Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 28

Morgunblaðið - 06.10.1968, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1968 verðartími svo að Jill gekk út í garðinn þar sem gosbrunnurinn var. Sólin var enn hátt á lofti, en þarna var svalt í bogagöng- unum og hún settist á bekk og horfði dreymandi á litaskrautið í gólfinu og hvítklædda garð- yrkjumanninn sem var að hirða blómabeðin kring um gosbrunn- inn. Handan við múrinn mátti greina fagrar útlínur moskunnar. Brátt mundi kallarinn fara að æpa í silfurhornið sitt, og kalla hina rétttrúuðu til kvöldbæna. Kona gekk nú inn í garðinn, og það var kona, sem tekið varð eftir. Undir s'létta, gullna hár- inu voru augu, sem voru dökk- blá eins og lygnupollar. Varirn- ar voru þykkar og kinnamar hnöttóttar, en kjálkasvipurinn bar vott um viljafestu og ósveigj anleik. Jill dáðist að fögrum vexti hennar og skreytingarlaust glæsi legum klæðaburði hennar, en hún var í grænum kjól og með einstakan gimstein í hálsfesti. Hún tálaði við garðyrkjumann- inn á arabisku og röddin var óvenju djúp. En þá kom hún auga á Jill, sem sat þögul í skugganum. — Eruð þér ungfrú Chadburn eða ungfrú James? sagði hún og gekk til stúlkunnar sem stóð eins og ósjálfrátt á fætur. - Ég er Jill Chadburn og ég held, að þér hljótið að vera ungfrú Cater. Ljósa höfuðið hneigði sig ofur lítið. — I>ér eruð þá vinnukon- an. Við erum fegin að hafa al- menni'lega matreiðslukonu með okkur. Þá verða karlmennirnir alltaf í betra skapi. Þér skiljið, að þetta starf verður enginn barnaleikur, er ekki svo? — Jú, það er mér ljóst, ung- frú Cater. — Ég kæri mig koll- óttan. — En hvað er um ungfrú James? Ég heyri sagt, að þið sé- uð vinstúlkur, eða er það ekki? Þetta er víst ungfrú James, sem þarna er að koma? — Já, stendur heima. Sandra gekk nú til þeirra, og fór sýnilega hjá sér, því að hún kunni ekki enn við safírbláa kaft aninn sinn og ilskóna. Hún leit á Enid Cater og þær mældu hvor aðra með augunum. Ji’ll greip and ann á lofti en röddin í Söndru var viðkunnanleg og kurteisleg, er hún sagði: — Gott kvöld, ungfrú Cater. Frú Fallowman sagði mér, að þér væruð hér. — Ég heyrði að þér hafið ver- ið að hjálpa henni í dag. Finnst yður verkið skemmtilegt? — Það er dálítið sóðalegt, ját- aði Sandra. — En það er víst ekkert við því að gera, býst ég við. En það er talsvert gaman að finna þessa gömlu hluti og ákveða, hve gamlir þeir eru. — Já, þannig hugsa viðvaning ar venjulega, sagði Enid Cater. — En við vonum að geta kennt yður tálsvert með tíð og tíma. En hafið þið báðar fengið fatn- að? Ef ekki, getum við fengið GÓÐAR VÖRUR GOTT VERÐ ALLT A GAMLA VERÐINU : Damask hvítt og mislitt, verð frá 65,- m. Silkidamask mislitt, verð frá 101,- m. Léreft tvíbreitt, verð frá 37,50 m. Lakaléreft breidd 140 sm og 210 sm frá 66,- m. Dún- og fiðurhelt léreft, blátt, breidd 140 sm, 88,- m. Hvítt flúnel breidd 70 sm og 90 sm frá 30,50 m. Gluggatjaldaefni, margar gerð ir, þykk, verð frá 66,- m. Storisefni breidd 120 sm, 150 sm, 250 sm, frá 109,- m. Kaki, margir litir, breidd 140 sm, 85,- m. Nælonblúnda hvít og mislit. Baðmullarblúnda breið og mjó. Bróder-blúnda og milliverk í miklu úrvali. TIL FATA : Vatt, fóðurstrigi, flísilín, vasa- efni, slitbönd, buxnastrengur, rennilásar, hörtvinni. Sérstök athygli skal vakin á nátttreyjum úr skozkri ull, sérlega góðum, í hvítum og bleikum lit, verð frá 303,-. Póstsendum — sími 16700. VERZLUN SIGURBJÖRNS KÁRASONAR Njálsgötu 1. Hárgreiðslustofan valhöll minnir yður á að nú er sumarið á enda og tími til kominn að aðgæta hvort hár yðar er ekki upplitað eftir sumarsólina. Við eigum háraliti og skol í úrvali og munum með ánægju hjálpa yður til að finna háralit og hárgreiðslu við yðar hæfi. VALHOLL Laugavegi 25 Sími 22138—14662. VALHOLL Kjörgarði Sími 19216. Saíún islenzka gœðavaran Hinn sérstæði íslenzki vefnaður Salún er nú kominn á markdðinn vélunninn á Álafossi. Hentar sérstaklega vel á útskorin húsgögn, eikarhús- gögn ofl. Rúmábreiður, dyratjöld og veggklæðningar. 150 cm breitt. UMBOÐ UM ALLT LAND ÁLAF0SS í ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 SIMI 13404 REYKJAVÍK hann í Beirut, áður en við leggj- j um af stað. Hún útskýrði svo fyrir þeim, j hvaða hlífðarföt þær þyrftu að ! hafa, svo svefnpoka, húðáburð og meðöl. Þetta er miklu meira, ! en okkur skyldi geta dottið í hug, sagði Sandra við Jill seinna þegar þær gengu inn í matsal- inn. — Þig langaði í ævintýri, minnti Jill hana á. Og nú verð- ur þér að ósk þinni. Nú þurf- um við bæði að gæta þess, að úlfaldarnir bíti okkur ekki, né heldur flugurnar stingi okkur í i fæturna, eða eyðimerkurskriðdýr in ásæki okkur. Við fáum sem sagt nóg um að hugsa. — Kannski þarftu að æpa á hann Graham til að vernda þig, kelli mín. Eða þennan Davíð Game. Mér lízt bara ekkert á hann. Ég hef andstyggð á mönn- um, sem halda, að þeir séu eitt- hvað meiri en aðrir. Þær settust við borðið hjá Davíð og Hammond. Grannur, þeldökkur ungur maður kom til þeirra og var kynntur stúlkunum sem Rasmid. — Ég er vélamað- urinn sagði hann. -— Ég sé um alla vörubílana og jeppana. Jill stalst til þess að 'líta yfir að borðinu, sem prófessorinn sat við. Hún horfði á, þegar epla- k^kan hennar var borin fyrir hann og svo borðaði hann hana með góðri lyst og talaði um leið við mágkonu sína. Jill var spennt að vita, hvort honum líkaði mat- urinn. En þegar þau hittust á eftir, herti hún upp hugann og spurði hann um það. — Þótti hvað gott? át prófess- orinn eftir henni. — Nú epla- kakan? Hef ég þá verið að borða eplaköku? Jú, vitanlega hef ég það, nú man ég eftir því. Jú, hún var alveg ágæt, stúlka mín. Til hamingju með hana. Svo brosti hann vingjarnlega til hennar og ge'kk síðan á brott með konu sinni. Oliver hló að svipnum á Jill. — Hafðu engar áhyggjur, sagði hann við hana. — Prófessornum þótti kakan ágæt. Annars hefði hann kvartað. En hann er bara stundum talsvert utan við sig. 6. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz — 19. april. Eilífðarmálin eru mjög ofarlega í dag. Reyndu að leggja meiri krafta í andlegar rannsóknir. Það er djúpt á daglegum málefnum, og tíminn líður hægt. Nautið 20. apríl — 20. maí. í dag er ekki heppilegt að fást of mikið við heimsmálin. Gerðu rýmilegar áætlanir, hyggðu að heilsufari þínu og þeirra sem eldri eru, og hvíldu þig síðan. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Taktu þátt í sóknarmálum, og vertu síðan einn. Þú skalt ekki ' gera ráð fyrir samúð eða samvinnu, því að allir eru fullir mót- þróa. í kvöld geturðu orðið þarfur sem sáttasemjari. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Vertu fljótur að sinna skyldustörfum þínum, og vertu svo með fjölskyldunni. Lítil ástæða er til þess að álíta að þú fáir meðvind óskum þínum 1 hag. Þú eyðir meiri hluta kvöldsins í að leita ein- hvers, sem þú hefur tapað, og liggur einhvers staðar uppi við. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Eldra fólk og hefðbundir. málefni tefja daginn, sem annars er rólegur. Fleiri eiga við svipaðan vanda að stríða. Hugsaðu frekar en að þrasa. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Gerðu skyldu þína í dag. Sinntu trúmálum, en láttu önnur mál sitja á hakanum. Þarfir aldraðs fólks gerast mikilvægar. Vogin 23. sept. — 22. okt. Hvað sem þú kannt að hafa skipulagt, verður að sitja á hakan- um, vegna þess að ekki fer allt eins og það á að fara. Hjúskapar- málin virðast eitthvað erfið. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Daginn í dag skaltu nota aðallega til að sinna andlegum mál- efnum. Allt sem þú ætlar að aðhafast, I samkvæmislífinu, eða sem ekki er nægilega hyggilegt, fellur um sjálft sig. Þú getur hins veg- ar unnið upp, það, sem þú hefur látið hjá líða að gera. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Reyndu að komast hjá allri mannþröng, ef þú getur. Allir virðast troðast áfram. Farðu snemma í rúmið. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Bíddu með allar stórbreytingar. Sinntu fjölskyldu þinni meir. Skipuleggu meiri aðhlynningu fyrir foreldra og annað aldrað fólk. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Það er hægur vandi að taka upp I sig. Taktu tillit til þeirra sem eru i kringum þig. Fjölskyldumál tefja þig frá öðru. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Farðu til kirkju, en gerðu ráð fyrir að ýms önnur mál tefjist. Þú græðir lítið á kappræðum í dag. Ef þú gefur höggstað á þér um of, kann það að valda þér erfiðleikum seinna í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.