Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 19 LÍKXiEGA hafa fáir viðburðir á stjórnmálasviðinu vakið jafn mikla athygli að undanförnu og aukaþing ungra Sjálfstæðis manna, sem haldið var um síð- ustu helgi. Til þingsins var boð að í kjölfar nýrra hreyfinga meðal æskufólks, þess var beð ið með eftirvæntingu og álykt- anir þess — að svo miklu leyti sem þær hafa enn verið birt- ar — hafa vakið verulega at- hygli. Það er því kannski ekki úr vegi, að einn þeirra sem þing- ið sat, geri tilraun til þess að leggja nokkurt mat á það, hvort tilganginum með þing- inu var náð og hvernig and- rúmsloftið var í þessum hópi æskufólks úr öllum landshlut- um, sem fylgir Sjálfstæðis- flokknum að málum. ♦ Til aukaþingsins var boðað með stuttum fyrirvara, en því var ætlað að móta og beina í fastan farveg þeim lauslegu hugmyndum um endurbætur á flestum sviðum þjóðlífsins, sem gætt hefur í vaxandi mæli í röð um ungs fólks síðustu vikur og mánuði. Tíminn til undir- búnings var því stuttur en verkið viðamikið og mikilvægt að vel tækist tiL Stjórn Sambands ungra Sjálf stæðismanna setti á fót tvær stórar undirbúningsnefndir til þess að undirbúa umræður og gera uppkast að ályktunum þingsins. Önnur nefndin fjall- að um þau mál, sem mest hafa verið rædd í sumar og haust, þ.e. stjórnmálaflokkanna, og stjórnmálamennina í stuttu máli, valdakerfið í heild, svo og Sj álfstæðisf lokkinn. Öllum var ljóst, að þetta var sá málaflokkur, sem mest- ur áhugi var og er á, en samt sem áður þótti nauð- synlegt að fylgja úrbótatillög- um á þessu sviði eftir með sam- felldum tillögum um úrbætur á helztu þjóðmálasviðum, svo að ekki væri hægt að segja eft- ir á, að ungir Sjálfstæðismenn hefðu engar jákvæðar tillögur fram að færa, aðeins gagnrýni á það sem fyrir er. Fyrri nefndin hagaði störf- um sínum þannig, að hún lagði ekki fram uppkast að ályktun- um heldur greinargerðir um stjórnmálaflokkana og áhrif þeirra í þjóðfélaginu en síðan var hugmyndin að semja álykt anir á grundvelli þeirra um- ræðna, sem fram færu um þenn an málaflokk. Síðari nefndin lagði hins vegar fram mjög í- tarlegt plagg um þjóðmálaverk efni næstu ára og áratuga og er mér óhætt að fullyrða að það er yfirgripsmesta skjal, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa fjallað um í heilan ára- tug a.m.k. ♦ Þingið hófst síðan á föstu- dagskvöld fyrir rúmri viku og var ljóst að töluverð eftirvænt ing var meðal þingfulltrúa og fundarsalurinn í Domus Me- dica þéttskipaður. Raunveru- leg þingstörf hófust þó ekki fyrr en á laugardag. Stjórn Sambandsins gerði þá þegar eina skyssu, sem átti eftir að móta mjög störf þingsins og verða þess valdandi að umræð ur á því fengu nokkuð annan svip en við var búizt. í stað þess að taka strax fyrir þann málaflokk, sem allir höfðu mest an áhuga á, þ.e. stjórnmálakerf ið og Sjálfstæðisflokkinn var ákveðið að ræða þjóðmálatil- lögurnar fyrri daginn. Mun sú hugsun hafa legið til grund vallar hjá Sambandsstjórninni að þessi málaflokkur yrði fljót lega afgreiddur en mestum hluta þingtímans varið í um- ræður um stjórnmálaflokkana. Þetta fór á annan veg. Umræður um þjóðmálatillög- urnar stóðu allan laugar- daginn og fram á hádegi á sunnudag. Uppkast undirbún ingsnefndarinnar var harðlega gagnrýnt. í fyrsta lagi var því haldið fram, að það væru furðu leg vinnubrögð að afhenda mönnum svo viðamikið plagg í þingbyrjun og ætlast til þess að þingfulltrúar tækju afstöðu til þess á einum degi. í öðru lagi var því haldið fram af sum um, að uppbygging uppkasts- ins í grundvallaratriðum væri röng, það væri of ítarlegt og í því væri um of farið út í smá- atriði. Af þessum sökum urðu um- ræðurnar fyrsta daginn losara- legar og stefnulausar og báru ekki svip mikilla hugsjóna æsk unnar. Það er að vísu erfitt að gera lesendum grein fyrir til- lögum, sem ekki hafa verið birtar nema að mjög takmörk- uðu leyti en þó verður gerð tilraun til þess. Ti'lgangurinn með þjóðmálatillögunum, sem lagðar voru fyrir aukaþingið var tvíþættur. Annars vegar var stefnt að því að móta póli- tíska stefnu ungra Sjálfstæðis- manna þrjá áratugi fram í tím- f ann, draga fram í grófum drátt um höfuðþætti þeirrar þróun ar, sem yrði að verða á fs- landi fram til næstu aldamóta. Þetta kemur sérstaklega fram í stjórnmálayfirlýsingunni, sem þegar hefur verið birt og er aðeins inngangur að nánari til- lögum. Hins vegar var leitazt við að setja fram ákveðnar úr- bótatillögur í nokkrum höfuð- þáttum þjóðlífsins og alveg sér staklega lögð áherzla á að breikka málefnagrundvöll ungra Sjálfstæðismanna með því að gera ítarfegar tillögur í málaflokkum, sem að mínum dómi a.m.k. hefur ekki verið nægilega sinnt af ungum Sjálf- stæðismönnum sl. 10-20 ár svo sem félagsmálum, heilbrigðis- málum, tryggingarmálum og menningarmálum og ennfremur að leggja fram ítarlegar tillög- ur í húsnæðismálum og mennta málum, en þau mál hafa ungir Sjálfstæðismenn látið sig miklu skipta hin síðari ár. Tillög- urnar eru svo nákvæmar vegna þess, að oft er spurt um það hvaða fastmótað- ar tillögur ungt fólk hafi til úr- bóta og þegar þær liggja ekki á iausu er sagt, að ekki sé hægt að ræða í alvöru almennt orðaðar kröfur um endurbætur á öllum hugsanlegum sviðum. Raunhæfar tillögur verði að liggja fyrir til úrbóta. Eg efast um að þingfulltrúar hafi gert sér nægilega vel grein fyrir þessum tilgangi þjóðmálatil iagnanna og þess vegna hafi umræður um þær ekki orðið eins líflegar og bezt var á kos- ið. Niðurstaðan varð hins veg- ar sú að senda öllum sam- bandsfélögunum þessar tillögur til úrvinns'lu og afgreiða þær síðan á sérstökum ráðstefnum eða næsta regílulega þingi sam- takanna. Má því heita fullvíst að þessar tillögur hljóti eins lýðræðislega meðferð og unnt er og enginn vafi er á því, að eftir að ganga í gegnum þenn- an hreinsunareld munu þessar þjóðmálatillögur ungra Sjálf- stæðismanna túlka vel viðhorf ungra manna í öllum landshlut um til einstakra þátta þjóðmál- anna. Allt bendir því til þess að í deiglunni sé málefnagrund völlur, sem ungir Sjálfstæðis- menn geti byggt á um langa framtíð í höfuðatriðum og verði til þess að samtökin spanni yfir víðara skoðanasvið í þjóðfélag- inu en þau gera nú. Þetta ætti jafnframt að verða til þess a3 margir þeirra æskumanna, sem nú standa utan samtaka ungra Sjálfstæðismanna finni þar starfsvettvang við sitt hæfi. ♦ Eftir hádegi á sunnudag hóf- ust fyrst umræður um þau mál efni, sem mestur áhugi var á að ræða og því er ekki að leyna, að þá hafði mjög dregið úr þeim mikla áhuga, sem allir fundu fyrsta kvöldið. Hinar losaralegu umræður um þjóð- málin höfðu orðið til þess að draga heldur niður í þingfull- trúum stemmninguna. Samt sem áður náðu umræður sér vel á strik og beindust mjög að þeim atriðum, sem einkum hafa mót- að gagnrýni ungs fólks að und anförnu. Það á að opna stjórn- málaflokkana, gera þá lýðræð- islegri og draga úr völdum stjórnmálamanna, flokka og embættismanna. Þegar spurt er, hvað við sé átt með „opnun“ stjórnmála- flokkanna, vefst sumum tunga um tönn. Meginsvar þingsins við þessari spurningu er tillaga um prófkjör ti'l að velja fram- bjóðendur flokkanna í kosning um, dreifing valds og áhrifa innan flokkanna og ráðstafan- ir til að hinn almenni flokks- maður hafi meira áhrif á sjálfa stefnumótunina. ítarlegar tillögur voru lagð- ar fyrir þingið um framkvæmd prófkjörs í Reykjavík og virð- ast mér þær sniðnar mjög eftir forkosningum í Bandaríkjunum Utanbæjarmenn bentu á að í sumum kjördæmum a.m.k. mundi prófkjör alls ekki gefa rétta mynd eða öl’lu heldur mundi það ekki tryggja nægi- legt jafnvægi milli byggðar- laga. Þannig gæti Akureyri t.d. ráðið nær öllum frambjóðendum í Norðurlandskjördæmi eystra o.s.frv. Þessu var svarað með því að þar sem það hentaði bet ur, mætti viðhafa skoðana- könnun eða úrtakskönnun. Prófkjör hafa verið reynd víða.Lengi var nokkurs konar prófkjör viðhaft innan Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosning- arnar, síðast 1962. Það gaf ekki góða raun í þeirri mynd og var því féllt niður 1966 en sjálfsagt er hægt að finna leið til þess að prófkjör gefi nokkuð rétta mynd af vilja þátttakenda, þótt ég sé ekki viss um, að þær tillögur sem lagðar voru fyrir þingið um prófkjör í Reykjavík séu raunhæfar eða heppilegar. Prófkjör hefur einnig verið reynt út á landi og þar sem ég þekki til hefur það fyrst og fremst skapað úlfúð og illindi en þar með er ekki sagt, að úrtakskönnun geti ekki gefið rétta mynd af vilja kjósenda. Þingið samþykkti að leggja til að ríkisbankarnir yrðu gerð ir að almenningshlutafélögum. Þetta er róttæk tillaga, sem mörgum þykir sjálfsagt fjarstæða, en húri er gust- mikil og fersk. Meginhug3- unin er auðvitað sú að draga beri peningavaldið úr höndum stjórnmálamannanna og dreifa þannig valdinu í þjóð félaginu meira. Sjálfsagt er hægt að deila um það, hvernig því marki verði bezt náð en hver dregur í efa að það sé vllji fólksins í landinu að draga peningavaldið úr höndum stjórnmálamannanna? Loks samþykkti þingið að banna skyldi að kjósa þing- menn í yfirstjórnir ýmissa menningarstofnana, atví.nnufyr irtækja og sjóða, sem Alþingi kýs. Þessi tillaga miðar enn að því að draga úr óhóflega mikl um völdum stjórnmálamann anna. f rauninni á slíkt bann að vera óþarft, ef þingmenn sæju sóma sinn í því að kjósa aðra en sjálfa sig í yfirstjórn- ir þessara stofnana, en það hafa þeir ekki gert fram til þessa — því miður. Al'lar eru þessar tillögur þingsins umdeilanlegar en öllum er það sameiginlegt, að þær beinast að því að dreifa áhrifum og völdum í þjóðfélag- inu, gera lýðræðið virkara, opna stjórnmálakerfið. Þess vegna eru þær í samræmi við þær raddir sem fram hafa kom ið í röðum ungs fólks í öllum flokkum að undanförnum en þetta er í fyrsta skipti, sem þær taka á sig fasta mynd. ♦ Það var einkar fróðlegt að kynnast andrúmsloftinu á þessu þingi. Þarna voru saman komn- ir ungir menn undir tvítugs- aldri og yfir þrítugsaldri. Það sem mér kom mest á óvart er sá mikli skoðanamunur, sem mér virðist vera milli hinna yngri í þessum samtökum allt fram undir ca. 25 ára aldur og hinna eldri sem orðnir eru þrít ugir og þar yfir. Og mér er næst að hálda að milli þessara aldurshópa sé að sumu leyti meiri skoðanamunur heldur en milli eldri manna í þessum sam- tökum og eldri manna í Sjálf- stæðisflokknum. Að sumu leyti snýst þessi skoðanamunur frem ur um starfsaðferðir en málefn in sjálf. En til þess að skýra þetta nánar skal tekið eitt dæmi. Á þinginu var samþykkt tfl- laga frá yngri mönnum, sem fól í sér mótmæli við þjóð- stjórn og þar er sett fram sú skoðun að efna eigi til kosn- inga sem fyrst og eigi síðar en næsta sumar. Sjálfur var ég beðinn að skrifa undir tillögu svipaðs efnis en þó mun af- dráttarlausari. Ég neitaði. Ég beindi þeirri spurningu til til- lögumanna hvers vegna þeir vildu kosningar, hvað þeir teldu að muni vinnast með þeim. Kosningar hefðu farið fram fyr ir rúmu ári, stjórnarflokkarnir hlotið traust þjóðarinnar, nú væru að vísu erfiðleikar fram- undan, en mundu kosningar leysa þann vanda og mundu þær yfirleitt leysa nokkurn skapaðan hlut eða breyta nokkru. Mér var svarað því til að vangaveltur um þjóðstjórn bentu til þess, að ríkisstjórnin teldi umboð sitt útrunnið og ef svo væri hlyti það að vera lýðræðislegt og heil- brigt að láta fara fram kosn- ingar og gefa þjóðinni kost á að segja til um hvaða leið ætti að fara út úr erfiðleikunum. Það væri einnig í beztu sam- ræmi við forustuhlutverk Sjálfstæðisflokksins að hafa frumkvæði um slíkt fremur en að leita vafasams samstarfa við vinstri flokkana. Þetta er i sjálfu sér mjög hrein- lynt sjónarmið en spurning, hvort það er raunhæft. f til- lögunni eins og hún var sam- þykkt var fagnað viðleitni til að ná samstöðu um lausn erfið- leikanna en mótmælt þjóðstjórn. Maður hlýtur að velta því fyr- ir sér, hvort hægt sé að ætlast til þess að stjórnarflokkarnir bjóði stjórnarandstöðunni upp á samkomúlag en heiti hugsan- legum tilmælum um breikkun stjórnarsamstarfs, ef slíkt sam- komulag næðist. Er það lýðræð islegt og heilbrigt? Þessi tillaga var samþykkt með töluverðum atkvæðamun og þar áttu hinir yngri aldurs- flokkar stærstan hlut að máli. Mér finnst sem sagt kjarninn í skoðanamuninum vera sá að hinir yngri menn í þessum sam- tökum líti ekki nógu raunhæft á málin heldur í stórum og fall- egum og heilbrigðum línum. Ef til vill þýðir þetta aðeins það að ég og mínir jafnaldrar og þaðan af eldri erum orðnir of samdauna stjórnmálaþrasinu eins og það er og þess vegna séum við svona „raunhæfir“ í skoðunum. Um það er annarra að dæma. Þessi skoðanaágreiningur og fjölmörg samtöl við yngri menn á þinginu sannfærðu mig um það að nú er þörf kynslóða- skipta í samtökum ungra Sjálf stæðismanna. Sömu menn hafa meira og minna verið í forustu fyrir þeim um áratugar skeið og nú er bersýnilega kominn tími til að aðrir og yngri menn taki við og fái að sýna hvað í þeim býr. Með þeim hætti koma líka fram nýir menn með ný sjónar mið, sem fá tækifæri til að sýna hvaða forustuhæfileikar búa í þeim og með þeim hætti koma einnig fram sjónarmið yngstu „uppvöxnu" kynslóðarinnar. ♦ í heild tel ég að tilganginum með þinghaldinu hafi verið náð Umræður á þinginu sjálfu ollu að vísu vonbrigðum en álykt- anir þingsins leiða fram það sem að var stefnt. Skipulags- lausum umræðum meðal ungs fólks hefur verið beint í ákveð inn farveg og á grundvelli þess er hægt að hefja baráttu fyrir framgangi hugsjónamála ungs fólks. Ungir Sjálfstæðis- menn hafa tekið ótvíræða for- ustu fyrir hinum nýju hreyf- ingum meðal íslenzkrar æsku og þegar fram í sækir mun þetta þinghald hafa ómetanleg áhrif fyrir Sjálfstæðisflokkinn, efla hann á allan hátt og tryggja að hann verði í takt við tímann og 21. öldina. Styrmir Gunnarsson. Jasmin Snorrabraut 11 Gjafavörur í miklu úrvali. Fallegar og ódýrar tækifærisgjafir fáið þér í JASMIN Snorrabraut 22 — Sími: 11625. Sú iil ýnmc^aróa lannn PeróLa cJau^ave^i 3í er til leigu fyrir málverkasýningar og aðrar listmuna- sýningar einnig til vörukynninga t.d. á húsgögnum og húsbúnaði, fatnaði o.s.frv. — til sýninga og kynningar á ýmiss konar félagsstarfsemi. Leigutxmi er minnst ein vika og mest 4 vikur fyrir hvern aðila. Umsjón með sýningum getur verið innifalin í leig- unni. hf. sími 11822. I TAKT VIÐ NÝJA TÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.