Morgunblaðið - 06.10.1968, Síða 31

Morgunblaðið - 06.10.1968, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 19€8 31 „VI» erum forréttindafólk að meg'a stuðla að því, að Bústaða- kirkja rísi. Tökum fasj á og ein- buga. Kveiki Guð eldmóð í bverju hjarta, glæði hann vonir, svo við í hans nafni gerum drauminn að veruleika og kirkj- an okkar rísi sem fyrst“. Þetta skrifaði séra Ólafur Skúlason í blað Bústaðasóknar í júnímán- uði 1966, skömmu eftir að hann tók fyrstu skóflustunguna að Bústaðakirkju. Og „Iokatónar lofsöngsins, sem kirkjukórinn leiddi, voru tengdar drunum frá jarðýtunum, þegar þær voru settar í gang“. Þannig hófst það og á tveimur árum hafa hollusta safnaðarins óg bjartsýn von látið veggina hækka. „Við áttum 1,8 milljón í kirkju byggingarsjóði, þegar við byrj- uðum“, segir Axel L. Sveins, sóknamefndarformaður, þegar við hittum hann við Bústaða- kirkju einn laugardagseftirmið- dag. í þennan sjóð hafði verið safnað með sóknargjöldum frá árunum á undan. ~ Hvað er mikið fé komið í bygginguna núna? — Nú eru komnar 8,3 milljón- sen, formaður byggingarnefnd- arinnar, til okkar. — Hvað er kirkjan svo stór, Ottó? — Hún er 1200 fermetrar að flatarmáli, svarar Ottó, og svo jafnstór kjallari undir. Mesta hæð er 14 metrar. Ottó gengur nú með okkur um kirkjuna og útskýrir allt, sem fyrir augun ber. Þetta er mikil bygging og margbrotin, eins og sjá má á uppdrættinum af jarð- hæð kirkjunnar, sem birtist bér með. — En hvað méð kjallarann? — í kjallaranum höfum við hugsað okkur að hafa aðstöðu til hvers konar æskulýðsstarf- semi og get ég nefnt t. d., að þar verður rúmgóður salur með leik- sviði. Þá má telja það til ný- mæla, að í kjallaranum verða tvö sérstaklega byggð loftvama- byrgi og er mér ekki kunnugt um aðrar nýbyggingar í Reykja- vík, þar sem reiknað er með slíku. »4 — Hver teiknaði kirkjuna? — Teikningin var unnin á veg- Um skrifstofu húsameistara ríkls- Ottó Michelsen (t.v.) og Axel L. Sveins við Bústaðakirkju. Fyriraftan þá félaga sést hluti sjálf ins, en arkitekt var Helgi Hjálm- boðaliðanna, sem unnu við kirkj-una þennan laugardag. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). arsson. Drunurnar frá jarðýtunum og lckatónar lofsöngsins ir í bygginguna, segir Axel. Við höfum fengið lán úr kirkjubygg- ingasjóði Reykjavíkurborgar. 1 milljón og 50 þúsumd krónur, en hitt eru sóknargjöld og fé, sem fjáröflunarnefnd sóknarinnar og bin ýmsu safnaðarfélög; kven- félag, bræðrafélag, æskulýðsfé- lög og kirkjukór, hafa haft öll möguleg spjót úti til að afla. Áhuginn er mikill og við göng- um t. d. alltaf með kvittanahefti upp á vasann, ef einhver vildi gauka að okkur smáupphæð. — Og Axel hlær við. — Geturðu nefnt ökkur eins og eitt af þessum spjótum, sem þið hafið haft úti við fjáröflun- ina? — Já. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Eilliheimilisins Grunid, igaf okkur 1000 sparibauka, sem við sendum inn á heimili í sókn- inni. Heimilisfólkið lagði svo fél í þessa bauka og nú þegar höf- um við fengið rúm 83 þúsund I úr þessari söfnun, en nokkurt | magn af baukum er enn í um- ferð. í sambandi við fjáröflun til kirkjunnar hélt kvenfél. græn- metis- og síldarmarkað í Réttar- holtsskóla fyrir nokkru og tókst hanrn með ágætum vel. Nú, við höfum ýms fleiri áform á prjónunum, en það er ekki viturlegt að segja of mikið, fyrr en hlutirnir eru komnir í fram- kvæmd. — Hvað er söfnuðurinn stór? — í söfnuðinum voru um síð- ustu áramót 5525 manns. — Og hvað haldið þið, að kirkjan kosti fullbúin og hvenær er áætlað að byggingu ljúki? í dag er talið, að ölj bygg- ingin fullfrágengin kosti um 18 milljónir króna. Seinni spurn- ingunni er erfitt að svara Það fer allt eftir okkar eigin dugn- aði, en það er margt fólk og gott í Bústaðasókn og við höfum| fullan áhuga á að ljúka þessari byggingu sem fyrst. — Það er töluvert af ungling- um, sem vinnur við bygginguna með ykkur. — Já, öll almenn verkamanna- vinna við bygginguna hefur ver- ið sjálfboðavinna og þar eiga unglimgar drjúgan þátt í. Mér reiknast til, að nú hafi verið lagðar fram um 2200 sjálfboða- vinnustundÍT. — Og stúlkurnar taka líka sinn þátt í verkinu? — Já, já. Ef við lítum aftur á sjálfboðavinnustundirnar, þá sjáum við, að meðal átta dug- legustu unglinganna eru þrjár stúlkur. í þessu kemur Ottó Michel- fiyGGI YFIR RUNA Byggt yfir trúna. — Getur þú sagt okkur nánar en Axel, hvenær kirkjubygging- unni verður lokið? — Nei, það get ég ekki, en ég vona að klukkur hennar hljómi sem fyrst. Líkan af Bústaðakirkju. Jarðhæð kirkjunnar. 1. aðalinngangur, 2 anddyri, 3 forkirkja með fatageymslu (10) og salerni (11), 4 kirkjuskip með grátum (5), altari (6), predikunarstól (7) og skírnarfont (9), 8 trappa niður til skrúðhúss og kjallara, strikalína merkt 30 afmarkar söngloftið, 12 herbergi fyrir kirkjuvörð, 13 brúðarherbergið, 14 skrifstofa prests og móttökuherbergi, 15 fundarherbergi, 16 fatageymslur og salerni fyrir safnaðarheimilið, 17 inngangur, 18 gangur, 19 milligangur, 20 skólastofa, 21 trappa nið- ur í kjallara, 22 inngangur, 23 eldhús, 24 aðalsalur safnaðarheimilisins, 26 safnaðarsalur — mUli kirkjuskips, safnaðarsalar og félagsheimilis eru rennihurðir og er því hægt að stækka kirkjuna sem þeim nemur, ef með þarf — 25 lokaður garður, 27 trappa upp í söngloftið, 28 sólpallur, 29 ian- gangur. Hlað kirkjunnar (31) myndar opinn faðm, sem býður alla velkomna. Skemmtileg torfæruaksturs- keppni ú Suðurnesjum KEFLAVÍK. — Sl. sunnudag var háður torfæruakstur á Suðurnesjum. Keppnin var haldin móts við fjallið Þor- björn, rétt við Grindavík. Fyrir keppninni stóð Björg- unarsveitin Stakkur, Kefla- vík. Þátt tóku í keppninni 10 jeppar og var hún hin skemmtilegasta. Mátti sjá margan jeppann fljúga í loft- inu nokkum spöl og var gam- an að sjá þá leika listir sínar. SiguTvegari í keppninni varð Engilhart Björnsson og ók hann jeppa af Willys gerð, árgang 1966. Næstur í röðinni varð Rúnar Jakobsson, ók hann Willys jeppa, árg. ’55 og þriðji varð Ólafur Engil- bertsson sem einnig ók Willys jeppa en af árg. 1965. Áhorf- endur voru mjög margir og mátti oft heyra fagnaðaróp er einhver jeppinn komst gegn- um hindrun. Björgunarsveitin Staikkur hyggst halda svona keppni ár- lega. Verðlaunin í keppninni eru framdrifslokur á jeppa að verðmæti á fjórða þúsund kr. Verðlaunin gaf Varahluta- verzlunin Öxull hf, Reykja- vík. Verðlaunaafhending mun fara fram eftir skamman tíma og munu þátttakendur verða látnir vita um stund og stað afhendingarinnar. - Hr. J. Góðtemplara- húsið ekki að Jaðri STJÓRN JAÐARS hafði farið fram á að hluti af Góðtemplara- húsinu gamla yrði flutt að Jaðri, eins og frá hefur verið skýrt. Á síðasta borgarráðsfundi voru lagðar fram umsagnir vatnsveitu stjóra. skólafulltrúa og bygging- arfulltrúa um þetta erindi. Og með tilvísun til umsagna þessara aðila um málið, taldi borgarráð ekki unnt að verða við ósk stjóm ar Jaðars. Verður Góðtemlara- húsið því ékki flutt þangað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.