Morgunblaðið - 06.10.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓiBER 1968
Húsmœður athugið
Síldina á kvöldverðarborðið fáið þér hjá okkur.
BRAUÐBORG,
Njálsgötu 112, símar 18680, 16513.
Keflavíh — Snðurnes
Tónlistarskóli Keflavíkur er settur
þriðjudaginn 7. október kl. 5.
SKÓLASTJÓRI.
íbúðir til sölu
4ra herbergja íbúðir við Jörvabakka 14 í Breiðholti
98 ferm. með sérþvottahúsi á hæðinni. — í kjallara
eru föndurherbergi, sérgeymslur og sameiginlegt rými.
íbúðimar eru seldar tilbúnar undir tréverk. Sam-
eign frágengin og fullfrágengin lóð.
Upplýsingar á byggingarstað virka daga frá kl. 8—6
og í sima 35801 og 30836.
MIÐÁS S.F.
Skipfafundur
Skiptafundur í þrotabúi Þorvaldar Ásgeirssonar heild-
sala Kópavogsbraut 89 Kópavogi verður haldinn í
dómssal embættisins að Digranesvegi 10 miðvikudag-
inn 9. október 1968 kl. 14.
Gerð verður grein fyrir eignum búsins og skuldum og
tekin ákvörðun um ráðstöfun eigna.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Einbýlishús í Garðahreppi
Til sölu er glæsilegt einbýlishús í Garðahreppi. í hús-
inu eru 8 — 9 herbergi, öll á einni hæð og bílskúr
fyrir 2 bíla. Húsið selst fokhelt með mjög hagstæðum
greiðsluskilmálum.
Nánari upplýsingar gefur:
Birgir ísl. Gunnarsson, hrl.
Lækjargötu 6 B.
Símar 22120 og 20628.
Listdansskóli Þjóðleikhússins
Skólinn getur bætt við nokkrum nemendum, þó aðeins
á aldrinum 9 til 12 ára og í þá flokka, sem eru á tíma-
bilinu kl. 4 til 5 og 5 til 6 síðdegis.
Inntökupróf verður þriðjudaginn 8. október kl. 4
síðdegis.
HarMarkurÍir
IIM MI
tJTI
RÍISKIRS
SVAL4
ýnhí- Zr 'Utikuriir
H. Ö. VILHJÁLMSSDN
HÁNARGÖTU 12. SÍMI 19669
- DR. ÁSMUNDUR
Framhald af bls. 8
vinna að skrifstofustörfum, Guð-
mundur lögfræðingur, lézt á
bezta aldri fyrir nokkrum ár-
um.
Þegar litið er yfir ævistarf
Dr. Ásmundar, biskups, á þess-
um merkilegu tímamótum í ævi
hans, þá beinist til hans einlæg-
ur hugur þakklætis og virðing
ar, ekki sízt frá göm'lum læri-
sveinum hans og öllum þeim,
sem bera hag og velferð
íslenzkrar kristni fyrir brjósti.
Sá, sem þetta ritar var í hópi
þeirra guðfræ'ðistúdenta sem
fögnuðu honum á hafnar-
bakkanum í Reykjavík 1928, þeg
ar hann var að koma að austan,
til þess að taka við starfi sínu
við guðfræðideildina. Það var
engan veginn vandalaust að setj
ast í sæti prófessors Haraldar
Níelssonar, hins lærða og áhrifa
mikla kennara, en hann ávann
sér fljótt virðisgu og traust sem
kennari og varð vinur og félagi
okkar nemenda sinna. Það sem
ekki var síður mikils virði, hann
hélt áfram að vera vinur okkar,
eftir að við lukum námi, fylgd-
ist méð störfum okkar, eftir að
við hófum sjá'lfstæð stö,*f víðs-
vegar um landið, við mismun
andi aðstæður og var alltaf boð
inm og búinn að leiðbeina okk-
ur.
Sjaldan kom ég t.d. svo til
Reykjavíkur á-fyrri árum, að ég
hitti ekki Dr. Ásmund að máli,
eða heimsækti þau hjónin að
Laufásvegi 75, og svo mun hafa
verið um fleiri lærisveina hans.
Hann hafði ánægju af því að
heyra frá starfinu og hafði jafn
an hvetjandi og uppörvandi orð
á vörum. Maður fann, að hann
vildi vera samverkamaður okk-
ar prestanna.
Hann var hinn víðsýni lær-
dómsmaður, ákveðinn baráttu-
maður til sóknar og varnar fyr
ir málefni kirkju og kristin-
dóms, en fyrst og síðast var
hann hinm einlægi og trúfasti
lærisveinn Jesú Krists.
Margvíslegur sómi hefur Dr.
Ásmundi verið sýndur. Háskól-
inn kjöri hann heiðursdoktor í
guðfræði og heiðursmeTkjum var
hann sæmdur. f nýlega var
hann kosinm heiðursfélagi Hins
íslenzka Biblíufélags.
íslenzka kirkjan stendur í
mikilli þakkarskuld við Dr. Ás-
mund, biskup, fyfir starf hans
á liðnum árum og við vinir hans
þökkum honum fyrir trúfasta
vináttu um áratugi og árnum
honum, konu hans og fjölskyldu
allra heilla og blessunar.
Óskar J. Þorláksson.
f DAG er áttræður einn af merk
ismönnum lands vors, séra Ás-
mundur Guðmundsson, fyrrver-
andi biskup. Hann er alþjóð
kunnur fyrir hið mikla starf sem
hann hefur innt af hendi á sviði
trúmála og skólamála. Mun ekki
reynt að gera grein fyrir því öllu
hér, að:ins minnt á þann þátt-
inn, sem ennþá kemur mörgum
Austfirðingi fyrst í hug, þá er
séra Ásmundur er nefndur.
Á árunum 1918—19 var niður
lagður búnaðarskóli sá, er starf-
að hafði á Eiðum á Fijótsdals-
héraði frá árinu 1©88, en jafn-
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Skipasundi 15, hér í borg,
þingl. eign Bjama Bender, fer fram á eigninni sjálfri,
miðvikudaginn 9. október 1968, kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Sendisveinn óskast
hálfan daginn.
Olíufélagið Skeljungur M.
Til sölu Volvo kranabíll
Scania Vabis vörubíll með krana.
Upplýsingar á mánudag í síma 52485.
Atvinna
óskum að ráða:
1. laghentan verkamann vanan byggingarvinnu
eða svipuðum störfum.
2. sendisvein, hálfan eða allan daginn.
FÁLKINN H.F.,
sími 18670, Laugavegi 24.
BAZAR
Ljósmæðrafélags Reykjavíkur verður í Breiðfirðinga-
búð — niðri — þriðjudaginn 8. október kl. 2.
Mikið af prjónafatnaði — barnaleikföngum — lukku-
pokar með happdrættismiðum (góðir vinningar)
heimabakaðar kökur og fleira.
STJÓRNIN.
framt stofnaður þar nýr skóli,
Alþýðuskólinn á Eiðum. Var
hann settur þann 20. okt. 1919 og
he£ur starfað óslitið síðan allt til
þessa dags. Fyrsti skólastjóri
„Eiðaskóla hins nýja“, eins og
Alþýðuskólinn var þá stundum
nefndur, var skipaður séra Ás-
mundur Guðmundsson, þá prest-
ur í Stykkishólmi, Helgafells-
prestakalli. Það kom að sjálf-
sögðu einkum í hlut hans og
konu hans, frú Steinunnar
Magnúsdóttur, að marka stefnu
Al'þýðuskólans og móta nemend-
ur hans fyrstu starfsárin.
Ávarpsorð séra Ásmundar við
skólasetningu haustið 1919 voru
þessi: „Ó Guð vors lands, ó
lands vors Guð“. Þessi ávarps-
orð urðu síðan einkunnarorð
skólans, mörkuðu stefnu hans og
settu einkenni sitt á flesta þá
nemendur, sem skólann sóttu.
Það voru mörg vandamál og
miklir erfiðleikar, sem biðu
prestsins úr Stykkishólmi og
konu hans á Eiðum. Ekki skal
sú barátta og það mikla starf
leyst sundur og rakið hér. En
hitt stendur óhaggað, að með-
fæddar gáfur, ásköpuð atorka
og samheldni þeirra hjóna,
leystu allan vanda á farsælan
hátt. Um það bera vitni fjöl-
margir nemendur og aðdáendur
um Austfirði alla og raunar um
landið þvert og endilangt.
Það er mikils virði fyrir upp-
eldis- og menntastofnun að þar
haldi um stjórnvöl sannur mað-
ur og einlægur. Það var því mik
il gæfa fyrir Eiðaskóla, að séra
Ásmundur Guðmundsson valdist
til þess hlutverks að veita Al-
þýðuskólanum forstöðu. Sú
saga, sem hann og samstarfs-
menn hans sköpuðu á Eiðum fyr
ir tæpum 40 árum, mótaði
fjölda einstaklinga og gerði þá
að betri mönnum.
Enn er skóli settur að Eiðum,
ennþá logar giott á kyndlinum.
Margt hefur þó breytzt á þessum
þrjátíu og níu árum, en einn er
samur: „Guð vors lands“. Hann
er kjarninn og kjölfestan í skóla
starfinu enn i dag og svo mun
vonandi verða meðan skólasaga
er skráð á Eiðum.
Eiðaskóli óskar Ásmundi Guð-
mundssyni allra heilla á áttræðis
afmælinu, og þeim hjónum báð-
um þakkar skólinn starf og
tryggð um langan aldur. Friður
Guðs sé með ykkur.
Þorkell St. Ellertsson,
skólastj. Eiðum.
Rallettbúningar
leikfimibúningar, netbuxur,
gamalt verð. Afsláttur fyrir
hópa.
VerzL Katarína
á horni Kringlumýrarbrautar
og Hamrahlíðar. Sími 81920.
VINNINGAR
MERCEDES BENZ 220
ÁRGERÐ
VERÐMÆTI
KR.: 854.000,00
VERÐ KR.: 100
DREGIÐ 5. NÖVEMBER 1968