið úrsvalt, þok-
an grúfði sig niður í hlíðar og
til Rjúpnafells sást ekki. Það
var ekki sérlega árennilegt að
halda af stað út í rigningar-
sudda og þoku.
Eftir morgunsnarl var lagt á
hestana í skyndi og síðan riðið
af stað. Ég minntist þess þá að
barni hafði mér jafnan fund-
izt samalmennska mjög dul-
rætt hugtak í framkvæmd.
Venjulega reið maður klukku-
tímum saman án þess að sjá
neina skepnu, sneri svo við og
reið sömu leið til baka og áður
en við var litið breiddi úr sér
fyrir framan mann lagðprúð
jarmandi hjörð.
Það var hrollur í hestunum
eftir innistöðuna og þeir brokk
uðu létt án þess þyrfti að
hvetja þá. Leiðin lá fram Gafl-
fellsheiði, yfir holt, móa og
flóa. Allt gekk slysalaust utan
þess, að reiðskjóti Jóa á Saur-
um hafði einkar mikið lag á
því að velja sér blautar keldur
til að festa sig í og sökk hvað
eftir annað upp í kvið.
Við áðum nokkrum sinnum á
leiðinni, rigningunni hafði létt
en þoka og hráslagi grúfði sig
yfir. Þeir yrðu ekki öfunds-
verðir sem færu norðanmegin
og yfir Glerárskógafjall. Þeg-
ar fjallkóngur skipti liði íhlíð
um Rjúpnafells var þokan svo
þétt að ekki sá upp á brúnina.
Leitarsvæði markaðist af G'ler-
árskógafjalli að vestan og
Hrafnadalsfjalli að austan. Ég
fékk það hlutverk að smala
svæðið frá rótum Rjúpnafölls í
vesturátt að Fáskrúð, en vest-
ar tók við Þórður fjallkóngur
Framh. á hls. 22
I leit með Laxdælingum
inn, enn aðrir voru væntanleg-
ir síðar. Er á daginn leið kóln-
aði og um það bil er við lögð-
um af stað var komið norðan
hvassviðri og kuldinn beit
illskulega í nefbroddinn, þegar
riðið var á móti vindinum
klukkutímum saman. Þórður
fjallkóngur á Goddastöðum
hafði sér til liðs tvo spræka
sonu sína og hundinn Kobba,
sem er ættaður af Seltjarnar-
nesi. Ég hafði fært honum
þennan hund fyrir sjö árum,
þegar hugsjónaríkur þáverandi
sveitarstjóri á Seltjarnarnesi
tók þá stefnu að áður en hugs-
anlegt væri að ráðast í að mal-
bika nokkra götuspotta eða
stofna kvenfélag, væri nauð-
synlegt að útrýma hundum.
Kobbi hefur staðið sig með
mikilli prýði. Hann kom stofu-
hundur, vanur gælum, vestur
og með góðri leiðsögn Þórðar
varð hann fljótlega einhver
bezti fjárhundur í Laxárdal.
Bændur vanmeta ekki röska
og vitra smalahunda, enda
ljóst, að með þeim Þórði og
Kobba voru miklir kærleikar.
Ekki varð það merkt að
feimni angraði piltana, og
gengu samræður vel með til-
heyrandi kjamsi, smjatti og
hressilegum ropum.
Meðfram veggjum hreiðruð-
um við síðan um okkur, sumir
í svefnpokum aðrir með átoreið
ur yfir sér. Þórður leit til hest-
anna áður en gengið var til
náða. Þeir voru ókyrrir og
öðru hverju hrökk ég upp við
stampið og gauraganginn í
þeim.
Um tvöleytið heyrðist há-
reysti úti fyrir. Þar voru komn
ir þrír gangnamenn frá Leið-
ólfsstöðum. Birgir, bryti hjá
Loftleiðum, hafði komið frá
New York um hádegisbil og
brunaði samstundis vest-
ur í Dali. Hann hefur oft farið
áður í göngur á Ljárskóga-
fjall. Þarna var Pétur á Leið-
ólfsstöðum og Bragi nokkur úr
Reykjavík. Þeir höfðu verið
svo óheppnir áð missa reiðings
hestana frá sér skammt fyrir
framan Ljárskógasel ogþar sem
á einn þeirra var bundið allt
nesti þeirra, í blautu og þurru,
gerði Hermann bóndi sér lítið
fyrir, sló í hrossið, kallaði á
tíkina og lagði af stað út í
náttmyrkrið og norðangjóstur-
inn til að leita þeirra.
Um fimm-leytið heyrðust á
ný háreysti og nú sýnu meiri,
öskur og drunur. Þar var kom-
inn Hermann Leiðólfsstaða-
SUMUM þótti það bera vott
um bjartsýni hjá Hjalta bónda
á Hróðnýjarstöðum að senda
blaðakonu úr Reykjavík í leit
á Ljárskógafjall sem fullgild-
an gangnamann. Þó svo ég
hefði verið liðtæk uppi á
hrossi fyrir svo sem áratug
var ekki þar með sagt, að enn
væri töggur í mér til smala-
mennsku, þegar komið er rak-
leitt frá rafmagnsritvélinni og
erlendu fréttunum.
Við^ riðum fram eftir á
sunnudag, tókum rekstur í
Ljárskógum, en honum var
sleppt, þégar kom fram fyrir
Þverá. Nokkrir leitarmanna
höfðu lagt af stað fyrr um dag
Tveir unglingspiltar úr Reykja
vík voru og með í förinni, þeir
Bjössi á Hróðnýjarstöðum og
Einar í HjarðarholtL
Þegar við vorum laus við
reksturinn var sprett úr spori
fram Ljárskógafjall og riðið
liðugt næstu klukkutímana.
Fyrst var eftir ruðning-
um að fara, en þegar kom
fram fyrir Ljárskógaseþ þar
sem fæddur er Jóhannes skáld
úr Kötlum, tóku við torfærur,
eggjagrjót og ófærur. Hryssan
mín Fluga, fótaði sig fimlega
á grjótinu og virtist ekki hafa
mikið fyrir að skokka yfir
stórgrýti eða um kargaþýfi og
blés ekki úr nös.
þessi skoðun breyttist veru-
lega eftir því sem á göngurnar
leið og sá ég að þarna myndi
meðfædd hlédrægni Dala-
meyja hafa ráðið mestu.
Myrkur var skollið á þegar
við náðum fram í gangnakof-
ann. Hann var reistur fyrir all
mörgum árum, en það var ekki
fyrr en í vor, að gengið var
frá einangrun í hann, enda
hafa gangnamenn oft átt þar
nöturlega vist í kulda Og
trekki. Undir svefnstofu er
hesthúsið. Ég skreiddist af
baki stirð og aum í öllum
skrokknum, fingurnir frosnir
og tærnar tilfinningalausar og
baslaði við að spretta af og
teymdi Flugu inn í hesthúsið.
Áður var oft erfitt verk að
gæta hrossanna yfir . nóttina,
þar sem engin girðing var og
kom oft og einatt fyrir, að leit-
armenn misstu þá frá sér um
nóttina.
Inni í kofanum höfðu þeir
Jói á Saurum og Jonni á Sauð-
húsum kveikt á gasi og olíu-
lukt og var því orðið hlýtt og
notalegt, þegar við komum.
Hins vegar höfðu þeir ekki
treyst sér út aftur til að sækja
vatn í kaffi. Það varð brátt
Meðan áfram var riðið og
kuldinn næddi í gegnum þrjár
peysur og úlpu væna, föður-
land og nokkur pör af vettling
um var ekki laust við að sú
hugsun hvarflaði að mér, að
þetta flan gæti aldrei orðið til
fagnaðar, hvað þá til gagns.
Auðvitað hefði mér nægt að
fara í Gillastaðarétt á þriðju-
daginn og hefði ekki átt að
sperrast við göngurnar sjálfar.
Samfylgdarmennirnir virtust
bera hag minn og líðan mjög
fyrir brjósti og inntu mig öðru
hverju eftir því hvort þeir
ættu ekki að ljá mér fleiri flík
ur og sögðu mér jafnframt,
hvar þeir geystust áfram ber-
höfðaðir í næðingnum, að þetta
væri í fyrsta skipti í manna-
minnum, að kvenmaður hefði
treyst sér í fyrstu göngur á
Ljárskógafjall.Þá hætti mér að
lítast á blikuna, mér var kunn
ugt um aðskiljanlegar kven-
hetjur í Laxárdal og þótti nú
sýnt, að leit á Ljárskógafjalli
væri ekki á annarra færi en
fílelfdra og hraustra drengja.
Þarflaust er að taka fram að
uppvíst, að einhverjir gestir
höfðu verið á ferð nokkru áð-
ur og sýnilega hitað sér stein-
olíu í staðinn fyrir kaffi og
tóku nú við samræmdar aðgerð
ir til að sjóða steinolíuna úr
könnunni. Þeðar það hafði tek-
izt var hitað kaffi og batnaði